Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er í merkinu þínu í dag og það gerir þig óvenju tilfinninganæma/n. Þetta veitir þér þó einnig ákveðið for- skot. Reyndu að nýta það sem best. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Ef þú hefur ekki kost á því, reyndu þá að minnsta kosti að gefa þér svolítinn tíma til einveru. Allt er betra en ekkert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður þínar við vinkonu þína geta orðið til þess að þú skiptir um skoðun á einhverju í dag. Þú ert allt í einu tilbú- in/n að gera eitthvað sem þú varst áður mótfallin/n. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því munu foreldrar þínir eða aðrir yfirboð- aðar hugsanlega setja óvenju harkalega ofan í við þig. Reyndu að forðast deilur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta getur orðið mjög góður dagur. Reyndu endilega að gera eitthvað nýtt og spennandi. Þú getur byrjað á því að fara aðra leið heim úr vinnunni en venju- lega og í aðrar búðir en þú ert vön/vanur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur gaman af því að sýna þig og daðra í dag. Þetta er einfaldlega merki þess að þú sért ánægð/ur með sjálfa/n þig. Leyfðu þér að njóta þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að sýna öðrum óvenjumikla þol- inmæði í dag því tunglið fer framhjá merkinu þínu á leið sinni í gegnum hrútsmerkið. Það er mikill hiti í fólki í dag og hætt við að hann beinist gegn þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Byrjaðu á því að skipuleggja nánasta umhverfi þitt því þannig nærðu best stjórn á hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur. Njóttu þess bara að leika þér við börnin og vera með skemmtilegu fólki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt líklega eiga mikilvægar sam- ræður við maka þinn í dag. Ekki reyna að berja hlutina í gegn. Bíddu heldur betri tíma til að reyna að ná sam- komulagi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér er mikið í mun að koma sjón- armiðum þínum á framfæri í samræðum þínum við aðra í dag. Láttu þó ekki draga þig inn í tilgangslausar þrætur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt líklega fá þá skyndihugdettu að kaupa þér eitthvað í dag. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd en þú ættir eftir sem áður að hugsa þig aðeins um áður en þú lætur slag standa. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru greind og skapandi og svolítið upp- reisnargjörn. Þau eru fljót að tileinka sér hlutina og eiga auðvelt með að ná til annarra. Þetta ár mun marka ákveðin tímamót hjá þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 draugagangur, 8 ól, 9 tinds, 10 spils, 11 seint, 13 dreg í efa, 15 stöðvun,18 ausa, 21 frí- stund, 22 glöddu, 23 stefn- an, 24 kirkjuhöfðingi. Lóðrétt | 2 fóðrunin, 3 eiga við, 4 baunir, 5 kvensel- urinn, 6 treg, 7 óska eftir, 12 happ, 14 bókstafur, 15 árás, 16 hindra, 17 tími, 18 lítinn, 19 kirtil, 20 sam- komu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 andrá, 4 strút, 7 doppa, 8 æsing, 9 nær, 11 rýrt, 13 biða, 14 rotna,15 edrú, 17 krók, 20 ónn, 22 kokks, 23 orkar, 24 aurar, 25 narta. Lóðrétt | 1 aldir, 2 dapur, 3 áman, 4 skær, 5 reiði, 6 tugga, 10 ættin, 12 trú,13 bak, 15 ekkja, 16 rokur, 18 ríkar, 19 kárna, 20 ósar, 21 norn. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bað og vinnustofa kl. 9, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, leikfimi kl. 9, ganga og spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaaðgerð kl. 9–17, boccia kl. 15. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, félagsvist kl. 14, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan, vefnaður kl. 8–16, myndband kl. 13.30. Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17. ágúst. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 10– 17, ganga kl. 14, boccia kl. 14.45. Brids kl. 19 þriðjudaga. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 10 ganga ganga, kl. 14-16. pútt á Hrafnistuvelli. Hraunbær 105 | Boccia kl. 10, versl- unarferð kl. 12.15, hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9. 30– 10.30, kl. 9.45 bankaþjónusta, fótaaðgerð, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, kl. 10 ganga, leikfimi kl. 10–11, versl- unarferð kl. 12.40, hárgreiðsla kl. 9–12. Langahlíð 3 | Hárgreiðsla kl. 10, leikfimi kl. 11, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan lokuð til 10 ágúst, ganga kl. 10–11, leikfimi kl. 14. Vinnustofur lokaðar vegna sumarleyfa í júlí. Vesturgata 7 | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, hannyrðir kl. 9–15.30, spil kl. 13–16. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, fé- lagsvist kl. 14–16.30. Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst frá kl. 10–14. Fréttir Mæðrastyrksnefnd | Fannborg 5. Lokað vegna sumarleyfa til kl. 16 þriðjudaginn 10. ágúst. Fundir Félag ábyrgra feðra | Fundur í Shell- húsinu, Skerjafirði kl. 20. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl.18.15 í Seltjarnarneskirkju. NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í Héðinshúsinu. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 10 til 14 helgistund kl. 12. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Neskirkja | Leikjanámskeið fyrir 6 - 10 ára (fd. ‘94-‘98) frá þriðjudegi til föstudags kl. 13-17. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir hvert barn. Innifalið er dagsferðir og efnisgjald, auk nestis. Innritun í Neskirkju milli kl. 10:00 og 12:00 eða á neskirkja- @neskirkja.is Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Brids aðstoð á föstudögum kl. 13. Miðviku- dag: „Morgunstund og fyrirbænir“ í kirkj- unni kl. 11. Vídalínskirkja | Opið hús kl. 13-16. Spilað og rabbað. Akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Borgarneskirkja | Helgistund kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 09. Krossinn | Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Kefas | Bænastund kl. 20.30. Upplýsingar á www.kefas.is. Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Leiklist Kaffi Reykjavík | Skáldaspírukvöld. Bene- dikt S. Lafleur og Gunnar Randversson skipuleggja Skáldaspírukvöld annað hvert þriðjudagskvöld. Í kvöld kl. 21.00 lesa fimm skáld frumsamin verk; örleikrit, einþátt- unga og eintöl. Myndlist Safn, Laugavegi 37 | Tvær sýningar verða opnaðar kl. 17. Ný verk eftir Katharinu Grosse, „Time Juice“, og Eggert Pét- ursson. Sýningarnar standa til 26. sept- ember. Café Nielsen, Egilsstöðum | Þessa dagana er grafíski hönnuðurinn Ingunn Þráins með listbókasýningu sem hún kallar „Hún er:, She is:, Lei é:“ Undirtitillinn er „Bókin tjáir tilfinningu“. Á sýningunni eru bækur sem Ingunn gerði sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Hver bók á að túlka tilfinningu og er sú tilfinning rituð á blað við hlið hverrar bókar á þremur tungumálum: íslensku, ensku og ítölsku. Bækurnar eru allar til sölu. Narfeyrarstofa, Stykkishólmi| Ragna Sól- veig Scheving sýnir muni úr leir og gleri. Kertastjakar úr leir og gleri prýða borð og glugga, auk þess sem matargestir fá veit- ingar framreiddar á glerdiskum eftir Rögnu. Diskarnir eru til sölu. Námskeið Námskeið fyrir skólahjúkrunarfræðinga. ÓB Ráðgjöf stenndur fyrir námskeiði fyrir skólahjúkrunarfræðinga 19. og 20. ágúst. Þátttakendur munu læra að nota fræðslu- efni sem er áhrifaríkt heilsueflingar- og fé- lagsfærni verkefni um kynlíf og barneignir og er ætlað nemendum frá 14 ára aldri. Skráning og upplýsingar veitir Ólafur Grét- ar Gunnarsson hjá ÓB Ráðgjöf og á www.- obradgjof.is Skemmtanir Grandrokk | Quintet Sigurdórs Guðmunds- sonar kl. 21:30. Tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Margrét Árnadóttir sellóleikari og Lin Hong píanó- leikari halda tónleika kl. 20.30. Þau flytja Fantasiestücke op. 73 eftir Robert Schu- mann, Dúó fyrir selló og píanó í fjórum þáttum eftir Bruce Adolphe frá árinu 1998 og Sónötu í A-dúr fyrir selló og píanó eftir Cesar Franck. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is SÖNGVARINN kunni Long John Baldry er staddur hér á landi og tróð upp tvisvar yfir verslunarmannahelgina, söng í Fjölskyldugarðinum á laugardag og Neistaflugi í Nes- kaupstað á sunnudag. Hann heldur af landi brott á morgun og hyggst kveðja íslenska aðdáendur sína með blústónleikun á Næsta bar í kvöld. Baldry, sem sungið hefur blús í nærfellt fimmtíu ár, byrjar kvöldið einn með órafmagnaðan blús, en síðan slást í hópinn hljóðfæraleikarar, félagar úr Stuðmönnum, og blúsinn verður rafmagnaðri. Blúsað á Næsta bar Morgunblaðið/Eggert Brúðkaup | Hinn 29. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Grensáskirkju Hanna Rut Jónasdóttir og Baldur Búi Höskuldsson. Prestur var sr. Ólafur Jóhannsson. Þau eru til heimilis í Reykjavík. Ljósmyndari/Mynd ljósmyndastofa BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Evrópumótið í Málmey. Suður ♠D ♥Á8542 ♦K103 ♣D852 Vestur Austur ♠94 ♠532 ♥KDG63 ♥1097 ♦ÁDG4 ♦95 ♣G9 ♣ÁK643 Suður ♠ÁKG10876 ♥-- ♦8762 ♣107 Austur passar í byrjun og suður á að segja næstur, á hættu gegn utan hættu. Hvaða opnun myndi lesandinn velja? Þrjá spaða eða fjóra? Spilið kom upp í leik Íslands og Pól- lands í 17. umferð (sem Ísland vann 17- 13). Pólverjinn Chmurski vakti á þrem- ur spöðum og enginn bauð betur. Hann fékk níu slagi og 140. Á hinu borðinu vakti Þorlákur Jóns- son á fjórum spöðum. Það er íslenski göslarastíllinn. Vörnin getur aug- ljóslega tekið fjóra slagi (tvo á lauf og tvo á tígul), en þá þarf að koma út lauf eða tígull. Sem er fráleitt og auðvitað byrjaði vestur (Tuszynski) á hjarta- kóng. Þorlákur gat þá losnað við eitt lauf niður í hjartaás og var nú með unnið spil ef hann gæfi aðeins tvo slagi á tígul. Hann aftrompaði vörnina og spilaði tígli að blindum. Ef vestur dúkkar, verður að láta tíuna. Sem er fræðilega rétt, því til að byrja með er helsta vonin sú að vestur eigi ásinn þriðja eða DGx. Með því að láta tíuna má spila upp á báða möguleika. En vestur rauk upp með ásinn og spilaði drottningu um hæl. Þegar nían féll önnur í austur var áttan orðin að stórveldi og geimið vannst: 10 IMPar til Íslands. E.S. Kannski að besta vörnin sé sú að stinga upp tígulás og spila litlum tígli. En það dugir varla, því sagnhafi græðir ekkert á því að fella gosa eða drottningu fyrir aftan – aðeins nían önnur skiptir máli og því er rétt að „svína“ tíunni. Brúðkaup | Hinn 26. maí sl. voru gefin saman í hjónaband í Fella- og Hóla- kirkju Ingibjörg Sigurrós Gunn- arsdóttir og Þorsteinn Geir Jónsson. Prestur var sr. Karl Ágústsson, Heim- ili þeirra er að Arahólum 4, Reykjavík. Ljósmyndari/Mynd ljósmyndastofa Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Sendum grænmetisrétti til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.