Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 13 ● BANDARÍSKA fyrirtækið VIASYS Healthcare Inc. hefur tilkynnt að það hafi nánast keypt upp öll bréf í Taugagreiningu hf., sem framleiðir heilarita. Þetta kemur fram í frétt Business Wire. Lori Cross, deildarstjóri VIASYS NeuroCare, sagði við þetta tilefni að Taugagreining kæmi með inn í fyr- irtækið tækni og þekkingu sem ykju enn hæfni VIASYS á sviði taugagrein- ingar. Sagði hún helsta styrk Tauga- greiningar hf. felast í skapandi hug- búnaðarþróun með áherslu á einfaldara notendaviðmót og mögu- leika á þýðingu á önnur tungumál. Í fréttinni er haft eftir Agli Más- syni, forstjóra Taugagreiningar hf., að fyrirtækið sé ánægt með að ganga til liðs við VIASYS, og að að- standendur fyrirtækisins trúi því að reynsla og þekking VIASYS muni auka dreifingu á tækni og fram- leiðslu Taugagreiningar. VIASYS er fyrirtæki sem framleiðir tæki til greiningar og lækninga með áherslu á öndunar-, tauga- og skurð- lækningar. Höfuðstöðvar fyrirtæk- isins eru í Pennsylvaníuríki í Banda- ríkjunum. VIASYS kaupir Taugagreiningu RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins er smám saman að draga sig út úr samkeppnisrekstri að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra stofnunarinnar, en í Morgunblaðinu á fimmtudag kom fram gagnrýni Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. á þjónustusvið stofnunarinnar fyrir að standa í samkeppni við einkafyr- irtæki og njóta til þess niður- greiðslna frá ríkinu. Sjöfn segir starfsemi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins (Rf) tví- þætta, annars vegar sé um að ræða þjónustusvið um útseldar mælingar og hins vegar séu rannsóknir sem miði að því að auka verðmæti sjáv- arfangs og séu þær fjármagnaðar með styrkjum. „Þjónustusviðið hef- ur verið fjárhagslega aðgreint hjá okkur og við höfum ekki fengið at- hugasemdir frá Samkeppnisstofnun eða Ríkisendurskoðun við þann að- skilnað.“ Hún segir að síðastliðin tvö ár hafi verið unnið að áherslubreytingum á Rf. Þær feli í sér aukna áherslu á rannsóknir og þróun en á sama tíma dragi Rf sig út úr samkeppnisrekstri í þjónustumælingum. „Við höfum rekið útibú á Ísafirði, Akureyri, í Neskaupstað, Vest- mannaeyjum og Reykjavík, en á síð- asta ári lögðum við niður þjónustu- þáttinn á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum vegna þess að reksturinn var ekki hagkvæmur. Á Akureyri og á Ísafirði tóku einkaað- ilar við rekstri þjónustumælinganna en einkavæðingu hefur ekki verið lokið í Vestmannaeyjum, að ég best veit. Nú er tæpur helmingur þjón- ustustarfsemi Rf eftir, þannig að það hafa orðið gríðarlegar breytingar á einu ári. “ Sjöfn segir þetta í takt við stefnu Rf um að draga sig jafnt og þétt út úr samkeppnisrekstri. „Ef einkafyrir- tæki eru tilbúin til að taka við þessu þá tel ég það eðlilegt.“ Hún stafestir að stofnunin hafi verið rekin með tapi. Hins vegar hafi Rf ekki undirboðið keppinauta sína. „Þessi starfsemi hefur verið vel rekin og við höfum alls ekki verið að undirbjóða þá. Það er rétt að það hefur verið hallarekstur hjá okkur í gegnum árin vegna þess að við höf- um verið að reka litlar einingar á mörgum stöðum á landinu og erum ekki með nema 60–70 manns í vinnu. Því fylgir mikill kostnaður og slíkt þarf að fjármagna sérstaklega. En stofnunin hefur ekki verið í mínus út af þjónustusviðinu þó svo að það hafi borið einhvern halla líka.“ Rf að draga sig út úr sam- keppni Samkeppni Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er að draga sig út úr sam- keppnisrekstri á sviði þjónustumælinga. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.