Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 38
INNIPÚKINN hefur nú fest sig í sessi sem árviss viðburður um verslunarmannahelgina en í ár var hátíðin haldin í þriðja sinn. Allt komu 13 tónlistarmenn og hljómsveitir fram á Innipúkanum sem haldinn var í Iðnó og má þar nefna Mammút, Súkkat, Rass, Fræbblana, Brúðarbandið, Trabant og Skytturnar sem dæmi. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm var jafnframt einn þeirra sem fram komu en hann er alls ekki ókunnugur Innipúkanum. Hann lék með hljómsveit sinni Rúnk á tveimur fyrstu Innipúk- unum en í ár kom hann í fyrsta sinn fram einn. „Þettta var bara alveg yndislegt og tókst vel í alla staði,“ sagði Benni í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði það jafnframt frá- bært að fá að taka þátt í fyrirbæri af þessu tagi. „Innipúkinn jafnast vel á við tón- listarhátíðir af þessu tagi erlendis og það er mikill heiður að fá að hjálpa til við að halda þessu á lífi,“ sagði hann. Benni Hemm Hemm gaf út sína fyrstu plötu, Sommerplate, síðasta sumar og er nú nýkominn frá Ítalíu þar sem hann var við upptökur á nýju efni. Fjöldi fólks sótti Innipúkann í ár og var ekki annað að sjá en að mönnum litist vel á það sem fyrir þá var leikið. Tónlist | Tónlistarhátíð í Iðnó Innipúkar sameinuðust í Iðnó Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm er ekki ókunnugur Innipúkanum. Morgunblaðið/Árni Torfason Brúðarbandið var í syngjandi sveiflu á Innipúkanum. Ungt fólk á öllum aldri fjölmennti á Innipúkann. 38 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS HUGSAÐU STÓRT kl. 6, 8.30 og 11. „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL 37 þúsund gestir Sýnd kl. 3.40, 5, 6.15, 8, 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl.5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Sjálfstætt framhald fyrri myndar Mynd í anda Nafn Rósarinnar með Jean Reno í fantaformi. „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV Magnaður spennutryllir frá Luc Besson Mjáumst í bíó 6. ágúst! Sýnd kl 4 alla virka daga Norðurljósin Mynd sem byggir á nýrri íslenskri tækni til að mynda norðurljósin. Loksins er hægt að sjá þetta stórkostlega náttúrufyrirbrigði í allri sinnidýrð ákvikmyndatjaldi. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  ÞÞ.FBL. „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ Sýnd kl. 3.20 og 5.40. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4 og 6. „Öðruvísi og spennandi skemmtun“  SV MBL 37 þúsund gestir Sjálfstætt framhald fyrri myndar Mynd í anda Nafn Rósarinnar með Jean Reno í fantaformi. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára. „Hasarinn er góður.“  ÓÖH DV Magnaður spennutryllir frá Luc Besson -www.borgarbio.is- Mjáum st í bí ó 6. ágú st! Kr. 500 Bandaríska poppstjarnan Mich-ael Jackson hefur verið valinn ófríðasti maður heims í könnun, sem breska kvennatímaritið Comp- any stóð fyrir. Leitaði blaðið til þúsunda kvenna og spurði hvaða skemmtikraftur þeim þætti vera minnst aðlaðandi. Í öðru sæti varð rauðhærði út- varpsmaðurinn Chris Evans, og poppsöngvarinn Peter Andre var í 3. sæti Þeir Liam Gallagher, söngvari Oasis, Justin Hawkins, forspakki hljómsveitarinnar Darkness og Idol-dómarinn Simon Cowell kom- ust einnig ofarlega á listann. Mesta athygli vakti þó að popp- söngvarinn Justin Timberlake var í 6. sæti og knattspyrnumaðurinn David Beckham var í áttunda sæti listans en þeir hafa nokkrum sinn- um verið efstir á lista yfir þá sem þykja kynæsandi … Leikarinn Nicolas Cage hefurgengið í hjónaband í þriðja sinn, aðeins tveimur mánuðum eft- ir að gengið var frá skilnaði hans og Lisu Marie Presley. Í frétt BBC er greint frá því að Cage og Alice Kim, sem er tvítug og fyrrum þjónn á sushi-veit- ingastað, hafi gengið í hjónaband við einkaathöfn í Norður- Kaliforníu. Parið kynntist fyrir fimm mán- uðum þegar Kim þjónaði Cage til borðs á veitingahúsi í Los Angeles. Upp úr slitnaði hjá Cage og Presley árið 2002, en þau höfðu einungis verið gift í fjóra mánuði. Áður var Cage kvæntur leikkon- unni Patriciu Arquette í sex ár. Cage, sem er fertugur, og Kim, sem er kóresk-bandarísk, fóru að vera saman í febrúar og fregnir herma að þau hafi trúlofast eftir tveggja mánaða kynni. Annett Wolf, almannatengill Cage, hefur staðfest að hann og Kim séu gengin í hjónaband. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.