Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g hlakka svo mikið til að verða amma. Ég veit nefnilega að ömmur segja barnabörnunum sínum sögur og mér þykir fer- lega gaman að segja frá. Ég mun að sjálfsögðu passa mig á að vera hvorki kommúnisti né marxisti enda hef ég það fyrir satt að þeim farnist illa að segja sögur. Ég ætla að segja barna- börnunum söguna um Ísland: Fyrir ofsalega mörgum árum komu víkingar til Íslands. Hér bjuggu engir írskir munkar svo víkingarnir tóku land sem eng- inn átti og ákváðu að eiga það. Víkingarnir byrjuðu á að berjast um hver ætti hvað og þeir voru að sjálfsögðu hver öðrum stoltari og hefnigjarnari. Þetta voru náttúrlega mest karlar. Sumir merkilegir og aðrir ómerki- legir og ýmist ljósar eða dökkar hetjur. Konur voru nátt- úrlega ekki hetjur af því að þær voru lítið fyrir að skora hver aðra á hólm. Einn dag ákváðu víkingarnir að hætta að trúa á alls konar skrýtin goð og fóru að trúa á einn guð. Þarna reyndi mikið á sáttahæfileika víkinganna. Þeir stóðu sig svo agalega vel að það var ekki fyrr en árið 2004 að önnur eins snilldarákvörðun var tekin á Íslandi. Íslendingar urðu fljótt sann- færðir um yfirburði sína. Þó þeir þyrftu af og til að vera undir einhverjum öðrum konungum þá logaði sjálfstæðiseldurinn alltaf í brjóstum þeirra. (Svo færi það eftir því hvað ég hefði langan tíma hversu mikið ég myndi segja frá sjálfstæðisbaráttunni og slagsmálum Valdasjúkra karla.) Tuttugasta öldin var bráð- skemmtileg. Þá ruku Íslendingar úr torfkofum og byggðu sér glæsileg einbýlishús. Á sama tíma fóru konur að krefjast ein- hverra réttinda en ég ætla nú ekkert að vera að tala of mikið um merkilegar konur því það gæti varpað skugga á það ljóma- bað sem körlunum sæmir. (Svo nafngreini ég að sjálfsögðu hundrað kalla í einni bunu og læt góðan skammt af ártölum fylgja með). Íslendingar vissu sem var að þeir voru einstakir. Fallegustu konurnar og sterkustu karlarnir byggðu þetta land og enginn hefði efast um að það væru eft- irsóknarverðir eiginleikar. Ís- lendingar pössuðu vel upp á sjálfstæðið eftir að þeir loks fengu það. Það var vitað að sjálf- stæðið yrði best varið með her- veldi og vopnaburði. Þess vegna gekk Íslands til liðs við NATO og fékk fínan bandarískan her til landsins. Íslendingar voru svolítið lengi að gera sér grein fyrir með hverjum þeir ættu að standa í stríði. Í stríði var nefnilega sig- urvegari og Íslandi sómir sér- lega vel að sigra. Það var jú vit- að að þjóð sem ekki fer í stríð getur ekki unnið stríð. Stríð voru háð af því að góði kallinn vildi kenna þeim vonda að vera góður líka. Í stríðum sannaðist að menn sem voru á móti hern- aðarátökum og vildu ekki taka þátt höfðu rangt fyrir sér og töpuðu. Friðsælu fólki skyldi aldrei treyst fyrir utanrík- ismálum Íslendinga því það væri ávísun á tap. Allt sem ekki er sigur er tap. Íslendingar vissu alltaf hvert markmiðið var; að verða rosa- lega ríkir. Landið var fallegt og til þess að byggja upp ferðaþjón- ustu voru lagðir fínir vegir og fyrst þeir voru þarna á annað borð var allt eins hægt að setja upp stærðarinnar virkjanir. Helsta verkefni Íslendinga var að sanna yfirburði sína og einn liður í því var að beisla náttúr- una. Án virkjana hefði þjóðin dá- ið út. Íslendingar vissu líka ósköp vel að þeir voru miklu merki- legri en flestir aðrir og þeir þreyttust ekki á að sannfæra hver annan um það. Það var því alveg hrikalegt áfall þegar út- lendingar fóru að stunda það að gera Íslendinga ástfangna af sér. Fyrst voru það útlenskir her- menn sem heilluðu íslenskar konur. Það vandamál var fljótt kallað ástandið og allt kapp var lagt á að leysa vandann. Kon- urnar voru útskúfaðar úr sam- félaginu, börn þeirra kölluð illum nöfnum og ungum stúlkum fylgt eftir og ógnað með meyjarhafts- prófi. Sem betur fór voru svartir hermenn bannaðir á Íslandi því annars hefði óæskileg kynþátta- blöndun getað átt sér stað. Hið seinna ástand var svo þegar útlenskar konur fór að sækja í víkingana. Ekki nóg með að þær væru útlenskar heldur voru þær líka öðruvísi á litinn. Versti parturinn var þó sá að konur þessar vildu bara fá að búa á Íslandi en þetta hafði ekk- ert með ást að gera. Aldrei hefði hvarflað að Íslendingum að gift- ast af annarri ástæðu en ást. Svo þegar konurnar fluttu til Íslands drógu þær alla ættina með. Þetta var hið alvarlegasta mál enda hafði hver Íslendingur aðeins þrjá til fjóra ferkílómetra fyrir sig og það sér það hver heilvita maður að það er ekki nóg pláss. Inn í spilaði líka að við áttum landið og þá mátti að sjálfsögðu ekki hver sem var ryðjast inn í það. En Íslendingar brugðust við þessum vanda. Með snilldarlegum lagasetn- ingum, alþjóðlegum sem heima- tilbúnum, lokuðu þeir landinu fyrir útlendingum sem voru skrýtnir á litinn. Hættulegastir voru útlendingar undir 24 ára aldri svo það voru sett sérstök lög til þess að halda þeim í burtu. Þeir fáu sem sluppu í gegn voru svo hakkaðir í spað með orðróminum einum saman enda voru Íslendingar svo frjáls- ir að þeir máttu segja og gera hvað sem var. Karlarnir voru sagðir hafa keypt konurnar og þær sagðar dragbítar á hinu margrómaða velferðarkerfi. Þau börn sem sluppu í gegnum viða- miklar DNA-rannsóknir fengu þó að ganga í skóla á Íslandi. Nú væri eflaust kominn hátta- tími fyrir börnin svo amma litla myndi breiða ofan á þau, kyssa þau á ennið og bjóða góða nótt. Sögu- skoðun Það var því alveg hrikalegt áfall þegar útlendingar fóru að stunda það að gera Íslendinga ástfangna af sér. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is ✝ Sigríður ÓlöfSteingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 17. maí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Lára Árnadóttir húsmóðir, f. 1892, d. 1973, frá Ísafirði og Steingrím- ur Jónsson rafmagns- stjóri, f. 1890 í Gaul- verjabæ, d. 1975. Lára var dóttir Guð- rúnar Brynjólfsdótt- ur (1867–1934) og Árna Sveinsson- ar (1858–1938) kaupmanns á Ísafirði. Steingrímur var sonur Sigríðar Jónsdóttur (1856–1930) og séra Jóns Steingrímssonar (1862–1891) prests í Gaulverjabæ. Systkini Sigríðar eru Guðrún Sig- ríður, f. 1920, gift Klemenz Tryggvasyni (d. 1997), Þóra, f. 1924, gift Sigurði Þorgrímssyni (d. 2001), Jón, f. 1928, kvæntur Sigríði Löve, og Arndís, f. 1933. Sigríður giftist 27. maí 1945 Othari Edvin Ellingsen forstjóra, f. 27. maí 1908, d. 18. febrúar 2000. Foreldrar hans voru hjónin Marie Johanne fædd Berg frá Kristjan- sund í Noregi, f. 1881, d. 1978, og Othar Peter Jæger Ellingsen skipasmiður og forstjóri, frá Krók- ey í Noregi, f. 1875, d. 1936. Börn Sigríðar og Othars eru: 1) Óttar Birgir, f. 1946, kvæntur Stefaníu Lóu Jónsdóttur; börn þeirra eru Óttar Már, Jón Bersi og Sigríður Liv. 2) Steingrímur Ólafur, f. 1948, kvæntur Önnu Birnu Jóhann- esdóttur; börn þeirra eru Jóhannes Ólafur og Lotta María. 3) Lára María, f. 1949, gift Erlingi Aðal- steinssyni; börn þeirra eru Óttar Gautur og Ólöf Hörn. 4) Björg, f. 1953, gift Brodda Broddasyni; dætur þeirra eru Hallveig og Laufey. Dóttir Othars og fyrri konu hans Ástu Láru Jónsdóttur er Dagný Þóra, f. 1939, gift Garðari V. Sig- urgeirssyni, synir þeirra eru Óttar Rafn, Sveinn Ingi og Benedikt Jón. Barnabarnabörnin eru 12. Sigríður ólst upp á Laufásveg- inum í Reyjavík og var mörg sum- ur í sveit á Álftamýri í Arnarfirði. Sigríður lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í Húsmæðraskólan- um á Laugalandi veturinn 1942– 43. Sigríður vann skrifstofustörf frá 1941 þar til hún gifti sig. Hún var í Hringnum frá 1967 og starf- aði með Hringskonum uns hún veiktist 1997. Sigríður og Othar bjuggu lengst af á Ægisíðu 80 í Reykjavík en fluttu í Hjúkrunar- heimilið Holtsbúð í ársbyrjun 2000. Útför Sigríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast Sigríðar Ellingsen með nokkrum fátæklegum þakkarorðum. Hún kom inn í líf mitt sem stjúpa mín þegar ég var 6 ára gömul. Ég var á þeim árum mikið „ævintýrabarn“ og þreyttist aldrei á að hlusta á eða lesa ævintýri og uppá- haldið var Mjallhvít. Orðið „stjúpa“ var þar ekkert jákvætt, en ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að Sigga var engin stjúpa, heldur bara Sigga. Síðan hefur hún alla tíð umvafið mig hjartahlýju, en af henni átti hún ótakmarkað. Hún var einstaklega já- kvæð og sterk persóna, ávallt í jafn- vægi. Alltaf var hún reiðubúin að rétta hjálparhönd þeim sem leituðu til hennar, en þeir voru margir í stórri fjölskyldu. Föður mínum reyndist hún frábær lífsförunautur. Þau voru ávallt mjög samhent og áttu ham- ingjusamt og gott líf saman í rúm 50 ár. Hún reyndist fjölskyldu minni, eig- inmanni og sonum, eins og besta tengdamamma og amma, og eigum við margar góðar minningar um þau samskipti og erum henni óendanlega þakklát fyrir. Sigga var ein af þeim manneskjum, sem maður þakkar Guði fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samferða í lífinu. Blessuð sé minning hennar. Dagny Ellingsen. Hún var kölluð Sigga eða amma Sigga, eða amma á Ægisíðu. Vinkon- ur hennar kölluðu hana stundum Siggu Lóu. Það þurfti nokkra fjar- lægð til þess að hún væri kölluð Sig- ríður. Ég átti hana að tengdamóður í tæp þrjátíu ár. Hún var eins góð tengdamamma og hugsast getur og hún var fyrirmyndaramma. Hún var kjölfesta fjölskyldu sinnar og til hennar og þeirra Othars var alltaf hægt að leita. Og fjölskyldan var stór, auk barna, tengdabarna og barna- barna. Þá var ákaflega mikil sam- heldni milli Siggu og systkina hennar og barna þeirra, og ekki síður voru traust bönd í Ellingsenfjölskyldunni, þar sem Sigga gegndi ríku hlutverki alla tíð. Allur þessi hópur átti víst at- hvarf á Ægisíðunni. Þau voru ham- ingjusamlega gift í meira en hálfa öld, hún og Othar og þótt tengdapabbi væri ekki að flíka tilfinningum sínum var öllum ljóst að hann var alltaf jafn- skotinn í Siggu sinni. En það var líka talsvert verk að vera konan hans Oth- ars, því rétt eins og hann gerði ærnar kröfur til sjálfs sín, þá gerði hann miklar kröfur til annarrra, ekki síst konu sinnar. Þau voru samheldin hjón og það var fjölskyldan öll, og þess nutu nýliðarnir, börnin og tengdabörnin. Sjálfur bjó ég í nokkur ár undir sama þaki og þau og ýkju- laust minnist ég þess aldrei að mér hafi mislíkað sambýlið. Þau voru hjálpsöm og ævinlega reiðubúin til aðstoðar, en eins og góðir tengdafor- eldrar eiga að vera, þá voru þau aldrei með óþarfa afskiptasemi af lífi barna sinna og tengdabarna. Tengda- mamma var myndarleg kona og myndarleg húsmóðir en lífsstarf hennar, eins og margra kvenna af hennar kynslóð var móður- og hús- móðurhlutverk, og það starf rækti hún fullkomlega. Slíkt starf er ekki markað einstökum merkisáföngum, eins og stundum eru tíundaðir, heldur því að halda utan um stórt heimili, að eignast börnin sín, vera mamma þeirra og koma þeim öllum til manns. Hún var víllaus kona, kyrrlát, glað- sinna og stolt. Ég þekkti hana fyrst og fremst sem góða tengadamóður og ömmu og að leiðarlokum er þakkað fyrir samfylgdina. Broddi Broddason. SIGRÍÐUR ELLINGSEN ✝ Marteinn Stein-grímsson fæddist í Túnsbergi á Húsavík 2. ágúst 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 28. júní síð- astliðinn. Marteinn var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur, f. 1869, d. 1948, og Steingríms Hallgríms- sonar, f. 1877, d. 1937. Hann var yngstur níu systkina. Elstur var Birgir, f. 1900, þá Bjarni, f. 1902, María, f. 1904, Solveig, f. 1905, Hallgrím- ur, f. 1908, Guðrún Stefanía, f. 1908, Jón Helgi, f. 1910, og Gísli, f. syni, f. 17.12. 1942, þau eiga fjórar dætur. Þau eru búsett á Akureyri. b) Sólveig Birna, f. 2.11. 1942, gift Geir Garðarssyni, f. 3.6. 1942, þau eiga fjögur börn. Þau búa í Lang- holti í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. c) Steingerður, f. 19.7. 1948, gift Hlífari Karlssyni, þau eiga þrjú börn. Þau eru búsett á Húsavík. d) Eirík, f. 19.7. 1948, d. 9.1. 2003, kvæntist Sigrúnu Harðardóttur, f. 7.6. 1951, þau áttu þrjú börn, Þau skildu. Seinni kona Eiríks er Björk Breiðfjörð Helgadóttir, f. 19.2. 1959. Þau bjuggu á Húsavík. Marteinn og Kristín móðir hans gengu einnig Hauki Steinari Bjarnasyni, f. 27.8. 1930, bróður- syni Marteins, í foreldrastað eftir fráfall Bjarna föður hans. Haukur er kvæntur Erlu Láru Guðmunds- dóttur, f. 8.7. 1930, þau eiga sjö börn. Þau búa í Keflavík. Útför Marteins var gerð frá Húsavíkurkirkju 5. júlí. 1911. Þau eru öll látin. Marteinn kvæntist 8. desember 1940 Herm- ínu Eiríksdóttur, f. 13. október 1913, d. 24. júlí 1993, frá Miðfirði á Langanesströnd. Herm- ína var dóttir hjónanna Eiríks Sigurðssonar, f. 1870, d. 1935, og Jónínu Halldóru Jónsdóttur, f. 1878, d. 1932. Marteinn og Hermína bjuggu í Túnsbergi fram til ársins 1969 er þau fluttu yfir götuna að Ásgarðsvegi 25. Þau eignuðust fjög- ur börn, þau eru: Halldóra Kristín, f. 30.6. 1940, gift Hreiðari Steingríms- Elsku afi. Fyrir ári fagnaðir þú níræðisaf- mælinu þínu í faðmi fjölskyldunnar. Þú varst eins og þú varst vanur, kvik- ur í hreyfingum, gerðir að gamni þínu og lékst á als oddi. Þó að 90 ár sé hár aldur hugsa ég að engu okkar hafi dottið í hug að þú yrðir ekki með- al okkar á næsta afmælisdegi, þú sem varst svo lifandi, alltaf með á nótun- um og lést aldrei neitt buga þig. Ég held að ég hafi sjálf næstum haldið að þú værir ódauðlegur. En hlutirnir breytast hratt og nú, tæpu ári seinna kveð ég þig hinstu kveðju. Afi Matti. Ég hef alltaf verið svo stolt af því að hafa fengið að heita í höfuðið á þér og viljað leggja ýmis- legt á mig til að þú yrðir stoltur af mér. Ég var ákaflega matvönd sem krakki en þú fékkst mig t.d. til að borða hangikjöt af bestu lyst þar sem þú sagðir að enginn sem héti þessu nafni gæti fúlsað þeim herramanns- mat sem hangikjöt væri. Það var allt- af svo gott að koma til ykkar ömmu, þið tókuð á móti okkur eins og við værum þjóðhöfðingjar. Amma var á þönum við matarstúss og traktering- ar enda fór enginn frá ykkur öðruvísi en pakksaddur. Þú gafst okkur at- hygli og þolinmæði, last fyrir okkur Millý Mollý Mandý fyrir svefninn, spilaðir við okkur manna, gaur og púkk, fórst með okkur á sunnudags- rúntinn á meðan amma eldaði steik- ina og leyfðir okkur að skottast með við þau verk sem þurfti að vinna. Þú lifðir miklar breytingar á ævi þinni og aðlagðist þeim með jafnaðar- geði. Þú varst nýjungagjarn, fljótur að læra og gerðir ekki veður út af smámunum. Þú varst alltaf bjartsýnn og glettinn, þolinmóður og hafðir mikið jafnaðargeð. Allt til síðasta dags varstu skýr í hugsun og fylgdist með því sem var að gerast í kringum þig. Afi Matti. Að líkamsburðum varstu ekki stór maður, í rauninni varstu litli afinn minn. En stærri persónur eru vandfundnar. Í gegnum tíðina hef ég oftsinnis staðið mig að því að óska mér að ég yrði eins og afi Matti þegar ég yrði eldri. Þú ert og verður verðug fyrirmynd. Hvíldu í friði, afi minn! Þín verður sárt saknað. Þín Marta. MARTEINN STEINGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.