Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 23 Hér fer á eftir ræða ÓlafsRagnars Grímssonar,forseta Íslands, semhann flutti er hann var settur í embætti þriðja sinni sl. sunnudag. Fyrirsögn og millifyr- irsagnir eru Morgunblaðsins. Þakklæti og virðing Góðir Íslendingar. Þjóðin hefur nú í þriðja sinn falið mér að gegna embætti forseta Ís- lands og bera ábyrgð og skyldur sem traustinu fylgja. Þakklæti til fólksins í landinu og virðing fyrir arfleifð Íslendinga og væntingum almennings um farsæla framtíð eru mér efst í huga á þess- ari stundu. Árin sem liðin eru frá því ég stóð fyrst í þessum sporum hafa verið lærdómsrík og gefandi, oft erfið en líka auðug af gleðistundum. Von- andi nýtist sú reynsla mér á þeirri göngu sem framundan er. Stuðn- ingur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fámennum byggðum, hlýhugur ykkar og vel- vild hafa veitt mér styrk til að tak- ast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakkir. Forsetar Íslands hafa á þeim sextíu árum sem liðin eru frá lýð- veldisstofnun oft glímt við flókin úrlausnarefni og verk þeirra og framlag til þjóðarsögu hafa reynst farsæl og leitt til margra ávinninga. Við hugsum til Sveins Björns- sonar og Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur og þökkum giftu- rík störf þeirra í þjóðarþágu, gæf- una sem jafnan fylgdi gjörðum þeirra. Sess embættisins varðveittur Embætti forseta Íslands hefur breyst í tímans rás og svo mun einnig verða um ókomin ár. Mik- ilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem einkenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga. Sú veröld sem heilsar okkur á nýrri öld er ærið ólík þeirri sem var, þegar þjóðin kom saman á Þingvöllum fyrir 60 árum til að fagna lýðveldisstofnun og forseti var valinn í fyrsta sinn. Rigningin, sem þá steyptist úr himinhvolfum, reyndist þó forboði grósku og góðr- ar tíðar, en leitun mun vera að landi sem tekið hefur slíkum framförum sem Ísland á lýðveldistíma. Sá ár- angur felur okkur margvíslegar skyldur, bæði við komandi kyn- slóðir í landi okkar, en einnig við heimsbyggðina, aðrar þjóðir sem glíma við mikinn vanda og vilja gjarnan læra af okkar reynslu. Samábyrg í veröldinni Við erum nú samábyrg í veröld- inni, örlög fólks í öllum álfum sam- tvinnuð. Tryggðin við heimabyggð og þátttaka í umsköpun heimsins eru leiðarstef sem móta munu lífs- hlaup unga fólksins. Aldrei fyrr hafa æsku Íslands verið búin slík tækifæri. Aldrei fyrr hefur hún átt betri kost á að vera í senn góður Ís- lendingur og sannur heimsborgari. Í umrótinu framundan skiptir sköpum að við varðveitum ræt- urnar, minningar um uppruna og sögu, tengslin við forfeður okkar og formæður sem helguðu Íslandi ævi- verkið, áríðandi að arfleifð Íslend- inga verði áfram í hugum okkar allra lifandi veruleiki, uppspretta hvatningar og áræðis. Það var kraftaverk hvernig þjóð- inni tókst á fyrri öldum að þrauka þrátt fyrir harðræði, drepsóttir, eldsumbrot, erlenda áþján og inn- lenda misklíð. Þá var vitneskjan um fyrri örlög, bundin í fögur ljóð og forna texta, kveikja vonar og seiglu, atorku og úthalds, mótaði frelsisþrá sem breyttist í þjóðarvit- und þegar sjálfstæðisbaráttan varð köllun Íslendinga. Vissulega er það ævintýri líkast að þjóð, sem var um sextíu þúsund manns þegar piltar í Bessastaða- skóla ræddu um endurreisn ís- lenskrar tungu og ok hins erlenda valds, skuli nú njóta jafnræðis í samfélagi heimsins, vera öðrum fyrirmynd á mörgum sviðum, búa við þróttmikla menningu, fjölþætt listalíf og skapandi vísindi, opið og öruggt lýðræðislegt samfélag, virð- ingu fyrir mannréttindum og tæki- færum hvers og eins til að þroska getu sína og hæfileika. Áfangar á sjálfstæðisbraut Áfangarnir á sjálfstæðisbraut voru margir og örlagaríkir: end- urreisn Alþingis, verslunarfrelsi, stjórnarskrá, heimastjórn, full- veldi, lýðveldisstofnun og fyrsta kjör forseta Íslands. Í þeirri för fékkst og aukinn styrkur með fram- förum í atvinnulífi, samgöngum, tækni og með viðgangi sífellt öfl- ugra menningarlífs. Frelsisbaráttan birtist ekki að- eins í ættjarðarljóðum og heitri brýningu í ræðu og riti; sterkast hljómaði hún í framfaraviðleitni einstaklinga til sjávar og sveita sem trúðu því í hjarta sínu að hægt væri að búa sér og sínum gott líf í gjöfulu landi. Við þökkum hinni vösku sveit sem þá stóð í stafni og einnig al- þýðu manna sem jafnan veitti það liðsinni sem dugði. Án verka þeirra, hugsjóna og atorku værum við ekki hér í dag. Heillandi viðfangsefni En sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóðar lýkur aldrei og brýnt að við hugum vel að því sem best kann að duga í framtíðinni svo ævintýrið um vegferð Íslendinga geti haldið áfram. Það eru heillandi viðfangsefni sem blasa við og við eigum nú kost á að láta svo um munar að okkur kveða í veröldinni. Því er í senn fróðlegt og gagnlegt að við spyrjum okkur sjálf: Hver er okkar framtíðarsýn? Hvert er okkar ætlunarverk? Hvar brennur eldur hugsjónanna? Hvert á að vera framlag Íslands til umbreytinga á kjörum fólksins vítt og breitt um veröldina, til að efla lýðræði og treysta mannrétt- indi, til að forða börnum frá dauða og koma sjúkum til heilsu, til að leiðbeina um nýtingu á auðlindum hafsins og orkulindum í iðrum jarð- ar, til að treysta stoðir sem tryggi frið og öryggi með öllum mönnum? Hvernig teljum við að Ísland eigi að vera eftir 20 ár, samfélag okkar, menning og athafnalíf? Hvernig fléttum við saman reynslu liðinnar tíðar og tækifærin sem berast hrað- fleyg í okkar hendur? Hvernig sköpum við best sam- stöðu um hlutverk Íslands í fram- tíðinni? Sjálfstæðisbaráttan var á sínum tíma árangursrík vegna þess að ætíð var horft fram á veginn og fjarlæg markmið mótuðu daglega önn. Á sama hátt ættum við nú í ár- daga nýrrar aldar þegar lýðveldið er komið á góðan rekspöl að gefa okkur tóm til að leiða hugann að framtíðarsýn, hefja samræður með þátttöku allra og styðjast við þekk- ingu og reynslu, bæði okkar sjálfra en líka annarra þjóða sem geta kennt okkur margt. Hvernig heim viljum við skapa? Hvert er erindi Íslendinga? Slíkum spurningum svarar þjóð- in sjálf. Kjarni lýðræðisins er að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn, starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátt- töku gert að sínum. „Trúin á þjóðina, traust á al- menningi, er grundvöllur stjórn- skipulags vors“ sagði Ásgeir Ás- geirsson þegar hann tók við embætti forseta hið fyrsta sinn. Lýðræðisandinn vísar veginn Lýðræðisandi Íslendinga er leið- arljósið sem vísar veginn. Við erum nú heimsborgarar á öll- um sviðum og athafnir okkar verða í vaxandi mæli undir smásjá al- þjóðasamfélagsins. Svörin sem við gefum, þau vega og meta aðrar þjóðir. Vandi okkar verður því mikill. Við munum þó reynast honum vaxin, einkum vegna liðsaukans sem okkur hefur nú bæst frá ungu fólki sem óðum er að hasla sér völl á öllum sviðum samfélagsins, kynslóð sem þegar hefur náð árangri á heimsvísu í vísindum, listsköpun og athafnalífi. Menntun og hæfileikar unga fólksins, agi, sjálfstraust og fram- farahugur hafa á skömmum tíma fært Íslendingum stórbrotna ávinn- inga á alþjóðavelli. Þessi þróun eflir bjartsýni okkar og sóknarhug, trúna á að ævintýrið um framtíð Íslands sé hvorki hulduljóð né tröllasaga heldur bjartur veruleiki, sönnun þess hvað hægt er að gera. Raunhæf framtíðarsýn, hug- sjónarík og byggð á traustri þekk- ingu er verkefni dagsins, bæði nú og á komandi árum. Það er heillandi verkefni að taka þátt í því með þjóðinni allri að móta slíka framtíðarsýn og gera hana síðan að veruleika. Ég heiti því á þessari stundu þegar mér er í þriðja sinn falin sú ábyrgð sem fylgir embætti forseta Íslands að vinna að slíkum verkum af heilum huga og öllum kröftum. Landnemar auðga samfélagið Það er gæfa að vera Íslendingur. Við vitum það öll en líka frændfólk okkar í Vesturheimi, afkomendur landnemanna, fólkið sem leggur vaxandi rækt við að styrkja tengsl sín við gamla landið. Það vita líka þúsundirnar sem hingað hafa nýlega flust frá öllum álfum, staðráðnar í að gera Ísland að ættjörð sinni, nema tungumálið og auðga menningu okkar og siði. Við upphaf Íslandsbyggðar fyrir röskum þúsund árum skópu land- nemar fjölmenningu sem varð frjór jarðvegur sjálfstæðis og þjóðarvit- undar, einstæðra heimsbókmennta og samfélags sem átti engan sinn líka í Evrópu. Þeir komu víða að, frá Norðurlöndum, Bretlands- eyjum, Írlandi og öðrum svæðum. Hinir nýju landnemar Íslands sem hingað hafa komið á síðari ár- um hafa auðgað samfélag okkar að grósku og fjölbreytileika. Þáttur þeirra í umsköpun Íslands mun verða æ ríkari og er það vel. Það hefur ætíð verið styrkur ís- lenskrar menningar að þiggja eins og Kristján Eldjárn sagði þegar hann í fyrsta sinn stóð í þessum sporum „frjóvgandi áhrif frá menn- ingu annarra þjóða, hún hefur ekki einangrast, jafnvel á þeirri tíð, þeg- ar landið var langt úr þjóðbraut“. Traustar rætur besta tryggingin Við erum nú alþjóðlegri en nokkru sinni og höfum sýnt að við eigum erindi í hóp hinna fremstu, að við skiptum máli þegar þörfin er brýnust. Við stundum hjálparstörf víða um heim, leggjum lið í baráttu gegn fátækt og hungri. Við tökum aukinn þátt í friðargæslu og reyn- um að miðla af reynslu okkar við að varðveita samfélag án ótta og áleitni, ógnar og vopnaskaks. Við leitum samstarfs í fjarlægum álfum og höfum tekið forystu um þróun aukinna tengsla á norðurslóðum. Allt vitnar þetta um breytta heimsmynd og nýjar áherslur í ut- anríkismálum, sýnir hvernig lítil þjóð getur látið til sín taka í veröld- inni. Það hefði áður þótt framandi hugsun en er nú ögrandi veruleiki. Samt skiptir miklu að áfram sé óslitinn þráðurinn sem menning okkar og saga, tunga og ættjarð- arást hafa spunnið á umliðnum öld- um, þráðurinn sem jafnan hefur skapað litríkan vef, táknmynd æv- intýrisins um örlög Íslendinga. Komandi kynslóðir mega ekki glata vitundinni um samhengið í sögu þjóðarinnar og við verðum nú að efla til muna fræðslu og lærdóm í þessu skyni. Traustar rætur eru besta tryggingin fyrir því að Ís- landi farnist vel. Í hönd fara heillandi tímar og Ís- lendingar eiga völ á ótal nýjum tækifærum. Framtíðarsýnin þarf að verða sameign okkar allra, heim- anfylgja þeirra sem þjóðinni þjóna, leiðsögn á komandi árum. Forlögin hafa fært okkur ein- stakt land, víðáttu og fegurð, lita- dýrð og náttúruundur, öræfi og grösuga dali, straumþungar ár og iðandi fossa. Við skulum kappkosta að varð- veita vel þetta draumaland sem við höfum fengið í arf svo að börn okk- ar og afkomendur geti um aldur og ævi þakkað þau forréttindi að vera Íslendingur. Með auðmýkt í hjarta tek ég á ný við ábyrgðinni sem þjóðin færir mér á herðar og heiti því að leita samstarfs við alla sem hafa heill lands og þjóðar að leiðarljósi. Blessun og gæfa fylgi Íslend- ingum um alla framtíð. Hvert er erindi Íslendinga? Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Ragnar Grímsson undirritar eið að stjórnarskránni.staddir innan dyra sem utan tók undir ferfalt húrrahróp. Því næst flutti Ólafur Ragnar Gríms- son ræðu, sem birt er í heild í blaðinu í dag. Athöfninni í Alþingishúsinu lauk með því að Dómkórinn söng þjóðsönginn og tóku forseta- hjónin síðan við árnaðaróskum gesta áður en þau héldu á braut. Um kvöldið buðu forsetahjónin fjölskyldu sinni og starfsfólki forsetaembættisins til kvöldverðar. ðja kjörtímabilsins g stjórn- ðarinnar Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon itar Moussaieff, og Joran Levontin, eiginmanni tar komust ekki til að vera viðstödd athöfnina. kús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, lýsti öri forseta Íslands og greindi frá því að dómarar éttar Íslands hefðu komið saman hinn 26. júlí til að r gögn, er vörðuðu undirbúning og framkvæmd kjörsins. Sagði hann enga kæru hafa borist. Dóm- dirrituðu síðan kjörbréf forseta Íslands sem þann- ar: Hæstiréttur Íslands gerir kunnugt. „Kjör for- nds fór fram hinn 26. júní 2004. Við kjörið var í a gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands 7. júní 1944 og laga nr. 36, 12. febrúar 1975. Ólaf- ar Grímsson, núverandi forseti Íslands, hefur glega kjörinn. Hann fullnægir öllum skilyrðum skrár Íslands um kjör forseta Íslands. væmt þessu lýsir Hæstiréttur Íslands því að Ólaf- ar Grímsson er réttkjörinn forseti Íslands um abil það sem hefst 1. ágúst 2004 og lýkur 31. júlí avík 26. júlí 2004, ús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Guðrún dóttir, Hrafn Bragason, Pétur Kr. Hafstein, Gíslason, Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benedikts- Ólafur Börkur Þorvaldsson.“ en forseta var afhent kjörbréfið undirritaði hann andi heit: „Ég undirritaður, Ólafur Ragnar Gríms- ti því að viðlögðum drengskap mínum og heiðri að jórnarskrá lýðveldisins Íslands,“ og er heitið í samhljóða eintökum og dagsett 1. ágúst 2004. it forsetans ður A. Þórðardóttir, varaformaður þingflokks lfstæðisflokksins, telur að það eigi sér eðlilega u að þingmenn stjórnarflokkanna hafi verið n þingmenn stjórnarandstöðunnar við inn- arathöfn forseta Íslands á sunnudag. Hún vill ina að þingmennirnir hafi fyrirfram ákveðið að kki sökum þeirra deilna sem hafa staðið út af afrumvarpinu. „Þetta á sér bara eðlilegar skýr- að er gjörsamlega fráleitt að vera yfir höfuð að í skóna að það sé af einhverju öðru.“ Hún segir menn hafi verið búnir að ráðstafa tímanum með dum sínum. Þinghald hafi verið í júlí sem hafi ög óvanalegt og menn hafi viljað nýta tímann skyldunni. Hún bendir svo á að tveir þing- Sjálfstæðisflokksins, þeir Davíð Oddsson for- ðherra og Árni Ragnar Árnason, hafi ekki mætt eikinda sinna. erði mér sérstaka ferð vestan af Snæfellsnesi til við þessa innsetningu, sem ég hefði ekki gert t.d. verið með barnabörnin mín og börnin gir Sigríður og bætir við að málið sé ekki flókn- að. lilegar fjarvistir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.