Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s FERÐALÖG AÐ MINNSTA kosti 340 manns fór- ust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í útjaðri Asunción, höfuðborgar Para- gvæ, á sunnudag. Manntjónið varð svo mikið vegna þess að öryggis- verðir verslunarmiðstöðvarinnar lokuðu útgöngudyrum til að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir gætu flúið út úr byggingunni án þess að greiða fyrir vörur sem þeir höfðu keypt. Lögreglan sagði að tala lát- inna kynni að hækka. Talið er að neisti hafi komist í gas í eldhúsi skyndibitastaðar í verslunar- miðstöðinni. Fólk heyrði sprenging- ar og síðan breiddist eldurinn hratt út. Edgar Sanchez, saksóknari sem stjórnar rannsókn málsins, sagði við blaðamenn að eigandi verslunarmið- stöðvarinnar yrði ákærður fyrir manndráp. Eigandinn gaf sig fram við lögreglu en neitaði því að hafa gefið öryggisvörðum fyrirskipun um að loka dyrunum. „Enginn fer héðan án þess að borga“ Verslunarstjóri stórmarkaðar í byggingunni, sonur eigandans, var einnig handtekinn og yfirheyrður. Kona, sem komst lífs af, sagði við blaðamenn að hún hefði heyrt ein- hvern hrópa: „Lokið dyrunum, lokið þeim,“ og „enginn fer héðan án þess að borga“. Þegar lögregla og slökkviliðsmenn komu á staðinn voru dyrnar opnaðar en þá var það of seint, að sögn konunnar. Talsmaður slökkviliðsins sagði að öryggisverðirnir hefðu jafnvel skotið á slökkviliðsmenn þegar þeir reyndu fyrst að opna aðaldyr byggingarinn- ar. Hann sagði að enginn fótur væri fyrir fréttum um að eldurinn hefði kviknað af völdum bílsprengju í bíla- geymslu byggingarinnar. Að minnsta kosti 600 manns voru inni í verslunarmiðstöðinni þegar eldurinn blossaði upp en í bygging- unni eru einnig skrifstofur og bíla- geymslur. Yfir 300 manns voru flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Slökkviliðsmenn sögðu að flestir þeirra 340 sem fórust hefðu dáið af völdum reykeitrunar. Forseti Paragvæ, Nicanor Duarte, lýsti yfir þriggja daga þjóð- arsorg vegna eldsvoðans. Forseti þingsins, Miguel Carrizosa, sagði að þetta væri sorglegasti atburðurinn í sögu landsins frá mannskæðu stríði Paragvæ og Bólivíu á árunum 1932–35. AP Slökkviliðsmenn bera fólk út úr verslunarmiðstöð í Asunción, höfuðborg Paragvæ, eftir að mannskæður eldur blossaði þar upp á sunnudag. Minnst 340 manns brunnu inni í verslunarmiðstöð Asunción. AFP. Öryggisverðir höfðu lokað útgöngu- dyrunum til að koma í veg fyrir að fólk kæmist út án þess að borga BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamað- ur í Japan, að sögn lögfræðings hans í gær. Lögfræðingurinn, Masako Suz- uki, kvaðst vera að leggja fram gögn sem þyrftu að fylgja umsókn- inni. „Það er óvenjulegt að Banda- ríkjamaður óski eftir hæli sem póli- tískur flóttamaður. Enginn veit hvort stjórn Japans getur sam- þykkt þetta,“ sagði Suzuki. Fischer áfrýjaði í gær til dóms- málaráðherra Japans úrskurði um að honum yrði vísað úr landi. John Bosnitch, talsmaður Fisch- ers í Japan, sagði að hann væri einnig í sambandi við nokkur ríki sem kynnu að bjóðast til að veita honum hæli bæri áfrýjunin í Japan árangur. Bosnitch kvaðst ekki geta staðfest frétt útvarpsstöðvar í Bel- grad um að Fischer vildi fara til Svartfjallands. Haft var eftir forseta Svartfjalla- lands, Filip Vujanovic, að þarlend stjórnvöld léðu máls á því að bjóða Fischer hæli í landinu. Hann bætti þó við að þetta væri háð því skilyrði að yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan næðu samkomulagi um að Fischer yrði ekki framseldur. Fischer er eftirlýstur í Banda- ríkjunum fyrir að hafa brotið al- þjóðlegt viðskiptabann gagnvart Júgóslavíu 1992 þegar hann tefldi þar gegn Borís Spasskí. Fischer óskar eftir pólitísku hæli FLUGVÉLAR á vegum Matvælaað- stoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) byrjuðu í gær að varpa niður mat- arpökkum á svæði í Darfur-héraði í Súdan sem ekki var hægt að kom- ast að landleiðina vegna úrhell- isrigninga og átaka. „Maturinn mun hjálpa meira en 70.000 flóttamönnum og íbúum á svæðinu sem ekki hafa fengið hjálp hingað til vegna regntímabilsins og ótryggs ástands,“ sagði í yfirlýs- ingu hjálparstofnunarinnar. Hörð átök milli uppreisnar- manna í Darfur og arabískra víga- manna, sem styðja ríkisstjórn Súd- ans, hafa leitt til hungursneyðar í héraðinu. Átökin hafa kostað um 50.000 manns lífið og meira en milljón hefur hrakist frá heimilum sínum. Her Súdans kvaðst í gær vera staðráðinn í að berjast gegn erlend- um hersveitum yrðu þær sendar til Darfur í því skyni að binda enda á átökin. Stjórn landsins samþykkti þó með semingi ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem þess var krafist að vígamenn- irnir yrðu afvopnaðir innan mán- aðar. Matvælum varpað niður í Darfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.