Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞÓTT ég hafi verið búsettur í Dan- mörku um nokkurra ára skeið fylg- ist ég enn grannt með íslenskum fjölmiðlum, ekki vegna þess að ég telji þá betri en hina dönsku heldur vegna þess að ég legg mig fram við að halda tengslum við Ísland og fylgjast með því sem þar fer fram. Í Staksteinum Morgunblaðsins 28. júlí birtist umfjöllun um Kast- ljósþátt Sjónvarpsins kvöldið áður, en umræðuefni þáttarins var ,,fjöl- menning“. Pistillinn var ómerktur, eins og aðrir Staksteinapistlar, og því er væntanlega óhætt að álykta að hann endurspegli skoðanir blaðs- ins. Pistlahöfundurinn ótilgreindi hnýtti í Kolbrúnu Halldórsdóttur, annan af tveimur viðmælendum þáttarins, fyrir að ,,alhæfa“ með því að hafa orð á því að fjölmiðlar gætu staðið sig betur í umfjöllun um fjöl- menningarþjóðfélagið. Vildi höfundurinn nafnlausi meina að Morgunblaðið hefði staðið sig með sóma í umfjöllun um mála- flokkinn og þar væri öðru fremur fyrir að þakka Önnu G. Ólafsdóttur, starfsmanni blaðsins, en hún var hinn viðmælandi umrædds Kast- ljósþáttar. Mikið lof var borið á skrif Önnu fyrir blaðið og fram- göngu hennar á sviði fjölmenning- armála almennt. Ekki þótti mér frammistaða Önnu í þættinum það slök að ástæða væri fyrir Morg- unblaðið að birta sérstaka grein um það hvað hún hefði nú almennt stað- ið sig vel til þessa. Hún er merkileg þessi viðkvæmni Morgunblaðsins fyrir gagnrýni. Þar virðist blandast saman tilhneiging sem mér hefur lengi þótt einkenna blaðið, sú að setja sig á háan hest, og svo einhvers konar undirliggj- andi minnimáttarkennd sem er e.t.v. afleiðing þess að fara halloka í samkeppni á fjölmiðlamarkaði (kannanir sýna nú að Fréttablaðið er mun meira lesið en Morgunblaðið og trúverðugleiki Ríkisútvarpsins mælist meiri en Morgunblaðsins). Undir lok Staksteinapistilsins reyndi höfundurinn, að því er virt- ist, að undirstrika hvað Morg- unblaðið væri nú víðsýnt með því að nefna að umsjónarmaður Kast- ljósþáttarins hefði ítrekað spurt ,,hvort hér gæti verið hætta á ferð- um vegna fjölda útlendinga“ en að sú væri auðvitað ekki raunin. Þrátt fyrir að hafa horft á um- ræddan Kastljósþátt af athygli kannaðist ég ekki við að umsjón- armaðurinn hefði spurt á þennan hátt. Til að vera viss horfði ég þó aftur á þáttinn á Netinu. Þannig fékk ég staðfestingu þess að upp- setning Morgunblaðsins væri alvar- legur útúrsnúningur. Að vísu var rætt hvort ekki gætu einhverjar hættur, svo sem flokkadrættir, fylgt fjölmenningarstefnu. Það er hins vegar fjarri lagi að þáttarstjórnand- inn hafi talað um að á Íslandi ríkti hætta vegna þeirra útlendinga sem á landinu væru. Þrátt fyrir sjálfshól Morg- unblaðsins er staðreyndin sú að blaðið hefur ekki staðið sig í um- fjöllun um innflytjendamál. Umfjöll- unin hefur nefnilega verið á einn veg eins og sjá mátti í lok pistilsins þar sem talað var um útlendinga á Íslandi nánast eins og einn mann og nefnt hvað við Íslendingar hefðum staðið okkur vel í innflytjenda- málum. Lauk þannig pistli með fyr- irsögninni ,,að alhæfa – ekki“. Í Danmörku og nágrannalönd- unum fjalla fjölmiðlar stöðugt um innflytjendamál og nú komast þeir ekki lengur hjá því að ræða vanda- málin sem fylgja innflytjenda- straumnum. Menn hafa orðið að horfast í augu við það að mörg af þessum vandamálum (sem bitna fyrst og fremst á innflytjendunum sjálfum) eru tilkomin vegna þess að nauðsynleg umræða um hugsanleg vandamál var lengst af lítil sem engin af ótta við fordómastimpilinn. Fyrir nokkru fylgdi Morg- unblaðinu sérrit um ágæti fjölmenn- ingar. Ég kannast hins vegar ekki við að hafa lesið margar greinar um vandamálin (sem ég ætti e.t.v. að kalla úrlausnarefnin) sem fylgja innflytjendamálum í Morg- unblaðinu. Lítið hefur farið fyrir op- inskárri rökræðu af hálfu blaðsins en það var einmitt það sem þátta- stjórnandi umrædds Kastljósþáttar var að reyna að koma á. Mér finnst að vísu álitamál hvort ekki hefði átt að bjóða í þáttinn einhverjum sem hefur efasemdir um fjölmenning- arstefnu frekar en að hafa tvo sam- stiga fjölmenningarsinna. En fyrst þessi leið var farin þurfti þátt- arstjórnandinn að veita gagnrýn- isrödd og velta upp öðrum sjón- armiðum. Nokkuð sem Morgunblaðinu virð- ist ekki tamt. Í þessum málaflokki, eins og öðr- um, virðist blaðið telja mikilvægara að koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri en að vera vettvangur lýð- ræðislegrar umræðu. Í þessu eins og öðru er Morg- unblaðið ekki ,,á tánum“. Þess í stað situr það í sama farinu og telur sig enn þess umkomið að láta boð út ganga um hvað sé rétt og rangt. Þetta kristallaðist í Staksteinapistli, hinn 16. júlí þar sem sami, eða ann- ar, leynihöfundur sýndi ótrúlegan hroka í því að gagnrýna, og raunar skamma, aðra fjölmiðla (sérstaklega Ríkisútvarpið) fyrir að flytja fréttir af því að uppi væri ágreiningur í ríkisstjórninni vegna fjölmiðlamáls- ins. Taldi blaðið slíkan fréttaflutning fráleitan þegar forsætis- og utanrík- isráðherra segðu að ekki væri neinn ágreiningur innan ríkisstjórn- arinnar! Nokkrum dögum síðar voru fjölmiðlalögin felld úr gildi, Morgunblaðinu eflaust til mikillar gremju enda þarf það fyrir vikið að standa sig í samkeppni á fjölmiðla- markaði á eigin verðleikum, nokkuð sem virðist hafa gengið brösuglega upp á síðkastið. EINAR SIGURÐSSON, Dalslandsgade 8, 2300 Köbenhavn S, Danmörku. Minnimáttarkennd Morgunblaðsins Frá Einari Sigurðssyni: UNDIRRITAÐUR telur sig knú- inn til þess að færa nokkrar línur á blað varðandi reglur og afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á mál- um er varðar endurgreiðslu ferða- kostnaðar sjúklinga innanlands. Til eru ákveðnar reglur um ferða- kostnað sjúkratryggða sjúklinga og aðstandenda þeirra innanlands sem í raun eru mjög skýrar fyrir þá sjúklinga sem hafa sjúkdóma er falla innan þessara reglna. Má þar nefna ef læknir í héraði þarf að vísa sjúkratryggðum frá sér til óhjákvæmilegrar sjúkdóms- meðferðar hjá opinberum sjúkra- stofnunum eða öðrum aðilum heil- brigðiskerfisins sem sjúkratryggingar Tryggingastofn- unar hafa samning við. Trygg- ingastofnun tekur einnig þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúklings á tólf mánaða tímabili þegar um er að ræða nauðsynlega ferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða til að sækja óhjákvæmilega meðferð. Hins vegar kemur fram að Trygg- ingastofnun tekur þátt í ferða- kostnaði vegna ítrekaðra ferða ef um er að ræða eftirtalda sjúkdóma: illkynja sjúkdóma, nýrnabilun, al- varlega augnsjúkdóma, brýnar lýtalækningar, bæklunarlækningar barna og tannréttingar vegna meiriháttar galla eða alvarlegra til- efna. Ennfremur er heimilt að end- urgreiða vegna annarra sambæri- legra sjúkdóma, alvarlegra vandamála í meðgöngu og vegna glasafrjóvgunarmeðferðar. Það má ljóst vera að æði margir sjúkdómar falla utan þessara reglna og skilgreining á sambæri- legum sjúkdómum huglæg mjög. Hér er rétt að nefna sjúklinga er þurfa á að halda sérhæfðri meðferð við nýrna- og þvagfærasteinum. Slíkir sjúkdómar eru afar algengir og aðeins unnt að veita nútímalega meðferð við þeim á FSA og LSH hérlendis. Sérstaklega skal nefnt að ákveðin höggbylgjumeðferð er eingöngu veitt á LSH. Það er ljóst að hluti sjúklinga hefur steins- júkdóm sem krefst fleiri en tveggja meðferða á 12 mánaða tímabili, jafnvel 5–10 meðferðir sem sumir sjúklingar þurfa að fara í þegar verst er. Þar að auki þurfa sjúk- lingarnir að undirgangast ýmsar rannsóknir til viðbótar sem krefjast verulegs kostnaðar af þeirra hálfu og jafnvel skurðaðgerðir. Fylgi- kvillar nýrnasteina geta orðið slæmir eins og t.d. sýkingar, verki og jafnvel nýrnabilun. Unnt er að áfrýja málum til úr- skurðarnefndar almannatrygginga ef synjun fæst fyrir fleiri en tveim- ur ferðum, en úrskurðum hennar verður ekki skotið annað. Það er ljóst að reglur þurfa að vera skýrar en samt með ákveðnum sveigj- anleika. Það má teljast óeðlilegt að úrskurðarnefnd almannatrygginga og starfsmönnum Tryggingastofn- unar sé falið að skera úr um það einhliða hvort sjúkdómum sem ekki eru taldir upp í reglum séu sam- bærilegir þeim sem þar er nefndir þegar um ítrekaðar ferðir er að ræða. Sá er þetta ritar veit af of mörgum tilfellum þar sem sjúkling- ar hafa lent í sjálfheldu vegna þess- arar afgreiðslu og þar með aukið sjúkdómsbyrðina ásamt því að valda þeim verulegu fjárhagstjóni. Undirritaður skorar því á ráð- herra heilbrigðis- og tryggingamála að breyta þessum reglum sem geta mismunað mjög sjúklingum og gef- ur í raun skrifræðinu sjálfdæmi í slíkum málum. Enn um sinn mun hluti íbúa föðurlandsins búa utan Reykjavíkursvæðisins og er þetta því mikið réttlætismál fyrir þann hóp sjúklinga, sem hefur langan veg að fara. Virðingarfyllst, VALUR ÞÓR MARTEINSSON, yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga, handlækningadeild FSA, 600 Akureyri. Leiðrétta þarf reglur um endur- greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúklinga Frá Vali Þór Marteinssyni, yfirlækni á Akureyri: NÚ FER að syrta í álinn eða segja má að nú taki að glitta í álið sunnanlands: Norðurál á Hvalfjarð- arströnd – rétt við bæjardyr Reyk- víkinga – tvöfaldar framleiðsluget- una, hvorki meira né minna (200–400 ný störf þar). Álverið í Straumsvík – þessi risastóra verk- smiðja í útjaðri Hafnarfjarðar – með áform um stækkun. Og þá þarf meiri raforku: 100 mw gufuafls- virkjun við Grindavík á Reykjanesi, önnur gríðarstór gufuaflsvirkjun við Hengilinn, 120 mw (mörg ný störf), Núpsvirkjun, Urriðafossvirkjun – öll þessi virkjanaáform sunnanlands eru ýmist hafin eða eru á lokastigi hönnunar og skammt í fram- kvæmdir. Mikið hljóta öll þessi geigvæn- legu áform að særa tilfinningar þeirra ein- lægu virkjana- andstæðinga, sem fyr- ir tveimur árum fóru mikinn og sýndu há- stöfum vandlætingu sína á virkjun Jökuls- ár við Kárahnjúka á Vesturöræfum hér á Austurlandi. Höfðu í frammi margháttaðar mótmælaaðgerðir með stakri þrautseigju. Líðan andstæðinga virkjana og nátt- úruvarðliða hlýtur að vera afleit um þessar mundir; þeirra sálarró vísast fyrir bí and- spænis eyðileggingu Hengilsvæðisins, and- spænis lóninu við Norðlingaöldu uppi í sjálfum Þjórsárverum, andspænis vænt- anlegri slátrun Urr- iðafossa, andspænis Núpsvirkjun í Þjórsá – það blessaða fallvatn hefur þegar orðið fyr- ir nægum misþyrm- ingum! Lónið við Norðlingaöldu verður enginn smá- pollur: móar, melar og mýradrög færð í kaf: grágæs og heiðagæs flögra gargandi upp af hreiðri, heiðlóan flýr í flokkum og lamba- gras, rjúpnalauf og klóelfting sekk- ur til botns, þúfur og þústir hverfa undir vatn og fleira og fleira sem þar fer í bleyti um aldur og ævi. Þessu brölti hljóta rétttrúaðir virkjanafjendur og náttúruvakt- menn að mótmæla kröftuglega líkt og vel skipulagt mótmælafárviðri þeirra var á sínum tíma gegn virkj- un Jöklu uppi á Vesturöræfum. En af hverju er ennþá svona hljótt um þær geysimiklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og þegar hafnar á Suðvesturlandi? Hvar eru nú fjöl- mennu mótmælasamkomurnar, hvar ávörpin beiskyrtu, mótmæla- spjöldin, murrandi samkórinn, blaðagreinarnar ótölulegu, útvarps- og sjónvarpsfréttir síendurteknar og fjalla um þá gríðarlegu vá sem nú er fyrir dyrum þéttbýlisins sunnanlands? Hvar? Ó hvar? Hvers vegna eru engir umræðuþættir í gangi, engin fundahöld um virkj- anaáformin sunnanlands, um stækkun eiturspúandi verksmiðja? Hvar eru nú skorinorðu álykt- anirnar sem slíkir fundir sam- þykktu einróma og sendu frá sér til birtingar hérlendis og erlendis? Er ekki von að Austfirðingar spyrji? Hvar eru þeir núna þessir andstæð- ingar virkjana, náttúruvarðfólkið fórnfúsa, sem barði bumbur gegn virkjunaráformum og stóriðju á Austurlandi? Hvað varð af sjálf- skipuðu verndandi náttúrubörn- unum, þessum ósviknu föðurlands- vinum, fórnfúsu hugsjónamönnum? Þögnin umlykur öll yfirvofandi virkjanaáform og allt viðbótarálið á Suðurlandi; regluleg grafarþögn. Óvenjuleg skoðanadeyfð syðra þessa stundina hlýtur aðeins að vera lognið á undan voldugum mót- mælastormi sem brátt mun skella á þegar mótmælt verður jafn- stórfelldum virkjanaáformum, mót- mælt verður svo stórkostlegri aukn- ingu á eitraðri útlenskri álframleiðslu við bæjarmörk höf- uðborgarsvæðisins: Dimmbrún eit- urský fara að sjást í miðbæ Reykja- víkur og Hafnfirðingar mega heldur ekki óhultir opna glugga á húsum sínum svo árum eða áratugum skiptir vegna aukinnar eiturmeng- unar. Nú fer fyrir alvöru að reyna á heilindi virkjanaandstæðinga og sjálfskipaðra vaktmanna náttúru Ís- lands, þeirra verndunarályktanir, mótþróaaðgerðir, áskoranir, úti- fundir og hungurverkföll fara að skella á hvað úr hverju. Vinnu- brögðin voru jú þaulæfð í andófinu gegn virkjunum á Austurlandi svo sjónarspilið ætti að geta endurtekið sig fyrirvaralítið. Það er hugsjónafólk sem mótmælir vatns- aflsvirkjunum og stór- iðju úti á landi, þar er ekki hræsninni og til- gerðinni innantómri til að dreifa. Andófsliðið er einlægt í sinni sann- færingu, þess fullvisst að það sé að gera rétt – í anda grænfriðunga. Það andmælir öllu stóriðjubrölti úti á landi en vill hvetja al- þýðuna þar til að snúa sér að þjóðhollari iðju og umhverfisvænni eins og fjallagrasastór- iðju, lopapeysuprjóni og svo gæti verið gam- an að framleiða litlar sætar selskinnsbuddur (eingöngu úr skinni af sjálfdauðum selum). Dótið mætti selja út- lendum rölturum. Hvað gæti verið hollara og eðlilegra lífsviðurværi íslensku alþýðufólki, sérstaklega á lands- byggðinni? Með öllu er óhugsandi að andstæðingar virkjana og ísl. náttúruvarðliðar hafi eingöngu ætl- að sér að mótmæla stórfelldri vatnsaflsvirkjun og uppbyggingu stóriðju hér á Austurlandi, hafi vilj- andi og vitandi vits ætlað að bregða fæti fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér í fjórðungnum með uppskrúfaða en innantóma náttúruást að lélegu yfirvarpi. Óhugsandi að forseti landsins, handhafi æðsta embættis ríkisins, hafi þá jafnvel ætlað að beita embættisvaldi sínu til að berj- ast gegn uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi. Það er óhugsandi að forseti landsins hafi íhugað slíka óhæfu. Hver voru þá rök virkjana- andstæðinga fyrir hatrömmum árásum þeirra á hagsmuni Austfirð- inga í sambandi við uppbyggingu stóriðju austanlands? Gilda ekki núna nákvæmlega sömu rök gegn fyrirhuguðum áformum á Suður- landi, gegn gífurlegri stækkun stór- iðjuvera í Hvalfirði og í Straums- vík? Brátt rís einn feiknlegur gufumökkur upp af Henglinum, lík- astur kjarnasprengjusveppi, ber hátt við himin á leiðinni frá Reykja- vík upp í Hveragerði á þeirri alfara- leið? Hvílík ógnvænleg sjón- mengun! Er sókndirfskan góðkunna og náttúruástin steindauð, sjálfdauð og hefur öll umhyggjan fyrir um- hverfinu þá lognast út af, gufað upp bara rétt sí svona? Sannast nú hið fornkveðna að tempora mutantur, nos et mutamur in illis. En kannski eru baráttuliðarnir einungis að bíða færis á Þing- eyingum sem nú eru farnir að hugsa til stórvirkjunar og stóriðju í héraði. Það skyldi þó aldrei vera. … Og hvað svo … ? Halldór Vilhjálmsson fjallar um mótmæli við virkjunum Halldór Vilhjálmsson ’En kannskieru baráttulið- arnir einungis að bíða færis á Þingeyingum sem nú eru farnir að hugsa til stórvirkjunar og stóriðju í héraði. ‘ Höfundur er skógarbóndi á Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.