Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 33 Nú er þess skammt að bíða að Ólymp-íuleikarnir í Aþenu hefjist, en þeirverða settir föstudaginn 13. ágúst.Formleg ákvörðun um hverjir muni keppa þar fyrir Íslands hönd verður tekin á morgun. Ellert B. Schram er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hvernig gengur undirbúningurinn vegna þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum? „Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætl- un. Hann felst annarsvegar í því að undirbúa keppendur sem best og fylgjast með því hverj- ir nái lágmörkum og hafi unnið sér keppn- isrétt, og það er mest í höndum viðkomandi sérsambanda. Hins vegar þarf að huga að skipulagningu og framkvæmd fararinnar og dvalarinnar í Aþenu. Í þeim efnum er í mörg horn að líta, til dæmis hvernig aðbúnaður fólksins er og æfingaaðstaða, hvernig á að komast á milli keppnisstaða og ólympíuþorps, og sjá til þess að allir flokksstjórar, farar- stjórar og gestir hafi aðgang og farartæki.“ Er orðið ljóst hverjir fara? „Það liggur nokkurn veginn fyrir hverjir hafa náð lágmörkum og unnið sér keppnisrétt, en frestur fyrir frjálsíþróttafólk rennur ekki út fyrr en í þessari viku og við lítum núna fyrst og fremst til tveggja frjálsíþróttamanna sem við bindum vonir við að komist á leikana, auk þeirra sem þegar hafa unnið sér keppnisrétt. Á morgun, 4. ágúst, verður tekin formleg ákvörðun um hverjir fari til Aþenu fyrir Ís- lands hönd, þá bæði íþróttafólk, flokksstjórar, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknar og svo fram- vegis.“ Hvað er útlit fyrir að þetta verði stór hópur? „Hópurinn getur orðið í kringum 30–35 manns með öllu. Það eru 15–16 handknattleiks- menn, auk aðstoðarmanna, að minnsta kosti tveir frjálsíþróttamenn, 6–7 sundmenn, einn fimleikamaður og einn siglingamaður.“ Hvaða vonir gerið þið ykkur um frammi- stöðu íslensku keppendanna? „Við höfum stillt öllum vonum okkar í hóf, markmiðið er fyrst og fremst að senda fram- bærilegt fólk á leikana fyrir Íslands hönd og að allir geri sitt besta. Ef við komumst á verð- launapalla er það rós í hnappagatið, en við er- um ekki að gera neinar kröfur um verðlaun á þessu stigi málsins, við erum fyrst og fremst stolt af því að eiga efnilegt íþróttafólk sem hef- ur unnið sér rétt til að taka þátt í leikunum. Meira getum við ekki farið fram á.“ Ellert segir að kostnaður við þátttökuna á Ólympíuleikunum sé verulegur, en Íslendingar fái ríflega styrki frá Alþjóða Ólympíunefndinni og ýmsum fyrirtækjum. Íþróttir | Ólympíuleikarnir í Aþenu Undirbúningur á áætlun  Ellert B. Schram er fæddur í Reykjavík 10. október 1939. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1966 og hefur meðal annars starfað sem lögmaður, ritstjóri og þingmaður. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna og verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá 1997. Ellert á sjö börn og er kvæntur Ágústu Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Lærið af sögunni ALVIN Cullum York, f. 1887, d. 1964. Stríðshetja í Bandaríkjaher í fyrri heimsstyrjöld. York gekk í her- inn 1917. Í Argonne-bardaganum 1918 vann York afrek sem Ferdin- and Foch lýsti sem mesta afreki unnið af ótignum hermanni, í öllum herjum í Evrópu. Hann drap yfir 20 óvinahermenn, fangaði 132, lagði undir sig hæð ásamt 36 vélbyssum. Hann hlaut „Congressional Medal of Honor“ frá stjórn Bandaríkjanna og frönsku „Croix de Guerre“ og var gerður heiðursborgari í New York. Eftir stríðið hvarf hann til heimabyggðar sinnar. Hann var mikið í sviðsljósinu, þar sem nafn hans var mikið notað í aug- lýsingar. Umboðsmaður sá um pen- ingahliðina og mikið fé streymdi inn og jafnharðan út. Skattheimtan elti hann og reyndist skæðari en þýski herinn og neyddist hann að lokum til að fara huldu höfði. Árið 1964 komst blaðamaður hjá Times Life á slóð hans og fann hann á sorphaug New York-borgar, þar sem hann bjó í tré- kassa og nærðist á matarleifum úr sorpinu. Hann var þá að dauða kom- inn og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést. Það sem þýska hern- um tókst ekki var létt verk hjá am- eríska skattkerfinu, að drepa mestu stríðshetju Bandaríkjanna fyrr og síðar. Sagan endurtekur sig. Í dag er hetjan Bobby Fischer á flótta undan kerfisköllum ameríska stjórnkerf- isins. Lærið af sögunni, réttið meist- aranum sáttahönd. Einar Vilhjálmsson. Myndlistarmaðurinn Árni Elfar MÖRGUM er eflaust í minni tónlist- armaðurinn Árni Elfar og hinn sér- stæði og frábærlega skemmtilegi pí- anóleikur hans á áratugum áður, en hann lék með hinum ýmsu tónlist- armönnum á skemmtistöðum í Reykjavík og víðar um árabil og stjórnaði eigin hljómsveit í nokkur ár. Auk þessa lék hann á básúnu í Sinfóníuhljómsveit Íslands um langt árabil. Meðfram þessu lagði hann stund á myndlist í fjölbreyttu formi og ligg- ur eftir hann mikið upplag málverka og teikninga. Nú hefur slagharpan þagnað að mestu en höndin sem áður sló kord- urnar hefur stýrt pensli og skúf um víðáttur léreftsins og skilið eftir myndmál sem hugnast auganu ekki síður en hljómlistin eyranu. Árni er maður hógvær og tranar sér ekki fram og má vera að fyrir þær sakir hafi verk hans ekki komist nægilega vel á framfæri í öllu því framboði – misjöfnu að gæðum væg- ast sagt – sem sjá má í dag. Ég vil hvetja þá sem áhuga hafa á að eignast góð myndverk að hafa samband við Árna og fá að skoða stúdíóið á heimili hans, Móaflöt 7 í Garðabæ. Gunnar H. Guðjónsson. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Árni Elfar við verk sitt, Valhallargeggjarar. Rangt föðurnafn Í frétt um starfsemi Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum var farið rangt með föðurnafn Jóns Árna Árnasonar skálavarðar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. d4 O-O 6. O-O dxc4 7. Dc2 a6 8. a4 Bd7 9. Dxc4 Bc6 10. Bg5 a5 11. Rc3 Ra6 12. Hfd1 Rb4 13. Bxf6 Bxf6 14. e4 b6 15. Hd2 Bb7 16. Had1 c6 17. h4 Ba6 18. Db3 Dc7 19. Rh2 Had8 20. Rg4 Be7 21. Bf1 Bxf1 22. Kxf1 c5 23. Dc4 Dc8 24. d5 exd5 25. exd5 h5 26. Re3 Dh3+ 27. Kg1 Bf6 28. Df4 Hfe8 29. Df3 Bxh4 30. Dxh5 Hxe3 31. fxe3 Dxg3+ 32. Kh1 g6 33. De2 Bg5 34. Dg2 De5 35. He2 Kg7 36. Re4 Staðan kom upp á sænska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Hinn sautján ára Kezli Ong (2202) hafði svart gegn Ralf Åkesson (2485). 36... Bxe3! 37. Hxe3 Dh5+ 38. Hh3 Dxd1+ 39. Kh2 Dc2 40. d6 Dxg2+ 41. Kxg2 f5 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarssondagbok@mbl.is Svartur á leik. Slóg- og slordælur með öflugum karbít hnífum. Áratuga reynsla. fg wilson Sími 594 6000 Slógdælur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.