Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 27 ✝ Þröstur Helgasonfæddist í Hvera- gerði 20. september 1946. Hann lést 25. júlí síðastliðinn. Hann var fjórða barn hjónanna Sigríðar Kristínar Áskelsdótt- ur frá Hrísey, f. 7. september 1913, d. 14. desember 1958, og Helga Geirssonar skólastjóra frá Húsa- tóftum á Skeiðum, f. 3. ágúst 1911, d. 26. júní 1978. Systkini Þrastar eru 1) Svala, f. 1939, var gift Böðvari Guðmundssyni, 2) Lovísa Erla, f. 1941 gift Sverri Guð- mundssyni, 3) Áskell Valur, f. 1945, kvæntur Ástu Gísladóttur, 4) Hauk- ur, f. 1948, kvæntur Eyrúnu Kjart- ansdóttur, og 5) Örn, f. 1948, kvæntur Elísabetu Hannam. Hinn 3. ágúst 1973 kvæntist Þröstur Huldu Kristínu Brynjúlfs- dóttur frá Kópaskeri, f. 13. janúar 1946. Foreldrar hennar eru Ingiríð- ur Árnadóttir, f. 1918, og Brynjúlf- ur Sigurðsson, f. 1915, búsett á Kópaskeri. Systkini Huldu eru 1) Ragnheiður Regína, f. 1943, gift Jóni Óskarssyni, og 2) Sigurður, f. 1954, kvæntur Önnu Maríu Karls- dóttur. Börn Þrastar og Huldu eru 1) Úlfur Ingi Jónsson lyfjafræðingur, f. 1969, sambýliskona hans er Marta Rúnarsdóttir skóhönnuður, f. 1969, 2) Drífa Kristín Þrastar- dóttir sagn-/listfræðingur, f. 1976, sambýlismaður hennar er Karl Óskar Ólafsson íslenskufræðingur, f. 1975, 3) Heiðar Þór Þrastarson eðlisfræðingur, f. 1979. Þröstur bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hveragerði til ársins 1956, en var þó í fóstri hjá móðurbróður sín- um Agnari Áskelssyni í Keflavík og konu hans Bjarnveigu Guð- mundsdóttur vetur- inn 1955–1956. Vorið 1956 fluttist fjölskyld- an að Laugarvatni. Þar lauk Þröstur gagnfræðaprófi og fékk áhuga á trésmíði eftir góð kynni við Þórarin Stefánsson trésmíðakennara. Lærði þá hús- gagnasmíði hjá Jónasi Sólmunds- syni á Sólvallagötu 48 í Reykjavík og tók sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1967. Meistarabréf fékk hann árið 1973. Þröstur nam trétækni við Teknologist Institut í Kaupmannahöfn á árunum 1970 til 1971 og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraskóla Íslands árið 1976. Hann hóf kennslu við Iðnskólann í Reykjavík árið 1971 og kenndi þar aðallega hús- gagna- og húsasmíðanemum, sem varð hans ævistarf. Í tengslum við kennsluna vann Þröstur að gerð kennslugagna, þýðinga og nám- skrár, auk þess sem hann hafði um- sjón með fjölda námskeiða á sviði tréiðna. Hann vann einnig ötullega að félagsmálum í þágu Krabba- meinsfélags Íslands, og þá einkum Stómasamtakanna, í ein 25 ár. Áhugamál Þrastar lutu einkum og sér í lagi að fjölskyldu hans, ferða- lögum, dansi og því að skapa góða hluti úr tré. Þröstur verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þrösturinn okkar er floginn inn í sumarnóttina. Lífsviljinn var mikill og hann viljafastur og reyndi hvað hann gat að vera lengur hjá okkur og þrátt fyrir fimm ára baráttu eftir tuttugu ára hlé frá veikindum vorum við ófús að sleppa af honum hendinni. Hann var hrakfallabálkurinn í systkinahópnum. Fyrstu æviárin lenti hann í nokkrum slysum, virðulegir borgarar klöppuðu honum á kollinn og sögðu „er þetta drengurinn … það sér ekki meira á honum“, „þú verður gæfumaður og langlífur“ bætti eitt skáldið í Hveragerði við. Þetta ríg- héldum við í þegar við vorum hvað hræddastar um hann. Ef hægt er að tala um að fólk fæðist með silfurskeið í munni mætti segja að Þröstur hafi fæðst með hamar í hendi. Einbeittur negldi hann í kistu- lok, þröskulda og aðra valda staði og nóg var seinna af leikföngum hjá bræðrunum. Olíubrúsaskurðgröfur og vörubílar með Hveragerðis- eða Hríseyjarfjaðrabúnaði eftir því hvort notaðar voru gúmmíslöngur eða járn- sagarblöð. Um átta ára aldurinn voru smíðisgripirnir bæsuð og lökkuð út- varpsborð úr kassafjölum svo að mað- ur tali ekki um seinni tíma verk. Við verkaskiptinguna þegar við vorum að ala hvert annað upp var hann „laga- rinn“ því allt lék í höndunum á honum. Hann gegndi virðingarstöðunni „stað- arhaldari“ í Hreiðrinu okkar á Laug- arvatni enda best til þess fallinn, traustur og skyldurækinn. Gæfa hans í lífinu var Hulda og börnin þeirra þrjú. Hulda kom með lítinn glókoll í búið og var ánægjulegt hvað góð vinátta og kærleikar tókust fljótt með þeim Þresti. Það vakti að- dáun okkar hvað þau öll voru sérlega samrýnd og samstiga í öllum sínum gerðum. Báru svo mikla umhyggju og virðingu hvert fyrir öðru og nutu þess að vera í návist hvers annars. Þau voru einstakir vinir, samlynd og sam- hent og mikil einlægni ríkti þeirra í milli. Það var gaman að fylgjast með þegar þau keyptu gamalt hús við Hóf- gerði. Þau vöknuðu sæl og glöð að morgni því í draumalandinu var hann að smíða og laga húsið og hún að vinna í garðinum. Þau ræktuðu garðinn sinn í víðum skilningi. Leið ekki á löngu þar til búið var að endurnýja húsið og byggja við af mikilli smekkvísi og kominn verðlaunagarður. Þar var ljúft að koma og eiga með þeim stund. En þau verðlaun sem hann uppskar og veitti honum mesta gleði og lífsfyll- ingu var það sem lífið gaf, heimilið og fjölskyldan enda var Þröstur ástríkur og umhyggjusamur faðir og uppal- andi. Börnin hans bera því gott vitni. Lán Þrastar var líka að hann hafði ánægju af kennarastarfinu og þótti vænt um nemendur sína. Við nutum allt of stutt okkar góðu foreldra og því lærðist okkur að njóta stuðnings hvert af öðru. Þar var Þröstur í öndvegi, bæði litli og stóri bróðir. Hann var maður friðarins, hóglátur, umburðar- lyndur og ætíð hjálpfús. Hann eign- aðist einstaklega góða tengdafjöl- skyldu sem hann mat mikils. Það var aðdáunarvert hvað Hulda og litla fjölskyldan stóð sig vel og vék ekki frá honum síðustu þrjár vikurnar. Hann var léttur í lund og hugrakkur fram á síðustu stundu. Hjartans þakk- ir viljum við færa því frábæra fólki sem hefur sinnt Þresti í gegnum tíð- ina, störf ykkar eru ómetanleg. Ljúfar og gjöfular minningar af gæflyndum og örlátum bróður eigum við sem dýr- mætar perlur og geymum þakklátum huga. Vertu kært kvaddur elsku bróð- ir. Kveðja systkinin. Fallinn er úr Hreiðri Þröstur. Frændi okkar ljúfi og góði, með fal- lega brosið sitt sem var svo eftirminni- legt úr sumarferðum fjölskyldunnar og vina frá Laugarvatni. Eða úr fjöl- skylduboðunum en þar var aldrei nein lognmolla, öll heimsins mál leyst, enda ekki við öðru að búast af mjög svo samrýndum systkinum. Margar góðar minningar eigum við úr Hófgerðinu sem börn. Missir okkar allra er mikill, það vantar einn fugl í Hreiðrið. Mestur er þó missir Huldu, Úlla, Drífu og Heidda, en Þröstur lifir í minningu okkar sem einstakur frændi. Nú vakir hann yfir okkur sem uppá- halds verndarengill. Hvíl í friði kæri frændi. Helgi Geir og Elín Arna. ÞRÖSTUR HELGASON  Fleiri minningargreinar um Þröst Helgason bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: María, Sigurður Brynjúlfsson, Helga Sigríður, Samstarfsfólkið í Iðn- skólanum, Sigurður Jón Ólafsson, Inga og Sigmar, Helga og Gísli, Logi og Svanhvít, Maríus og Ásdís, Þórey og Leif, Ólafur Örn Haraldsson, Gufu- félagarnir, Skjöldur Vatnar, Herdís, Agla Egilsdóttir, Margrét Valdimars- dóttir, Jón Eiríkur, Guðmundur Birkir Þorkelsson, Jóna Rúna Kvaran. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON, áður til heimilis að Bauganesi 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ingiborg Guðlaugsdóttir, Bjartmar Guðlaugsson, María H. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma, NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Sundlaugavegi 22, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 3. ágúst, kl. 10.30. Kristín Halla Traustadóttir, Jón Ingimarsson, Nína Björk Jónsdóttir, Ingimar Trausti Jónsson, Helga Vala Jónsdóttir. Hjartans þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, JÓNS ÞÓRS BJARNASONAR, Æsufelli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarþjónusta Karitas og deild 13D, Landspítala við Hringbraut. Kristbjörg Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, Margrét Á. Jónsdóttir og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtu- daginn 29. júlí. Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju þriðju- daginn 10. ágúst kl. 14.00. Þórður Jónsson, Guðbjörg M. Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Björgvin Þóroddsson, Ásmundur Jón Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Þráinn G. Gunnarsson, Sigríður Jónsdóttir, Þorgeir B. Hlöðversson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar og tengdaföður, HJÁLMARS FINNSSONAR, Vesturbrún 38. Starfsfólki deildar 13-D á Landspítala við Hringbraut og starfsfólki líknardeildar Land- spítala í Kópavogi þökkum við sérstaklega fyrir góða umönnun, stuðning og hlýju. Edward Finnsson, Erna Norðdahl, Katherine Finnsson, Ronald Smart. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR bónda, Syðri-Þverá, síðar á Illugastöðum, Vatnsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Hvammstanga fyrir einstaka umönnun og alúð. Auðbjörg Guðmundsdóttir, Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Árni Jóhannesson, Anna Ólsen, barnabörn og barnabarnabörn. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.