Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 32
© DARGAUD Bubbi og Billi Grettir Smáfólk Smáfólk VÁÁÁ!! ANDFÝLAN ÞÍN GÆTI FENGIÐMÁLNINGUNA Á VEGGJUNM TIL ÞESS AÐ FLAGNA HVAÐ MEINARÐU MEÐ GÆTI? HÉR SITUR YFIRHUNDUR VIÐ SKRIFBORÐ AÐ TAKA ÁKVARÐANIR OG ALLAR RANGAR!ÉG ER BÚINN AÐ TAKAHUNDRAÐ ÁKVARÐANIR Í DAG... Á ÞESSUM LISTA ERU NÖFN 10 MILLJÓN HUNDA... ÉG ÞARF AÐ FÁ SKÝRSLU UM ALLA ÞESSA HUNDA SKRIFAÐA Í ÞRÍRITI ÞAÐ LEIÐ AFTUR YFIR RITARANN MINN! SJÁÐU ÞETTA BILLI! HELDUR BETUR! ÉG ER BÚINN AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSU Í HEILT ÁR ÉG ER BÚINN AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSU Í MÖRG ÁR! KOMDU, VIÐ SKULUM SPURJA MÖMMU HVORT VIÐ MEGUM FARA ÞANGAÐ EFTIR HÁDEGI Í DAG JÁ! ÉG ER SVO SPENNTUR AÐ SJÁ ÞETTA HARRY POTTER SNÝR AFTUR! ÓTRÚLEGT! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ VÆRIR SVONA HRIFINN AF BEINUM HARRY POTTER 12 RISAEÐLUR Dagbók Í dag er þriðjudagur 3. ágúst, 216. dagur ársins 2004 Hrein torg, fögurborg, var slagorð sem Víkverji tók til sín á sínum uppvaxt- arárum. Ekkert sam- bærilegt slagorð virð- ist vera í gangi um þessar mundir, því miður. Víkverji treyst- ir sér nú samt ekki til að fullyrða að það sé helsta ástæða þess hversu umgengni fólks á almannafæri hefur farið aftur, en verður þó að viðurkenna að hann er farinn að undrast nokkuð hversu litla ábyrgð venjulegt fólk vill taka á því að halda umhverfi sínu hreinu og snyrtilegu. x x x Tökum bíóhúsin sem dæmi. Þráttfyrir að þar séu ruslatunnur í hverju horni er umgengnin slík að þegar ljósin kvikna að sýningu lok- inni er engu líkara en bíógestir hafi verið í poppkornsstríði. Öll gólf eru þakin sælgætisumbúðum og pappa- glösum og maður má prísa sig sælan að komast út án þess að vökna í fæt- urna af dísætum vökvanum sem áhorfendur höfðu svo ekki lyst á. Á götum og torgum borgarinnar tekur ekki betra við, sígarettustubbar, pappírsrusl og annar ófögnuður virðist ekki rata í ruslatunnur heldur vera látinn vaða beint á götuna. Verst er ástandið um helgar þegar fólk lætur sig ekki muna um að brjóta flöskur og glös á götum borgarinnar – í slíku magni að þrátt fyrir að hreins- unardeildir borg- arinnar séu komnar út fyrir allar aldir er skæðadrífan enn vel sýnileg er þeir sem ekki þurfa að sofa úr sér fara á stjá. Hér er augljóslega ekki við unglinga að sakast heldur fullorðið fólk; fólk sem gæti verið hin- um óhörðnuðu góð fyrirmynd. Víkverji veltir því fyrir sér hvort Íslendingar séu svo vanþroskaðir fé- lagslega að þeir telji sér hreint ekki skylt að taka til eftir sig og sína. Eða bera þeir enga virðingu fyrir um- hverfinu nema komið sé við budduna hjá þeim? Ef svo er, hvernig væri þá að fara að eins og víða í erlendum stórborgum þar sem fólk þarf að borga háar sektir fyrir illa um- gengni? Þannig borga sóðarnir í það minnsta sjálfir fyrir þrifin. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       New York | Síðastliðinn laugardag léku hljómsveitirnar Vínyl, Maus og Jagúar í Central Park. Aðsóknin var með eindæmum góð og léku hljómsveit- irnar fyrir mikið fjölmenni í sól og blíðu og góðri stemmningu í garðinum. Tónleikarnir voru hluti af „Summer Stage“ tónleikaröðinni sem haldin er af New York borg í samstarfi við „Iceland Naturally“ og „Reykjavík Loftbrú“. Kristinn Júníusson, söngvari Vínyl, er hér eins og sjá má í góðum gír. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Vínyl, Maus og Jagúar á tónleikum í New York MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.