Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,var settur inn í embætti við upphafþriðja kjörtímabils síns sunnudaginn1. ágúst. Hófst athöfnin með helgi- stund í Dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörns- son biskup flutti predikun. Sagði hann þar m.a. að gott væri við upphaf hverrar þjónustu að nema staðar frammi fyrir augliti Guðs og styrkjast í trú og von fyrir því sem framundan væri. Ólafur Ragnar Grímsson sagði m.a. í innsetningarræðu sinni að kjarni lýðræðisins væri að forseti, Al- þingi og öll stjórnvöld lytu vilja þjóðarinnar og leiðsögn í starfi og þágu markmiða sem hún hefði gert að sínum með samræðum og víðtækri þátt- töku. Viðstaddir athöfnina voru helstu embættis- menn þjóðarinnar, handhafar forsetavalds, hæstaréttardómarar, ráðherrar og þingmenn, fyrrverandi forseti, starfslið forsetaembættisins, nokkrir ráðuneytisstjórar og forstöðumenn rík- isstofnana, fulltrúar kirkjunnar, sveitarfélaga, fé- lagasamtaka og atvinnulífs, sendiherrar erlendra ríkja og sérstakir gestir forsetans. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman á Austur- velli til að fylgjast með og í Dómkirkjunni sátu einnig allmargir aðrir en boðsgestir. Skulum standa á traustum grunni trúarinnar Dómkórinn söng við helgistundina undir stjórn Marteins Friðrikssonar organista, séra Hjálmar Jónsson annaðist altarisþjónustu og Ólafur Kjartan Sigurðsson söng einsöng. Biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, sagði m.a. í hugvekju sinni að heimurinn þarfnaðist trúar – trúar sem læknaði og leiddi fram hið góða. „Við skulum standa á traustum grunni trúarinnar,“ sagði bisk- up. Þá sagði hann að undanfarið hefði verið tekist á í samfélaginu um völd og valdmörk og mörgum hefði þótt hrikta í stoðum lýðveldisins. „Þær stoð- ir eru styrkar á meðan virðingin fyrir sameig- inlegum gildum ræður för og stýrir hinni opnu og frjálsu umræðu,“ sagði biskup. Hann sendi og kveðjur og bataóskir til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, sem hefur verið frá embættis- störfum vegna veikinda að undanförnu. Að lokinni helgistund gengu forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, og gestir til Alþingishússins þar sem lýst var for- setakjöri og útgáfu kjörbréfs, forseti vann dreng- skaparheit og kjörbréf var afhent. Að því loknu gengu forsetahjónin út á svalir Alþingishússins þar sem forseti minntist fósturjarðarinnar og við- Forseti Íslands settur í embætti við upphaf þrið Forseti, alþingi og völd lúti vilja þjóð Forsetahjónin ásamt Sharon Moussaieff, systur Dori hennar. Á gólfinu sitja börn þeirra. Foreldrar Dorrit Gestir við innsetningu for-seta Íslands voru helstuembættismenn þjóðar- innar, handhafar forsetavalds, hæstaréttardómarar, ráðherrar, alþingismenn, fyrrverandi for- seti, nokkrir forstöðumenn rík- isstofnana, fulltrúar kirkjunnar, sveitarfélaga, félagasamtaka og atvinnulífsins, sendimenn er- lendra ríkja og fleiri. Alþingi, ríkisstjórn og Hæsti- réttur Íslands bjóða sameigin- lega til athafnarinnar og í boðs- korti eru leiðbeiningar um klæðnað þar sem segir að menn skuli vera í kjólfötum og bera orður. Stefán L. Stefánsson for- setaritari segir að þessar óskir séu samkvæmt áratuga hefð og engin breyting hafi orðið á henni nú. Af 63 þingmönnum var 41 við- staddur athöfnina, 16 stjórnar- þingmenn og 25 úr röðum stjórnarandstöðu. Dorrit Moussaieff klæddist skautbúningi við embættistök- una. Hann var saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, fyrir Jósefínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaup- félagsstjóra í Húnavatnssýslu. Jakobína baldýraði treyjuna með gullþræði sem enn er gljáandi og fal- legur og er munstrið sóleyjarmunstur, sem Sigurður Guðmundsson málari teikn- aði. Á ermunum eru 7 hnappar úr víravirki með laufi. Brjóstnælan er gömul víravirkisnæla, sem er gjöf frá Ólafi Ragnari til Dorritar. Í samfellunni (pilsinu) er listsaumur með sóleyjarmunstrinu saumað með silkiþræði. Víravirkisbeltið með sprota er smíðað af Gísla Árnasyni gullsmið frá Ísafirði (1859– 1942). Koffrið smíðaði Þórarinn Ágúst Þor- steinsson (1859–1945) gullsmiður frá Ísa- firði. Blæjan er í eigu Heimilisiðnaðar- félags Íslands og er frá um 1910. Hún er úr bómullartjulli og er applikeruð. Áratuga hefð fyrir kjólfötum Morgunblaðið/Jim Smart Það var þétt setinn bekkurinn í Alþingishúsinu við innsetningarathöfnina. Ofarlega á myndinni sjást dætur forsetans, þær Dalla og Tinna. Markkj Hæstaré fara yfir forsetakj arar und ig hljóða seta Íslan hvívetna nr. 33, 17 ur Ragna verið lög stjórnars Samkv ur Ragna kjörtíma 2008. Reykja Markú Erlendsd Garðar G dóttir, Ó Áður e eftirfara son, heit halda stj tveimur Hei SigríðSjál skýringu færri en setninga ekki mei mæta ek fjölmiðla ingar. Þa gera því að þingm fjölskyld verið mj með fjöls manna S sætisráð vegna ve „Ég ge að vera v hefði ég mín,“ seg ara en þa Eðl ÞRIÐJA KJÖRTÍMABIL FORSETA Ólafur Ragnar Grímsson hóf þriðjakjörtímabil sitt sem forseti Ís-lands í fyrradag er hann var sett- ur í embætti á ný. Í ræðu sinni við það til- efni fjallaði forsetinn ekki með beinum hætti um þau deilumál, sem risið hafa síðustu mánuði í kringum embætti hans og embættisfærslu og er þá átt við ákvörðun hans frá 2. júní sl. um beitingu 26. greinar stjórnarskrárinnar. Með því að víkja ekki að þeim málum í innsetningarræðu sinni hefur forsetinn vafalaust viljað leggja sitt lóð á vogar- skálina til þess að skapa frið í þjóðfélag- inu með sama hætti og hann gerði er hann undirritaði lög þau, sem Alþingi samþykkti á sumarþingi um niðurfell- ingu fjölmiðlalaganna, sem sett voru í lok maímánaðar sl. Það var hyggilegt af forseta að gera þau málefni ekki að umræðuefni í þessari ræðu. Það breytir því hins vegar ekki að stærsta verkefnið, sem forsetinn stendur frammi fyrir á þriðja kjörtímabili sínu er að ná sáttum við þann hluta þjóðarinnar – sem er býsna stór – sem var og er ósátt- ur við ákvarðanir hans síðustu vikur og mánuði. Ólafur Ragnar Grímsson hefur að undanförnu stigið fyrstu skrefin til slíkra sátta og fylgzt verður með því með athygli hvernig hann fylgir þeim eftir á næstu mánuðum og misserum. Um það sagði hann m.a. í innsetningarræðu sinni: „Með auðmýkt í hjarta tek ég á ný við ábyrgðinni, sem þjóðin færir mér á herðar og heiti því að leita samstarfs við alla, sem hafa heill lands og þjóðar að leiðarljósi.“ Í ræðu sinni í fyrradag sagði forsetinn einnig: „Embætti forseta Íslands hefur breytzt í tímans rás og svo mun einnig verða um ókomin ár. Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinn- ar og sess þess í stjórnskipun landsins...“ Auðvitað er það rétt hjá forsetanum að embætti forseta Íslands hefur breytzt og hlýtur að breytast. Þó fer ekki á milli mála, að það grundvallaratriði er greypt djúpt í þjóðarsál Íslendinga, að forsetinn skuli vera sameiningartákn þjóðarinnar. Sú krafa snýr að forsetanum sjálfum en hún snýr líka að þeim, sem á einn eða annan veg fjalla um forsetaembættið þ.á m. að fjölmiðlum. Stór hluti Íslendinga kann ekki vel gagnrýni á forseta Íslands, hver sem hann er hverju sinni. Þess vegna er þeim sem um fjalla mikill vandi á höndum, ef og þegar forseti tekur um- deildar ákvarðanir. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess, að mikilvægt er að staða og hlutverk for- seta Íslands verði skilgreind með mun skýrari hætti en nú er gert í stjórnar- skrá. Væntanlega verður slík skilgrein- ing stór þáttur í þeim breytingum á stjórnarskrá, sem gera verður ráð fyrir að unnið verði að á næstu árum. Þeir, sem munu stýra því mikilvæga verkefni, sem endurskoðun stjórnar- skrárinnar er, hljóta að taka mið af þeirri sterku tilfinningu, sem fólk augljóslega ber til forsetaembættisins. En jafnframt að leita leiða til þess, að ekki þurfi að rísa ágreiningur um, hvað forseta sé heimilt og hvað ekki, hvar ákvörðunarvald hans liggur og hvar ekki. Það er m.ö.o. mikilvægt að deilur af því tagi, sem risu í júnímánuði, endurtaki sig ekki. Ef staða og hlutverk forseta Ís- lands eru skýr skv. stjórnarskrá þarf ekki að koma til slíks ágreinings. Morgunblaðið óskar Ólafi Ragnari Grímssyni heilla í upphafi þriðja kjör- tímabils hans sem forseta og lætur í ljósi þá von, að honum takist á næstu fjórum árum að uppfylla þá skyldu forseta, sem er öðrum æðri, að sameina þjóðina alla að baki sér. NÝTT LÍF Í VIÐSKIPTAVIÐRÆÐUR Full ástæða er til að fagna því sam-komulagi, sem náðist á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf um síðustu helgi og felur m.a. í sér að viðræðum um afnám tolla og annarra viðskiptahindrana í viðskiptum með landbúnaðarvörur verður haldið áfram. Frjáls viðskipti með búvörur gagnast öllum, ekki sízt þróunarríkjunum, sem eiga mikið undir því að koma fram- leiðsluvörum sínum á markað í ríkari löndum. Þróunarríkin, sem áttu sinn þátt í að ráðherrafundir WTO í Seattle árið 1999 og í Cancún í Mexíkó í fyrra mörkuðu ekki þau tímamót í viðskipta- viðræðum, sem vonazt hafði verið eftir, telja sig nú hafa fengið fram skuldbind- ingar, bæði af hálfu Evrópusambands- ins og Bandaríkjanna, um að þessi öfl- ugu viðskiptaveldi hætti stuðningi við útflutning, sem skekkt hefur mjög sam- keppnisstöðu fátækari ríkja. Gagnrýn- endur benda þó á að í samkomulagið, sem gert var um helgina, vanti tíma- setningar hvað endalok þess stuðnings varðar. Fyrst og fremst felur samkomulag helgarinnar í sér að viðræðum verður haldið áfram á vettvangi WTO, í stað þess að þær sigli í strand, en þá hefði verið hætta á að öflugustu viðskipta- blokkirnar hefðu leitað hófanna um tví- hliða viðræður sín á milli, sem hefðu enn á ný útilokað veikari ríkin. Það er hins vegar langt í land að árangur náist og má búast við að viðræðurnar standi nokkur ár áður en þær skila áþreif- anlegum árangri í formi tollalækkana og afnáms ríkisstyrkja til landbúnaðar. Neytendur og skattgreiðendur á Ís- landi, eins og í öðrum löndum, eiga mikið undir því að dregið verði úr rík- isstyrkjum til búvöruframleiðslu og tollar lækkaðir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að náist niðurstaða í viðræðunum, muni stuðningur við landbúnaðinn hérlendis minnka. Öll ríki verða að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum, eigi að takast að ná málamiðlun í jafnflóknum samninga- viðræðum og um ræðir í hinni svoköll- uðu Doha-lotu WTO. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, hljóta íslenzk stjórnvöld að forðast að stilla málinu þannig upp að þau fari í þessar viðræður með hags- muni landbúnaðarins eina og sér fyrir augum. Þau verða líka að horfa til hagsmuna neytenda og skattgreiðenda, sem eru miklum mun fleiri en þeir, sem hafa lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Málamiðlun milli þessara hagsmuna innanlands hlýtur raunar að auðvelda málamiðlun í hinum alþjóðlegu viðræð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.