Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 25 ✝ Jakob Jónssonfæddist á Varma- læk í Borgarfirði 7. desember 1916. Hann lést á sjúkrahúsi Akra- ness 22. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Jakobsson, f. 7.5. 1888, d. 9. 4. 1971 og Kristín Jónatans- dóttir, f. 19.8. 1883, d. 28.11. 1967, hjón á Varmalæk. Bræður Jakobs eru Kristleifur, f. 2.6. 1919, d. 2.2. 1986 og Pétur Kristinn, f. 1.2. 1924. Hinn 20.7. 1946 kvæntist Jakob Jarþrúði Grétu Jónsdóttur, f. 12.1. 1925. Foreldrar hennar voru Jón Kristmundsson, f. 10.4. 1886, d. 1.12. 1952 og Magnea Tómasdóttir, f. 2.6. 1889, d. 31.8. 1974, hjón í Ey- vík á Grímsstaðaholti. Börn Jakobs og Jarþrúðar eru: 1) Guðný Birna, f. 14.6. 1946, gift Halldóri Bjarna- syni f 5.8. 1945. Börn þeirra a) Her- dís, f. 10.10. 1971, gift Jóni Þór Friðgeirssyni, þeirra börn, Guðný Dís, Einar Ágúst og Elísa. b) Þórð- ur, f. 10.10. 1971, sambýliskona Kristín Erla Kristjánsdóttir. c) Grétar Björn, f. 20.10. 1978, sam- býliskona Bianca Wynstekers. 2) Jón, f. 28.4. 1947, kvæntur Kristínu Guðbrandsdóttur, f. 14.2. 1951. Sonur þeirra Jón Óskar, f. 18.2. 1981. 3) Helga, f. 8.9. 1950, gift Hallgeiri Pálmasyni, f. 28.8. 1953. Börn þeirra eru Jakob, f. 24.4. 1975 og Berglind Þóra, f. 15.3. 1979, sambýlismaður Guðlaugur Rafnsson, sonur þeirra Alex Rafn. 4) Drengur, óskírður, f. 29.7. 1955, d. 29.11. 1955. 5) Sigurður, f. 9.12. 1959, sambýlis- kona Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, f. 11.2. 1961, synir þeirra Jóhann Krist- inn, f. 20.9. 1986, Ás- mundur Svavar, f. 12.6. 1988 og Jakob Grétar, f. 17.2. 1994. 6) Magnea Kristín, f. 13.11. 1964. Fyrri sambýlismaður Bogi Þ. Friðriksson, f. 2.2. 1963, d. 7.9. 1995, dóttir þeirra, Gréta Bogadóttir, f. 4.11. 1990. Sambýlismaður Magn- eu er Ragnar Andrésson, f. 2.6. 1961. Jakob ólst upp í foreldrahúsum á Varmalæk. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti. Á yngri árum starfaði Jakob að búi foreldra sinna, vann við smíðar og annaðist einnig um tíma upp- fræðslu barna í sveit sinni. Árið 1947 tók hann við búi á Varmalæk og starfaði þar óslitið til ársins 2002, meðan kraftar entust. Hon- um voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hérað og var oddviti Andakílshrepps 1958– 1978. Jakob starfaði einnig mikið að tónlistarmálum og var virkur þátttakandi í kórastarfi í Borgar- firði. Þá tók hann þátt í starfi kvæðamanna og vísnavina. Útför Jakobs verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Bæjarkirkjugarði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, pabbi minn. Helga. Þriðjudaginn 3. ágúst verður til moldar borinn Jakob Jónsson bóndi á Varmalæk en þar dvaldi ég í sveit í 16 sumur. Ég man tilhlökkunina að fara í sveitina. Sveitin heillaði mig. Lyktin, fuglasöngurinn, dýrin og ekki síst samveran við frændfólkið á Varma- læk. Á hlaðinu stóð afi, hann hafði tek- ið sér frí frá störfum við símstöðina til að taka á móti okkur og móttökurnar voru hlýjar og góðar. Svo tók sum- arvinnan við. Í byrjun vorum við Helga gerðar að kúarektorum og sótt- um kýrnar á kvöldin. Þá var oft gam- an og um helgar komum við klyfjaðar af sælgæti heim, því vegfarendur stoppuðu til að spjalla og gauka að okkur góðgæti. Eftir því sem árin liðu urðu störfin fjölbreyttari. Það var gott að vinna undir verkstjórn Jakobs. Hann treysti okkur og þ.a.l. gerðum við okkar besta. Jakob kenndi okkur að bera virðingu fyrir því sem okkur var trúað fyrir. Aldrei man ég eftir styggðaryrði frá honum en ef við fundum að honum mislíkaði eitthvað gerðum við það örugglega ekki aftur. Jakob hafði gaman af tónlist. Það var gott að sofna á kvöldin þegar Jakob var sestur við píanóið og spilaði falleg og hugljúf lög. Varmalækjarheimilið var mann- margt á þessum árum, oft 15 manns í heimili og gestagangur mikill. Alltaf gaf Jakob sér tíma til að spjalla við gesti. Til Jakobs leituðu líka margir með mál sem þurfti að greiða úr. Jak- ob var óhemju fróður maður og minn- ugur, mjög hagmæltur og eftir hann liggur töluvert safn af kveðskap. Ævi- starf hans er mikið. Hann byggði upp jörðina, ræktaði upp mela og tún og var sístarfandi. Hann var glöggur á fé og átti ágætan fjárstofn. Hann var oddviti í sinni sveit til margra ára og sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir héraðið. 2-3 kynslóðir gætu verið full- sæmdar af hans ævistarfi. Síðustu tvö árin dvöldu þau Jakob og Jara, kona hans á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Jakob var þá orðinn lúinn, en fylgdist vel með og minnið enn sem hjá ungum manni. Ég þakka Jakobi samfylgdina og það vinarþel sem hann sýndi mér ávallt. Magnea Kristleifsdóttir. Kveðja frá Kleppjárnsreykjaskóla Skóli hefur verið á Kleppjárns- reykjum í rúm 40 ár, eða frá 1961, að farskólar voru lagðir af í Borgarfirði í kjölfar þess að hrepparnir norðan Skarðsheiðar sameinuðust um rekst- ur eins skóla. Bygging skólans á Kleppjárnsreykjum hefur staðið nær allar götur síðan, en segja má að nú sé komið að lokaáfanga byggingarsögu hans með áformum um frágang skóla- lóðar. Á þetta er minnst við andlát Jakobs Jónssonar bónda á Varmalæk, að hann var um langt árabil einn ötulasti forgöngumaður bygginga skólans. Mér kemur í hug atvik frá fundi með stjórn S.S.B.N.S., en svo var það kall- að byggðarsamlagið um sameiginleg málefni samtaka sveitarfélaga í Borg- arfirði norðan Skarðsheiðar, að Jakob ræddi næstu skref í byggingarmálum skólans. Hann hafði ekki mörg orð um fyrirhugaðar framkvæmdir, en sagði allt í góðum farvegi, enda yrði að þoka málinu áfram. Í lok máls síns nefndi Jakob það þó, að sér þætti vænt um, ef oddvitarnir gætu leyst til hans hluta af láni hans, til að hann gæti greitt áburðinn sem hann hafði pantað. Eftir fundinn fékk ég útskýr- ingu á ósk Jakobs og þá kom í ljós að hann hafði oftar en ekki liðkað til með aðstandendum skólans þegar brýnt var að halda áfram framkvæmdum en fé skorti. Að hann hafi á vissan hátt haldið byggingarframkvæmdum gangandi og notað til þess innlegg bús þeirra hjóna. Þannig var hann, hafði ekki mörg orð um hlutina en lét verkin tala, og víst er um það að hann var ötull og ódeigur áhugamaður um allt er JAKOB JÓNSSON styrkja mætti byggðina. Skólamál voru þar engin undantekning, og ein- lægur var áhugi hans fram til hins síð- asta. Ég minnist þess enn er ég kom fyrst að Varmalæk haustið 1970 hversu hlýlegar móttökur þeirra hjóna voru. Ég mun seint gleyma því er Jakob settist það kvöld við hljóð- færið og lék afar fallegt lag, og minn- isstæð er líka fræðslan um steinana sem hann hafði safnað að sér. Jakob var mikill bóndi, en einnig ljóðskáld og hagyrðingur, tónlistar- unnandi og fræðimaður. Hann var héraðshöfðingi. Og margt fleira mætti tíunda og allt gott, frá sam- skiptum við þig í gegnum tíðina, en ég á það og geymi fyrir okkur tvo. Að leiðarlokum vil ég þakka þér allt það sem þú áorkaðir fyrir Klepp- járnsreykjaskóla, byggð í Borgarfirði til hagsbóta. Við hjónin biðjum Jarþrúði, börn- um ykkar og fjölskyldum Guðs bless- unar. Guðlaugur Óskarsson, skólastjóri. Á sjötta áratugnum var skólaskip- an í Borgarfirði í mikilli mótun. Allir dreifbýlishreppar Mýrasýslu höfðu sameinast um að reisa einn heima- vistarskóla á Varmalandi. 1954. Borg- firðingar, norðan Skarðsheiðar tóku sömu stefnu í fræðslumálum héraðs- ins og reistu sinn heimavistarskóla fyrir börn á grunnskólaaldri á Klepp- járnsreykjum 1961. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar byggðu sinn skóla á Leirá 1965. Borgfirðingar þekktu vel til verka í þessum efnum. Forystumenn sveitar- félaganna höfðu flestir numið í Hvít- árbakkaskólanum eða í arftaka hans Reykholtsskólanum sem hóf starf- semi 1931. Borgfirðingar voru og eru almennt mjög hógværir í fasi og farsælir í verkum sínum. Skóla- og fræðslumál voru komin í forgang hjá sveitarfélög- unum. Forystumenn þeirra sáu hversu mikilvægt það var að leggja alúð við framtíð æskufólksins í hér- aðinu. Einn sá fremsti meðal jafningja í þessum málum var Jakob Jónsson á Varmalæk og oddviti í Andakíls- hreppi. Hann var framkvæmdastjóri byggingarnefndar við skólann á Kleppjárnsreykjum og nánasti sam- starfsmaður skólastjóra. Farsæld hans og hyggindi við alla aðila voru til fyrirmyndar. Meðferð, skráning og afgreiðsla fjármuna einföld og glögg. Kunnugir vissu að mikil vinna fór í þessi umsvif hans. Bættist það við annríki oddvitastarfsins. Þar fyrir ut- an var á Varmalæk eitt af stærstu og best reknu búunum í Borgarfirði. En í búskapnum var Jakob ekki einyrki, þar var samhent fjölskylda. Heimili þeirra hjóna stóð ávallt op- ið. Það var eitt af þeim mörgu og góðu heimilum sem ég kynntist í Borgar- firði. Þrátt fyrir áðurgreint annríki Jakobs gaf hann sér stundir til ann- arra hugðarefna. Ljóðadísin var hon- um nærtæk og auðsveip. Lausavísur margar hafa flogið af vörum hans, án skráningar, en nokkrar hafa náðst og vakið verðskuldaða athygli. Næmleiki hans var mikill við hljóðfæraleik. Honum nægði ekki að standa einn að þeim unaði sem tónlistin getur veitt hverjum og einum. Hann stóð í for- ystu með þeim er stofnuðu Tónlistar- félag Borgarfjarðar 1966. Þar vann hann dyggilega að almennu tónleika- haldi til margra ára. Félagið stóð enn- fremur að og skipulagði form og framtíð Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar. Öll þessi störf og hugðarefni lágu svo eðlilega fyrir þegar Jakob fjallaði um þau. Það gerði allt samstarf okk- ar, sem unnum með honum, létt og skemmtilegt. Á kveðjustundu ríkir söknuður og þakklæti. Léttast flug um liðna slóð læt ég duga að sinni. Áratuga geymi góð og gömul hugþekk kynni. Blessuð sé minning Jakobs á Varmalæk. Hjörtur Þórarinsson.  Fleiri minningargreinar um Jakob Jónsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ingi Heiðmar Jónsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB JÓNSSON bóndi, Varmalæk, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, þriðjudaginn 3. ágúst, kl. 14.00. Jarðsett verður í Bæjarkirkjugarði. Jarþrúður Jónsdóttir, Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason, Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason, Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og mágur EGGERT BJARNI ARNÓRSSON Meistaravöllum 29, Reykjavík, er látinn. Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Margrét Eir Bjarnadóttir, Melkorka Eggertsdóttir, Björg Júlíana Eggertsdóttir, Óskar Arnórsson, Ketsuma Thiang-in Elsa Ísafold Arnórsdóttir, Þorsteinn Finnbogason, Guðrún Jóhanna Arnórsdóttir, Sævar Pálsson, Tómas Ríkharðsson, Arnór Vikar Arnórsson, Bylgja S. Ríkhardsdóttir. Maðurinn minn, PÉTUR KR. SVEINSSON Jökulgrunni 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 1. ágúst síðastliðinn. Kristín Sveinbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÞORGRÍMSSON Keldulandi 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 31. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Bryndís Stefánsdóttir, Lars Thøgersen, Guðjón Haukur Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þórunn Erna Jessen, Peter Winkel Jessen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi JÓN SIGMUNDSSON frá Einfætingsgili, lést á Sjúkrahúsi Hólmavíkur 30. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Elín Gunnarsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON Sunnubraut 5, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 30. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Anna Lilja Gísladóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Lárus Ó. Lárusson, Kristín G. Magnúsdóttir, Eyjólfur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.