Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ 100 FÍKNIEFNAMÁL Rúmlega eitt hundrað fíkniefna- mál komu upp á landinu um versl- unarmannahelgina. Langflest mál- anna komu upp á Akureyri og í Vest- mannaeyjum, eða um 90, um það bil jafnmörg á hvorum stað. Þetta er meira en verið hefur síðustu ár. Bílslys á Suðurlandsvegi Tvennt slasaðist alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls við Kot- strandarkirkju á Suðurlandsvegi á fjórða tímanum í gær. Kalla þurfti eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að flytja konuna sem var í fólksbílnum til Reykjavíkur, á Land- spítalann. Ferðamaður hætt kominn Þýskur ferðamaður var hætt kom- inn í sjónum við Vík í Mýrdal í fyrra- kvöld. Hann ætlaði ásamt félaga sín- um að skola sig í sjónum en alda kom aftan að honum og hreif út í sjó. Fé- lagi hans náði í aðstoð upp á veg og manninum var bjargað úr sjónum. Ákæra vegna eldsvoða Yfirvöld í Paragvæ sögðu í gær að eigandi stórverslunar yrði ákærður fyrir manndráp vegna eldsvoða sem kostaði a.m.k. 340 manns lífið í Asunción á sunnudag. Er maðurinn sakaður um að hafa skipað öryggis- vörðum verslunarinnar að læsa út- göngudyrum hennar til að koma í veg fyrir að fólk kæmist út úr bygg- ingunni með vörur án þess að borga fyrir þær. Öryggisgæsla hert vestra Bandarísk yfirvöld hertu í gær ör- yggisgæsluna við byggingar fjár- málastofnana í New York, Wash- ington og Newark í New Jersey eftir að hafa fengið óvenju nákvæmar upplýsingar um að al-Qaeda væri að undirbúa hryðjuverk. George W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að hann væri hlynntur því að skipaður yrði sérstakur embætt- ismaður, sem fengi það hlutverk að stjórna leyniþjónustustofnunum landsins, og að komið yrði á fót nýrri stofnun sem hefði yfirumsjón með baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi. Fischer sækir um hæli Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir hæli í Japan sem pólitískur flóttamaður. Hann áfrýjaði í gær úr- skurði um að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Minn staður 12 Minningar 24/29 Viðskipti 13 Dagbók 32/34 Erlent 14/15 Listir 35/36 Daglegt líf 16/17 Fólk 38/41 Umræðan 18/20 Bíó 38/41 Bréf 20 Ljósvakar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl „VIÐ erum ekkert að tala um nema mjög lítinn hluta, eða 17%, sem fara úr skipi yfir í bíla. Hitt er allt á veg- unum fyrir,“ segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, varðandi þá breytingu sem verður 1. desember en þá hættir Eimskip strandflutn- ingum. Hann segir heildarstærð í innanlandsflutningum vera 817 þús- und tonn og þar af hafi um 140 þús- und tonn verið í strandflutningum. „Þannig að það eru 17% af heildar- magninu,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi við um heildarlandflutn- inga bæði milli landsvæða og innan höfuðborgarsvæðisins. Hætt verði að eyða í hafnarmannvirki Baldur segir að í gegnum Flytj- anda, landflutningakerfi í eigu Eim- skips, sé verið að þjónusta 80 staði um allt land daglega. Einnig séu gámar keyrðir bæði á lengri og styttri leiðum. „Það er verið að nýta betur það flutningakerfi sem er til staðar,“ segir Baldur og á þá við kassabílakerfið og þá dráttarbíla sem draga gáma á milli svæða. Býst hann við að þetta verði heildarfjár- festing upp á 5–10 bíla. „Það eru náttúrulega bara skýr skilaboð til þeirra sem fara með sam- göngumál að hætta að eyða í hafn- armannvirki og fara að eyða í vega- framkvæmdir. Markaðurinn vill aukna þjónustu og tíðni og hraða. Það þýðir ekki að búa til einhverjar hafnir sem enginn vill nota. Þeir verða að reyna að nýta peningana betur. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að svara þeirri eftirspurn sem er á markaðinum,“ segir Baldur þegar hann er spurður um þá gagn- rýni að aukinn flutningur á landi muni slíta vegakerfinu mikið. „Aðal- atriðið í þessu er að koma því á fram- færi að af þeim heildarflutningum, sem við erum með í innanlandsflutn- ingum, þá eru þetta ekki nema 17%. Það er ekki eins og það sé verið að taka 80% af skipinu [og færa það] yf- ir á landflutninga.“ Misskilnings gætir varðandi flutningastarfsemina Baldur segir að menn misskilji nú- verandi flutningastarfsemi Eim- skips. „Misskilningurinn liggur í því að menn halda að við séum með nán- ast allan flutning í strandflutningi í dag. [...] 83% eru á vegunum í dag og 17% eru bara að bætast við. Ef vega- kerfið þolir ekki 17% í viðbót þá þolir það ekki þessi 83%.“ Baldur segist vilja snúa um- ræðunni við, spyrja ætti samgöngu- ráðherra hvernig hann fari með fjár- muni sem eigi að fara til samgöngu- mála. „Hvað fer mikið í einhverja flugvelli og hafnir út um hina og þessa staði, sem enginn nennir að sigla á eða fljúga til, í stað þess að nota þetta í að byggja upp og efla vegakerfið?“ spyr Baldur. Forstjóri Eimskips um landflutninga fyrirtækisins Um 83% flutninga fara landleiðina nú þegar Aðeins um 17% heildarflutninga fara með skipum Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Forstjóri Eimskips segir nær að efla vegakerfið enn frekar en að verja fjármunum til hafna sem enginn vilji nota. ÍSLAND er í þriðja sæti af Norður- löndunum yfir neyslu á sterku áfengi, en meðalneysla Íslendinga á sterkum drykkjum samsvarar 1,39 lítrum af hreinum vínanda á mann. Þetta eru niðurstöður rannsóknar STAKES, sem er rannsóknar- og þróunarmiðstöð velferðar og heilsu í Finnlandi. Á toppnum yfir neyslu áfengis eru Finnar, en þar er með- alneyslan 2,38 lítrar á mann, heilum lítra af hreinum vínanda meiri en á Íslandi. Danir eru í öðru sæti með 1,6 lítra af hreinum vínanda úr sterku áfengi. Svíar eru í fjórða sæti með 1,3 lítra á mann og Norðmenn drekka minnst eða 1,22 lítra. Könnunin tók til kaupenda á aldr- inum 15 ára og upp úr og þar kemur fram að líklegt þyki að Finnland haldi toppsætinu vegna skattalækk- unar sem kom til framkvæmda á þessu ári, en hún olli því að salan jókst töluvert í vor og sumar. Þetta kemur fram í vefútgáfu finnska blaðsins Helsingin Sanomat. Esa Österberg, rannsóknarmaður hjá STAKES, telur að neysla sterks áfengis eigi eftir að aukast í Finn- landi um 25–30%. Þar tekur hann með í reikninginn innflutt áfengi, en Finnar hafa verið duglegir að flytja inn ódýrt áfengi frá Eistlandi þrátt fyrir lækkandi verð í heimalandinu. Þó að Finnar eigi Norðurlanda- metið í neyslu á mann á sterku áfengi er almenn áfengisnotkun þeirra um 50% minni en hjá Dönum. Finnar eru í öðru sæti á eftir Dönum þegar kemur að bjórdrykkju. Öster- berg telur að ástæðan fyrir því að sterkt áfengi sé svo vinsælt í Finn- landi sé sú tilhneiging Finna að kom- ast í sem mesta áfengisvímu. Norræn könnun á alkóhólneyslu Drekkum mun minna af sterku en Finnar                   EKKI eru allir talstöðvareigend- ur með stöðvar sínar útbúnar þannig að þær nái inn á rás 42 sem notuð var þegar Íslendingur til- kynnti um franskan ferðahóp í nauð fyrir helgi. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að flestir aðilar í ferðaþjónustu og allmargir ferðagarpar hafi tal- stöðvar sem nái inn á rás Ferða- félags Íslands. Þá hafi verið nefndur sá möguleiki að símtal úr NMT-síma hafi á einhvern hátt borist inn á rásina en sjálfur þekki hann dæmi um að alls kyns trufl- anir og samtöl sem enginn veit hvaðan koma, berist inn á tal- stöðvarrásir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli hafa eng- ar nýjar vísbendingar borist um hver kunni hugsanlega að hafa kallað eftir hjálp. Þá sé ómögulegt að rekja kallið enda skráist sam- skipti um talstöð hvergi, ólíkt t.d. farsímum. Eigendur talstöðvanna séu heldur ekki skráðir og ekkert sé heldur hægt að fullyrða um hvort kallið hafi komið úr bílatal- stöð, úr sæluhúsi eða úr talstöð göngumanns. Fimm dagar frá tilkynningu Tilkynning um hópinn barst á fimmtudag og í kjölfarið hófst víð- tæk leit sem stóð fram á laugar- dag. Þá um kvöldið barst síðasta ábendingin til lögreglu en líkt og aðrar leysti hún ekki úr málinu. Ekki komast allir á rás 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.