Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 35 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir selja nú síðustu sætin í haust og bjóða þér einstök tilboð í sólina á vinsælustu áfangastaði Íslendinga. Við fögnum sumri og bjóðum nú 200 sæti með 10.000 kr. afslætti, og þú getur valið vinsælustu gististaðina og þá dagsetningu sem þér hentar best í fríinu, meðan sæti eru laus. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í haust 200 sæti með 10.000 kr. afslætti Verð kr. 39.995 Stökktutilboð, 25. ágúst, Benidorm, vikuferð, með sköttum, hjón með 2 börn, 2-11 ára. Netverð. Verð kr. 43.895 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Trinisol III, 8. sept., vikuferð með afslætti. Netverð. Verð kr. 55.890 M.v. 2 í íbúð, Tinisol III, vikuferð. Netverð. Benidorm Síðustu sætin í ágúst og september · 25. ágúst - 11 sæti · 1. sept. - 18 sæti · 8. sept. - 23 sæti · 15. sept. - 29 sæti Verð kr. 38.895 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Cantinho de Mar, 7. sept., vikuferð. Netverð. Verð kr. 51.590 M.v. 2 í íbúð, vikuferð með sköttum, Cantinho de Mar, netverð. Portúgal · 25. ágúst · 31. ágúst · 7. sept. · 14. sept. Verð kr. 43.895 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Fellini, 2. sept., vikuferð. Netverð. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó, 2. sept., vikuferð, Fellini, Netverð. Rimini · 19. ágúst - 21 sæti · 26. ágúst - 17 sæti · 2. sept. - 19 sæti · 9. sept. - uppselt · 16. sept. - 11 sæti Verð kr. 36.795 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Playamar, 8. sept., Netverð. Verð kr. 46.790 M.v. 2 í íbúð, Playamar, 8. sept., vikuferð. Netverð. Mallorka · 18. ágúst - 19 sæti · 25. ágúst - 28 sæti · 1. sept. - 19 sæti · 8. sept. - 29 sæti · Costa del Sol · Króatíu · Verona · Prag · Trieste · Budapest Kynntu þér aðrar ferðir Heimsferða til: Gagnrýnin hugsun er kennd íháskólum, en það er sú listað trúa ekki því sem maður heyrir án þess að kanna sannleiks- gildi þess á einhvern hátt. Það er góð venja, en auðvitað eru takmörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga í þeim efnum. Hvernig veit maður til að mynda fyrir víst, að rússneska byltingin hafi átt sér stað árið 1917? Það eina sem maður hef- ur fyrir sér í því er það sem aðrir hafa sagt manni, og myndir sem auðvelt er að falsa. Getur ekki verið að þetta sé eitt allsherjar samsæri heimsins til að telja manni trú um að kommúnism- inn eigi upptök sín í Rússlandi? Í raun er engin leið að sann- reyna svona staðhæfingar og þess vegna verður maður stundum bara að trúa því sem manni er sagt. Íslendingar eru enn, þrátt fyrir allt, frekar einangraðir frá um- heiminum. Þótt við lesum erlend tímarit og horfum á erlendar sjón- varpsstöðvar jafnast það ekki á við að búa í New York, London eða París. Við erum ekki með puttann á púlsinum. Eðlilega, því við erum á eyju í Norður-Atlantshafi. Í Brekkukotsannál segir Laxness frá því þegar Garðari Hólm er tekið með miklum virktum þegar hann kemur heim sem heimsfrægur stór- söngvari, en reynist svo lítt þekktur erlendis. Er ekki möguleiki á að eitthvað svipað gerist núna, á önd- verðri 21. öldinni?    Hingað koma fjölmargir lista-menn sem sagðir eru vera víð- frægir í útlöndum. Manni dettur strax í hug Stuðmannavinurinn Long John Baldry, sem nú er stadd- ur hér á landi og var ættleiddur sem tengdasonur Íslands árið 1975, þegar hann söng lagið „She Broke My Heart“ á Sumari á Sýrlandi með Stuðmönnum. Að sjálfsögðu veit maður að hann er afar frægur, spil- aði með Bítlunum og Rolling Stones á sínum tíma og átti lag sem náði toppsæti breska vinsældalistans á sjöunda áratugnum, en samt kemst maður ekki hjá því að velta aðeins fyrir sér möguleikanum: Getur Long John Baldry verið tann- læknir, sem Jakob Frímann hitti fyrir tilviljun á flugvelli í Suður- Afríku árið 1974? Getur verið, að þeim hafi orðið vel til vina og Jakob boðið honum að koma til Íslands? Getur þetta verið auglýsingabragð hjá Stuðmönnum? Hvað veit mað- ur?    Svo man ég eftir breska þjóðlaga-tónlistarmanninum Peter Sar- stedt, sem sló í gegn á Íslandi með laginu „Where Do You Go to My Lovely“ á fyrri hluta níunda ára- tugarins. Hann var kynntur sem heimsfrægur listamaður, að mig minnir. Getur verið, að hann hafi verið íslenskur bóndi úr Ölfusi, slarkfær á gítarinn og með und- urfagra rödd? Spyr sá sem ekki veit. En þetta er náttúrlega bara efa- hyggja sem á endanum gerir hvern mann brjálaðan. Stundum verður maður bara að trúa. Frægir listamenn? AF LISTUM Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is ÞAÐ að sprauta málningu á vegg og út í rýmið er heilmikil axjón. Maður blæs lit út í loftið, á tiltekinn arki- tektúr. Þetta er skylt því þegar ljós- mynd eða myndbandi er varpað á vegg.“ Katarina Grosse, rúmlega fertug þýsk myndlistarkona, er að útskýra hvernig hún vinnur. Hún er málari, vinnur stundum á striga, en hún er orðin talsvert þekkt fyrir verk sem hún vinnur með litasp- rautu beint á veggi, loft og gólf í ólíkum rýmum. Í dag klukkan 17:00 verður opnuð sýning á verkum hennar í Safni, Laugavegi 37. Þegar Grosse ræðir við blaða- mann er hún stödd á fyrstu hæð Safns, og er að skipuleggja verkið. Þarna eru fyrir listaverk manna á borð við Lawrence Weiner, Richard Long og On Kawara, en í stíl við stefnu Safns, að verk á sérsýn- ingum standi innan um verk í eigu safnsins, þá hyggst hún halda a.m.k. verkum þeirra tveggja fyrrnefndu. „Ég mun vinna hér á loftið og inn eftir rýminu. Mér finnst áhugavert hvernig salurinn blasir við frá göt- unni; fólk mun horfa upp og sjá verkið mjög vel. Þegar maður notar pensil er mað- ur í snertingu við yfirborðið, líkams- hreyfingin vinnur með rýminu og fletinum. Með sprautubyssuna er maður miklu frjálsari í rýminu, lita- dreifingin er eins og augnhreyf- ingar, óháð hreyfingum líkamans.“ Katarina vinnur líka á striga en fer stundum með málverkin inn í sýningarrými og fellir þau inn í sprautuverkin. Hún segir striga- verkin og veggverkin vera ólíkar aðferðir til að þróa hugmyndir. Hún segist með litunum sem hún spraut- ar á hluti gera þá að sínum. Hún sýnir mynd í nýjustu sýning- arskránni sinni, af svefnherberginu sínu, sem búið er að gera málverk inn í. „Ég vildi athuga hvernig væri að vinna svona í einkarými. Vildi sjá hvort ég gæti málað á mína per- sónulegu hluti. En ég gleymdi hlut- unum um leið og ég byrjaði að sprauta, hugsaði bara um yfirborðið og liti. Bækur, geisladiskar, rúmið – þetta er mjög fínt rúm – allt breytt- ist þetta með verkinu.“ Og á næstu mynd sést hvar rúm Katarinu er orðið að verki í sýningarsal í Óðins- véum. Katarina segist ekki ætla að sprauta á verk eftir aðra í Safni. „Þetta eru svo ólík verk. Verk Weiners er færsla frá texta til ímyndunaraflsins. Liturinn hjá mér hefur bein áhrif á þann sem sér. Nei, ég sprauta ekki á verk ann- arra, mín verk eru ekki svo ag- gressíf, ég fer nálægt hlutunum en eyðilegg ekki. Umbreyting hlutanna er lykilatriðið. Áhrif verkanna minna eru mjög hrein og bein – þau eru eins og rödd; tala beint til fólks.“ Katarina hefur útskýrt nóg, nú tekur vinnan við: „Nú þarf ég að fara að mála,“ segir hún og brosir. Katarina Grosse er upptekin við uppsetningu verka og sýningahald þessi misserin. Í september setur hún upp sýningar í Contemporary Art Museum í Houston, Texas, og í Lissabon, og í nóvember sýnir hún bæði í Kunsthalle Dusseldorf og í Mílanó. Myndlist|Þýska myndlistarkonan Katarina Grosse opnar sýningu á rýmismálverki í Safni í dag kl. 17.00. Morgunblaðið/Einar Falur Katarina Grosse í sölum Safns. Umbreyting hlutanna er lykilatriðið efi@mbl.is ’Getur Long JohnBaldry verið tann- læknir, sem Jakob Frí- mann hitti fyrir tilviljun á flugvelli í Suður- Afríku árið 1974?‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.