Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra segist ekki gera ráð fyrir að íslenskir neytendur eða framleið- endur landbún- aðarvara finni fyrir þeim ákvörðunum sem teknar voru í Genf fyrr en eftir 5–7 ár, enda eigi eftir að útfæra þætti samkomulagsins frekar. Ljóst sé þó að Doha-viðræðurnar muni hafa áhrif hérlendis eins og ann- ars staðar þegar fram líða stund- ir. Engar útflutningsbætur „Það liggur engin niðurstaða fyrir nema rammasamkomulag. Ramminn er tilbúinn en allur innri prjónaskapur er eftir. Þetta getur haft margvíslegar breyt- ingar í för með sér. Um leið og útflutningsbætur hinna landanna eru felldar niður eigum við greiðari aðgang að öðrum mörk- uðum. Á móti kemur að við fáum yfir okkur holskeflu af innflutn- ingi. Allar þjóðir hafa þurft að láta eitthvað undan síga. Ég vona auðvitað að þetta verði ekki til þess að skaða ís- lenskan landbúnað. Við þurfum að vinna rammann vel útfrá okk- ar öryggissjónarmiðum hvað mat- væli og heilbrigði dýra varðar. Stærstu tíðindin eru að núna verða þjóðirnar að hætta að nota ríkisstyrki til að flytja út land- búnaðarvörur. Þessa ákvörðun tókum við fyrir 13 árum.“ Ekki breytingar á mjólkursamningi Spurður að því hver möguleg áhrif samninga milli aðildarríkja WTO verði á styrki til byggða- þróunar hér á landi segir ráð- herra að hérlendis séu slíkir styrkir mest nýttir í svokallaðar grænar greiðslur en á þeim sé ekki tekið í þeim markmiðum sem WTO hefur sett sér. Er hann er spurður að því hvort hann sjái fram á breytingar á núverandi samningum við fram- leiðendur í landbúnaði segir hann allavega vera langt í það. „Við sjáum ekki fram á neitt slíkt á þessu stigi. Þetta er allavega nokkurra ára ferli og verður tek- ið í áföngum. Það er allavega langt í breytingar,“ segir Guðni. Allar þjóðir þurfa að láta eitt- hvað und- an síga Guðni Ágústsson EFTIR tveggja vikna fundalotu fulltrúa 147 að- ildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) náðist rammasamkomulag sem forseti stofnun- arinnar segir munu auka líkur á að hægt verði að ljúka hinum mikilvægu Doha-viðræðum. Viðræð- urnar, sem miða að því að ríkin nái samningum sín á milli um að minnka stuðning við landbúnað og auðvelda markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur, eru kenndar við borgina Doha í Katar þar sem þeim var ýtt úr vör fyrir nær þremur árum, í nóvember 2001. Bundnar voru vonir við að árangur næðist í lækkun tolla á landbúnaðarvörur, lækkun út- flutningsstyrkja sem og innanlandsstuðning á ráðherrafundi WTO í Cancun í Mexíkó á síðasta ári en þær viðræður sigldu í strand. Í febrúar á þessu ári var ákveðið að taka upp þráðinn aftur, samninganefndir voru endurvaktar og leiða leit- að til að fá aðildarríkin til að koma sér saman um markmið og viðmiðanir í heimsviðskiptum. Ár- angur af þeirri vinnu kom svo í ljós sl. laugardag eftir langa fundalotu. Höggvið á hnútinn frá því í Cancun Að sögn Stefáns Hauks Jóhannessonar, fasta- fulltrúa Íslands í Genf, náðist með nýgerðu rammasamkomulagi að höggva á þann hnút sem viðræðurnar komust í í Cancun. „Með þessu er búið að ryðja samningum braut. En það er feyki- leg vinna framundan og á eftir að útfæra þetta nánar. Það er óvarlegt að vera með miklar get- gátur um það á þessu stigi hvernig þetta mun koma við Íslendinga og okkar stefnu í landbún- aðarmálum,“ segir Stefán Haukur. Hann segir einhug hafa skapast um að ljúka þessum samningaviðræðum á næstu misserum, enda telji aðildarríkin mikið vera í húfi. Á blaða- mannafundi sem haldinn var eftir að fundalot- unni í Genf lauk á laugardag sagði forseti WTO að þetta væri söguleg stund fyrir samtökin. Samningamenn bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna tóku undir það og sögðu loks vera kominn skrið á Doha-viðræðurnar á ný. Næsti ráðherrafundur WTO verður haldinn í Hong Kong í desember á næsta ári. Fyrir þann tíma er vonast til að búið verði að útfæra þau markmið sem sett voru í Genf nánar. Ísland er í hópi tíu ríkja sem hafa haft náið samstarf í þessum viðræðum. Í hópnum eru Nor- egur, Sviss, Suður-Kórea, Japan, Ísrael, Búlg- aría, Taívan, Máritíus og Lichtenstein, en þessi ríki eiga það sameiginlegt að vera stórir innflytj- endur að matvælum. Að sögn Guðmundar Helga- sonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, búa þessi ríki við afar ólík framleiðsluskilyrði en „eiga það sameiginlegt að þurfa að styðja við bakið á sínum landbúnaði. Það hefur verið okkur mjög mikilvægt að starfa innan þessara vébanda“. Stefán Haukur segir að í rammasamkomulag- inu felist ákveðið svigrúm fyrir ríki, eins og Ís- land, sem búa við erfið framleiðsluskilyrði. Tekið á stuðningi sem truflar viðskipti og markaði Að sögn Guðmundar er jafnan talað um þrjár stoðir landbúnaðar: útflutningsstuðning, innan- landsstuðning og markaðsaðgang. Útflutningsstyrkir voru lagðir af hérlendis fyrir rúmum áratug. Breytingar á þeim þætti stuðnings við landbúnað hefur mest áhrif á ríki innan Evrópusambandsins, en það stendur á bak við 90% allra útflutningsstyrkja í landbúnaði. Að sögn Guðmundar tekur innanlandsstuðn- ingur við íslenskan landbúnað á sig mismunandi form. Svokallaðar grænar greiðslur, sem teljast t.a.m. stuðningur við sauðfjárframleiðendur, stuðningur við rannsóknir og þróun í landbúnaði, umhverfisverkefni og skógrækt, séu eitthvað sem Doha-viðræðurnar taki ekki sérstaklega á. Sjónir manna beinast helst að framleiðslu- tengdum stuðningi og þeim stuðningi sem talinn er markaðstruflandi. „Markmiðið er að taka á þeim stuðningi sem truflar framleiðslu eða við- skipti. Annað er ekki talið sérstakt áhyggjuefni. Stuðningur við mjólkurframleiðslu flokkast í heild sinni undir slíkan stuðning. Þar eru fram- leiðslutengdar beingreiðslur auk þess sem op- inber verðlagning er á hluta mjólkurvara.“ Fyrr á þessu ári var gerður nýr mjólkursamn- ingur sem gildir til ársins 2012. Spurður að því hvort breytinga sé að vænta á þeim samningi í kjölfar þessa samkomulags segir Guðmundur svo ekki vera. Hins vegar sé sú óvissa sem ríkir um áframhald styrkja í landbúnaði byggð inn í samninginn og hann feli í sér svigrúm til að draga úr opinberum verðafskiptum. Í þeim efn- um verði að haga seglum eftir vindi. Ákveðið að lækka tolla en óvíst hve mikið Stefán Haukur fer fyrir þeirri samninganefnd sem fjallar um markaðsaðgengi fyrir iðnaðarvör- ur. Helstu markmið nefndarinnar eru að finna leiðir til að lækka tolla. Í viðræðunum í Genf var tekin ákvörðun um að stuðst yrði við ólínulega formúlu til að reikna út lækkun tolla milli ríkja. Að sögn Stefáns Hauks felst í því að hæstu toll- arnir koma til með að lækka mest en þeir lægstu minnst, í stað þess að allir tollar lækki jafnt. „Gert er ráð fyrir að þróunarríki geti haft sér- reglur um tolla og þurfi ekki að ganga eins langt og iðnríkin í lækkunum,“ segir Stefán Haukur. Hann segir stefnt að því að útfæra nánar tolla- lækkanir í áframhaldandi viðræðum í haust. Samkomulagið geri ráð fyrir verulegum lækkn- um tolla og reiknireglur í þeim efnum skýrist vonandi fyrir ráðherrafundinn á næsta ári. Komið til móts við þarfir þróunarríkja Doha-viðræðurnar hafa nú tekið nær þrjú ár. Rammasamkomulagið sem náðist í Genf er að sögn Guðmundar eins konar millileikur. Hann segir að síðast þegar sambærilegar viðræður um stuðning við landbúnað og tollalækkanir fóru fram hafi tekið átta ár að leiða þær til lykta, en það voru hinar svokölluðu Úrúgvæ-viðræður sem lauk árið 1994. Sem dæmi um árangur þeirra viðræðna nefnir hann 20% lækkun út- flutningsstyrkja. Verði þessi viðræðulota leidd til lykta verði það enn stærra skref í átt að opnun markaða heimsins með landbúnaðar- og iðnaðar- vörur. „Það má búast við því að það verði um að ræða sértækari og róttækari nálganir en beitt var þar. Í þessari viðræðulotu er stefnt að því að koma til móts við þarfir þróunarríkja, sérstaklega fátæk- ustu ríkjanna sem eru algjörlega háð landbúnaði en hafa kannski ekkert annað að bjóða í við- skiptum.“ Aukin samkeppni fyrir íslenskan landbúnað Guðmundur segir að hvað sem um semjist í tölum í Doha-viðræðunum þurfi Íslendingar að vera búnir undir breytingar. „Það liggur í hlut- arins eðli að verði þessar viðræður til lykta leidd- ar þýðir það bætt markaðsaðgengi fyrir erlendar búvörur til Íslands og þar af leiðandi aukna sam- keppni fyrir íslenska framleiðslu. Okkar markmið varðandi landbúnaðinn hefur verið að tryggja að um verði að ræða eðlilega að- lögun til að þeir sem stunda landbúnað hér á landi geti farsællega tekist á við þær breytingar sem um verður samið.“ Samkomulag aðildarríkja WTO um lækkun landbúnaðarstyrkja og aukinn aðgang iðnaðarvara Óvíst um áhrif á íslenskan landbúnað Reuters Mikið hefur mætt á Franz Fischler, yfirmanni landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu (til vinstri), og Pascal Lamy, sem stýrir viðskiptamálum hjá ESB, í samningaviðræðum síðustu daga. GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra, lagði áherslu á mikilvægi samskipta Íslands og Kanada í ræðu sinni á Íslendingadagshátíð- inni í Gimli í Manitobafylki í gær. Íslendingadagshátíðin í Gimli var haldin í 115. sinn um helgina og er gert ráð fyrir að um 50.000 gestir hafi sótt ,,höfuðborg Nýja Íslands“ heim frá föstudegi til mánudags. Þar af um 250 manns frá Íslandi. Veðrið lék við mann- skapinn og fór hátíðin fram með mikilli prýði. Í tengslum við hátíðina stóð kvikmyndahátíðin Gimli Film Festival frá 28. júlí til 1. ágúst. Hún var haldin í fjórða sinn og henni lauk með sýningu íslensku myndarinnar Nóa albinóa. Golfmótið Icelandic Open var einnig haldið í Gimli um helgina og komust færri að en vildu. Árlega keppa 144 kylfingar á þessu styrktarmóti fyrir blaðið Lögberg- Heimskringlu og er talið að það skili 20 til 25 þúsund kanadískum dollurum í hagnað að þessu sinni. Geir H. Haarde flutti minni Kan- ada, en á meðal annarra ræðu- manna í hátíðardagskránni í gær voru Óskar Sigvaldason, sem flutti minni Íslands, Guðmundur Eiríks- son, sendiherra Íslands gagnvart Kanada, John Harvard, fylkisstjóri Manitoba, Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba og Thelma Wilson, fjallkona. Skagfirska söngsveitin hélt tvenna tónleika á hátíðinni og söng auk þess í hátíðardagskránni í gær. Henni var gríðarlega vel tekið eins og annars staðar þar sem hún hefur komið fram í Vesturheimi. Björn Thoroddsen, Steve Kirby og Richard Gillis slógu enn einu sinni í gegn í Gimli. „Þetta var stórkostleg hátíð,“ sagði Sandra Sigurdson, forseti Ís- lendingadagsnefndar, að dag- skránni lokinni. Um 50 þúsund gestir á Íslendingadagshátíð í Gimli Gimli. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Geir H. Haarde fjármálaráðherra flutti minni Kanada á Íslendingadags- hátíðinni í Gimli í Kanada í gær. Þúsundir manna hlýddu á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.