Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 17
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 17 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Por túgal 38.370 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.955 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Sol Dorio og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 7. og 14. september RÓSMARÍNRUNNINN er afar ilmrík og bragðsterk planta. Þrátt fyrir að gildi hennar við matreiðslu sé umdeilt er margvísleg notkun henn- ar mjög út- breidd. Fyrir utan að vera notuð í ilm- olíur sem hafa góð áhrif á hár og losa um höf- uðverk og streitu sé þeim nuddað á gagnaugun, er rósmarín fyrst og fremst notað fjölbreytilega við matargerð. Rósmarín inniheldur nokkuð af A-vítamíni og talsvert af kalki, kalíum og járni. Það þarf að nota með nokkurri gætni vegna bragðstyrksins en sé það notað rétt er það gott í ýmislegt. Nokkur dæmi um notkun er í kjötsúpur, í dufti stráð yfir egg og beikon, stráð yfir steiktan fisk, í eggjakök- ur, grænmetissalöt, pasta- og spa- gettírétti o.s.frv. Aðallega má þó segja að rósmarín sé kjötkrydd. Algengast er að nota það með lambakjöti en það er líka gott með skelfiski, kálfakjöti, svínakjöti, kjúklingum (kvistum stungið inn í kjötið) og villibráð. Ekki síður í pottrétti ásamt hvítlauk og víni. Rósmarínrunninn er ættaður frá Miðjarðarhafinu og þrífst ekki ut- andyra. Vel er þó hægt að geyma hann í garðskála yfir veturinn og þá fæst blómgun snemma vors. Þegar hlýnar má svo fara með plöntuna út. Það sama gildir ef keypt er lítil planta eða notaðir græðlingar, sem mælt er með fyrir óþolinmóða því rósmarín getur ver- ið fimm vikur að spíra.  KRYDDJURTIR Rósmarín Rosmarinus officinalis ÞAÐ hefur lengi loðað við karl- menn að vera lítt hrifnir af búða- rápi kvenpeningsins og sumir geta fátt hugsað sér verra en að eyða tíma sínum í innkaup, hvað þá í brjálæðinu sem einkennt get- ur útsölutímann. Fyrirtæki nokk- uð í London hefur hins vegar fundið lausn á þessu sem ekki ætti síður að gleðja konur en kaupleiða karla, og er nú orðið hægt að leigja myndarlegan mann allt að fjóra tíma í senn til að aðstoða við innkaupin. Fyr- irtækið nefnist Bag Boy og verð- ur þessi þjónusta í boði yfir út- sölutímann, en pokapiltarnir taka að sér að veita ráð varðandi tísku og stíl, bera poka, svo kaupgleðin geri viðskiptavinina ekki úrvinda, sem og að kalla á leigubíl að kaupmaraþoninu loknu. Hægt er að velja milli fjögurra pokapilta, þeirra Clintons, Gunth- ers, Murray og Terris, sem allir starfa sem fyrirsætur. „Sem mód- el eyðum við stórum hluta dags- ins í að bíða eftir að okkar tökur hefjist, þannig að það er auðvelt að bíða rólegur á meðan stúlk- urnar taka sinn tíma í innkaupin. Það er svo bónus, þar sem við er- um einhleypir, að fá að hitta lag- legar stúlkur í vinnunni!“ segir Gunther. Pokapiltarnir eiga að sögn Evening Standard nú þegar nokkra aðdáendur, enda beita þeir vanalega fyllstu nærgætni í ráðgjöf sinni. Poka- piltar í búðarápið Morgunblaðið/Eggert Útsölur eru nú í flestum verslunum: Það væri ekki amalegt að geta leigt einn pokapilt til að hjálpa til við fataval og pokaburð á útsölutímanum. www.sevendials.co.uk/bagboys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.