Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 12
MINNSTAÐUR 12 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGGARVELLIR 4A og B Í HAFNARFIRÐI - NÝTT LYFTUHÚS - Nýkomnar á sölu 2ja til 4ra herbergja íbúðir á góðum stað á Völlunum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan en án gólf- efna, þó með flísum á baðherbergi og þvottahúsi. Lóð full- kláruð. Innréttingar, hurðir og tæki eru frá Byko, ýmsir valmögu- leikar. Húsið er fimm hæðir og er með lyftu. Hægt er að fá íbúðirnar með eða án stæðis í bílageymslu. Stutt verður í alla þjónustu s.s. skóla, sund og íþróttaaðstöðu. Frábært útivistar- svæði í grend við húsið. Afhending janúar - febrúar 2005 Byggingaraðili Feðgar ehf. Verð frá 2ja herbergja kr. 11.600.000 3ja herbergja kr. 13.000.000 4ra herbergja kr. 14.100.000 Sími 520 7500 hraunhamar@hraunhamar.is • www.hraunhamar.is Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði Grundarfjörður | Það er allt á fullu hjá Loftorku og undirverktökum við að ná því markmiði að kennsla í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga geti hafist þann 30. ágúst nk. segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Verkið er nokkurn veginn á áætl- un og ekkert sem bendir til annars en hægt verði að hefja kennslu á til- settum tíma. Rúmlega 100 nem- endur hafa staðfest skólavist sína við skólann þessa fyrstu önn sem skól- inn starfar. Flestir nemenda eru að hefja fyrsta eða annað ár sitt í fram- haldsskóla. Búið er að ganga frá ráðningu kennara og annars starfsfólks. Sjö kennarar verða fastráðnir við skól- ann en síðan eru sex til viðbótar sem eru stundakennarar eða gestakenn- arar við skólann. Nokkrir af þeim nemendum sem eru lengra komnir í námi munu í einstaka áfanga vera í fjarnámi við aðra skóla þótt þeir séu nemendur á Grundarfirði, segir Guðbjörg. Að sögn Guðbjargar munu vænt- anlegir nemendur skólans geta feng- ið ýmsar upplýsingar um skólann, námsgreinar og námsbækur á heimasíðu hans, www.fsn.is, sem opnuð verður í lok næstu viku. Allur undirbúningur gengur vel og allir fullir bjartsýni, segir Guðbjörg. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Risinn: Fjölbrautaskóli Snæfellinga er risinn, hér sést norðurhliðin. Fram- kvæmdum miðar vel Vinna: Guðni Hallgrímsson sýslar við lagnabrautir í nýja skólanum. LANDIÐ Hrunamannahreppur | Það var margt um manninn um verslunar- mannahelgina á Flúðum þar sem Iðandi dagar fóru fram að venju með fjölbreyttri dagskrá. Keppt var í hinni árlegu traktorstorfærukeppni þar sem keppendur voru sjö en þessi buslu- gangur í Litlu-Laxá vekur jafnan mikla kátínu og aldrei meir en nú enda tilþrifin mikil hjá keppendum á þessum gömlu traktorum. Furðubátakeppnin fór fram í sextánda sinn en þar tóku þátt 27 fley af hinum furðulegustu gerð- um. Veitt voru verðlaun fyrir flott- asta bátinn, leikrænustu tilþrifin, fyndnasta bátinn og þann frumleg- asta. Flestir þátttakendur voru börn og unglingar sem jafnan fyrr. Brekkusöngur fór fram við varð- eld þar sem Sólmundur Friðriks- son og Ísólfur Gylfi Pálmason stjórnuðu og léku á gítara sína. Sölutorg var í félagsheimilinu sem og grettukeppni. Íþróttakeppni sem og Fitnesskeppni fór fram á íþróttavellinum svo eitthvað sé nefnt. Sólmundur Friðriksson um- sjónarmaður Iðandi daga sagðist vera mjög ánægður með hvernig til hefði tekist, veðurspáin var slæm en gekk ekki eftir og veður var ágætt. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Frumleg fley: Ýmsar skrýtnar fleytur tóku þátt í Furðubátakeppninni. Skipverjar á bátnum Hanastöðum voru þær Margrét Þóra Einarsdóttir og Brynja Aud Aradóttir. Vel heppnaðir Iðandi dagar á Flúðum VESTURLAND Vestmannaeyjar | Milli 7000 og 8000 manns sóttu Þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum að þessu sinni og voru gestir óðum að tygja sig til heimferðar í gær. Ekki er gert ráð fyrir að fólks- flutningum ljúki fyrr en í dag. Þvert of- an í spár var veður að mestu gott um helgina, aðeins á sunnudagsmorguninn rigndi í stífum vindi. Fyrst var blásið til þjóðhátíðar 1874 þegar Eyjamenn komust ekki á Þing- völl og urðu því að bjarga hlutunum sjálfir. Síðan hefur þjóðhátíð í Herjólfs- dal verið haldin, með einhverjum hléum þó. Hátíðin byggist því á hefðum sem eru hver um sig hápunktur hátíð- arinnar. Fyrsta skal nefna brennuna á Fjósakletti sem lýsir upp dalinn á föstu- dagskvöldinu. Á laugardaginn er það svo flugeldasýningin sem magnast upp innan um klettana sem umlykja Herj- ólfsdal og að lokum er það svo brekku- söngurinn sem Árni Johnsen hefur stýrt í um 30 ár. Hann var fjarri góðu gamni í fyrra en nú var hann mættur. Að þessu sinni voru um 8.000 manns í Brekkukórnum sem söng einni röddu undir stjórn Árna. Þá má ekki gleyma hvítum tjöldum heimamanna sem eru stór hluti af gleðinni þar sem fjölskyldurnar koma sama yfir daginn en á kvöldin og nótt- unni er það söngurinn sem ræður ríkj- um. Allt gerir þetta þjóðhátíðina að einstakri hátíð sem fólk sækir ár eftir ár. „Það mætti oft halda að Þjóðhátíð Vestmannaeyja væri ekki fjöl- skylduhátíð en svo er alls ekki. Í Herj- ólfsdal mætast kynslóðirnar til að skemmta sér og öðrum og til að skemmta börnunum fáum við listafólk af bestu gerð,“ sagði Páll Scheving framkvæmdastjóri ÍBV þegar rætt var við hann í gær. „Vel heppnuð barna- dagskrá, endurkoma Egósins hans Bubba og Árna Johnsen og ánægðir gestir er það sem er manni kannski efst í huga eftir helgina. Allt fór þetta vel fram og eins og alltaf voru gestir okkar til mikillar fyrirmyndar. Auðvitað er sorglegt að sjá öll þessi fíkniefnamál, þau eru því miður orðin hluti af okkar samfélagi en fjöldinn sýnir líka öflugt eftirlit og því ber að fagna,“ sagði Páll. Um 8.000 manns tóku þátt í brekkusöngnum Morgunblaðið/Sigurgeir Fíkniefnin blettur: Framkvæmdastjóri ÍBV er í meginatriðum ánægð- ur, en segir fíkniefnamálin sem upp komu á þjóðhátíðinni sorgleg. Fjöldasöngur: Árni Johnsen hefur stýrt brekkusöngnum í ein 30 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.