Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. RÚMLEGA 15.000 gestir hafa baðað sig í Jarðböðunum við Mývatn síðan þau voru formlega opnuð þann 30. júní síðastliðinn. Eva Ásrún Albertsdóttir, rekstrarstjóri Jarðbaðanna, segir að það sé ánægjuefni hversu margir hafi komið í heimsókn á þessum skamma tíma. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og við höfum fengið góðar undirtektir en hing- að komu rúmlega 3.500 manns um versl- unarmannahelgina.“ Mikið af erlendum ferðamönnum hefur sótt Jarðböðin en að sögn Evu hafa Íslend- ingar verið í meirihluta það sem af er. „Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu margir Íslendingar hafa komið hingað en í upphafi var óvíst hvernig þeir myndu taka þessari þjónustu. Nú munum við fara yfir þann mánuð sem liðinn er en um þessar mundir erum við að hefja markaðssetningu erlend- is. Þá verður opið hjá okkur í vetur og það eru því spennandi tímar framundan.“ Rúmlega 15.000 gestir í Jarðböðin SÆNSKI metsöluhöfundurinn Henning Mankell er sakaður um að hafa nýtt sér at- riði úr bók Arnaldar Indriðasonar, Grafar- þögn, sem kom út 2001. Samkvæmt frétt vefút- gáfu norska ríkisút- varpsins, nrk.no, hefur hollenska bókaforlagið A.W. Bruna, sem gefið hefur út bækur Arnald- ar, haldið því fram að Mankell hafi stolið frá Arnaldi í sinni nýjustu bók „Hendelser om høst- en“. Þykir söguþráður bókar Mankells minna um margt á söguþráð Arnaldar í Grafar- þögn þar sem gamlar beinaleifar frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar finnast. Einnig þykir ráðgátan leysast á mjög líkan máta og í bók Arnaldar. Mankell vísar öllum ásökunum á bug og segist aldrei hafa lesið neina bók eftir Arn- ald. Að því er kemur fram í frétt Dagens Nyheter hyggst bókaforlagið ekkert aðhaf- ast frekar í málinu. Mankell hefur gefið út margar sakamála- sögur og hafa sumar þeirra m.a. verið þýdd- ar á íslensku. Sakaður um að hafa stolið frá Arnaldi Arnaldur Indriðason Sænskur metsöluhöfundur VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur bauð félagsmönn- um sínum og öðrum íbúum á höfuðborgarsvæðinu á fjölskylduhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á frídegi verslunarmanna í gær en 110 ár eru síðan frídagur verslunar- manna var fyrst haldinn hátíð- legur. Í garðinum ríkti mikil stemmning. Þar var boðið upp á alls kyns leiktæki fyrir alla ald- urshópa, andlitsmálun, fjársjóðs- leit og fleira. Frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtu- daginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfs- mönnum sínum einn frídag til að þeir gætu skemmt sér. VR sam- þykkti að skipuleggja daginn til að tryggja að hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað. Morgunblaðið/Jim Smart VR bauð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn „ÞAÐ VAR erfitt að sjá hvar landið var,“ segir Martin Rank, þýski ferðamaðurinn sem var hætt kominn í sjónum neðan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Hann telur sig heppinn að vera á lífi eftir að hafa velkst í öldurótinu í um níu mínútur. „Mér líður miklu betur,“ sagði Martin þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gær. Þegar Martin er spurður hvað hann hafi verið að gera í sjónum seg- ist hann hafa ætlað, ásamt félaga sín- um, að skola sig í honum en ekki synda eins og fram hafi komið í frétt- um. Öldugangur hafi verið þónokkur og alda hafi komið aftan að honum og hrifið hann út í sjó án þess að félagi hans gæti náð til hans. Martin segir félagann hafa brugðist hárrétt við en hann hljóp upp á þjóðveg og stöðvaði næsta bíl sem í voru fjórir Íslend- ingar. Þeir hafi verið með kaðal sem félaginn hafi svo hlaupið með út í sjó. Brugðu Íslendingarnir skjótt við og hringdu í Neyðarlínuna, sem kallaði út lögreglu og björgunarsveitar- menn. Að sögn Hildar Lindar Kristjáns- dóttur, eins íslensku ferðamann- anna, fóru þau með félaga mannsins niður í flæðarmál þar sem hann batt kaðalinn um sig og óð á eftir vini sín- um. Hann kom honum í land við illan leik en maðurinn var kominn um 25 metra frá landi og var öldugangur mjög mikill. Hildur segir að sér hafi þótt ótrúlegt hvernig mönnunum datt í hug að vera að synda í sjónum við þær aðstæður sem þarna voru. Hún segir að þau fjögur sem komu að mönnunum hafi öll þurft að hjálp- ast að við að draga þá á land, en þau hefðu ekki mátt koma manninum miklu seinna til bjargar. „Hann var alveg búinn á því og var alveg ískald- ur,“ segir Hildur. Missti mátt í höndum og fótum Martin segist vera góður sund- maður, enda sundkennari í Þýska- landi, en sjórinn hafi hinsvegar verið of kaldur og öldurnar of kraftmiklar fyrir hann. „Það var erfitt að sjá hvar landið var,“ segir hann og kveðst hafa misst allt áttaskyn meðan hann barðist um í sjónum. Hann segist einnig hafa misst mátt bæði í fótum og höndum vegna þess hve sjórinn var kaldur, og að tíminn hafi liðið mjög hægt. En hann áætlar að hann hafi verið um níu mínútur í sjónum. Alda hreif þýskan ferðamann við Vík í Mýrdal Vissi ekki í hvaða átt hann átti að synda Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Læknir og björgunarsveitarmenn frá Vík hlúðu að manninum í fjörunni. til þess, að sögn hennar. Talið er að bílarnir hafi báðir verið á um 80–90 kílómetra hraða. Karl og kona á fimmtugsaldri, sem voru í jeppanum, slösuðust lít- ilsháttar. Kalla þurfti á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja konuna sem var í fólksbílnum til Reykjavíkur, á Landspítalann. Konan var tengd við öndunarvél og í aðgerð þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um líðan hennar í gærkvöldi. Maðurinn í fólksbílnum var fluttur landleiðina með sjúkra- bíl, að sögn lögreglu, og var á gjör- gæslu til eftirlits, að sögn vakthaf- andi læknis á sjúkrahúsinu. TVENNT slasaðist alvarlega í árekstri á Suðurlandsvegi við Kot- strandarkirkju á fjórða tímanum í gær. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl, sem í voru hjón á sjötugs- aldri, var ekið eftir röngum veg- arhelmingi í suðurátt og lenti hann á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi barst tilkynning um slysið klukkan 15:48 og þurfti að stöðva umferð á Suðurlandsvegi í um tvær klukkustundir meðan unnið var að því að klippa hin slösuðu úr fólksbifreiðinni. Lögreglan telur ekki að um framúrakstur hafi verið að ræða, ekki hafi verið aðstæður Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Aðkoman að bílslysinu á Suðurlandsvegi var mjög slæm. Harður árekstur á Suðurlandsvegi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.