Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Verð frá 29.910 kr.* Hversdagsleg og ævintýraleg í senn www.icelandair.is/london Í London er auðvelt að láta sér líða eins og heima hjá sér enda eru borgarbúar afslappaðir. Leikhúslífið í London er rómað sem og enska kráarmenningin, en fjölbreytni mann- lífsins í hinum ýmsu og ólíku hverfum þessarar stóru borgar er meðal þess sem gerir hana svo heillandi. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Henry VIII á mann í tvíbýli 12.-14. nóv., 26.-28. nóv., 28.-30. jan., 4.-6. feb., 19.-21. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 ÞAÐ kom björgunarsveitarmönnum í opna skjöldu að rek- ald, sem þeir hugðust kasta í sjóinn til þess að líkja eftir reki á pokanum sem lík Sri Rhamawati var sett í, skyldi ekki hafna í sjónum heldur í fjöruborðinu. Það fór í kaf um einum og hálfum klukkutíma síðar. Rekaldinu var kastað út klukkan 14.15 í gær en þá er talið að sjávarstaða hafi verið svipuð og þegar Hákon Ey- dal, banamaður Sri, kastaði pokanum fram af klettum við Presthúsatanga á Kjalarnesi fyrir um mánuði. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa Lands- bjargar, var ýmislegt gert til að líkja eftir innihaldi pok- ans. Meðal annars var sett í hann kúbein þar sem talið er að Hákon hafi banað Sri með slíku áhaldi. Til stóð að setja Gps-sendi í rekaldið en Valgeir segir að hentugur sendir hafi verið ófáanlegur. Þess í stað er lítið flot bundið við það og þannig geta björgunarsveitarmenn fylgst með rek- inu. Í gærkvöldi hafði rekaldið lítið hreyfst en fylgjast átti með því til miðnættis. Að sögn Valgeirs hafa fjörur frá Geldinganesi að ganga- munna Hvalfjarðar verið tvígengnar og rækilega leitað í Hofsvíkinni. Erfitt sé að afmarka leitarsvæðið frekar en hann vonast eftir því að rekaldið gefi einhverjar vísbend- ingar. Rekald verður notað við leitina að líki Sri Rhamawati úti fyrir Kjalarnesi Morgunblaðið/Jim Smart Björgunarsveitarmenn hentu rekaldinu í Hofsvík á Kjalarnesi, en vonast er eftir að það gefi vísbendingar um í hvaða átt líkið hefur farið. Rekaldið féll ofan í fjöruna en ekki út í sjó eins og búist hafði verið við. Í kaf eftir einn og hálfan klukkutíma TVEIR blindir kajakræðarar ásamt tveimur aðstoðarmönnum hófu á föstudag kajakleiðangur um austur- strönd Grænlands. Þeir ætla sér að róa um 1.000 km leið frá Kulusuk suður fyrir Hvarf. Leiðangursmenn flugu til Kulusuk fyrir helgi. Gert er ráð fyrir að ljúka leiðangrinum 15. september. Allt hefur gengið að ósk- um hjá leiðangursmönnum fram að þessu. Róið er á tveimur tveggja manna sjókajökum og eru blindu ræð- ararnir í fremra sæti hvors báts með sjáandi aðstoðarmann í aftara sæti. Fararstjóri er Baldvin Kristjánsson, en aðrir leiðangursmenn eru bræð- urnir Friðgeir Þráinn og Reynir Jó- hannessynir, og er sá fyrrnefndi blindur. Fjórði leiðangursmaðurinn er Halldór Sævar Guðbergsson og er hann blindur. Taka ekki áhættu „Það verður að koma í ljós hvað við ráðum við erfiðar aðstæður,“ sagði Baldvin Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. „Mesta hættan felst í veðrinu, en það er mjög ber- angurslegt á þessu svæði. Ef illa gengur vegna veðurs eða mikils íss, þá látum við sækja okkur í stað þess að rembast fram á vetur. Það er of hættulegt.“ Hafís á að vera í lágmarki á þess- um árstíma á Suður-Grænlandi og veður á sömuleiðis að vera hvað skást í ágústmánuði. Samt getur veðrið brugðist og er því mikilvægt að taka enga áhættu þar sem ekki er alltaf hægt að taka land við klett- óttar strendur ef vont er í sjóinn. Sumir hlutar leiðarinnar krefjast þess að þeir séu kláraðir og því verð- ur frekar beðið átekta en að halda af stað upp á von og óvon. Þetta mun vera fjórði kaj- akleiðangurinn sem tekst á hendur ferð frá Kulusuk suður fyrir Hvarf, en menn í einum leiðangri sem far- inn var fyrir um 5 árum fórust á leið- inni. Með leiðangrinum vilja leiðang- ursmenn vekja athygli á því hve miklu blindir og sjónskertir geta áorkað, fái þeir tækifæri til, um leið og safnað er fé til styrktar Blindra- félaginu. Róðurinn um helgina gekk vel, en lagnaðarís tafði förina örlítið á laug- ardaginn. Þeir félagar láta vel af sér en segjast vera þreyttir í lok dags. Hægt er að fylgjast með ferðinni á síðunni www.internet.is/leidangur. Tveir blindir kajakræðarar í róður með strönd Grænlands Morgunblaðið/Eggert Friðgeir Þráinn og Halldór Sævar leggja lokahönd á undirbúninginn. Ætla að róa þúsund km leið OLÍUFÉLÖGIN Esso, Skeljungur og Olís hækkuðu útsöluverð á bensíni og dísilolíu nú um helgina. Hækkanirnar nema um 1,50 kr. bæði á 95 oktana bensíni og dísilolíu og verðið á 95 okt- ana bensíni með fullri þjónustu nemur nú að jafnaði 113 kr. hjá þessum þremur félögum eftir breytinguna. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Esso er bensínverð í sögulegu hámarki og erfitt að spá um það hvort þessi þróun haldi áfram. „Þær spár sem birtust í sumar um að bensínverð myndi lækka hafa ekki gengið eftir en ótti vegna þess að rússneska olíufyrirtækið Yukos muni hugsanlega hætta starfsemi hefur orðið þess valdandi að verð hefur hækkað.“ Magnús segir að margir aðrir þættir spili þarna inn í og nefnir sérstaklega óróann í Írak, mikla eftirspurn í Kína og birgðahald á Bandaríkjamarkaði. „Þá er framleiðsla OPEC ríkjanna í hámarki og þau geta ekki bætt miklu við olíumarkaðinn í bili.“ Þeim stöðvum sem bjóða upp á bensínlítrann undir 100 kr. fer fækkandi en í gær hækkaði EGO verð á 95 oktana bensíni á stöðvum sínum í Kópavogi úr 99,90 í 100,90. Engin breyting hefur verið gerð á útsöluverði 95 oktana bensíns hjá tveimur afgreiðslustöðvum Atlantsolíu en þar kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 99,90 kr. Ekki hræddir við samkeppni Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að ekki hafi þótt ástæða til þess að hækka bens- ínverð eða verð á dísilolíu að sinni. „Það hafa orðið hækkanir á innkaupsverði hjá okkur en þær hafa ekki verið það miklar að við höfum séð ástæðu til þess að setja þær út í verðlagið en við fylgjumst grannt með þróun mála.“ Hugi átelur þau olíufyrirtæki sem hafa einungis lægra verð á þeim stöðvum sem eru staðsettar nálægt stöðv- um Atlantsolíu. „Þetta er kallað rándýrsverð- lagning (predatory pricing) og það mál er til meðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Við von- um að samkeppnisyfirvöld geri sér grein fyrir því hvað er að gerast og taki á þessu máli en klárlega hefur þetta áhrif á vöxt okkar. Við erum ekki hræddir við samkeppni en vilji þeir lækka verðið þá teljum við að það eigi að gera alls stað- ar á höfuðborgarsvæðinu en ekki einungis í næsta nágrenni við okkur.“ Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins Esso, segir að ástæður þess að bensínverð hjá Esso sé lægra í Hafnarfirði en í Reykjavík séu markaðslegar. „Það er oft staðbundin sam- keppni á markaðnum og þegar ákveðin verð eru boðin fylgja hinir aðilarnir á eftir til þess að halda sínum hlut á markaðnum.“ Bensínverð í sögulegu hámarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.