Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hundar hafa fyrirlöngu sannað gildisitt við leit að fíkniefnum en kostir þeirra komu enn og aftur í ljós um liðna verslunar- mannahelgi þegar fíkni- efnaleitarhundar, ásamt lögreglumönnum og toll- vörðum, komu upp um tugi fíkniefnamála á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum voru fíkniefnaleitarhundar frá tollgæslunni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli auk þess sem fíkniefnaleit- arhundur lögreglunnar í Vestmannaeyjum var við leit í Eyjum. Það þýðir þó lítið að senda fíkni- efnaleitarhunda eina á útihátíðir því árangur þeirra byggist á þekk- ingu og hæfni þeirra lögreglu- manna og tollvarða sem vinna með þeim. Lögregla og tollgæsla á Íslandi hafa um árabil notast við fíkniefna- leitarhunda og á síðustu árum hef- ur þeim fjölgað talsvert. Í dag ræður lögreglan í Reykja- vík yfir sjö hundum og jafnmargir lögregluhundar eru hjá embætt- unum á landsbyggðinni. Tollgæsl- an í Reykjavík á tvo hunda. Jafn- margir eru hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og í haust bæt- ist þriðji hundurinn við. Þjálfun lögreglu- og toll- hundanna er misjöfn. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði lögregl- unnar í Reykjavík eru hundar hennar þjálfaðir til margvíslegra nota en hverjum hundi er kennt að leita að fíkniefnum, vopnum, spor- um og hlutum auk þess sem hund- unum er ætlað að verja umráða- mann sinn og aðstoða hann við handtökur. Allir lögregluhundarnir á lands- byggðinni eru sérþjálfaðir til fíkni- efnaleitar, að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, en emb- ættið styrkir landsbyggðaremb- ættin sem eru með hunda. Toll- hundarnir fjórir í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru einnig að- eins þjálfaðir til fíkniefnaleitar. Að sögn Vals Kristinssonar, deildarstjóra fíkniefnadeildar toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, eru allir hundar tollgæslunnar þjálfaðir eftir kerfi sem norska tollgæslan notast við. Norskur hundaþjálfari velur hundana og í Noregi er þeim veitt grunnþjálfun áður en þeir eru sendir til Íslands þar sem þjálfun þeirra heldur áfram. Valið byggist einkum á eðl- iseiginleikum hundanna og er einkum horft til þess að þeir séu vinnusamir, að þeir hafi gaman af því að „mæta í vinnuna“. Þá er lögð mikil áhersla á að fylgjast með frammistöðu hundanna og eru þeir prófaðir á hverju ári. Þeir sem ekki standa sig eru felldir og þar með reknir úr tollgæslunni. Hundarnir eru notaðir til að leita að fíkniefnum nánast hvar sem er, hvort sem er í bílum, vöru- húsum eða í farþegasal. Valur seg- ir að leit á fólki í farþegasal sé erf- iðust enda þurfi hundarnir að finna lykt af fólki sem hreyfist til en ekki af vörum sem standa kyrrar. Aðspurður sagði Valur hundana hafa reynst mjög vel og orðið til þess að upplýsa fjölda fíkniefna- mála á flugvellinum. Þó að fíkniefnaleitarhundarnir þiggi ekki laun kostar talsvert að hafa þá í vinnu. Þjálfun hundanna og umsjónarmanna þeirra er dýr- ust. Einnig felst nokkur kostnaður í því að kaupa sérútbúna hundabíla auk þess sem umsjónarmönnum er greitt aukalega fyrir umönnun þeirra. Lögregluembættin á lands- byggðinni hafa reyndar sparað með því að nota ekki sérstaka hundabíla. 220 milljón lyktarnemar Nefin á hundunum eru auðvitað lykillinn að þessu öllu saman. Venjulegur hundur hefur um 220 milljón lyktarnema í nefinu en menn hafa „einungis“ um fimm milljónir. Í nefinu eru gríðarnæm- ar lyktarhimnur sem eru svo um- fangsmiklar að væru þær teknar úr hundinum og flattar út, myndu þær þekja svæði sem væri stærra en hundurinn sjálfur. Maðurinn hefur hvergi nærri jafnnæmt lykt- arskyn og til enn frekari saman- burðar má nefna að lyktarhimnur hunds eru um sjö fermetrar en himnan í mönnum er aðeins um hálfur fermetri. Nefið í hundum er ekki einungis ákaflega næmt heldur líka einstak- lega skilvirkt. Ef mikið liggur við geta hundar dregið loft inn um nef- ið allt að 300 sinnum á mínútu. Það er fátt sem sleppur undan slíku nefi. Lyktarskynið er í senn þróað- asta skynfæri hundsins og um leið sá eiginleiki sem helst er sóst eftir í vinnuhundum nútímans. Hundar hafa svo háþróað lyktarskyn að þeir geta numið og þekkt lykt sem er svo veik að jafnvel fullkomnustu rannsóknartæki nema hana ekki. Dæmi eru um að hundar hafi, með lyktarskynið að vopni, gefið til kynna yfirvofandi flogaveikiskast eiganda síns, hálftíma áður en kastið reið yfir. Eins og býsna margir urðu áþreifanlega varir við um verslun- armannahelgina munar hunda því ekki um að finna lykt af nokkrum grömmum af fíkniefnum. Fréttaskýring | Fíkniefnaleitarhundar í stórræðum um helgina Fátt sleppur undan nefinu Notkun lögreglu og tollgæslu á fíkni- efnaleitarhundum hefur aukist Hundunum þarf að finnast gaman í vinnunni. Um 20 lögreglu- og toll- hundar með ofurnæm nef  Samtals komu hátt í hundrað fíkniefnamál upp á Akureyri og í Vestmannaeyjum um verslunar- mannahelgina. Á báðum stöðum gegndu fíkniefnaleitarhundar stóru hlutverki við að þefa fíkni- efnin uppi. Lögregla og tollgæsla á Íslandi ráða nú yfir tæplega 20 hundum sem flestir eru sérþjálf- aðir til fíkniefnaleitar. Nef hundanna eru svo næm að þeir finna lykt sem fullkomnustu rannsóknartæki mæla ekki. runarp@mbl.is YFIR 70 manns tóku þátt í fyrsta skipulagða Jökulsárhlaupinu sem fram fór um helgina. Hlaupið var annarsvegar frá Dettifossi niður í Ásbyrgi, um 32,7 kílómetra leið og hinsvegar úr Vesturdal í Ásbyrgi, um 13 kílómetra leið. Í Dettifosshlaupinu hlupu þrjátíu manns, karlar og konur, og luku öll hlaupinu. Hlaupið var frá Dettifossi niður í Hólmatungur, þaðan með- fram Stallánni í Hljóðakletta og sem leið lá að Kvíum og að Klöpp- um á barmi Ásbyrgis. Þaðan að Tófugjá og að lokum niður í Ás- byrgið í mark við skógarvarðar- húsið. Milli tuttugu og þrjátíu sjálf- boðaliðar unnu við hlaupið þar á meðal björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsa- vík og Björgunarsveitinni Núpum, Kópaskeri. Auk þess naut hlaupið mikillar aðstoðar þjóðgarðsvarðar í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Sigurvegari í hlaupinu frá Detti- fossi að Ásbyrgi varð Eymundur Matthíasson Kjeld frá Reykjavík á 2:34,24. Bestum árangri kvenna náði Áslaug Helgadóttir frá Reykjavík, 3:12,03. Í Vesturdalshlaupinu hlupu yfir fjörutíu manns, karlar, konur og börn. Sigurvegari varð Haraldur Haraldsson frá Húsavík, 1:00,06. Fyrst kvenna í mark var Rann- veig Oddsdóttir, 1:06,39. Á sama tíma bauð þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum upp á göngu úr Vesturdal í Ásbyrgi undir leiðsögn landvarðar. Tóku yfir tuttugu manns þátt í þeirri göngu. Góð þátttaka var í fyrsta skipulagða Jökulsárhlaupinu Ljósmynd/Þór Gíslason Sigurvegarar í karlaflokki, Eymundur Matthíasson Kjeld (1. sæti), Björn Halldórsson og Andres Ramon (l.t.h.). Hlupu yfir 30 kílómetra leið ,,VIÐ erum stöðugt að vinna að því að treysta og styrkja tengslin milli Íslands og Norður-Dakota og gift- ingin eflir þau enn frekar, segir Curtis Olafson, formaður Íslend- ingafélagsins í Mountain, en hann gekk að eiga Björk Eiríksdóttur frá Íslandi á laugardag. Sumarhátíð Íslendingafélagsins í Mountain fór fram um helgina og var nú haldin í 105. sinn. Íbúar í Mountain eru innan við 100 en talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í dagskránni frá föstudegi til sunnudags. Þar á meðal voru rúm- lega 200 Íslendingar frá Íslandi, Skagfirska söngsveitin, Rótarý- félagar og fólk í bændaferð. Að vanda var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá frá morgni til kvölds. Skagfirska söngsveitin sló enn einu sinni í gegn og kunnu gestir vel að meta framlag hennar. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, flutti hátíðarræðu og Rótarý- félagar í Kópavogi komu færandi hendi og gáfu um 700 dollara í söfn- unarsjóð vegna framkvæmda þar sem Þingvallakirkja í Norður- Dakota stóð þar til hún brann til grunna í fyrrasumar. Þá þökkuðu þeir Magnúsi Olafson fyrir braut- ryðjendastarf í eflingu samskipt- anna við Ísland og færðu honum bók að gjöf. ,,Ég er ánægður með hátíðina og að þessu sinni var giftingin há- punkturinn hjá mér,“ segir Curtis en séra Brynjólfur Gíslason frá Ís- landi gaf hann og Björk saman. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Curtis Olafson söng ástarsöng fyrir Björk Eiríksdóttur áður en séra Brynj- ólfur Gíslason gaf þau saman. Athöfnin fór fram í Mountain í Kanada. Giftingin eflir tengslin Mountain. Morgunblaðið. LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga fagna því samkomulagi sem heil- brigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur gengið frá við lyfjaframleið- endur. Samtökin telja mikilli óvissu eytt með þessu samkomulagi og telja að merkum áfanga hafi verið náð í baráttunni fyrir lægra lyfjaverði. „Sú staðhæfing að heildsöluverð lyfja á Íslandi verði innan tveggja ára sambærilegt og á hinum Norður- löndunum er stór og mikill áfangi í átt að lækkuðu lyfjaverði. Lands- samtökin treysta því að þessi verð- lækkun muni ganga til neytenda af fullum þunga og treysta því jafn- framt að heilbrigðisráðuneytið muni tryggja að svo verði. Landssamtökin gagnrýndu máls- aðila harkalega, þegar þessi deila var uppi. Það er því afar ánægjulegt að hægt skyldi að setja þessa hörðu deilu niður með samningum, sem báðir aðilar virðast vera ánægðir með. Eftir er að sjá hversu mikil ánægja sjúklinga verður þegar lyfja- verðslækkanir fara að skila sér,“ segir í ályktun landssamtakanna. Fagna sam- komulagi um lyfjamál BJÖRGUNARSVEITIN Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út í fyrrakvöld eftir að bílslys varð aust- an við Kirkjubæjarklaustur. Talið var á tímabili að þörf væri fyrir klippur til að ná slösuðum út úr bíln- um en fljótlega kom í ljós að svo var ekki og var þá aðstoðarbeiðnin til björgunarsveitarinnar afturkölluð. Bílslys við Klaustur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.