Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 9 Mán. 2/8: Lokað Þri. 3/8: Spínatlasagna sívinsælt & buff m/fersku salati, hrís- grjónum & meðlæti. Mið. 4/8: Mousaka, grískur ofnrétt ur m/fetasalati, fersku sal ati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim. 5/8: Koftas „nýrnabaunabollur“ og karrýpottur m/fersku salati, hrísgrjónum & með- læti. Fös. 6/8: Ítalskur pottréttur polenta og pestó m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 7-8/8: Afrískur pottur & buff m/fersku salati, hrís- grjónum & meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Laugavegi 63 • (Vitastígsmegin) • sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Skemmtileg ný gjafavara Laugavegi 53, s. 552 1555 Útsölulok TÍSKUVAL 60-80% afsláttur Ath. Erum flutt á Laugaveg Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Hágæða undirföt Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15 Listgler í glugga og hurðir Kársnesbraut 93 · 200 Kópavogur · Sími 554 5133 • Er prýði á sérhverju fallegu húsi • Hindrar að horft sé inn á þig • Hleypir birtunni óhindrað í gegn • Er sérsmíðað eftir þínum óskum LISTGLER Námskeið í glerskurði Sérsmíðað eftir þínum óskum Öll verkfæri fyrir glerskurð og mósaík Gler og speglar í miklu úrvali Námskeið í glerskurði Kársnesbraut 93 • 200 Kópavogur • Sími 554 5133 • list@simnet.is Veitum faglega ráðgjöf við val á gleri VEÐRIÐ lék við mótsgesti á sjö- unda Unglingalandsmóti UMFÍ sem fór fram á Sauðárkróki um versl- unarmannahelgina þar sem ungling- ar á aldrinum 11 til 18 ára kepptu í átta íþróttagreinum. Alls voru um 1.300 þátttakendur skráðir til leiks en mikill fjöldi foreldra og aðstand- enda lagði leið sína á mótið og talið er að á milli 10 og 12 þúsund manns hafi heimsótt Sauðárkrók vegna mótsins. Keppt var í átta íþrótta- greinum; frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, sundi, knatt- spyrnu, körfuknattleik og skák. Að sögn Hjalta Þórðarsonar, gjaldkera Landsmóta UMFÍ 2004, voru mótshaldarar mjög ánægðir með framkvæmd mótsins og fram- göngu mótsgesta. „Mótsgestir voru til fyrirmyndar og fólk var almennt mjög ánægt með það hvernig til tókst. Þrátt fyrir mikið álag á stærstu greinunum, frjálsum íþrótt- um og knattspyrnu, þar sem rúm- lega 600 keppendur tóku þátt fóru þær mjög vel fram,“ segir Hjalti en alls voru leiknir á mótinu um 200 knattspyrnuleikir og 100 körfubolta- leikir. Fjöldi manns tók þátt í kvöldvöku á Flæðunum og skemmti fólk sér al- mennt vel. Keppendur á unglingalandsmótinu voru um 1.300 talsins. Yfir 10 þúsund gestir Sjöunda unglingalandsmót UMFÍ Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson DÚNDUR LAGERSPRENGJA ALLT Á 990 KR. FLOTT MERKI DKNY, KENZO, TIMBERLAND, TOMMY HILFIGER O.FL. TEENO Laugavegi 50, Reykjavík Sími 511 0909 „ÉG ER mjög ánægður með helgina, hingað komu um 16.000 gestir, íbúatala bæjarins tvöfald- aðist og í því ljósi er alveg frábært hversu vel hátíðin fór fram,“ sagði Bragi Bergmann forsvarsmaður Fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri og bætti við að miklu hafi skipt að veðrið hafi leikið við heima- menn og gesti. Á lokaskemmtunina á Akureyrarvelli á sunnudagskvöld mættu 11.000–12.000 manns og að- sóknarmet var sett í Sundlaug Ak- ureyrar, að sögn Braga. Um 10.000 gestir voru á tjald- svæðunum á Akureyri og í næsta ná- greinni, hótel og gistiheimili voru fullbókuð, orlofsíbúðir fullar af fólki, fólk gisti í heimahúsum og tjaldaði víða í görðum við heimahús. „Við töldum upp í átta tjöld í einum garð- inum,“ sagði Bragi. Upp komu upp 46 fíkniefnamál á hátíðinni og ein líkamsárás var kærð til lögreglu. Þá komu tvö kynferð- isafbrotamál inn á borð lögreglu um helgina en hvorugt málið hafði verið kært formlega í gærkvöld, að sögn Gunnars Jóhannssonar varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Bragi sagði að þessi fjöldi fíkni- efnamála sýndi að lögreglan hefði verið mjög vakandi og vel tækjum búin. „Þrátt fyrir þessi mál, fengum við hingað frábæra gesti um helgina, fjölskyldufólk að stærstum hluta og lang flestir komu hingað til þess að skemmta sér.“ Bragi sagði að vissu- lega yrðu íbúar í nágrenni tjald- svæðisins og í miðbænum fyrir óþægindum þessa helgi. Hann sagði að unnið yrði að því að laga þá van- kanta sem upp komu fyrir næstu há- tíð. „Við viljum að sem flestir séu sáttir við hátíðina, þótt hún sé stór.“ Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri Íbúatalan tvöfaldaðist um helgina Morgunblaðið/Kristján Á Ráhústorgi var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla aldurs- hópa. Ungir jafnt sem þeir sem eldri voru fylgdust vel með öllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.