Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 19 HVAÐ er kengúrumeðferð og hvernig tengist hún brjóstagjöf, get- ur hún auðveldað brjóstagjöfina eða gert hana árangursríkari? Kengúrumeðferð er upprunnin í Kólumbíu og felst upphaflega í því að móðir ber nýfætt barnið innanklæða til að halda á því hita og örva það með snertingu við líkama sinn. Hún hefur oftast verið tengd fyrirburum sem fara á mis við með- göngu og þá eðlilegu reynslu og þroska sem barn gengur í gegnum á meðgöngu. Með kengúrumeðferð er verið að vinna upp það sem barnið fór á mis við ásamt því að þroska skynfæri þess. Keng- úrumeðferð er heppi- leg fyrir öll börn og gerir manni bara lífið auðveldara þar sem það er mun þægilegra að halda á barninu í ruggupoka. Það er mikið rætt um að börn hafi skert- an hreyfiþroska, hreyfi sig öðruvísi gangi ekki eins vel í félagslegum þroska og áður. Þessi börn eru ekki fötluð en þau fengu ekki þá örv- un sem náttúran gaf þeim tilefni til. E.t.v. var meðgangan of ró- leg sem leiddi til þess að barnið missti af eðli- legri reynslu í móð- urkviði, þannig að það afneitaði þyngdarupp- lifun er það fæddist og vildi ekki venjulegt umstang. Barnið sefur bara vært og er talið þægilegt barn, en það er einmitt þetta barn sem þarf að örva, halda á og kenna sprell í stað þess að það fái að vera rólegt í friði. Þessi börn sem þurfa líkamlega örvun læra auðvitað að sitja, ganga og hlaupa en hún er bara þunglama- legri og öðruvísi eða barnið er alltaf á iði en sletta sér til og rekast mikið á og eru alltaf að meiða sig. Skyn- örvun fyrstu mánuðina er grunn- urinn að öllu sem á eftir kemur. Snertingin, strokurnar, líkamshitinn og nærveran sem mamma veitir með brjóstagjöfinni er upphafið af þessu öllu. Í bók Þóru Þóroddsdóttur sjúkra- þjálfara er þessu lýst þannig: „Kornabarnið sýgur móður sína og einmitt það þykir viðeigandi á þeim tíma. Til þess að vera fært um þetta, hefur barnið meðfædd tauga- viðbrögð, sem valda því, að það leitar að geirvörtunni, sýgur hana og kyngir mjólkinni. Til að geta notað þessi viðbrögð til fæðuöflunar, þarf barnið að þola náið samband við móðurina og sameina áreitið frá henni hreyfiskynboðum frá tungu og kjálkaliðum auk snertiskynboða frá tungu, gómum og koki og braðskyns frá bragðlaukum.“ Brjóstagjafaráðgjafi er oftast að vinna við það að þetta ferli gengur ekki rétt fyrir sig, þegar barnið 4–7 daga gamalt á það að fara að stjórna mjólkurmyndun móður og er ekki fært um það, orsakir geta verið margar, en þarna er taugakerfið enn mjög óþroskað og hin minnsta seink- un eða skortur á eðlilegri örvun geta breytt öllu brjóstagjafaferlinu. Mæður kenna sér oft um að geta ekki mjólkað en segja samt frá því að þær hafi mjólkað nóg þegar líkami þeirra sá alfarið um mjólkurmyndun fyrstu dagana óháð getu barnsins. Þannig er að ef næg mjólk er ekki í boði er það oftast barninu að kenna og hvað gerir mamma þá? Hún getur notað kengúrumeðferð, lagt barnið á brjóst oft- ar en 8–12 sinnum á sólarhring, leigt sér mjaltavél svo hún fái nægilega örvun og þorni ekki upp, notað náttúruleg bætiefni sem talin eru örva mjólkurmyndun. Á meðan barnið er að ná nægilegum þroska til að vinna vinnuna sína og það tekur mislangan tíma. Foreldrar geta aldr- ei gert of mikið af því að strjúka, klappa og vagga, það er hluti af því að vera til og ein- mitt á fyrstu tveimur árunum vex heili barna jafnmikið og hann gerir næstu 16 árin. Tauga- kjarnarnir eru allir til staðar en nú eru allar tengingar að myndast á milli þeirra og boð- hraðinn eykst með auk- inni reynslu. Eins og Þóra Þóroddsdóttir segir: „Náttúran hefur sitt eigið og sérstaka svar við þessu eins og svo mörgu öðru. Þegar fóstrið, barnið, manneskjan, byrjar á áður óþekktu verkefni og nýir hæfi- leikar þurfa að þroskast, er löngun og áræði mikilvægast. Eldri upplifun setur þannig í gang eða gefur inn- blástur til nýrrar starfsemi svo um- hverfinu sé svarað á nýjan hátt. Í fyrsta skipti, sem við þreifum þannig fyrir okkur eða reynum nýjar boð- leiðir innan taugakerfisins, gengur þunglamalega og hægt. Reynum við hins vegar aftur og aftur verða boð- leiðirnar greiðfærari og að lokum gengur tilraunin yfirleitt hratt og ár- angurslítið.“ Kæra móðir, gefðu barninu þínu tíma og þolinmæði til að læra að nærast við brjóst þitt á árangurs- ríkan hátt og veittu því alla þá aðstoð sem það þarf. Þegar barnið eldist ferðu að huga að leikföngum sem örva skynhreyfiþroska barnsins, leikföng sem kitla barnið í fingurna og örva nýja boðleiðir á hverjum degi. Færeyskir foreldrar bursta börn sín reglulega og taka börnin í meðferð. Inni á vefjunum www.fem- in.is og www.modurast.is og í bók Þóru Þóroddsdóttur Að hreyfa sig og hjúfra má finna leiðbeiningar um slíkt. Eins og móðir sagði við dóttur sína er hún eignaðist sjálf barn: „Nú veistu hvað mér þykir vænt um þig.“ Gleðilega brjóstagjafaviku. Brjóstagjafavika Arnheiður Sigurðardóttir fjallar um brjóstagjöf ’Í tilefni af al-þjóðlegri brjóstagjafaviku finnst mér vert að minna á mik- ilvægi þess að halda á, faðma og kúra eins og gert er í brjósta- gjöfinni.‘ Arnheiður Sigurðardóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur B.Sc. og brjóstagjafaleiðbeinandi IBCLC. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar VIRÐULEGU ráðherrar rík- isstjórnar Íslands. Hvernig væri fyrir ykkur, virðulegu ráðherrar, að lifa af innan við 100 þúsund krónum á mánuði? Það væri fróð- legt að þið gæfuð þeim Íslendingum, er minna hafa en 100 þúsund í laun á mán- uði, uppskriftina að því hvernig slíkt er hægt. Fyrir nokkrum dögum kom skýrsla um að 30% – ég end- urtek þrjátíu prósent af Íslendingum 68 ára og eldri hefðu minna en 100 þúsund til að lifa af á mánuði. Þeir greiða skatta og skyldur af þessari upphæð, hvað skyldi þá vera eftir til að lifa af? Er þetta ekki áhyggjuefni, virðu- legra ráðherrar? Ísland er talið í hópi þeirra ríkja þar sem mest velmegun er á jörðu hér. Hvernig getur slíkt staðist miðað við þessa úttekt? Ég held menn ættu í hinni háttvirtu ríksstjórn að koma sér aðeins nið- ur á jörðina og hugsa til lítilmagn- ans meira, eða skiptir þetta engu máli? Við sem erum á þessum aldri erum í flestum tilfellum búin að skila okkar dagsverki og lítið hægt að fá út úr okkur meira. Við höfum þó allavega átt talsverðan hlut í því að skila til ykkar sem yngri eruð betra þjóðfélagi en við tókum við. Er þetta þakklætið fyrir það dagsverk sem við skilj- um eftir okkur? Við þurfum, Íslend- ingar, að breyta þessu sem fyrst og það gerum við með að kjósa Samfylkinguna til enn meiri áhrifa á næstu mánuðum og árum. Nú um stundir og næstu vikur verður af fullum krafti unnið að undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2005. Ég vil vinsamlegast benda ríksstjórn, fjár- málaráðherra, fjár- laganefnd Alþingis og þingmönnum fjár- laganefndar á að huga vel að lækkun virð- isaukaskatts á lyfjum. Virðisaukaskattur á lyfjum hér á landi er 24%, ef við lækkuðum hann í 14% eða 7% myndi það þýða stór- bætt kjör, fyrst og síðast fyrir öryrkja, eldri borgara og ungt fólk. Staðreynd er að ofannefndir þjóðfélagshópar eru stærstu kaupendur lyfja hér á landi og myndi lækkun virðisaukaskatts á lyf fyrst og fremst verða þessum neytendum til hagsbóta. Eða virðist annars borin von að samsetning núverandi rík- isstjórnar geri eitthvað vitrænt fyrir eldri borgara þessa lands? Má benda t.d. á margsvikin loforð um fjölgun hjúkrunarrýmis fyrir eldra fólk, skattalækkun o.s.frv. Það er eina von eldra fólks að Samfylkingin verði efld til auk- inna áhrifa til að eitthvað vitrænt verði úr framkvæmdum fyrir eldri borgara þessa lands. Það var sorglegt að heyra í dag, 21. júlí, hvernig komið er fyrir landhelg- isgæslunni hér á landi. Það eru líkur á að innan nokkurra daga verði ekkert – ég endurtek ekkert íslenskt varðskip á miðunum hér í kringum landið. Er mönnum ekki sjálfrátt þarna hjá ríkisstjórn Íslands? Það er 21. öldin og við erum daprari í öryggismálum sjófar- enda og vörnum landhelgi okkar en fyrir 20 – 30 árum. Það er búið að vera á skrifborði dóms- málaráðherra, yfirmanns land- helgisgæslu Íslands, tilbúin teikn- ing af nýju varðskipi í nokkurn tíma, ekkert gerist. Allt í skoðun, sagði virðulegur dómsmálaráð- herra í mars í vetur um fyr- irspurn til hans, frá undirrituðum. Ég er kominn af sjómönnum í nokkra ættliði og hef kynnst sjó- mannslífinu meðal annars í gegn- um föður minn er var tog- arasjómaður til margra ára. Gegnum starf mitt sem loft- skeytamaður þykist ég vita hvers virði útgerð varðskipa er fyrir ör- yggi sjófarenda. Það er synd og skömm að upplifa slíkt skilnings- leysi hjá yfirmanni Landshelg- isgæslu Íslands, þ.e.a.s. virðu- legum dómsmálaráðherra, að ekki sé hægt að tryggja nægilegt fjár- magn til Landhelgisgæslu Íslands. Til íhugunar fyrir ríkisstjórnina Jón Kr. Óskarsson fjallar um stjórnmál ’Staðreynd erað ofannefndir þjóðfélagshópar eru stærstu kaupendur lyfja hér á landi. ‘ Jón Kr. Óskarsson Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.