Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 15 T ilb o ð in g ild a ti l 1 0. 8. 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 8 4 4 GET UP AND GO Mig vantar ýmislegt fyrir ferðalagið. Taska með herravörum fylgir ef þú kaupir Nivea vörur.* DUREX NIVEA *Nú færðu flotta tösku með Nivea herravörum í kaupbæti ef þú kaupir Nivea vörur fyrir 2000 kr. eða meira. Ath. fást aðeins á eftirtöldum stöðum á meðan birgðir endast. Þú færð Get up & GO® þynnkubanann aðeins í verslunum Lyf & heilsu. Lyf & heilsu Austurveri, Domus Medica, Glæsibæ, Kringlunni 1. hæð, Mjódd, JL húsinu, Fjarðarkaupum, Firði, Hamraborg, Smiðjuvegi, Salavegi, Mosfellsbæ, Akranesi, Kjarnanum Selfossi, Hvolsvelli, Keflavík og í Apótekaranum Nóatúni, Hraunbergi og Akureyri. 15% Nú er 15% afsláttur af öllum Durex smokkum. 15% BANDARÍSK yfirvöld hertu í gær öryggisgæsluna við verðbréfa- og fjármálastofnanir í New York, Washington og Newark í New Jers- ey eftir að hafa fengið óvenju ná- kvæmar upplýsingar um að al- Qaeda væri að undirbúa hryðjuverk. Upplýsingarnar urðu til þess að Tom Ridge, ráðherra heimavarna, hækkaði viðbúnaðarstigið í borgun- um þremur í appelsínugult, sem er næsthæsta viðbúnaðarstigið af fimm. Ridge sagði að þótt upplýsing- arnar væru óvenju nákvæmar væri ekki vitað með vissu hvort hryðju- verk væru yfirvofandi. Hann hvatti starfsmenn fjármálafyrirtækjanna til að mæta til vinnu en vera á varð- bergi. Ýmsar upplýsingar – meðal ann- ars ljósmyndir, teikningar og tölvu- bréf – benda til þess að liðsmenn al- Qaeda hafi undirbúið árásir á fimm byggingar: kauphöllina og aðal- byggingu Citigroup í New York, byggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans í Wash- ington og höfuðstöðvar Prudential Financial í Newark. Breska stjórnin varaði einnig við hættu á hryðjuverkum í Bretlandi en nefndi ekki neinar byggingar í því sambandi. Ridge sagði að í gögnunum kæmi ekki fram hvenær, hvar eða hvernig hryðjuverkamennirnir kynnu að gera árásir. Margt benti þó til þess að þeir hygðust aka flutningabílum, hlöðnum sprengiefni, á byggingarn- ar. Lögreglan í New York bannaði því akstur flutningabíla yfir brú milli Brooklyn og Manhattan og um göng frá New Jersey. Lögreglan í Newark setti upp járngirðingar umhverfis höfuðstöðv- ar Prudential Financial og lokaði tveimur götum. Lögreglumenn voru vopnaðir rifflum á götunum. Yfirvöld í Washington juku ör- yggisviðbúnaðinn í allri borginni og hundar voru notaðir til að leita að sprengjum. Fundu gögn í tölvu hryðju- verkamanns í Pakistan Bandarískir embættismenn höfðu varað við því að al-Qaeda kynni að vera að undirbúa hryðjuverk í Bandaríkjunum í því skyni að trufla forsetakosningarnar í nóvember. Heimildarmenn fréttastofunnar AP sögðu að mörg gagnanna hefðu fundist í tengslum við rannsókn máls eins af liðsmönnum al-Qaeda sem var handtekinn í Pakistan fyrir nokkrum vikum. Þeir vildu ekki greina frá nafni mannsins. Handtakan varð til þess að yf- irvöld fundu gögn sem bentu til þess að liðsmenn al-Qaeda hefðu fylgst grannt með byggingunum fimm bæði fyrir og eftir hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september 2001. Upplýsingaráðherra Pakistans, Rashid Ahmed, sagði að pakistansk- ir leyniþjónustumenn hefðu rann- sakað tölvu háttsetts liðsmanns al- Qaeda og fundið gögn sem bentu til þess að verið væri að undirbúa hryðjuverk í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ráðherrann sagði að upplýsing- arnar hefðu verið í tölvupósti Ahm- eds Khalfans Ghailanis, Tansaníu- manns sem var handtekinn 25. júlí eftir skotbardaga í borginni Gujrat. Ghailani var eftirlýstur fyrir mann- skæðar sprengjuárásir á tvö sendi- ráð Bandaríkjanna í Austur-Afríku 1998. Óttast árásir á bygging- ar fjármálastofnana Aukinn öryggis- viðbúnaður í þremur banda- rískum borgum Washington. AP. Reuters Liðsmenn sérsveitar lögreglunnar í New York á varðbergi við aðalbygg- ingu Citigroup á Manhattan í gær eftir að öryggisgæslan þar var hert. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, tók þátt í minning- arathöfn í Varsjá á sunnudag í til- efni af því að 60 ár voru þá liðin frá uppreisn Pólverja sem varð til þess 200.000 manns létu lífið og miðborg Varsjár var lögð í rúst. Er þetta í fyrsta skipti sem þýsk- ur kanslari tekur þátt í minning- arathöfn um uppreisnina í Varsjá. Schröder lét í ljósi skömm á glæp- um þýskra nasista í Póllandi og kvaðst vera andvígur skaðabóta- kröfum Þjóðverja, sem voru reknir frá Póllandi þegar landamærunum var breytt eftir síðari heimsstyrj- öldina. Pólskir stjórnmálamenn og fjöl- miðlar fögnuðu yfirlýsingum Schröders og sögðu þátttöku hans í athöfninni marka þáttaskil í sögu samskipta Þjóðverja og Pólverja. Þeir sögðu hins vegar að því færi fjarri að deilunni um skaðabóta- kröfur Þjóðverjanna væri lokið. „Fann réttu orðin yfir skömmina og sektina“ Pólsk andspyrnuhreyfing hóf uppreisnina í Varsjá 1. ágúst 1944 og hún stóð í 63 daga. And- spyrnumennirnir vonuðust til þess að geta hrakið þýsku nasistana í burtu en uppreisnin beindist einnig pólitískt að Jósef Stalín því að sov- éski herinn sótti að pólsku höf- uðborginni á þessum tíma. Sovésku hersveitirnar í grennd við Varsjá komu ekki and- spyrnumönnunum til hjálpar þegar þýskir nasistar bældu uppreisnina niður af mikilli hörku. Sovéski her- inn réðst ekki inn í borgina fyrr en 17. janúar 1945. Um 200.000 Pól- verjar höfðu þá látið lífið í upp- reisninni auk þess sem miðborgin var í rúst. Minningarathöfnin í Varsjá hófst klukkan 17 að staðartíma á sunnu- dag, á sama tíma og uppreisnin hófst fyrir 60 árum. Nokkrum mín- útum síðar lagði Schröder blóm- sveig og kerti að minnismerki um fórnarlömb þýskra nasista í upp- reisninni. Kanslarinn táraðist þeg- ar hann faðmaði Pólverja, sem tók þátt í uppreisninni. „Á þessum stað pólsks stolts og þýskrar skammar vonumst við til þess að ná sáttum og stuðla að var- anlegum friði,“ sagði Schröder meðal annars í ræðu sinni. Marek Belka, forsætisráðherra Póllands, sagði að Schröder hefði tekið „skref í rétta átt“ með því að taka þátt í athöfninni og pólskir og þýskir fjölmiðlar fögnuðu ummæl- um hans um skömm Þjóðverja. „Kanslarinn fann réttu orðin yfir skömmina og sektina,“ sagði þýska blaðið Die Welt. Wlodzimierz Cimoszewicz, utan- ríkisráðherra Póllands, sagði að yf- irlýsing Schröders um andstöðu þýsku stjórnarinnar við skaðabóta- kröfur Þjóðverja, er voru reknir af landsvæðum sem Pólland fékk eftir stríðið, væri mjög þýðingarmikil fyrir Pólverja. „Hún leysir samt ekki þessa deilu í eitt skipti fyrir öll.“ Schröder leitar eftir fullum sáttum við Pólverja AP Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, leggur kerti við minnismerki um þá sem létu lífið í 63 daga uppreisn Pólverja í Varsjá fyrir 60 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.