Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ 10 tíma kort á aðeins 3500 kr. 12 tíma morgunkort 3500 kr Stakur tími 400 kr T I L B O Ð ljósab ekki Við no tum e inung is hág æða Eddufelli • s. 567 3535 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s ÍÞRÓTTIR & HEILSA FYRIR síðustu alþingiskosn- ingar, sem fram fóru sl. ár, gumuðu fulltrúar stjórnarflokkanna af því, að þeir hefðu bætt mikið kjör aldr- aðra og öryrkja. Vís- uðu þeir í því sam- bandi í samkomulag, sem ríkisstjórnin gerði við samtök aldraðra í nóvember 2002 og í samkomulag um bætt kjör ungra öryrkja, sem heilbrigð- isráðherra gerði við Öryrkjabandalag Ís- lands í mars 2003. Samkomulagið frá nóvember 2002 færði öldruðum sáralitlar kjarabætur. Með því var aðeins verið að skila öldruðum til baka litlu broti af því, sem rík- isstjórnin hafði haft af öldruðum á mörgum undanfarandi árum. Ólafur Ólafsson,formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, taldi, að sam- tök aldraðra hefðu verið of und- anlátssöm, þegar þau samþykktu samkomulagið í nóvember 2002. Gert var ráð fyrir því í kjölfar sam- komulagsins, að fundir yrðu haldnir reglulega í starfshóp ríkisstjórnar og aldraðra en þrátt fyrir óskir aldr- aðra um fundi í starfshópnum hafa þeir ekki verið haldnir. Enginn fundur hefur verið haldinn frá því al- þingiskosningar fóru fram! Málefni aldraðra gleymdust strax eftir kosningar. Samkomulag við öryrkja svikið að verulegu leyti Ef litið er á efndir á samkomulaginu við ör- yrkja verður ekkert betra upp á teningnum. Samkomulagið var að verulegu leyti svikið. Því var lofað að bæta kjör öryrkja um 1,5 milljarða króna með hækkun á bótum ör- yrkja samkvæmt sérstöku sam- komulagi þar um. Einkum skyldi bæta kjör ungra öryrkja. Reiknað var út að framkvæmd samkomulags- ins mundi kosta 1528,8 millj.kr. Þeg- ar til kastanna koma vildi rík- isstjórnin og heilbrigðisráðhera aðeins láta 1000 millj. í framkvæmd samkomulagsins. Öryrkjar voru því sviknir um 500 millj. kr. í auknum bótum, sem lofað hafði verið. Og það er eins með þessar „kjarabætur“ til handa öryrkjum og bætur aldraðra. Það var aðeins verið að skila til baka hluta af því, sem ríkisstjórnin hafði haft af öryrkum á undanfarandi ár- um. Aldraðir og öryrkjar eiga í rauninni stórfé inni hjá ríkinu. Er þá miðað við, að þeir hefðu að sjálf- sögðu átt að fá sl. 9 ár sömu kjara- bætur og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði en öryrkjar og aldr- aðir hafa aðeins fengið hluta þeirra kjarabóta, sem láglaunafólk hefur fengið. Láglaunafólk hefur fengið 52% aukningu kaupmáttar frá árinu 1990 en aldraðir hafa aðeins fengið 25%. Fram til ársins 1995 fengu aldraðir og öryrkjar sjálfvirkt þær kjarabætur, er hinir lægst launuðu fengu. En 1995 var skorið á þessi tengsl og síðan hafa aldraðir og ör- yrkjar verið hafðir útundan í launaþróuninni. Þessa „kjaraskerð- ingu“ þarf að leiðrétta. Ríkisstjórn- inni ber skylda til þess. Eldri öryrkjar fengu litla leiðréttingu Það er svo annað mál, að ég efast um að það standist jafnréttisákvæði, að bæta aðeins kjör hluta öryrkja með sérstöku samkomulagi en ekki þeirra allra eða að bæta mun meira kjör yngri öryrkja en þeirra sem eldri eru. Sumir eldri öryrkjar fengu litlar sem engar hækkanir. Rökin fyrir þessari lausn eru þau, að yf- irleitt séu kjör þeirra, sem verða ungir öryrkjar verri en þeirra sem verða öryrkjar eldri, m.a. vegna þess, að almennt njóti þeir, sem verða öryrkjar eldri lífeyris úr líf- eyrissjóði, miðað við að þeir hafi ver- ið í starfi áður og greitt í lífeyrissjóð. Í þessu sambandi ber þó að athuga, að ef þeir fá verulegar greiðslur úr lífeyrissjóði skerðist tekjutrygging þeirra og heimilisuppbót fellur nið- ur. Ég hefði talið eðlilegast að bæta kjör allra öryrkja jafnt. Lífeyrir Tryggingastofnunar dugar ekki til framfærslu Ellilífeyrisþegar, einhleypingar, sem ekki fá greiðslur úr lífeyrissjóði, geta nú fengið mest í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Er þá miðað við, að þeir fái auk grunnlífeyris og tekjutryggingar heimilisuppbót og tekjutryggingarauka. Það er til- tölulega fámennur hópur sem fær þessa fjárhæð frá Tryggingastofn- un, þar eð ef um einhverjar tekjur eða lífeyrissjóðsgreiðslur er að ræða fellur heimilisuppbót og tekjutrygg- ingarauki niður. Þessi fjárhæð, 100 þús kr. á mánuði, dugar ekki til framfærslu samkvæmt áliti sérfræð- inga. Harpa Njáls, félagsfræðingur, taldi í riti sínu Fátækt á Íslandi, að það vantaði um 40 þús kr á mánuði upp á, að bætur Tryggingastofnunar dygðu til framfærslu. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands, sem nýlega var birt, vantar enn meira upp á. Mun ég nánar fjalla um það mál síðar hér í blaðinu. Það er til skammar, að rík- isstjórnin skuli ekki hafa séð til þess, að aldraðir og öryrkjar fengju næg- an lífeyri frá Tryggingastofnun rík- isins. Það er lágmarksleiðrétting, að aldraðir og öryrkjar fái þær bætur sem hafðar hafa verið af þeim frá 1995 og að síðan verði bæturnar mánaðarlega það háar, að þær dugi fyrir sómasamlegri framfærslu. Aldraðir og öryrkjar eiga að geta lif- að með reisn. Ísland hefur efni á því að veita þeim slík kjör. Aldraðir og öryrkjar gleymdir Björgvin Guðmundsson fjallar um aldraða og öryrkja Björgvin Guðmundsson ’Aldraðir og öryrkjareiga að geta lifað með reisn. Ísland hefur efni á því að veita þeim slík kjör. ‘ Höfundur er viðskiptafræðingur. NOTKUN GSM-farsíma hefur breiðst hratt út meðal landsmanna, en talið er að um 300 þúsund far- símanúmer séu nú í notkun hér á landi. Farsímar eru hluti af því sem kallað hefur verið tækni- og fjar- skiptabylting á síðari árum og skipta nú miklu máli fyrir fólk bæði í leik og starfi. Nú er svo komið að GSM- símasamband er í huga fjölmargra einn af mælikvörðum á það hvort nútíminn hafi haldið þar innreið sína. Ferðafólk og vegfar- endur vítt og breitt um landið treysta orðið á að í byggð og á helstu þjóðvegum sé GSM-símasamband. Farsímar eru ómetanleg örygg- istæki – þ.e.a.s. ef hægt er að ná sambandi. Það ætti því ekki að þurfa að orðlengja frekar hve farsíma- samband skiptir miklu máli fyrir hinar dreifðu byggðir og öryggi veg- farenda. Það er sorglegt að nær ekk- ert hefur gerst í því að færa út far- símanet landsins í langan tíma. Og þrátt fyrir margar fagrar ræður um mikilvægi fjarskipta segja stjórn- völd að farsími sé ekki þeirra mál eftir að sím- inn var markaðs- væddur. Baráttumál Vinstri-grænna Sá sem þetta ritar er nú orðinn næsta vel kunnugur ofangreindu áhugaleysi en ég hef þrásinnis krafist þess á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum Vinstri grænna að stjórnvöld beiti sér fyrir átaki í fjarskiptamálum. En undirtektir hjá stjórnarliðum hafa engar verið. Rík- ið hefur þó enn óskoruð yfirráð yfir Landssíma Íslands og getur í krafti eignarhluta síns gert fyrirtækinu að setja sér það markmið og hefjast þegar handa um að tryggja öllum landsmönnum aðgang að GSM- farsímakerfinu. Þingmenn VG hafa lagt hart að ríkisstjórninni að und- irbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum þess efnis að GSM-farsímakerfið verði skilgreint sem öryggis- og neyð- arkerfi í byggð og á aðalþjóðvegum landsins. Þetta baráttumál okkar hefur notið víðtæks og öflugs stuðn- ings sveitarstjórna og almanna- samtaka víða um land, en ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks hafa daufheyrst og borið við að farsímaþjónustan sé markaðs- vædd og því megi samfélagið engar kröfur gera. GSM verði skyldukvöð símafyrirtækjanna Ljóst er að talsverður kostnaður fylgir því að tryggja landsmönnum aðgang að GSM-kerfinu í allri byggð og á aðalþjóðvegum, og víða verður það ekki rekið á viðskiptagrunni frekar en mörg önnur almannaþjón- usta. Því er nauðsynlegt og eðlilegt að gera þá kröfu að ríkisvaldið tryggi öllum íbúum þjóðarinnar jafnt aðgengi að þessari þjónustu. Við erum ein þjóð í einu landi. Þetta er grunnþjónusta við almenning og fráleitt að mismuna þjóðinni eftir búsetu eins og nú er gert. Unnt er að tryggja hámarks- öryggi og útbreiðslu GSM- farsímakerfisins með ýmsum hætti. Nærtækast er að fela Landssíma Ís- lands, sem er að nær öllu leyti í eigu þjóðarinnar, að ráðast í verkið. Með því einu að lækka arðsemiskröfuna sem gerð er til fyrirtækisins má ná markmiðinu án þess að veita til þess fé úr ríkissjóði. Hvað varðar aðra hluthafa í félaginu þarf að vera tryggt að þeir eigi innlausnarrétt á hendur ríkinu á sínum hlutum. Hugnist mönnum ekki sú leið sem að framan greinir má tryggja út- breiðslu kerfisins með alþjón- ustukvöðum, en slíkar kvaðir falla að uppbyggingu þeirra fjarskiptalaga sem nú eru í gildi. Yrði sú leið farin hlýtur að teljast eðlilegt að fela Landssímanum að sjá um að upp- fylla slíkar kvaðir, enda rekur fyr- irtækið stærstan hluta þess fjar- skiptakerfis sem fyrir er í landinu. Öryggis- og neyðarkerfi landsmanna Skilgreining GSM-farsímakerfisins sem öryggis- og neyðarkerfi í fjar- skiptalögum leiðir til þess að tryggja verður þjónustuna. Þá ákvörðun geta stjórnvöld nú þegar tekið og fylgt eftir. Öxnadalsheiði, Þverárfjall, Norðausturland að stórum hluta, Strandir, heiðar og firðir á öllum Vestfjörðum og fleiri svæði má nefna þar sem ekkert GSM-samband er. Uppbygging fjarskiptakerfisins á landsbyggð- inni og á þjóðvegum landsins hefur nánast staðið í stað á undanförnum árum. Málið er að í markaðsvæddum fjarskiptum hafa símfyrirtækin komist upp með að skilgreina hvern einstakan sendi sem sér rekstr- areiningu og skili hann ekki þeim arði sem krafist er þá er hann ekki settur upp. Með þessu háttalagi verður seint eða aldrei byggt upp farsímakerfi vítt og breitt um landið eins og þjóðin óskar. Hlutafélagavæðing og markaðs- væðing Landssímans var aðför að þessari grunnþjónustu sem fjar- skiptin eru. Enn hefur þó þjóðin boðvald yfir Landssímanum og því á að beita í þágu hennar. Um aðgang allra landsmanna að farsíma Jón Bjarnason fjallar um aðgang að farsímum ’Hlutafélagavæðing ogmarkaðsvæðing Lands- símans var aðför að þessari grunnþjónustu sem fjarskiptin eru. ‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.