Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Matreiðslumaður Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. vill ráða matreiðslumann með réttindi og reynslu til starfa í flugeldhúsi. Vinnutími er kl. 07.00 - 19.00 og er unnið á vöktum. Laun samkvæmt samkomulagi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir framleiðslustjóri flugeldhúss í síma 425 0266 eða 864 7161. Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, sem stofnsett var 1. janúar 2001, býður viðskiptavinum sínum, íslenskum og erlendum flugfélögum, upp á alla flugtengda flugvallar- þjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Félagið er eitt af dótturfélögum Flugleiða hf. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 400 starfsmenn og þar er rekin markviss starfsþróunar- og símenntunarstefna. Stykkishólmur Íþróttakennarar Staða íþróttakennara er laus til umsóknar við Grunnskólann í Stykkishólmi. Aðstaða til íþrótta- kennslu í Stykkishólmi er með því besta sem gerist og þar hefur lengi verið öflugt íþróttalíf á vegum skóla og íþróttafélaga. Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, berist til Gunnars Svanlaugsson- ar, skólastjóra, sem veitir allar nánari upplýs- ingar í símum 438 1376 og 864 8864. Grunnskólinn í Stykkishólmi, Borgarbraut 6, 340 Stykkishólmi. Raufarhafnarhreppur Grunnskólakennarar Kennara vantar til almennrar bekkjarkennslu í 1.—10. bekk, kennslu í íþróttum, tölvufræði, tónmennt, myndmennt, handmennt og sér- kennslu. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með tæplega 50 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufarhöfn búa um 300 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir auk- inni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er ágætt og sumarvinna fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþrótta- miðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjöl- breyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Í boði er flutningsstyrkur. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá skóla- stjóra, Sigríði Margréti Sigurðardóttur, í símum 465 1241/846 9380 siggamagga@raufarhofn.is eða á skrifstofu hreppsins í síma 465 1151, skrifstofa@raufarhofn.is. Einnig er hægt að nálgast almennar upplýsingar um skólastarfið á heimasíðu hreppsins www.raufarhofn.is undir liðnum Grunnskóli. Rafvirkjar Óskum eftir rafvirkjum í vinnu. Upplýsingar í síma 896 4901. Straumvirki ehf. Lögmaður Fasteignasala leitar að lögmanni til þess að starfa við skjalafrágang í hlutastarfi. Hentar mjög vel starfandi lögmönnum sem geta bætt við sig verkefnum. Reynsla af fasteignasölu æskileg, en ekki skilyrði. Við leitum að traust- um aðila með metnað fyrir vönduðum vinnu- brögðum. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir fimmtudag- inn 12. ágúst 2004, merktar: „L — 15714“. Langar þig til þess að verða góður kaffibarþjónn? Getum bætt við okkur duglegu fólki sem áhuga hefur á góðu kaffi og vill læra allt um starf kaffi- barþjónsins. Leggjum áherslu á hæfni í mann- legum samskiptum. Í eldhúsið okkar á Laugavegi vantar starfskraft til að töfra fram holla og góða smárétti. Við leitum að öflugum og hugmyndaríkum aðila sem getur unnið sjálfstætt. Umsóknir skilist í Te & kaffi á Laugavegi 24, í Smáralind eða sendist á teogkaffi@teogkaffi.is . Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við heils- ugæsluhjúkrun, þ.e. ungbarnavernd, heima- hjúkrun, hjúkrunarmóttöku, slysa- og bráða- móttöku. Nánari upplýsingar veitir Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslustöðinni Sól- vangi, símar 550 2600 og 896 3634, netfang: kristinp@hgsolvangur.is Dagsölufólk/ kvöldsölufólk Óskum eftir vönu dagsölufólki og kvöldsölu- fólki á besta aldri í góð og krefjandi söluverk- efni. Æskilegur aldur er 40+ en þó ekki skilyrði. Verkefnin gefa góða tekjumöguleika og eru launin árangurstengd með möguleika á kaup- tryggingu. Aðstoð, kennsla, leiðbeiningar og góður starfsandi. Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli kl. 13 og 15 alla virka daga. BM ráðgjöf ehf. er upplýsingafyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu í markaðs-, upplýsinga- og innheimtumálum. Markmið fyrirtækisins er að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök við að ná settu marki í upp- lýsinga-, markaðs- og innheimtustarfi. Með sérþjálfuðu starfsfólki og öflugum tæknibúnaði beitum við hnitmiðuðum vinnubrögðum til að auka gæði þjónustu og auka árangurinn af innheimtu- og markaðsstarfi viðskiptavinarins. Ármúla 36, 108 Reykjavík, sími 590 8000. Netfang tor@bm.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Tillaga að deiliskipulagi í Seltjarnarneskaupstað Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, er hér með auglýst til kynn- ingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Seltjarnar- neskaupstað. Tillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suður- strandar og afmarkast í grófum dráttum af Suð- urströnd, Nesvegi, Kirkjubraut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsaskóla og opnu svæði austan Bakkavarar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan verður til sýnis á Bæjarskrifstofu Sel- tjarnarness, Austurströnd 2, og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 30. júlí 2004 til og með 27. ágúst 2004. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarness eigi síðar en 10. september 2004. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Deiliskipulagstillagan er m.a. byggð á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnes- kaupstaðar, sem samþykkt var til kynningar á fundi bæjarstjórnar 30. júní 2004. Aðalskipu- lagstillagan liggur frammi til kynningar á sömu stöðum og deiliskipulagstillagan. Seltjarnarnesi, 30. júlí 2004. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. Auglýsing um jarðgufu- virkjun á Hellisheiði Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa orkuver á Hellisheiði sem verður fullbyggt 120 MW raf- orkuver og um 400 MW varmaorkuver. Orku- veitan hefur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra fyrir fyrsta áfanga virkjunarinnar sem verður 80 MW raforkuver, sbr. 4. gr. laga nr.65/2003. Framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar virkjunar er á Hellisheiði og nágrenni sunnan Hengils. Svæðið nær frá Kolviðarhóli, Sleggjubeinsdal og Bolavöllum við Húsmúla í vestri um sunn- anvert Stóra-Skarðsmýrarfjall austur að Litla Skarðsmýrarfjalli. Það afmarkast af Stóra- Reykjafelli að suðvestan og nær suður fyrir Gígahnúk. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hefur farið fram og hefur Skipulagsstofnun fallist á hana. Í samræmi við 34. gr. raforkulaga er þeim aðil- um er málið varðar gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum fyrir 2. september 2004. Frekari upplýs- ingar og gögn um virkjunina liggja frammi á skrifstofu Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, Reykjavík, og á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Athugasemdum má koma á framfæri á skrif- stofu Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík eða til iðnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Iðnaðarráðuneytið. Matreiðslumaður óskast Framtaksamur og ósérhlýðinn matreiðslumað- ur óskast á veitingastað í nágrenni reykjavíkur. Áhugasamðir sendið inn umsóknir inn á augl.deild Mbl eða á box@mbl.is merkt: „M- 15739“ fyrir 10. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.