Morgunblaðið - 12.08.2004, Page 18

Morgunblaðið - 12.08.2004, Page 18
MINNSTAÐUR 18 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grindavík | Um 40 cm langur snákur af óþekktum uppruna fannst á gangstétt á Víkurbraut í Grindavík í fyrrakvöld. Lögreglan var kölluð á staðinn og fjarlægði hún snákinn og afhenti Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Ekki er vitað hver eigandi snáks- ins er eða hvernig hann komst til landsins en snákahald er strang- lega bannað hér á landi. Hjá Heilbrigðiseftirlitinu á Suð- urnesjum fengust þær upplýsingar að hugsanlegt sé að snákurinn hafi borist með vörusendingu til lands- ins eða þá að honum hafi verið smyglað. Talsvert er um að það sé reynt og hafa nokkur tilfelli komið upp hjá Heilbrigðiseftirlitinu síð- ustu árin. Yfirleitt eru dýrin þó smávaxin enda auðveldara að smygla þeim heldur en stærri dýr- um. Ekki er vitað af hvaða tegund snákurinn var né hvort hann hafi verið eitraður, en slíkt er ekki rannsakað sérstaklega, nema snák- arnir hafi bitið fólk. „Hann er far- inn til feðra sinna núna,“ sagði starfsmaður Heilbrigðiseftirlitsins í samtali við blaðið í gær. Snákur fannst í Grindavík Ljósmynd/Atli Már JÓN Rúnar Jóhannsson, íbúi í Grindavík, tilkynnti lögreglunni um snákinn í fyrrakvöld en sonur Jóns, Ingi Freyr, 14 ára, ásamt vini sínum, Ragnari Má Heimissyni, fundu snákinn á hellulagðri gangstétt á Víkurbraut í Grindavík. Strákunum brá nokkuð þegar þeir sáu snákinn sem reyndi að höggva til þeirra þegar þeir nálg- uðust hann. Piltarnir létu Jón Rúnar vita og hringdi hann í lögregluna. „Snákurinn reyndi líka að höggva til mín, þannig að við þorðum ekki að færa hann til sjálfir,“ sagði Jón í samtalið við blaðið í gær. Lögreglan í Grindavík kom fljótlega á staðinn og fjarlægði snákinn með skóflu og setti í plastpoka. Þótt strákunum hafi brugðið talsvert við að sjá snákinn höfðu þeir gaman af atburðinum og fannst fundurinn forvitnilegur. „Það fannst mér í raun líka,“ sagði Jón. Ingi Freyr og Ragnar Már fundu snákinn á gangstétt Snákurinn reyndi að höggva til þeirra Reykjanes | Umhverfisviðurkenn- ingar í Sandgerði og Vogum voru veittar á dögunum. Á báðum stöðum fóru viðurkenningarnar til garðeig- enda sem hafa haldið görðum sínum vel við þannig að þeir eru umhverfinu til sóma. Umhverfisráð Sandgerðisbæjar veitti þrennum hjónum viðurkenn- ingu fyrir garða sína. Óskar Gunnarsson og Sólrún Vest fengu viðurkenningu fyrir áhuga og eljusemi í garðrækt og sagði um- hverfisráð m.a. að sama væri hve oft garðurinn væri skoðaður, alltaf væri hann jafnfallegur. Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fengu viðurkenningu fyr- ir endurbætur á húsinu Púlsinum í Sandgerði og hrósaði dómnefnd þeim hjónum fyrir þrautseigju og dugnað við að endurbyggja húsnæði sem margir töldu að ekki ætti eftir marga lífdaga. Verðlaunagarðinn áttu svo hjónin Guðmundur Sigurbergsson og Gunn- hildur Gunnarsdóttir en í umsögn dómnefndar sagði m.a: „Stórkostlegt umhverfi sem grípur mann strax. […] Greinilegt er að eigendur hafa lagt mjög mikla vinnu í umhverfi sitt sem í raun má líkja við sögusafn.“ Bergný Jóna Sævarsdóttir, for- maður umhverfisráðs, afhenti verð- launin og í ræðu sinni hvatti hún íbúa Sandgerðis til að vera meðvitaða um umhverfi sitt. Í Vogum voru þrjár viðurkenning- ar veittar. Helgi Davíðsson var verð- launaður fyrir að halda húsi sínu og garði í góðu standi til fjölda ára og stuðla þannig að bættu umhverfi, Sveindís Pétursdóttir og Erlendur Guðmundsson fengu viðurkenningu fyrir fullfrágengna og fallega lóð við nýlegt húsnæði sitt og að lokum fóru fyrstu verðlaun til Maríu Óskarsdótt- ur og Kristjáns Leifssonar fyrir ein- staklega fallegan og gróðursælan garð, en María og Kristján fengu þessi sömu verðlaun einnig árin 1996 og 1999. Verðlaunin voru afhent á Fjöl- skyldudeginum í Vogum. Umhverfisviðurkenningar í Sandgerði og Vogum Sex viðurkenn- ingar veittar Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Þau sem fengu viðurkenninguna voru ánægð með heiðurinn. Hornafjörður | Bormenn í Al- mannaskarðsgöngum settu Íslands- met í gangaborun á dögunum þegar þeir boruðu 106 metra á einni viku, að sögn Ingjalds Ragnarssonar, verkstjóra hjá Héraðsverki. Á mánudag höfðu alls verið bor- aðir 463 metrar inn í fjallið sem jafn- gildir um 41% af lengd ganganna. Ingjaldur segist búast við að í viku- lok verði bormennirnir nálægt því hálfnaðir inn í fjallið og segir hann að gangagerðin sé langt á undan áætlun en gert var fyrir að boraðir yrðu 36 metrar á viku að meðaltali. „Fyrstu vikuna eftir að verkið var komið í fullan gang settu bormenn- irnir Íslandsmet og boruðu 84 metra á einni viku. Næsta úthald fór í 93 metra en þessi flokkur sem núna er við vinnu setti enn nýtt met og bor- aði 106 metra á einni viku,“ segir Ingjaldur. Hann segir þetta þó ekki flýta framkvæmdinni en hjálpa til við að skila verkinu á réttum tíma. Bormennirnir eru frá norska verktakafyrirtækinu Leonhard Nielsen og sönner. Fjórtán eru í hverjum vinnuflokki og vinna þeir á tíu tíma vöktum tvær vikur í senn en flogið er með þá í beinu flugi frá Noregi til Hornafjarðar. Á meðan norsku bormennirnir þokast í gegnum fjallið vinna menn frá G. Þorsteinsyni á Höfn að bygg- ingu vegskála að norðanverðu. Búið er að steypa þrifalag undir skálann og verið er að binda járnagrindina. Þegar borunum í gegnum fjallið lýkur verður hafist handa við veg- skálagerð að sunnan. Um leið verða göngin fóðruð og vatnsvarin og byrjað á vegagerð og lagnavinnu í göngunum. Efnið sem kemur úr göngunum verður nýtt í fyllingar undir veginn að sunnanverðu. Jarð- göngin verða 1.146 m löng, stein- steyptir vegskálar 162 metrar. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. júní 2005. Íslandsmet í gangaborun Bormenn við Almannaskarðsgöng settu Íslandsmet í borun á einum degi. Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Hveragerði | Orkuveita Reykjavíkur og Hveragerðisbær undirrituðu í gær samning um kaup OR á Hitaveitu Hveragerðis. Það voru þeir Þorsteinn Hjartarson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, og Alfreð Þor- steinsson, formaður stjórnar OR, sem undirrituðu samninginn í glamp- andi sól og hita við hverasvæðið í Hveragerði. Orkuveita Reykjavíkur kaupir Hitaveitu Hveragerðis með öllum borholum, götuæðum og öðrum bún- aði og verður hitaveitan hluti af starf- semi OR framvegis. Í haust verður opnuð sérstök þjónustuskrifstofa OR í Hveragerði. Kaupverð er tvö hundruð og sextíu milljónir króna og er kaupverðið m.a. miðað við áætlanir um endurnýjun og uppbyggingu á hitaveitukerfum á þann hátt, sem gert hefur verið á síð- ustu árum. Við yfirtöku á rekstrinum mun OR færa gjaldskrá á veitusvæð- inu til samræmis við gjaldskrá OR í Reykjavík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samningsaðil- um. Fyrir utan uppbyggingu veitukerf- anna og endurnýjun þeirra, kemur fram í ákvæðum samningsins að Orkuveita Reykjavíkur muni beina verkefnum tengdum Heilsuborgar- verkefninu að Hveragerði að svo miklu leyti sem það er talið henta og í samráði við stjórnendur Heilsuborg- arverkefnisins og Hveragerðisbæjar. Aðgerðir í þágu ferðafólks Í fréttatilkynningunni segir að Orkuveita Reykjavíkur muni í kjölfar undirritunar samningsins halda áfram að sinna umbótum og aðgerð- um í þágu ferðafólks á Hellisheiði og Hengilssvæðinu. Verkefni sem fallið geta undir þetta eru t.d lagfæring og merking göngu- og reiðleiða í sam- starfi við aðra hagsmunaaðila, upp- græðsla og gerð upplýsingaskilta fyr- ir ferðamenn. Þá mun Orkuveitan, skv. nánara samráði við Hveragerðisbæ, aðstoða við nauðsynlegar endurbætur á hverasvæðinu í Hveragerði. Ennfremur kemur fram að OR muni leggja ljósleiðara (háhraðanet) um Hveragerðisbæ samkvæmt nán- ara samkomulagi og í samráði við bæjaryfirvöld. Ljósleiðarinn verður eign og alfarið rekinn á ábyrgð OR. Íbúar Hveragerðis munu þá njóta sömu tækni í gagnaflutningum og Reykvíkingar. Lagning ljósleiðara til heimila verður unnin í samræmi við slíka uppbyggingu Orkuveitunnar í Reykjavík. Orkuveita Reykjavíkur kaup- ir Hitaveitu Hveragerðis Kaupverðið um 260 milljónir Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Samningsaðilar skrifuðu undir í blíðviðri við hverasvæðið í Hveragerði í gær. Á myndinni eru frá vinstri Herdís Þórðardóttir, Þorsteinn Hjart- arson, Alfreð Þorsteinsson og Guðmundur Þóroddsson. Fyrir aftan standa Ásgeir Margeirsson og Orri Hlöðversson. SUÐURNES LANDIÐAUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.