Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ S einni helmingurinn í mynd Michaels Moor- es, Fahrenheit 9/11, er mun betri en sá fyrri. Þar leyfir Moore nefnilega þeim heimildum, sem hann hefur safnað saman, að tala sjálfum; hann er ekki þar í sama mæli og í fyrri hluta myndarinnar að skeyta saman myndefni með vafasömum hætti og lýsa í tíma og ótíma eigin skoðunum á George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrri hluti myndarinnar er vissulega skemmtilega ófor- skammaður en síðari hlutinn hef- ur mun djúp- stæðari áhrif á mann; myndefnið frá Írak, sem Moore hefur komist yfir, er t.d. áhrifamikið og sama má segja um viðtöl hans við „venju- legt fólk“ í Flint í Michigan. Satt best að segja leiðist mér alltaf þegar menn ætla að fara að predika yfir mér, troða skoðunum sínum ofan í háls á mér líkt og Moore gerir í fyrri hluta þessarar myndar. Það þýðir ekki að ég sé endilega ósammála þeim sjónar- miðum sem koma fram í Fahren- heit 9/11; það þarf bara ekki að matreiða staðreyndirnar jafn rækilega ofan í mig og Moore ger- ir í fyrri hlutanum. Mér fannst til dæmis að Moore gengi einum of langt í viðleitni sinni til að útmála Bush, Rums- feld, Cheney og Wolfowitz sem holdgervinga hins illa hér á jörðu. Senan þegar Wolfowitz er sýndur sleikja greiðuna sína er óhæfilega ósmekkleg, Moore nær vissulega tilætluðum áhrifum en á ómál- efnalegum forsendum. En kannski þarf að beita svona aðferðum til að koma Bush frá völdum í Bandaríkjunum. Ef til vill helgar tilgangurinn meðalið. Ég efast sjálfur satt best að segja um að Bush muni tapa fyrir John Kerry í forsetakosningunum í nóvember. Ég spái því að ef Bush tapar þá muni það hafa mest með hátt eldsneytisverð að gera (haldi það áfram að hækka); það brennir göt í vasa almennings í Bandaríkj- unum (og víðar) þessar vikurnar. Vís maður sem ég þekki er bú- inn að spá því að ef Kerry takist að bera sigurorð af Bush í nóvem- ber þá muni fjöldi manna sjá ástæðu til að þjóta þegar út á götu til að fagna úrslitunum. Svo heitar tilfinningar vekur núverandi for- seti Bandaríkjanna meðal fólks. Það eru til einhverjir stuðn- ingsmenn Bush hér á Íslandi, eða það held ég að minnsta kosti. Ég hirði ekki um að nefna dæmi í því sambandi, læt nægja að segja að einhverjir forkólfa Sjálfstæðis- flokksins hafa látið falla ummæli sem túlka mætti þannig, að þeir séu í stuðningshópi Bush. Á hverju slíkur stuðningur er grundvallaður veit ég ekki, kannski því einu að Repúblik- anaflokkurinn í Bandaríkjunum telst þar til hægri, Demókrata- flokkurinn til vinstri. Þó má ljóst vera að það þýðir ekki að setja samasemmerki milli bandarískra stjórnmála og íslenskra. Ég minnist þess að hafa heyrt Jake Siewert, fyrrverandi blaða- fulltrúa Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og núverandi yfir- mann upplýsingamála hjá ál- risanum Alcoa, benda á einmitt þetta á fundi í Háskóla Íslands í febrúar sl. Siewert benti góðlát- lega á að venjulegur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins á Íslandi væri ekki aðeins á móti dauða- refsingum, hann væri einnig hlynntur sterku velferðar- og heilbrigðiskerfi og tiltölulega háum sköttum. Slíkur maður yrði í Bandaríkjunum einfaldlega álit- inn sósíalisti, ekki aðeins væri úti- lokað að skilgreina viðkomandi sem repúblikana, hann væri lík- lega einnig álitinn of langt til vinstri til að geta talist demókrati! Taldi Siewert að líklega yrði slíkur maður talinn tilheyra Græningjum – svo langt væri hann til vinstri á hinum pólitíska kvarða sem notaður væri í Banda- ríkjunum. Hefur Bush einhvern stuðning yfirhöfuð í Evrópu? John Kerry hefur sjálfur haft á orði að erlend- ir þjóðarleiðtogar biðji þess lang- flestir heitt að hann beri sigurorð af Bush. Þessi ummæli hans vöktu að vísu litla hrifningu vestra og Kerry hefur ekki gert þau mistök, að halda þessu á lofti síðan (það getur verið að það fari þveröfugt ofan í Bandaríkjamenn að heyra, að Jacques Chirac Frakklandsforseti kjósi fremur sigur Kerrys en Bush). En senni- lega var Kerry þó að lýsa veru- leikanum eins og hann er. Það hefur vakið líka athygli undanfarna mánuði hversu „krít- ískt“ fréttablaðið The Economist hefur verið í garð Bush. The Economist hlýtur að teljast hægrisinnað – og þó getur maður ekki betur séð en blaðið hallist fremur að Kerry en Bush (þessu hefur að vísu ekki verið lýst yfir ennþá og sitthvað gæti víst haft áhrif á stöðu mála enn). Efnislegur munur á Bush og Kerry er að vísu ekki eins mikill og maður gæti haldið. Bush virð- ist að vísu hafa skýrari sýn á hlut- ina, þegar hann er búinn að taka ákvörðun þá fylgir hann henni eft- ir. En „staðfesta“ er ofmetinn eig- inleiki hjá stjórnmálamönnum ef hún leiðir einfaldlega til þess að þeir „forherðist“; efni til dæmis til stríðs á grundvelli vafasamra sönnunargagna, skapi að ósekju óvild meðal bandamanna og neiti síðan að viðurkenna nokkur mis- tök eða gangast við ábyrgð þegar í ljós kemur að pyntingar hafa verið stundaðar á fólki í nafni lýð- ræðis og frelsis. Umfram allt þurfa menn að vera hæfir til starfans. John Kerry hefur ekki jafn skýra, afdráttarlausa pólitíska sýn á hlutina og Bush, það er ljóst. Kerry virkar líka „ósjarmer- andi“, jafnvel leiðinlegur. En það er ekki annað að sjá en þar fari hæfur maður. Kerry og Bush Siewert benti [...] á að [...] liðsmaður Sjálfstæðisflokksins á Íslandi væri ekki aðeins á móti dauðarefsingum, hann væri einnig hlynntur sterku velferðar- og heilbrigðiskerfi og tiltölulega háum sköttum. Slíkur maður yrði í Banda- ríkjunum [...] álitinn sósíalisti [...]. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ✝ Þorgeir IngiIngason fæddist 30. mars 1968. Hann lést af slysförum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Þorgeirs eru Ingi Gústafsson, f. 22. júlí 1940 og Guðbjörg Stefanía Guðmundsdóttir, f. 23. ágúst 1944. Bræð- ur Þorgeirs eru tveir, Guðmundur, f. 11. apríl 1964, kvæntur Guðrúnu Halldórs- dóttur, f. 21. septem- ber 1965, börn þeirra eru Davíð (sonur Guðrúnar), Daníel Ingi og Arnar Freyr, og Gústaf Anton, f. 18. janúar 1978, kvænt- ur Huldu Sigríði Guðmundsdóttur, f. 25. júlí 1978, börn þeirra eru Ingi Hrannar og Eva Karen. Þorgeir Ingi var ókvæntur og barn- laus. Þorgeir var alla tíð búsettur á Akur- eyri og starfaði síð- ast hjá GV Gröfum. Þorgeir verður jarðsunginn frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans bróðir minn. Af hverju fórstu frá okkur? Þú sem hafðir svo margt að gefa, gerðir allt fyrir alla og mest fyrir bræðrabörnin sem þú fórst alltaf með á rúntinn á flotta stóra BMW-inum þínum. Ég reyni að sætta mig við þetta en hreinlega get það ekki, bara græt og græt meira að segja þegar ég skrifa þessa grein. Svo erfitt því ég nota skrifblokkina þína, borðið þitt í her- berginu þínu og horfi á myndina af okkur úr Norðurgötunni þar sem ég faðma þig og þú brosir. Enn kemur í hugann, af hverju? Ég reiðist mjög. Ég hugga mig þó við það, elsku bróð- ir minn, að við bræðurnir þrír vorum nánir, rifumst aldrei, vældum aldrei, hrintum aldrei hver öðrum. Minningarnar hafa verið að hellast yfir mig, þegar við ólumst upp í Norðurgötu 6b, allar frábærar. Ég er feginn að börnin okkar Billu, mágkonu þinnar sem þú dáðir, fengu að kynnast þér og sögðu oft að þú værir fyndinn og góður. Já, já segi ég, veit allt um það. Þú varst fyndinn með skemmtileg svör og prakkari varstu. Ég á enn bréfið sem þú send- ir Daníeli Inga, frænda þínum, þar sem þú í lokin skrifaðir: „ætlaði að gefa þér pening en var búin að loka umslaginu!“ Við tveir vorum saman einir, límd- ir saman þegar ég kom heim úr Heyrnleysingjaskólanum um jólin og á sumrin, þá var gaman. Þú sagðir mér allt hvað á dagana hefði drifið og við hlógum okkur máttlausa. Svo glöddumst við enn meira þegar litli bróðir okkar, Gústaf Anton, fæddist 1978. Þá kepptumst við við að dekra við hann, þú elskaðir hann svo mikið að þú brostir alltaf þegar þú horfðir á hann. Áhugamálin þín voru ekki mörg, en þau voru að keyra sendibíl, vöru- bíl og stóra trukka og þannig endaði einmitt líf þitt, á stórum trukk. Svo hafðir þú brennandi áhuga á tónlist, þungarokki, og átt geysilegt safn af þeim í formi myndbanda, platna og geisladiska. Svo virðist sem Daníel Ingi hafa erft þetta frá þér því hann dýrkar Metallica þó aðeins 12 ára sé. Elsku Þorgeir minn, ég gleðst svo yfir að við vorum saman í viku þegar við vorum báðir í sumarfríi nú í júlí. Þú komst suður strax og ég kom í land, við spjölluðum saman, fengum okkur í glas heima í stofunni hjá mér og það var svo gaman að áður en við vissum af var klukkan að ganga fjög- ur. Allir vissu að þú varst ókvæntur og barnlaus, en sumir vita ekki að þú varst guðfaðir litla drengsins okkar Billu, hans Arnars Freys, sem verður 6 ára eftir tæpar tvær vikur. Haha, að sjá þig þegar þú hélst á honum við skírn, svo stoltur og skjálfhentur og þegar við komum norður þá sagðir þú oft „þetta er strákurinn minn“. Samt fengu öll börnin okkar Gústa jafna athygli, þannig varst þú. Elsku hjartans bróðir minn, ég get ekki meir, er svo tómur, dapur. Ég vil helst eiga fleiri minningar til að segja börnunum frá þegar þau stækka. Við Gústi, mamma og pabbi eigum um sárt að binda, svo og mágkonur þínar þær Hulda hans Gústa og Billa mín. En við vitum að þú verður alltaf hjá okkur í huga og í gervi engils. Ert nú hjá Guði og ömmu Gerðu sem lést í mars sl. Far vel, elsku bróðir, og minning þín lifir um ókomin ár í huga allra í fjölskyldunni, bið um leið Guð að styrkja foreldra okkar í þessari miklu sorg vegna skyndilegs fráfalls þíns. Kveð þig með miklum söknuði, þinn stóri bróðir, Guðmundur Ingason. Elsku Toggi, það voru erfiðar fréttir sem við fengum í síðustu viku, hann Toggi „litli bróðir“ er látinn. Hvernig má það vera, við vorum að tala við hann í símann og hann var svo glaður. Nú er hann farinn frá okkur. Við vitum innst inni að kallið var komið og sú lína sem líf þitt spann var á enda. Við söknum þín þó mikið og trúum því varla enn að fá ekki fleiri símtöl eða heimsóknir frá Togga frænda. Síðasta vika var mjög erfið. Versti dagur okkar og svo besti dagurinn okkar litlu síðar. Við vitum að þú varst með okkur við brúðkaupið og vonum að þú hafir skemmt þér jafn vel og við gerðum. Okkur grunar nú líka að rigningin sem kom eftir sól- ríkan dag hafi verið sending frá þér. Elsku „litli bróðir“ við viljum þakka þér fyrir góðu miningarnar sem þú gafst okkur og þann tíma sem við höfðum saman. Við munum lifa á minningum úr ferðinni til London þar sem þú varst svo ljúfur við mömmu þína og okkur að fara með henni heim á hótel þegar hún var þreytt en við hin vildum þramma borgina áfram. Alltaf tilbúinn að fórna sér fyrir Gústa sinn og stríða um leið með því að kaupa eintómt Liverpool dót og ganga þétt við hlið hans. Við söknum þín öll og Ingi Hrann- ar verður oft dapur og segir „ég sakna Togga, hann var svo góður, ég er dapur núna“. Eva Karen á eftir að fá að heyra góðar sögur af þér og hún fær líka að vita hversu barngóður þú varst og hversu mikið þú elskaðir þau. En nú ertu kominn á betri stað og þú bíður nú komu okkar ásamt ömmu Gerðu og allra hinna sem við söknum líka. Við vitum að það var tekið vel á móti þér og að þú átt þarna vini sem biðu eftir þér. Við elskum þig og kveðjum þig með söknuði og trega. Við biðjum einnig Guð að geyma góðan dreng og vernda fjölskyldu hans. Við erum sterk saman og gleymum þér aldrei. Kveðja, Gústaf, Hulda, Ingi Hrannar og Eva Karen. Ætlar þú að opna fyrir mig? Þetta er Toggi. Hversu oft voru ekki þessi orð bú- in að hljóma í dyrasímanum hjá okk- ur. Það er skrítið og sárt til þess að hugsa að þú eigir aldrei aftur eftir að sitja hér í eldhúskróknum hjá okkur og tala um drauma þína um betra líf, trén í Kjarnaskógi og breyttan lífs- ÞORGEIR INGI INGASON ✝ Ásgeir Björgvins-son fæddist í Reykjavík 14. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 4. ágúst síð- astliðinn. Ásgeir var næstelsta barn hjónanna Ragnheið- ar Ásgeirsdóttur, f. 8. október 1989, d. 15. september 1967 og Björgvins Jóhannes- sonar, f. 5. mars 1895, d. 1949. Foreldrar Ásgeirs slitu samvist- um. Systkini Ásgeirs eru: Jóhann- es, f. 1918, d. 1982, kvæntur Ingu Jónsdóttur, f. 8. september 1921, Sigurður, f. 1921, d. 1981, Arnór, f. 1922, d. 1923, og Hulda, f. 1923, d. 1923. Hálfsystir Ásgeirs, sam- mæðra, er Hjördís Jónsdóttir, f. 6. október 1928, gift Njáli Ingjaldssyni f. 22. febrúar 1923, d. 19. apríl 2000. Árið 1934 giftist móðir Ásgeirs, Ragnheið- ur, Guðmundi Jó- hannessyni f. 1903, d. 1981. Eiginkona Ásgeirs var Lára Guðbrands- dóttir, f. 13. janúar 1908, d. 8. desember 1967. Þeim varð ekki barna auðið. Ásgeir lærði múr- araiðn í Reykjavík og varð það hans aðalstarf. Á seinni árum vann hann sem verk- stjóri á vistheimilinu í Víðinesi í 15 ár. Ásgeir verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásgeir bróðir tengdamóður minn- ar er látinn – fæddur í Reykjavík í byrjun síðustu aldar. Í bernsku ólst hann upp ásamt systkinum hjá móð- ur sinni Ragnheiði og fóstra sínum Guðmundi. Á erfiðum tímum í krepp- unni komst hann á samning og lærði til múrara. Það varð hans lífsstarf en síðustu starfsár sín vann hann sem verkstjóri á vistheimilinu í Víðinesi. Eftir stutta sambúð með eiginkonu sinni Láru bjó Ásgeir einn alla sína tíð. Á langri ævi manns eru margir samferðamenn horfnir af braut en við sem eftir erum þekkjum Ásgeir að- eins brot þeirrar ævi sem hann lifði – óhætt er að segja það um mig. Ég kynntist Ásgeiri fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég giftist konu minni Bestlu. Hann kom mér fyrst fyrir sjónir sem eldri virðulegur mað- ur sem hefur unnið langt dagsverk og gat verið stoltur af. Þegar árin liðu kynntist ég Ásgeiri sífellt betur og var oft gaman að heyra sögur hans af störfum sínum sem múrari og ræða við hann m.a. um hin ýmsu þjóðfélagsmál en ekki síst í þeim samræðum lærði ég hvern mann Ásgeir hafði að geyma. Síðustu árin átti Ásgeir við marg- vísleg veikindi að stríða. Eitt sinn þegar við vorum að ræða saman spurði ég hann hvað það væri sem hann helst hefði viljað gera meira af, þá óskaði hann þess mest að geta ferðast bæði hér á landi og erlendis en sagðist ekki treysta sér vegna lé- legrar heilsu. Ég man hvað þetta hafði mikil áhrif á mig þá ungan manninn að heyra þessi orð en þau hafa verið mér æ síðan hvatning til þess að láta drauma mína rætast og ekki síst til ferðalaga og útivistar. Vonandi verða þessi fátæklegu minn- ingarbrot öðrum hvatning í sömu átt. Það er mikilvægt að eiga góða að, sérstaklega þegar maður býr einn og veikindi hrjá mann. Það átti Ásgeir svo sannarlega því Hjördís systir hans var sífellt að líta eftir honum og annaðist hann í veikindum þeim sem ÁSGEIR BJÖRGVINSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.