Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
kl. 6, 8.30 og 11.
„Öðruvísi og spennandi
skemmtun“
SV MBL
„Öðruvísi og spennandi
skemmtun“
SV MBL
40 þúsund
gestir
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.
„Hasarinn er góður.“
ÓÖH DV
„Hasarinn er
góður.“
ÓÖH DV
Kr. 500
Mjáumst
í bíó! Mjáumst
í bíó!
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Sýnd kl. 6 og 8. ísl tal.
Sjáið frábæra
gamanmynd
um frægasta,
latasta og
feitasta kött í
heimi!
Magnaður spennutryllir frá Luc Besson
T
o p
p
myndin
á íslandi
T
o p
p
myndin
á íslandi
Uppáhalds köttur
allrar fjölskyldunnar
er kominn í bíó!
Sjáið frábæra gamanmynd
um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi!
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Sýnd kl. 6. ísl tal.
ÞAÐ VAR greinilegt á öllu að tón-
leikagestir í Laugardalshöllinni voru
staðráðnir í að skemmta sér hið besta
og stuttu eftir opnun hússins hafði
myndast röð í blíðviðrinu fyrir utan
Höllina. Í svörtum fötum sá um upp-
hitun. Hljómsveitin er kraftmikil á
sviði og hafa einstaklega líflega sviðs-
framkomu. Jónsi ber þar af félögum
sínum með hoppum, stökkum og
kraftmikilli rödd. Sveitin hefur alla
burði til að verða ein besta ballhljóm-
sveit landsins, að einu undanskildu.
Lagasmíðar hjómsveitarinnar eru að
mínu mati heldur bágbornar og flat-
neskjuleg lögin henta illa hinni kröft-
ugu og skemmtilegu sviðsframkomu.
Um klukkan 21 steig stjarna kvölds-
ins svo á svið. Biðin var á enda!
Hljómsveitin stillti sér upp og hóf að
leika „Don’t Let Me Get Me“ og Pink
söng hástöfum en var þó engum sýni-
leg. Skyndilega steig þó smávaxin
töffaraleg Pink upp frá trommusett-
inu og tók sitt pláss, fremst á sviðinu.
Pink var töffaraímyndin uppmál-
uð, klædd eins og skvísulegur
trukkabílstjóri og með munninn fyrir
neðan nefið. Hið miður kurteisa F-
orð fylgdi með í hverri setningu og
ruddaleg fingramerki voru send í
gríð og erg. Alvöru rokk og ról!
Mannasiði hefur stúlkan þó lært því
hún þakkaði pent fyrir sig að loknu
hverju lagi. Pink sagði Íslendinga
mjög kynþokkafulla og sagðist hafa
séð ótrúlegan fjölda f*** fallegra Ís-
lendinga. Hún lýsti jafnframt yfir að-
dáun sinni á fatamerkinu Dead sem
kemur úr smiðju Jóns Sæmundar
Auðarsonar. Pink er með ofsalega
sterka söngrödd sem naut sín vel í
Höllinni. Með góðum stuðningi bak-
raddanna náði hún að halda uppi eins
og hálfs tíma kröftugum rokktónleik-
um, það er meira en að segja það og
fær Pink hrós fyrir að leysa það verk-
efni með sómabrag. Gleði undirrit-
aðrar varð enn meiri þar sem hún
sótti á dögunum tónleika með Brit-
ney Spears sem söng ekki eitt einasta
lag sjálf á tónleikunum sínum heldur
dansaði bara og hreyfði varirnar.
Pink lék lög af öllum
þremur plötum sínum
og þar á meðal flestöll
sín þekktustu lög. Hún
tók jafnframt gamla 4
None Blondes slagar-
ann „What’s Going On“
við góðar undirtektir
viðstaddra. Pink sagð-
ist einu sinni hafa verið
handtekin fyrir óspekt-
ir á almannafæri þegar
hún kyrjaði lagið. Hún bað því áhorf-
endur að hjálpa sér við að endurtaka
leikinn. Pink hefur ósjaldan lýst því
yfir að hennar helsti áhrifavaldur í
tónlistinni sé Janis heitin Joplin. Hún
vottaði henni virðingu með því að
taka syrpu þriggja laga sem voru vin-
sæl með Joplin á sínum tíma og gerði
það með glæsibrag. Kraftmikil rödd-
in naut sín vel við undirleik kassagít-
ars.
Það er gaman að sjá tónlistarfólk
blómstra á sviði. Lög og tónlistar-
myndbönd geta oftar en ekki gefið
skakka mynd af því hvaða hæfileik-
um söngvarar eru búnir. Það var
mjög ánægjulegt að sjá og heyra að
Pink stendur vel undir því að vera á
þeim stjörnustalli sem hún er komin
á.
Viðstaddir áttu sinn þátt í þeirri
góðu stemningu sem myndaðist í
höllinni. Meirihluti gesta var undir
tvítugu og voru afar þakklátir tón-
leikagestir, alls óhræddir við að láta í
ljós ánægju sína.
Lítið fór þó fyrir auglýstum skjám
sem áttu að auðvelda gestum að
fylgjast með gangi mála. Ekki varð
maður heldur var við þá laser-sýn-
ingu sem áætluð var. Þó söknuðurinn
hafi ekki verið mikill eftir þessum
hlutum er alltaf frekar ódýrt að aug-
lýsa eitthvað sem ekki er svo boðið
uppá.
Tónleikar Pink í Laugardalshöll-
inni voru á heildina litið mjög góðir
og var um að þakka kröftugri spila-
mennsku sveitarinnar, magnaðri
rödd og hressilegri sviðsframkomu
Pink og tónleikagestum, sem voru vel
með á nótunum.
Tónlist
Kjaftfor og kraftmikil
TÓNLEIKAR
Laugardalshöll
PINK
Tónleikar Pink í Laugardalshöllinni 10.
ágúst. Í svörtum fötum hitaði upp.
Birta Björnsdóttir
„Það var mjög
ánægjulegt að sjá og
heyra að Pink stend-
ur vel undir því að
vera á þeim stjörnu-
stalli sem hún er
komin á.“
Morgunblaðið/ÞÖK
„ERTU stressuð,“ spyr Young Buck. „Nei, ég
er ekki stressuð,“ segi ég. „Þú ættir að vera
það,“ heldur hann áfram þar sem ég sest niður
til að spjalla við hann og Lloyd Banks á Hótel
Sögu síðdegis í gær. Þeir félagar eru hluti af
hinni vinsælu hipp hopp sveit G-Unit ásamt
goðinu 50 Cent og spiluðu á tónleikum í Höll-
inni í gær.
Þeir eru áreiðanlega einu mennirnir sem eru
ekki sáttir við hitabylgjuna sem gengur nú yfir
Reykjavík. „Það er engin loftræsting hérna.
Þið virðist ekki trúa á loftræstingu,“ segir
Banks. „Þið þurfið ekkert að nota hana venju-
lega er það nokkuð? Við hefðum allavega þurft
eina á hótelið í dag því það var steikjandi hiti í
herberginu mínu,“ segir Young Buck og þeir
hlæja báðir.
Eminem Íslands
„Við sáum myndband með hljómsveit sem er
ábyggilega Eminem Íslands, umfjöllunarefnið
var umdeilanlegt og myndbandið flott,“ segir
Banks aðspurður að því hvort þeir þekki ein-
hverjar íslenskar rapphljómsveitir. Við nánari
samræður kemur í ljós að hann á við hljóm-
sveitina Quarashi og myndbandið „Stun Gun“.
Ég upplýsi þá um að Quarashi hiti upp fyrir
tónleikana í kvöld og eru þeir ánægðir með það.
„Við erum ánægðir með öll tækfæri sem gef-
ast til að fá að fara til aðdáenda okkar,“ segir
Young Buck um Íslandsförina en þeir lýsa báð-
ir yfir eftirvæntingu vegna tónleikanna.
Ég vitna í lagið „Ain’t No Click“ með Banks,
upphafslag frumraunar hans Hunger for More,
sem hefur hlotið góða dóma og viðtökur og
spyr um gildi þess að tilheyra sterkum hópi í
rappheiminum. Young Buck segir að þeir séu
allir bræður og Banks ítrekar að það sé enn
meira á leiðinni. „Ain’t no click like the one I’m
with /If the drama gets thick it’s the guns I
get,“ byrjar Young Buck að rappa og Banks
tekur undir.
Það hefur lést á þeim brúnin þó þeir haldi að
sjálfsögðu kúlinu. Þeir klæðast að hefð-
bundnum hætti þeirra sem hafa náð langt í
hipp hoppinu, hvítagull, demantar og víð föt.
Þeir svara öllum spurningum skýrt og skil-
merkilega og eru greinilega mjög ástríðufullir
fyrir tónlistinni.
Þarft ekki að vera úr gettóinu
„Það er gaman að sjá að tónlistin brýtur
tungumálamúra,“ segir Young Buck. „Ég held
að fólk geti tengst tónlistinni og því sem við er-
um gera, sama hvaðan það er. Þú þarft ekki að
vera úr gettóinu til að skilja manneskju sem er
úr gettóinu. Það er eitthvað í textunum okkar
sem fólk getur tengt við. Þrátt fyrir að við
séum allir frá stöðum þar sem rán, morð og
vændi eru daglegt brauð er eitthvað í tónlist-
inni sem allir geta tengt við.“
Banks bætir við: „Fólk skilur hvað við erum
að segja þó það deili ekki lífsstílnum. Við lesum
öll sömu blöðin. Fólk skilur textana þó það geti
ekki alltaf samsamað sig þeim.“
Þeir neita því að þetta snúist allt um pen-
ingana. „Þú verður að hafa ást á tónlistinni. Ef
þú gerir eitthvað bara fyrir peningana, þá sést
það. Til þess að vera góður í því sem þú gerir
þarftu að hafa ást á tónlistinni. Ég myndi samt
gera þetta þó ég fengi enga peninga fyrir og sjá
fyrir mér með öðrum leiðum,“ segir Young.
„Mikið af tónlistarfólki hefur ekki enn komið
hingað af ýmsum mismunandi ástæðum. En ég
vona að einhverjir feti í fótspor okkar og komi
hingað, viti að það er hægt að koma til Íslands,“
segir Banks og aldrei að vita hvort það kemur
bylgja af rappsveitum til landsins í kjölfar tón-
leikanna.
Dr. Dre studdi við bakið á Eminem og sömu-
leiðis kom Eminem G-Unit á framfæri. Þeir
segja að þetta skjólstæðingakerfi sé mjög mik-
ilvægt. „Það er mikilvægt til þess að byggja
upp framtíðina. Það er sjaldgæft að það komi
upp svona margir á sama tíma úr sama hópi.
En ef þú vilt halda ferli þínum gangandi þá get-
urðu ekki rappað sjálfur endalaust heldur verð-
ur að kynna heiminum einhvern annan. Við er-
um mjög heppnir hvað þetta hefur gengið vel,“
segir Young Buck um allt G-Unit ævintýrið en
platan Straight outta Ca$hville er væntanleg
frá honum í enda þessa mánaðar. Titillinn er
orðaleikur en Buck ólst upp í Nashville,
Tennessee.
Rapp hefur verið söluhæsta tónlistin í
Bandaríkjunum undanfarin ár, ekki síst fyrir
tilstilli Eminem og nú G-Unit. Plata 50 Cent,
Get Rich Or Die Tryin’, sem út kom í fyrra
seldist í 800.000 eintökum fyrstu fjóra dagana
sem hún var í sölu sem er met.
„50 Cent kom með hipp hoppið-aftur til
fólksins, á götuna. Um tíma var þróunin frá
fólkinu, frá götunni, og það er slæmt fyrir hipp
hoppið og tónlistin var að útvatnast,“ segir
Young Buck. „Það er ekkert að því að hafa
froðukenndari tónlist inn á milli en hipp hoppið
þarf líka að hafa harðari hlið. Hipp hoppið þarf
að standa föstum fótum í raunveruleikanum.“
Tónlist | Lloyd Banks og Young Buck eru liðsmenn G-Unit
Einn fyrir alla …
… og allir fyrir einn. Lloyd Banks, 50 Cent og Young Buck eru traustir vinir.
ingarun@mbl.is