Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 4
Ljósmynd/ÓBB Öslað í aurnum: Þær eru ýmsar raunirnar sem nýnemar ME mega undir- gangast áður en þeir setjast prúðir og snyrtilegir á skólabekkinn. NÝNEMAR í Menntaskólanum á Egilsstöðum voru busaðir hressi- lega á dögunum, með tilheyrandi drullumakstri og þrautagöngu skipulagðri af eldri nemum skól- ans. Nú eru nýnemar á haustönn í dagskólanum 112 talsins, þar af um 100 á 1. ári. Alls eru 306 nemendur í dagskóla, en með utanskóla- og kvöldskólanemum fer fjöldinn vel yfir 400. Menntaskólinn á Egils- stöðum á 25 ára afmæli 14. október nk., en skólinn var settur í fyrsta skipti þann dag árið 1979. Liðlega 400 við nám í ME FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember Á BÚRFELLSÁ neðri í ofanverð- um Norðurárdal í Borgarfirði, nánar tiltekið í Fornahvammsdal, standa enn þær þrjár brýr sem reistar hafa verið á þessari þjóð- leið í gegnum tíðina. Sú með stein- boganum var tekin í notkun árið 1911, að sögn Elís Jónssonar, fv. rekstrarstjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi, brúin í miðið kom svo upp úr 1930 og tvíbreiða brúin sem bíllinn sést aka yfir var reist fyrir um 20 árum. Sagan af bláa litnum Elís kann skemmtilega sögu af því hvernig elsta brúin fékk þenn- an himinbláa lit. Listakonan Finna Birna Steinsson tók sig til fyrir nokkrum árum og málaði þrjár gamlar brýr í ofanverðum Norður- árdal. Elís segir hana hafa hringt í sig og spurt hvort hún mætti mála þessar brýr. „Ég sagði henni það alveg guðvelkomið að mála brýrnar og hélt ég þá að hún ætl- aði að mála myndir eða gera skissur af brúnum. Svo brá mér svolítið þegar ég sá að hún hafði málað sjálfar brýrnar, en þeir hlógu að þessum misskilningi, kallarnir hjá Vegagerðinni,“ segir Elís. Morgunblaðið/jt Brýr þriggja kynslóða í Norðurárdal RÁÐSTEFNU Alþjóðaorkuráðsins, World Energy Council (WEC), lauk í Sydney í Ástralíu á fimmtudag. Að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, sem sat ráðstefnuna ásamt fulltrúum flestra íslensku orkufyrirtækjanna, var athyglisvert að heyra breytta afstöðu manna til kjarnorkuvera. Vitnað hafi verið m.a. til kannana í Bandaríkjunum sem hafi sýnt að 75% fólks séu tilbúin að styðja uppbyggingu kjarnorku þar í landi. Friðrik segir umræður á þessum ráðstefnum, sem haldnar eru á þriggja ára fresti, endurspegla vel það sem er að gerast í orkumálum heimsins á hverjum tíma. „Umræðurnar voru fróðlegar og helstu niðurstöðurnar voru þær að ekki mætti útiloka neina möguleika í orkunýtingu í framtíðinni og ekki hægt að einblína á eina lausn til að leysa vandann. Orkunotkun fer vax- andi og eitt mikilvægasta viðfangs- efnið er að koma raforku til þeirra tveggja milljarða jarðarbúa sem ekki hafa enn aðgang að slíkri orku. Þá er ljóst að raforka er mikilvægari en svo að hægt sé að útiloka opinber afskipti af raforkuiðnaðinum, þótt almennt sé talið að markaðsvæðingin hafi verið til góðs. Menn hafa til dæmis áhyggj- ur af of lítilli fjárfestingu í greininni og verðhækkunum þegar skortur kemur fram,“ segir Friðrik. Vatnsaflið áfram mikilvægast Friðrik segir að á ráðstefnunni hafi verið mikil samstaða um að veður- farsbreytingar vegna hlýnunar séu eitt stærsta vandamál mannkyns og leita þurfi allra leiða til að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir vatnsaflið áfram vera talið mikilvægasta orkugjafann með endurnýjanlegustu orkuauðlindirnar. Leggja eigi áherslu á að nýta það eins og kostur sé. Nýr formaður WEC var kjörinn André Caillé, forstjóri Hydro Quebec í Kanada. Friðrik segir það kjör vera til marks um vaxandi áhrif vatnsafls- fyrirtækjanna í orkuumræðunni um þessar mundir. Alþjóðlegri orkuráðstefnu lokið í Ástralíu Breyting á afstöðu manna til kjarnorkuvera FYRIRTÆKIÐ Hringrás, sem starfar að endurvinnslu, hefur feng- ið úthlutað framtíðaraðstöðu við höfnina á Reyðarfirði, fyrir brota- járnssöfnun af Austurlandi. Á dögunum var um 1.200 tonnum af brotajárni lestað í leiguskip í Reyðarfjarðarhöfn, eftir að búið var að brytja það í smátt og sigldi skipið með farminn til Spánar, þar sem járnið er brætt upp og endurnýtt. Hringrás safnar brotajárni m.a. í Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Vopnafirði. Sveinn Ásgeirsson, einn af eig- endum Hringrásar, stóð á höfninni og stýrði hífingum á járninu um borð, þegar blaðamann bar að. Hann segir Hringrás flytja út frá nokkuð mörgum stöðum á landinu og sé brotajárnið mest sent á Spán, en einnig til Bretlandseyja. Meginað- staða fyrirtækisins er í Sundhöfn- inni í Reykjavík. „Það er ekki einvörðungu brota- járn sem Hringrás flytur út, heldur hefur fyrirtækið einnig tekið inn stál og fleiri efni,“ segir Sveinn. „Við höf- um verið að flytja út undanfarin ár um 25 þúsund tonn af brotajárni á ári, aðallega frá Reykjavík, en ég skal ekki segja hversu mikið það er sem kemur frá landsbyggðinni. Gæti trúað að það væri um 40% magns- ins.“ Sveitarfélög greiða ígildi urðunarkostnaðar „Við erum búnir að fá hér svæði á Reyðarfirði og stendur fyrir dyrum að girða, steypa, setja olíuskiljur og annan nauðsynlegan búnað. Mörg af sveitarfélögunum á Austurlandi nýta okkar þjónustu og önnur virð- ast hafa áhuga á því. Nokkuð mis- jafnt er eftir stöðum hverju magn, umfang og flutningskostnaður nem- ur, en hlutur sveitarfélaganna er að koma með fjárframlag sem er á svip- uðu róli og urðunarkostnaður. Það sem kemur að auki í plús er að þau spara landrými. Sveitarfélög eru að reyna að endurvinna sem mest, eins og lög eru fyrir og spara þannig urð- unarpláss. Brotajárnið er gríðarlega mikið að ummáli í urðun og dýrt að flytja það,“ segir Sveinn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Austfirsku járnarusli skipað út til endurvinnslu: Sveinn Ásgeirsson hjá Hringrás ráðgast við skipstjóra spænsks leiguskips í Reyðarfjarðarhöfn. Flytja brotajárn af Austurlandi í endurvinnslu til Spánar Hringrás fær að- stöðu við Reyðar- fjarðarhöfn Reyðarfirði. Morgunblaðið. SUMARLIÐI Guðbjörnsson, deild- arstjóri tjónadeildar hjá Sjóvá-Al- mennum, segir nokkuð um að tor- færumótorhjól séu notuð án þess að eigendur hafi tilskildar tryggingar. Öll torfærumótorhjól séu skráningar- skyld og til þess að það megi nota þau verði eigandinn að kaupa ábyrgðar- tryggingu og ökumannstryggingu. „En menn hafa farið fram hjá þessum reglum, lagt inn númerin og ekið á þeim ótryggðum,“ segir hann. Ef óvá- tryggt ökutæki veldur tjóni fær tjón- þoli tjón sitt bætt hjá Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á Íslandi. Tjón- valdurinn er síðan endurkrafinn um upphæðina. Tjónvaldurinn situr því uppi með kostnaðinn af eigin tjóni og því sem hann veldur. Sumarliði segir að því sé gríðarleg áhætta að aka ótryggðum hjólum. Tryggingar á mótorhjólum hafa löngum verið dýrar en nýlega lækkaði Sjóvá iðgjaldið. Lögboðin trygging kostar fyrir þá sem eru 30 ára og eldri og eru með all- ar sínar tryggingar hjá félaginu, er 54.000 krónur á ári. 18 ára unglingur sem hefur ekki unnið sér inn bónus og hefur ekki aðrar tryggingar hjá félag- inu getur þurft að borga um 400.000 krónur í iðgjöld, þar er slysatrygging ökumanns um 75% af kostnaði. Hjá Vátryggingafélagi Íslands fengust þær upplýsingar að fyrir þrí- tugan mann, með góð viðskipti við fé- lagið, og hefur verið tjónlaus getur ið- gjald hlaupið á bilinu 70–100 þúsund krónur miðað við sex mánaða notkun á ári. Iðgjaldið geti verið mjög mis- munandi eftir einstaklingum. Ef tryggingataki hefur komið á umferð- arfund VÍS og hlustað þar á forvarn- arfyrirlestur gæti iðgjald í hálft ár hljóðað upp á 213 þúsund krónur. Öll ökutæki í notkun eiga að vera tryggð Hjálmar Björgvinsson, aðalvarð- stjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll ökutæki sem eru í notkun verði að vera tryggð og sé þeim ekið um götur eða vegi eigi skráningarplatan að vera á þeim. Mörg torfæruhjól séu eingöngu notuð á sérstökum æfinga- svæðum og þá þurfi platan ekki að vera á hjólunum. Á hinn bóginn sé of mikið um að menn leggi inn númerin og aki hjólunum ótryggðum. Hjálmar segir að öll torfæruhjól geti fengið skráningu til aksturs á vegum að því gefnu að þau uppfylli öll skilyrði um búnað. Fjór- og sexhjól falla í flokk torfærutækja og því megi ekki nota þau á almennum vegum nema í viss- um tilfellum. Í umferðarlögum segir að ökumaður torfærutækis megi aka yfir veg, sem ekki er einkavegur „skemmstu leið sem hentug er“. Nokkuð er um ótryggð torfæru- hjól í umferðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.