Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 61 FYRSTA einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi, Bylgjan, varð 18 ára um síðustu helgi. Þorgeir Ástvaldsson er einn þeirra sem starfað hefur hvað lengst á stöðinni og er nú einn af umsjónarmönnum þáttar- ins Reykjavík síðdegis þar sem er fjallað um málefni líðandi stundar. Hvernig hefur Þorgeir Ástvaldsson það í dag? Miðað við aldur, fyrri störf og allan ölduganginn í þessu dásamlega lífi er ég bara nokkuð ánægður. Sprækur sem lækur. Stefni ótrauður á morgundaginn. Hvað ertu með í vösunum? Kemur vel á vondan. Það standa yfir róttækar ráðstafanir til að sporna við óþolandi birgðasöfnun í mínum vösum. Þrælþvegnir minn- ismiðar, lyklar, kort, kvittanir, pen- ingar, ökuskírteini o.fl. eru til vitnis um ástandið. Hverra manna ertu? Góðra manna úr Dölum, af Strönd- um, úr Skagafirði og víðar. Ég er alltaf að eignast fleiri og fleiri ætt- menni. Þökk sé ættfræðinni og tölvunni. Alinn upp á mölinni með aðra löppina í sveit. Algjört milli- stykki. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Gamla góða uppþvottavélin er bú- in að vera. Við handuppvaskið er gott að hugleiða málin en kartöfl- urnar etur maður helst með hýð- inu. Hefurðu tárast í bíói? Já, já – fyrst þegar ég var polli og sá tröllin birtast á tjaldinu í mynd- inni Síðasti bærinn í dalnum. Brimsölt hræðslutár, skreið út, var lengi að jafna mig. Dæmið snerist við þegar ég sá Baldur og Konna á sviði. Þá grét ég af hlátri. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég var 13 ára þegar Haukur Morthens bauð okkur félögunum úr skóla- hljómsveit Langholts- skóla Tempo að spila með Swinging Blue Jeans frá Liverpool í Austurbæjarbíói 1963. Auðvitað ógleymanlegt. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Margir sápu- leikarar sem ég veit ekki hvað heita – jú og svo Elvis Presley, hann á bara að syngja. Hver er þinn helsti veikleiki? Að vilja breyta því sem ég get ekki breytt. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Yfirleitt rólyndur, stundum þó eirð- arlaus. Verð kappsfullur og óþol- inmóður á stundum, vil sjá hlutina ganga. Dett svo í lygnan poll og gerist dreyminn og latur. Æ, þetta eru orðin miklu fleiri orð en beðið var um. Aðrir verða að svara þessu. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir í hægra eyra, Stones í því vinstra. Kokgleypti tónlist beggja sveita og spilaði slatta af lögum þeirra í hljómsveit. Ekki sjens að gera uppá milli í einni setningu. Hver var síðasta bók sem þú last? Tveir rússneskir reyfarar, Vetrar- drottningin og Ríkisráðið eftir Bor- is Akúnin með lögreglumanninn Fandúrin í aðalhlutverki. Stór- skemmtileg lesning. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardags- kvöldi? Þjóðsönginn eða Öxar við ána. Uppáhaldsmálsháttur? Enginn veit fyrr en allt í einu. Höf. ókunnur. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Kinks Greatest Hits, Tuned for thrash með Fighting Shit, Dave Brubeck, Ray Charles. Alætan sæk- ir í gamalt og nýtt bland í poka. Hver er unaðsleg- asti ilmur sem þú hefur fundið? Af eiginkonunni auð- vitað. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Mér yrði ekki fyrirgefið ef ég segði frá því. Sem barn var ég víst prakkari. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Heilsteiktur smáfugl í kvöldverð- arboði á Ítalíu. Ég hélt ég hefði borðað ofsteikta kjötbollu. Borið fram í olíuvættu salatblaði. Trúirðu á líf eftir dauðann? Ég trúi á eilíft líf. Amen. Algjört millistykki SOS SPURT & SVARAÐ Þorgeir Ástvaldsson Morgunblaðið/Sverrir Chicago-hljómsveitin Wilco, semsendi frá sér hina margrómuðu plötu A Ghost Is Born í sumar, hefur síður en svo lagt upp laupana. Nú hefur verið tilkynnt að í nóvember komi út bók um hljómsveitina og að með henni muni fylgja heil ný plata, með áður óútgefnum lögum. Bókin mun heita The Wilco Book og verður 160 blaðsíður að lengd, með ritgerðum um hljómsveitina og fjölda mynda. Á plötunni verða tólf lög frá síðustu tveimur árum, mörg úr upptökum fyrir fyrrnefnda A Ghost Is Born-plötu, sem hlaut fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Morg- unblaðsins. Fólk folk@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2, 4, og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 4. MEÐ ÍS LENSKU TALI Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Ein steiktasta grínmynd ársins Ein steiktasta grínmynd ársins Julia Stilesli il The Tom Hanks Catherine Zeta Jones ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20 SKEFLAVÍK Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. AKUREYRI Sýnd kl. 4. KEFLAVÍK Sýnd kl.6 og 8. B.i. 14 ára AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8 .b.i. 14 ára KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 oh 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45 og 10 Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . s rs r l f s t ri t J s. Lífið er bið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.