Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 VALLARGATA 14 - SANDGERÐI Góð 102 fm efri sérhæð á útsýnis- stað í Sandgerði - nálægt Keflavík. Íbúðin skiptist í forstofu, stiga, hol, stórt eldhús með nýlegri innrétt- ingu, stofu með útgengi á góðar svalir, flísalagt baðherbergi og 4 svefnherbergi. Geymsluris er yfir allri hæðinni. Húsið er í mjög góðu ástandi og gefur mikla möguleika, t.d. sem gistiaðstaða fyrir ferða- menn o.fl. Söluyfirlit á netinu www.lundur.is. TILBOÐ ÓSKAST. Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. KJARRMÓAR - GARÐABÆR Glæsilegt og mikið endurnýjað 160,0 fm Endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Vandað hús og vel skipulagt með fallegu útsýni. Mjög góður garður í suður, endurgerður með timburpöllum. Húsið er í göngufæri við verslanakjarnann og örstutt í skóla. ATH. LAUS FLJÓTLEGA. VERÐ 26,6 millj. Uppl. gefur Ólafur Guðm. s. 896 4090. BÚAGRUND - KJALANESI - LAUST STRAX 217,9 fm timburhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Húsið þarfnast aðhlynningar. Verð 18,5 millj. Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 KRISTNIBRAUT 12 OPIÐ HÚS Í DAG Glæsileg íbúð í lyftuhúsi með frábæru útsýni Sérlega glæsileg, björt og stílhrein ca 103 fm íbúð á 2. hæð í mjög vel staðsettu fjölbýlishúsi með lyftu í Grafarholti. Öll gólfefni og innréttingar eru 1. flokks. Góðar svalir í suðvestur með stórkostlegu útsýni yfir Reykja- vík og víðar. Húsið er sérlega vel staðsett við jaðarlóð og fékk nýlega verðlaun fyrir fallegan frágang á lóð og umhverfi hússins. Verð 19,3 millj. Gunnar og Halla Bára taka á móti fólki milli kl. 15 og 17 í dag. Verið velkomin! Berjarimi 28 - glæsileg 3ja herb. íbúð með sérinngangi og bílskýli. Opið hús í dag milli kl. 16-18. Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsileg, nýleg 85 fm endaíbúð (snýr í suður) á 2. hæð í litlu 2ja hæða fjölbýli, ásamt stæði í mjög góðu bíla- húsi í kjallara. Frábær, barnvænn, ró- legur staður innarlega í lokaðri götu. Vandaðar innréttingar, gluggar í 3 áttir, fallegt útsýni, sérinngangur, yfir- byggðar suðursvalir, þvottaherbergi í íbúð, glæsilegt bað með sturtu og glugga. Parket o.fl. Verð 14,3 m. Bergdís og Júlíus sýna í dag, sunnudag, milli kl. 16 og 18. ÞÓRÐARSVEIGUR 20-24 GRAFARHOLTI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Erum að hefja sölu á 27 glæsilegum nýjum 3ja-4ra herbergja íbúðum í nýju fjölbýli á góðum stað í Grafarholtinu. Annarsvegar er um að ræða hefðbundið 3ja hæða hús með sérinngangi af svöl- um í allar íbúðir og hinsvegar 5 hæða lyftuhús með sérinngangi. Húsin tengjast saman á horni og myndast skjólgóður garður aftan við hús. afh. í febrúar-mars 2005. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna með flísalögðum böðum. Innréttingar eru vandaðar, möguleiki á nokkrum viðartegundum. Fyrsta flokks eignir. Traustur byggingaraðili: G.Á. Byggingar. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofu fasteign.is RÆÐA Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á sjávarútvegs- ráðstefnu Íslandsbanka á Ak- ureyri hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er þó ekki rétt að túlka þessi um- mæli ráðherrans sem stefnubreytingu af hálfu hans. Í sjálfu sér er Halldór ekki að segja annað en það sem hann hefur gert á undanförnum árum og kom fram í frægri Berlínarræðu fyrir um tveimur ár- um. Í hugum okkar Evrópusinna er ráð- herrann að skerpa á afstöðu ís- lenskra yfirvalda þannig að yf- irvöldum í Brussel og Ósló sé ljóst hver stefna okkar er. Það má ekki heldur gleyma því að samskipti við Evrópusambandið bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir sjávar- útveginn eins og miklar fjárfest- ingar Samherja í evrópskum sjáv- arútvegi sanna. Yfirskrift ráðstefnunnar á Ak- ureyri var ,,Hafsjór tækifæra“ og má alveg túlka það sem áskorun til íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja að hætta þeim heimóttarskap sem hefur einkennt af- stöðu þeirra til Evr- ópusambandsins og líta á vanþróaðan sjávarútveg Evrópu sem tækifæri til sókn- ar fyrir íslensk fyr- irtæki. Samherji hefur tekið af skarið í þess- um efnum og það er athyglisvert að sjá hvernig Þorsteinn Már og félagar hafa umbylt rekstri fyr- irtækja sinna í Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa samið við verkalýðsfélög sjómanna, hagrætt í rekstri og snúið við áralöngum taprekstri í arðbæran atvinnu- rekstur. Þessi árangur hefur vakið verðskuldaða athygli í Evrópu enda var um langt árbil talið ein- hvers konar náttúrulögmál að sjávarútvegur gæti ekki staðið á eigin fótum og þyrfti á nið- urgreiðslum og umönnun rík- isvaldsins að halda. Ummæli Þorsteins Más Bald- vinssonar á ráðstefnunni á Ak- ureyri hafa hins vegar fallið nokk- uð í skuggann af ummælum Halldórs Ásgrímssonar. Í viðtali á Stöð 2 sagðist Þorsteinn Már vera nokkuð sáttur við sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og að Samherji stefni á að auka fjárfest- ingar sínar innan Evrópusam- bandsins. Í þessu samhengi er vert að rifja upp ummæli norska sendiherrans á fundi í Háskóla Ís- lands fyrr á þessu ári. Þar sagðist hann ekki alveg skilja þessa hræðslu Íslendinga við sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambands- ins því það væri miklu frekar Evr- ópusambandið sem ætti að hræðast vel rekinn sjávarútveg Ís- lendinga! Það er ljóst að sjávarútvegs- stefna ESB er á margan hátt meingölluð en hún er ekki alslæm því varla væru Eyfirðingarnir knáu að fjárfesta fyrir 2 ½ millj- arð ef svo væri. Því má líta á ræðu Halldórs Ásgrímssonar sem ákveðið upphaf að nýjum þreif- ingum gagnvart Evrópusam- bandinu. Ráðherrann ítrekar þar skoðun sína að endurskoða þurfi þær reglur sem gilda varðandi fjárfestingar útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi. Hins vegar sé það á hreinu að ákveðin að- lögun þurfi að gilda um sjáv- arútvegsstefnuna gagnvart Íslendingum. Ráðherrann hefur sagt að Evrópusambandið geti vel tekið tillit til aðstæðna fisk- veiðiþjóðanna við Norður- Atlantshaf ef fyrir því sé pólitísk- ur vilji. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudaginn. ,,Það er hægt að semja um leiðir sem báðir málsaðilar geta sætt sig við og ég hef bent á þær. Það er ljóst að undanþágur verða ekki gerðar frá hinni sameiginlegu fisk- veiðistefnu ESB, en það er hægt að semja um ákveðin fisk- veiðistjórnunarsvæði. Hafsjór tækifæra Andrés Pétursson fjallar um ræðu utanríkisráðherra ’Það er ljóst að sjáv-arútvegsstefna ESB er á margan hátt mein- gölluð.‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópu- samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.