Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 23 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. Hamraborg 1 • 200 Kópavogi • Sími 544-4600 • Fax 544-4601 skipasalan@simnet.is Skoðaðu... www.skipasalan.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir selja nú síðustu sætin í haust og bjóða þér einstök tilboð í sólina á vinsælustu áfangastaði Íslendinga. Fáðu þér sumarauka á ótrúlegu verði og tryggðu þér eitt af síðustu sætunum í haust. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í haust frá kr. 9.990 Verð kr. 9.990 Önnur leiðin til Alicante, 22. september með sköttum. Netverð. Verð kr. 19.990 Flugsæti, 2 fyrir 1, 22, 29. sept. Alicante, með sköttum. Netverð. Verð kr. 29.990 M.v. 2 í stúdíó/líbúð - 6. okt. - vikuferð. Stökktutilboð. Benidorm Tryggðu þér sumarauka á ótrúlegu verði Verð kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1. 14. sept. Verð kr. 29.990 M.v. 2 í íbúð, 7 nætur með sköttum, 14. sept. netverð. Stökktutilboð. Portúgal Verð kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1. 16. sept. Verð kr. 29.990 M.v. 2 í stúdíó, stökktutilboð, 16. sept. Netverð. Rimini Verð kr. 19.990 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktutilboð, 22. sept. Netverð. Verð kr. 29.990 M.v. 2 í íbúð, stökktutilboð, 22. sept. Vikuferð, netverð. Mallorka Verð kr. 24.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktutilboð, 22. sept. Netverð. Verð kr. 29.990 M.v. 2 í stúdíó, stökktutilboð, 22. sept. Vikuferð, netverð. Costa del Sol þessu ekki alveg þegjandi sem og líka varð raunin á í sumum tilfellum með alla þá flutninga sem áttu eftir að verða í það heila á öllu þessu mikla byggingarefni. Enn skrifar sýslumaður Vest- mannaeyja Árna Gíslasyni sýslu- manni 17. maí 1857. Þar greinir hann frá því að hann sé búinn að fá skip hjá kaupmanni Bryde til að taka kirkju- efnið til landsins en fer fram á að fá Jón Þorsteinsson, hreppstjóra á Sól- heimum, eða Einar Bjarnason á Hvoli til að koma til Vestmannaeyja til að leiðbeina um hvar helst sé að koma með farminn að ströndinni. Til þess- ara flutninga hefur fengist jaktin Maria. Má sjá það af farmskrá, sem gerð er í Vestmannaeyjum 18. júní 1857, undirrituð af A. Kohl sýslu- manni. Vert er að geta þess sérstaklega að á þeirri farmskrá stendur: „11 rimla- kistur með 11 járnkirkjugluggum“ auk fjölda annarra hluta og efnis. Svo er að sjá að kirkjuefnið sé stílað á hreppstjórana í Dyrhólahreppi, þá Jón Þorsteinsson á Sólheimum og Einar Jóhannsson í Þórisholti, til móttöku en það er einungis sá síð- arnefndi er kvittar undir 3. júlí 1857. Uppskipunin fer síðan fram, að minnsta kosti að mestu, dagana 25.– 26. júní 1857. Eru 3 skip í gangi við að koma efninu í land, skip Einars Jó- hannssonar, skip Hjalta Einarssonar og skip Jóns Þorsteinssonar, með 18 manna skipshöfn hvert. Eftir bréfum að dæma mun Einar Jóhannsson lítið hafa verið með sitt skip en fengið ann- an formann í sinn stað þar sem hann varð að vera mest um borð í Mariu til að reyna að fá þá til að liggja sem næst lendingarstað sem hefur sýni- lega gengið erfiðlega. Einar ætlast til að efnið verði tekið í land á Eiðinu austan Dyrhólaeyjar og vill umfram allt hafa það á sama staðnum en sök- um sjávarlags og strauma hefur reynst erfitt að halda jaktinni Mariu það austarlega með ströndinni og allt vestur á móts við Hvolabæi mátti stundum ná í farminn. Getur Einar Jóhannsson þess í bréfi til Árna sýslumanns 27. júní, degi eftir mestu uppskipunardagana á þessa leið: „Hjalti sótti í dag farm á jaktina út að Hvoli og djúpt þar, og í kvöld sækir hann annan og flytur á Eiði því ég vildi hafa það allt í 1 stað ef mögulegt var en Jón hreppstjóri hafði ei fengið þessu ráðið fyrir hásetum og mundi hollast að flytja það heim að Hvoli.“ Var Jón formaður talhlýðinn við sjó samanber skrif Eyjólfs Guð- mundssonar í bókinni Pabbi og mamma bls. 135. Eru líkur á að Jón hafi verið með stærsta skipið, þ.a.l. tekur hann stærstu stykkin í sinn bát en það voru einmitt rimlakisturnar með gluggun- um í er voru fyrirferðarmestu og þyngstu hlutirnir. Flutningar erfiðir í framkvæmd Í bréfi 9. júlí 1857, rituðu af A. Khol sýslumanni, sést að hann er að greina frá að rýrnun timburs við geymslu í Eyjum stafi einkum af miklu veðri er gengið hafi yfir þar í febrúar sem hafi bæði sundrað timbri og brotið, einnig hafi töluvert efni farið í grindur ut- anum járngluggana svo þeir væru hæfir til flutnings. Þar sem aðal upp- skipunarstaðurinn á kirkjuefninu varð á Eiðinu, féll það í hlut Einars Jóhannssonar í Þórisholti að afhenda það til flutnings í landi. Eftir tæpt ár er hann að gera grein fyrir því sem undir hans umsjá er með bréfi 1. maí 1858 en þar segir: „allmargt af borð- um er hér og hvar í Reynissókn og veit ég ógjörla um það sem ég var bú- inn að afhenda af kirkjuefni því sem var flutt upp að Hvoli 10 gluggar í grindum, 2 tjörukaggar 1 saumkista, borð.“ Þarna er endanlega staðfest að kirkjugluggarnir hafa verið fluttir ásamt öðru byggingarefni með jakt- inni Mariu og þeim hafi verið skipað upp á Hvoli, eins og Einar tekur sér- staklega fram. Margt má ráða í sam- bandi við flutning á kirkjuefninu og helst að sjá að sóknarbændur væru skyldugir að koma því öllu á bygging- arstað. Greinilegt er að flutningur á glugg- unum er það sem talið er erfiðast að framkvæma. Jón Jónsson, umboðs- maður á Höfðabrekku, skrifar Árna sýslumanni 16. ágúst 1858 og minnist á flutningana á þessa leið: „Á næst- liðnum lestum þegar ég fann stipt- amtmann sagði hann mér vera sjálf- sagða skyldu sóknarmanna að flytja járngluggana og allt annað til kirkj- unnar.“ Aftur og fram hafa menn velt þess- um flutningum fyrir sér og sést að alltaf eru það gluggarnir er valda mestum höfuðverk til flutninga, sam- anber eftirfarandi bréf J.D. Trampe til sýslumannsins í Skaftafellssýslu: „Eftir að hafa ráðgast við timbur- meistara Nilsen áhrærandi flutninga á járnstólpum þeim og járngluggum sem ætlaðir eru í Prestbakkakirkju skal ég ekki draga að tjá yður eins og ráð var fyrir gert. Ætlast til þess að hlutir verði fyrst fluttir sjóleiðis aust- ur fyrir Reynisfjall en að því búnu vildu þér þóknanlega ráðgast við um- boðsmann, hvort ekki muni hentug- ast að sæta góðu akfæri í vetur til að koma bæði stólpum og gluggum á byggingarstaðinn. Annars telur Nil- sen það ófært að bora naglana úr sem halda saman samskeytum glugganna ef það skyldi vera álitið hægara að flytja þá þannig sundurtekna á hest- um, heldur en heila á sleðum í góðu færi. Íslands stiptamtshúsinu 26. ágúst 1857. J.D.Trampe.“ Í þessu bréfi kemur í ljós að hver gluggi mun hafa verið steyptur í tvennu lagi og síðan hnoðaður saman. Jón Jónsson umboðsmaður greinir sýslumanni Skaftafellssýslu frá því að Eiríkur bóndi á Ketilsstöðum geri tilboð með flutning á einum glugga til Víkur. Ætlar hann að flytja hann á kviktrjám á tveimur hestum með 4 menn til stuðnings. Átti það að kosta 6 ríkisdali. Ekki virðist þessu tilboði hafa verið sinnt. Í niðurlagi tilvitnunar minnar í grein Björns Magnússonar sagði: „Ellefti glugginn sem var miklu minni en hinir var ætlaður á fram- stafn kirkjunnar yfir dyrunum. Hann er sá eini er austur komst og var sett- ur á sinn stað.“ Þetta stenst fullkom- lega þar sem hann er þar enn þann dag í dag 2004 en hefur átt að snúa svona miðað við tígla í hliðargluggum. Það er ljóst af framansögðu að Ein- ar Jóhannsson hefur séð til þess að allt kirkjuefnið væri sett á nokkuð örugga staði þar sem hann er sýni- lega með umsjón á öllu hvað snertir afhendingu þess. Talar hann um að koma gluggunum er fóru upp við Hvol þar heim. Á þessum árum standa allir bæirnir á Hvoli fram á Hvolshól sem er eina hæðin í Hvols- landi (en er núna á sjávarkampinum). Er hér greinilegt að hann hefur í huga að koma gluggunum heimundir bæjarhólinn, á öruggan stað frá sjó. Gluggarnir á Hvoli Á þessum árum eru 5 bændur á Hvoli. Í handritum Eyjólfs Guð- mundssonar á Hvoli má sjá að vegna sjávarbrota og fjörusandsfoks er á þessum tíma farið að huga að flutn- ingi á bæjarhúsum og alveg um 1860 er fyrsti bærinn fluttur af Hvolshóln- um. Er það Þorsteinn Magnússon er það gerir fyrstur, á jörðinni Nyrsta- Hvoli, eins og sú jörð var nefnd þá. Flytur hann bæinn upp í Kvíaskák, svonefnda Miðtungu. Einhvern tím- ann í hans búskap er komið þar upp þurrkhjalli nálægt bænum. Í stafna hjallsins eru notaðir tveir af gluggum þeim er áttu að fara í Prestbakka- kirkju. Síðan er enn á ný byrjað á flutningi með íbúðarhús á þessari sömu jörð 1924 og fært sig töluverðan spöl ofar í landið, byggt upp stórt og mikið steinhús sem flutt var í 1926 og bærinn síðan alltaf nefndur Norður-Hvoll. Voru þá öll hús rifin á gamla bæjarstæðinu, þar á meðal hjallurinn og byggður upp að nýju skammt norðan við hið nýbyggða steinhús. Er þar komið hjallhúsið er ég sá fyrst í skólagöngunni 1941. Þarna er þá komin vissa um afdrif tveggja glugganna af þeim 10 er skip- að var upp á Hvoli úr jaktinni Mariu. Skammt suðaustur af gömlu úti- húsunum á Suður-Hvoli var lengi eitthvert töluvert járnstykki. Eyjólf- ur Högnason, er var lengi ráðsmaður á þeim bæ, náði sér í smá járnbúta úr því til að potta skeifur er hann var að smíða undir. Mundu þeir það vel sem börn og unglingar, bræðurnir Guð- mundur og Sigurður Eyjólfssynir er voru báðir fæddir á Suður-Hvoli og ólust þar upp, síðar bændur á þeirri jörð um áraraðir. Heyrðu þeir talað um að þetta járn væri úr einum af kirkjugluggunum er áttu að fara í Prestbakkakirkju. Er þá komin nokkur vitneskja um þriðja gluggann en þá er alveg óljóst hvar hinir 7 hafa verið látnir liggja án þess að hafa nokkuð verið nýttir. Enginn vafi leikur þó þar á að ein- hvers staðar í námunda við Hvol muni þeir vera í jörðinni. Efnið í þeim er pottur, gott efni eftir glugganum sem er á stafni Prestbakkakirkju að dæma en hvort slíkt efni þolir saltan sand eða moldarjarðveg er spurning sem fæst ekki svarað nema þeir fynd- ust en 147 ár eru frá því þeir komu þar á land. Trúlega væri hægt að finna þá með þar til gerðum málmleit- artækjum þar sem um svona mikið magn er að ræða og væri fróðlegt ef einhverjir sem hefðu góð tök á slíkum tækjum, tækju sig fram um að kanna það. Litla-Hvammi á þorra 2004. Heimildir Prentaðar heimildir: Dynskógar, 1. hefti, Rvk, 1982. Eyjólfur Guðmundsson, Pabbi og mamma, Mál og menning, 1944. Helgi Bernódusson og Ágúst Karlsson – Saman- tekt um Landakirkju: http://www.kirkju- gardar.is/kgsi/bautast3/landakirkja.html Gögn á Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn: Auglýsing 4. júlí 1855. Skjöl á Þjóðskjalasafni Íslands: Póstskipið Sölöven 21. júlí 1856. Bréf A. Kohl sýslumanns 25. júlí 1856. Gögn v/ flutnings efnis upp í Sandavarir undir Eyjafjöllum. Bréf Sighvatar Árnasonar hreppstjóra 17. júní 1857. Bréf sýslumanns í Skaftafellssýslu 17. maí 1857. Farmskrá 18. júní 1857. Kvittanir 3. júlí 1857. Einar Jóhannsson til Á.G. sýslumanns 27. júní 1857. Bréf A. Kohl 9. júlí 1857. Bréf Jóns Jónssonar til Á.G. 16. ágúst 1858. Bréf J.D. Trampe 26. ágúst 1857. Gögn á Byggðasafninu að Skógum um flutning Hvolabæja: Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli. Munnlegar heimildir: Sigurður B. Gunnarsson, Litla-Hvammi. Kristján Bjarnason, Norður- Hvoli. Kristín Friðriksdóttir, Norður- Hvoli. Bjarni Kristjánsson, Norður- Hvoli. Jóhann Friðfinnsson, Vestmannaeyjum. Sigmundur Andrésson, Vestmannaeyj- um. Guðmundur Eyjólfsson, Suður-Hvoli. Sigurður Eyjólfsson, Suður-Hvoli. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Sigmundur Andrésson með járn- gluggann úr Landakirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.