Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 28
                        ! "  ##  $        % #    &' ## ( #     ()# *+  ( #        ,- !#%  ## # " !.    ## ( # /  /     0 ( # 1/ /     0 2### / 3/         4 (   $   5 0 (   % #   5 !" 6% ## (      5 !" 6% ## (  1    5 !#' * *  (   # %"% #   5!#' *  89+:- ## ()# *+  ( ' "   $   5% " ## ; #%  "          15< " =# ?    %+#   1 5  4# ;##     5 "%@"  ## ;##    $   5 "%@"  ## A#%B     &' ## C"  8     15 % " ## C"  88     15 !" 6% ## ;##  $    15 "%@"  ## ( #        ,- !#%  ## # " !.    ## D/ 3/E 1A # 8 $     F(. ## / D/ E 5A # 88 $     F(. ## /  /1G 5A # 888 $     F(. ## A    5  9+4  ##  9+4  ##7 F(. ##!" &      #       #7 %% -  % #                        ('  9#8 /  / 2 -' ('  9#88 5/ D/ 2 -' (' 9 88 /  1/  !#$* A '  5/ D/ 4#"  ## 5        15  * ## 3     55  ! "  ## 3   $  55  ()# *+  3   $  55  09+0  ## 3  7 9 $  55  *'- 0 ## 3     55  ! "  ## 3     55  ()#H=-" ## 3   % #  55  09+0  ## 3   % #  55  ()# *+  3   %+#  55  *'- 0 ##       5 509+0 I     %+#  5 5()#H=-" I    7A #        5 9+4  ##    7 9   55  *'- 0 ## (' #7#   #         ()#?9 ## A # %   %+#  3   F(. ## ! #"  ' #%   %+#  3  @ -J  A '  %+#  3  4#"  ## (' +    3  **.4#  (' + 7% -   3  **.4#  B jarki er ekki kominn ennþá því hann og kærastan skruppu til Þrándheims í gær til að kaupa sér íbúð. En ég á von á honum á hverri stundu,“ var það fyrsta sem Andri sagði, en viðtalið fór fram heima hjá honum. Meðan við biðum eftir Bjarka lof- aði Andri smábæinn Rena, sem telur á milli 2.500 og 3.000 íbúa og er í um 150 km fjarlægð frá Ósló. „Þetta er meiri háttar bær þó lítill sé. Hér er gott hótel, nokkrir veitingastaðir og svo fylgir háskólanum að sjálfsögðu mikið líf. Manni leiðist því aldrei hérna. Flestir fremstu popparar Nor- egs leggja gjarnan leið sína hingað til að leika tónlist sína fyrir stúdentana og aðra bæjarbúa og undantekning- arlítið segja þeir að það sé hvergi skemmtilegra að spila en í Rena. Tón- leikagestir taka 100% þátt í tónleika- haldinu.“ En hvað kom til að þið völduð þennan stað og hvernig höfðuð þið upp á honum? Rena er nú ekki þekkt- asti bær í Noregi? „Við Bjarki vorum báðir í Ósló á sínum tíma þar sem við stunduðum nám í almannatengslum og fjölmiðla- fræði. Ég fór reyndar út til að spila blak en stundaði jafnframt námið. Ég meiddist í blakinu og fór heim eftir fyrsta árið en Bjarki hélt áfram og frétti þá af því að Háskólinn í Rena væri með bestu fjölmiðlafræðideild- ina í Noregi. Hann kom því hingað á undan mér og hjálpaði mér síðan að komast inn í skólann, finna íbúð o.s.frv.“ Nú er Bjarki mættur og því kom- inn tími til að spyrja þá hvar og hve- nær leiðir þeirra hafi fyrst legið sam- an. „Ertu ekki búinn að segja honum frá því?“ spyr Bjarki. Við erum reyndar báðir frá Akureyri þar sem við höldum að við höfum verið saman í fótbolta hjá KA. Ég flutti síðan, barn að aldri, með foreldrum mínum til Hafnarfjarðar þar sem ég stundaði alla mína skólagöngu frá Lækjar- skóla til Flensborgar. En kynni okk- ar hófust í Ósló haustið 1999. Ég var á röltinu í bænum þegar Íslendingar sem ég hitti sögðu mér að landi okkar væri með tónleika í stúdentamiðstöð- inni uppi við Sognsvatn. Ég dreif mig þangað með neðanjarðarlestinni, hlustaði og í lokin tróð ég upp og tók lagið með listamanninum sem var Andri Þór Magnússon.“ Og síðan hafið þið verið eins og samloka? „Það fór strax vel á með okkur og þarna ákváðum við að stofna dúett og troða upp fyrir þá sem vildu hlusta á okkur.“ Komum að tónlistinni seinna. En þið urðuð strax virkir í félagslífi Ís- lendinga í Ósló. Þjáist þið nokkuð af athyglissýki? „Ekki ég, en ég veit ekki með Andra. Ég fékk brennandi áhuga á bæði leiklist og tónlist þegar ég byrj- aði í Flensborg. Ég tók gjarnan þátt í leiksýningum þar auk þess sem ég spilaði í hljómsveitum heima. Við sáum um þætti í íslenska útvarpinu í Ósló aðra hverja viku meðan við vor- um þar auk þess sem við komum ein- staka sinnum fram á tónleikum. Eftir að við komum hingað höfum tekið þátt í nánast öllum leiksýningum sem settar hafa verið upp í háskólanum og reynt að vera eins virkir í félagslífinu og tíminn leyfir.“ Fjölmiðlafræði í sveitabæ En snúum okkur að sjálfum Há- skólanum í Heiðmerkurfylki og námi ykkar hér. Skýtur það ekki svolítið skökku við að setjast að í sveitabæ í Noregi til þess að mennta sig í al- mannatengslum og fjölmiðlafræði? „Það getur litið þannig út við fyrstu sýn. En svo er þó aldeilis ekki,“ segir Bjarki. „Eins og Andri sagði áðan þá vorum við fyrst í Ósló. Þar frétti ég að fjölmiðladeildin í Rena væri mun nú- tímalegri en annars staðar í Noregi, bæði hvað varðar fyrirlesara og tækjabúnað. Á hverju ári fáum við nýjustu tækin á markaðnum og fjöldi þekktra fyrirlesara, bæði innlendir og erlendir, heimsækir okkur og dvelur þá gjarnan í nokkra daga. Svo er einstaklega hæft kennaralið hérna. Allt þetta hefur orðið til þess að þetta er að verða vinsælasta deildin til að læra almannatengsl og fjölmiðlafræði í Noregi.“ Þið hafið báðir starfað lítilsháttar við fjölmiðlun á Íslandi. Stefnið þið á blaðamennskuna heima að loknu námi? „Ég var um tíma hjá Degi, sáluga, á Akureyri auk þess sem ég starfaði lítilsháttar hjá útvarpsstöð í bænum. Þá kynntist ég því hve erfitt er að komast að hjá stóru miðlunum heima,“ segir Andri. „Þess vegna bætti ég almannatengslanáminu við en það er ekki kennt í háskólunum heima. Það gefur manni miklu meiri möguleika á góðri atvinnu. Ég veit um sárafáa Íslendinga með þessa menntun. Hérna í Noregi og víðast annars staðar í Evrópu og Ameríku, verða stóru fyrirtækin að hafa fólk með slíka menntun. Á Íslandi tíðkast að ráða blaðamenn sem upplýsinga- fulltrúa í stóru fyrirtækjunum eins og Flugleiðum og Íslenskri erfðagrein- ingu, en hér þarftu að hafa menntun í almannatengslum til þess að komast í þau störf. Almannatengslin opna miklu fleiri leiðir inn í samfélagið en bara blaðamennskan. Hitt er svo ann- að mál að ég er ekkert að flýta mér heim því ég hef ýmsa möguleika á störfum í Noregi og ég er mjög ánægður hér. Það er nefnilega „inn“ að vera Íslendingur í Noregi.“ „Ástæðan fyrir að ég valdi þetta nám er einfaldlega sú að þegar ég byrjaði í Flensborg valdi ég fjölmiðla- línuna þar,“ segir Bjarki. Hún vakti áhuga minn og reyndist mér síðan gott veganesti til Rena því ég kunni Bjarki Heiðar Steinarsson og Andri Þór Magnússon eru ungir menn á uppleið í Noregi. Síðustu árin hafa þeir stundað nám í Háskólanum í Heiðmerkur- fylki, í bænum Rena. Engu er logið þó maður segi að þeir hafi tekið skólann með trompi því þeir sitja báðir í stúdentaráðinu og gegna mikilvægum störf- um fyrir bæði stúdentaráðið og stjórn skólans. Guðni Þ. Ölversson brá sér í bíltúr til Rena og forvitnaðist um sögu þeirra félaga. Andri og Bjarki í Rena Bjarki og Andri. 28 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.