Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 11 um í 4.500 kílómetra. Á þessu tímabili höfum við einnig gert stórkostlegar breytingar á söfnunum okkar. Ég nefni Þjóð- minjasafnið, Þjóðmenningarhúsið, Gljúfrastein og Þjóð- arbókhlöðuna sem lengi hafði staðið ókláruð. Allt þetta hefur verið klárað með miklum ágætum. En þegar litið er til fram- tíðar þá vegur kannski einna þyngst hvernig við höfum gjör- breytt stefnu okkar í menntamálum. Við vörðum um 4% af þjóð- arframleiðslunni til menntamála þegar við tókum við, en erum nú komnir upp í 7–8%, sem er með því besta sem gerist í heim- inum. Ef litið er á hlutfall þess fólks sem nú líkur námi úr há- skóla þá er það með því hæsta sem gerist í OECD. Það sýnir aukna áherslu þjóðarinnar á menntun, að frá því á árinu 2000 hafa heildarútgjöld til menntamála aukist um 45%. Það er mjög mikilvægt. Framfarirnar eru því mjög miklar. Ég verð þó að geta þess, sem blasir við augum, að þetta er ekki mitt verk allt saman. Þetta hefur hins vegar gerst á meðan ég hef verið í forystu fyrir ríkisstjórnum, en í þeim hafa starfað um 30 ráðherrar. Stund- um er talað um að þetta sé alltaf sama ríkisstjórnin, en þarna hafa margir lagt hönd á plóg. Það má einnig nefna að á þessum tíma hefur verið meiri vinnufriður en verið hefur á öðru sambærilegu tímabili. Það þýðir að við sem áður áttum heimsmet í töpuðum vinnudögum, sem leiddi til þess að miklir fjármunir töpuðust, höfum náð að leysa þessi mál með farsælli hætti. Á þessu tímabili hefur sú niðurstaða orðið að ganga ekki inn í Evrópusambandið vegna þess að fyrir því hafa ekki verið færð nægilega sterk rök. Því verður ekki á móti mælt að það hefði þýtt margs konar erfiðleika ef við hefðum farið þarna inn. Og það er staðreynd að okkur hefur vegnað betur en flestum þjóð- um Evrópusambandsins á sama tíma. Við höfum ekki þurft að borga eins mikla fjármuni til þeirra og við hefðum ella þurft að gera. Menn geta sagt að það sé eigingjörn afstaða gagnvart Evrópu, en við höfum þar ekki sömu skyldur og sumir aðrir.“ Davíð segist ekki sjá ástæðu á þessum tímamótum til að rifja upp hluti sem ekki hafa gengið upp. Hann hafi farið af stað með mál, stór og smá, sem ekki hafi öll gengið fram eins og ætlað hafi verið. Hann segist eftirláta öðrum að minna sig á þau. Hef trú á að góð lending náist í varnarmálum Er eitthvað eitt frekar en annað sem þú vilt einbeita þér að í utanríkismálum þegar þú tekur við þeim málaflokki? „Ég vil í byrjun leggja áherslu á að fylgja því máli eftir sem ég hef unnið mikið að, þ.e.varnarmálum landsins. Ég tel að tek- ist hafi að koma því máli á beina braut eftir viðræður mínar við Bandaríkjaforseta. Ég hef í framhaldi af því átt ágætt símtal við utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Við eigum alla möguleika á að ná þar fram góðri lendingu. Ég vil leggja áherslu á að þó að þarna verði breyting á verka- skiptingu þá er þetta eftir sem áður sama ríkisstjórnin og sami stjórnarsáttmálinn. Það verður engin breyting í efnahags- málum eða öðrum slíkum málum þó að annar taki við forsæt- isráðuneytinu.“ Gildir það líka um Evrópumálin? „Ég tel að það sé algjörlega það sama sem gildir þar. Það er búið að negla niður ákveðna stefnu í stjórnarsáttmálanum sem gengur út á að halda okkar hlut gagnvart EES-samningnum og treysta á hann, en jafnframt að fylgjast gaumgæfilega með því sem er að gerast í Evrópu. Mér sýnist augljóst að það er ekkert sem bendir til þess að hag okkar væri betur borgið innan Evr- ópusambandsins. Efasemdir þar eru vaxandi. Það er t.d. afar hæpið að þessi stjórnarskrá sem þeir voru að samþykkja kom- ist nokkurn tímann til framkvæmda. Allar kannanir sýna að ef hún væri borin undir kjósendur í Þýskalandi yrði hún kolfelld. Hún verður væntanlega kolfelld í Bretlandi og víðar. Fyrr eða síðar þurfa stjórnvöld að taka mark á því sem fólkið segir, en það hefur verið sá gangur á að ef kjósendur segja nei þá er bara kosið aftur þangað til kjósendur segja já.“ Þú minntist á varnarmálin. Áttu von á að þér takist að leiða það mál til lykta á næstu misserum? „Já, ég á það. Ég tel að eftir viðræðurnar við Bandaríkja- forseta hafi málin komist í ákveðinn farveg. Það er ekki vafi í mínum huga að það er skilningur hjá honum á þörfum á varn- arviðbúnaði hér. Bandarískir þingmenn sem hafa komið til landsins hafa augljóslega áður en þeir komu kynnt sér stefnu ríkisstjórnarinnar og afstöðu Hvíta hússins og hafa lýst þeim sjónarmiðum að hér ætti að vera varnarbúnaður eins og við höf- um haldið fram.“ Þú hefur nefnt að það komi til greina að við tökum á okkur meiri útgjöld í varnarmálum. Hvað sérðu þar fyrir þér? „Ég hef sagt að við eigum að viðurkenna að hér hafa orðið breytingar. Það liggur fyrir að það hefur orðið samdráttur hjá varnarliðinu. Það eru ýmsir þættir í starfseminni í Keflavík sem tengjast í meira mæli almennu flugi og almennri starfsemi en áður. Við höfum verið með þá stefnu að varnarliðið sé ekki í Keflavík af fjárhagsástæðum heldur sé það hér eingöngu vegna öryggissjónarmiða. Þess vegna finnst mér það ekki ósanngjörn krafa að við horfum á það með jákvæðari augum en áður að taka aukinn þátt í kostnaði. Við höfum skoðað talsvert hvað þar kæmi til greina, en við höfum lagt áherslu á það við Bandaríkja- forseta að þar mætist menn af sanngirni.“ Líst vel á tillögur nefndar viðskiptaráðherra Það hefur mikið verið fjallað um átök í viðskiptalífinu að und- anförnu. Nýlega skilaði nefnd viðskiptaráðherra um hringa- myndun í viðskiptalífinu skýrslu. Ert þú sáttur við tillögurnar sem koma fram í skýrslunni? „Í öllum meginatriðum líst mér vel á þessar tillögur. Það má segja að þær gangi skemur en ég hafði gert mér í hugarlund að væri æskilegt. Nefndin fór yfir alla þessa þætti, bæði þessi sjónarmið sem ég hafði haft og fleiri og komst síðan að sameig- inlegri niðurstöðu um hvaða skref sé rétt að stíga. Ég tel að hún hafi fundið ákveðna millileið sem báðir stjórnarflokkarnir geti stutt og er til bóta, þannig að ég styð það.“ Þú vilt þá ekki að það verði gengið lengra en þarna er gert? „Nei, ég tel að þegar stjórnarflokkar hafa með þessum hætti gengið sameiginlega til verks og komist að niðurstöðu þá eigi flokkarnir að standa á bak við hana, hvaða upphaflegu sjón- armið svo sem menn höfðu til málsins. Ég taldi að það ætti að ganga lengra en þarna var gert, en þarna finna menn millilend- ingu sem ég held að sé hagfelld. Það verður líka að hafa í huga að mér finnst að margir þeirra sem starfa í viðskiptalífinu hafi meiri skilning og skynjun á því að þeir verði sjálfir að koma til móts við þær skrifuðu og óskráðu reglur sem hér og annars staðar gilda til þess að yfirvöld hér telji sig ekki knúin til að ganga lengra en nauðsynlegt er.“ Hefur sannast að lögin voru almenn Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðunni hafa talið að kaup Landssímans í Skjá einum séu til merkis um að ríkisstjórnin ætli ekki að setja ný fjölmiðlalög. „Þessi umræða er dálítið kúnstug. Því var haldið fram að fjöl- miðlalögunum væri beint gegn sérstöku fyrirtæki. Nú kemur á daginn, aðeins nokkrum vikum eftir að þessi lög voru drepin fyrir okkur, að þetta voru almenn lög. Þá kemur stjórnarand- staðan og segir: „Þetta gengur þvert á fjölmiðlalögin, sem við vorum á móti.“ Maður bara hlustar á þetta með forundran, en þetta sannar fyrst og fremst að þetta voru almenn lög. En allir eiga rétt á að starfa í samræmi við þau lög sem í gildi eru, ekki bara eitt tiltekið fyrirtæki.“ Þannig að ríkisstjórn stefnir eftir sem áður að því að setja ný fjölmiðlalög? „Já, sá vilji okkar er óbreyttur, en við munum ekki fara að semja við stjórnarandstöðuna um fjölmiðlalög sem eru einskis virði. Tillögur Samfylkingarinnar um innri stjórn fjölmiðlanna voru bara einhver vitleysa sem héldu ekki vatni.“ Er það eðlilegt að fyrirtæki sem er 99% í eigu ríkisins blandi sér í rekstur á samkeppnismarkaði? „Ef að það er gert á samkeppnisforsendum og viðskiptaleg sjónarmið ráða ferðinni þá er ekkert að því. Þegar búið er að taka hið beina boðvald frá stjórnmálamönnunum og búið er að mynda stjórn í fyrirtækinu sem ber ábyrgð samkvæmt lögum, þá á að virða sjálfstæði stjórnenda fyrirtækisins. Það er búið að segja við stjórnendur þess: „Þið verðið að gæta hagsmuna fyr- irtækisins og reka það eins vel og þið getið.“ Þetta ber að virða.“ Eitt af stóru verkefnum ríkisstjórnarinnar er að selja Sím- ann. „Já, að því máli verður unnið í samræmi við stjórnarsáttmál- ann. Við erum ekki á neinni hraðferð með þetta mál. Við tökum okkur þann tíma sem við teljum okkur þurfa. Við munum leitast við að tryggja stöðu þess hérlendis og erlendis því að það á í samkeppni bæði hér heima og við erlend fyrirtæki.“ Hefur þú þá ekki mótaðar hugmyndir um hvernig standa eigi að sölunni? „Ég hafði það þegar við vorum á sínum tíma að undirbúa söl- una. Núna finnst mér rétt að endurmeta það. Einkavæðing- arnefnd verður sjálfsagt skipuð upp á nýtt á næstunni. Einka- væðingin er á forræði forsætisráðherra og það er eðlilegt að nefndin, sem verður eins og verið hefur skipuð til jafns af stjórnarflokkunum, fari vandlega yfir málið á nýjan leik. Ég gef engin skilaboð um hvernig það eigi að gera.“ Endurskoðun stjórnarskrárinnar erfiðari vegna uppákomunnar í sumar Annað stórt verkefni er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu reyna að ljúka því? „Ég hef lengi talið að það sé mikilvægt að gera það. Það verð- ur hins vegar erfiðara að gera slíka hluti eftir þessa uppákomu sem varð í sumar. Það er hætt við að stjórnmálamenn muni horfa til þessa undarlega máls þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Þetta er enn ein afleiðingin af þessari óheppilegu stjórnskip- unaruppákomu sem hér varð. Þetta er einn versti atburður sem hér hefur orðið í stjórnmálalífi í sögu lýðveldisins. Við erum því miður ekki búin að sjá fyrir endann á því.“ En þú heldur að þetta muni lita umræður um endurskoðun stjórnarskrárinnar? „Maður tók eftir því að eftir að þetta gerðist, fóru ýmsir allt í einu að ræða um stjórnarskrárbreytingar með allt öðrum for- merkjum en áður var. Það finnst mér vera lakara og nokkur vonbrigði.“ Samkomulag handsalað um skattamálin Hafa stjórnarflokkarnir náð endanlegu samkomulagi um hvernig eigi að útfæra boðaðar skattalækkanir? „Já, það hefur tekist mjög gott samkomulag um það. Við handsöluðum það á spítalanum, ég og Halldór Ásgrímsson. Ég geri ráð fyrir því að það komi í hlut forsætisráðherra í stefnu- ræðu og fjármálaráðherra við framlagningu fjárlaga, að gera grein fyrir því. Mér finnst það eðlilegra heldur en að ég sé að gera það. En það er fullt samkomulag um hvernig við göngum fram í þeim efnum og ég er mjög ánægður með það.“ Er ekki óhjákvæmilegt að ríkið skeri niður ríkisútgjöld sam- hliða því að lækka skatta? „Við höfum verið að passa okkur á því að reka ríkissjóð halla- lausan og með afgangi. Það hefur tekist mjög vel. Við höfum sýnt fyrirhyggju í rekstrinum og meðal annars tekið tugi millj- arða úr ríkissjóði og lagt inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og komið þannig í veg fyrir stórslys síðar meir. Eins höfum við eflt mjög Seðlabankann með fjármunum úr ríkissjóði. En þegar þennslan er sem mest þurfum við að halda að okkur höndum og gæta að allri útgjaldaaukningu. Ég tel hins vegar að þessar hóf- legu skattalækkanir sem samkomulag hefur tekist um falli ágætlega inn í þennan ramma.“ Það hefur stundum verið nefnt að umsvif utanríkisráðuneyt- isins séu óþarflega mikil og þau mættu að skaðlausu minnka. Hver er þín afstaða til slíkra hugmynda? „Það er sjálfsagt að horfa til þess eins og annarra ráðuneyta. Það á enginn að vera undanskilinn í þeim efnum. Ég hef ekki skoðað það sérstaklega, en það má vel vera að þar séu þættir sem mönnum finnst vera ofrausn. Það hefur hins vegar verið áköf krafa í þinginu og kannski fyrir hönd þjóðarinnar, að fram- lög okkar til þróunarmála verði aukin. Menn hafa sagt að okkar hlutur þar sé skammarlega lágur. Það kostar auðvitað heilmikla peninga að fylgja því eftir. Það er kannski erfitt að miða okkur við lönd sem eru með 20–30 sendiráð í Afríku og annað eins í Asíu. Mér er sagt að Vatíkanið sé með 70 sendiráð úti um allan heim. Við erum með lágmarksfjölda. En þeir sem hafa krafist þess að við göngum í Evrópusambandið hafa talað um að við þurfum að opna sendiráð í öllum löndum Evrópusambandsins. Eitthvað myndi nú slíkt kosta ofan á annað.“ Á fundi Íslandsbanka um efnahagsmál í vikunni kom fram það sjónarmið að merki væru um ójafnvægi í þjóðarbúskapn- um, viðskiptahallinn væri mikill og aukin verðbólga. Þarf rík- isvaldið ekki að halda fast um efnahagsmálin við þessar að- stæður? „Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega það sem var spáð. Menn höfðu spáð að viðskiptahallinn myndi aukast á meðan þessar miklu fjárfestingar á Austurlandi stæðu yfir, þannig að það kemur ekki á óvart. Ef húsnæðisliður vísitölunnar er tekinn út úr þá er verðbólgan miðað við 12 mánuði um 2,4%. Það hefði einhvern tímann þótt vera lág verðbólga. Staðan er hins vegar viðkvæm. Það eru miklir peningar sem bankarnir eru að flytja inn í landið sem með vissum hætti skapa ákveðinn vanda. Úr- ræði Seðlabankans eru veikari og hægvirkari en áður var vegna þess að það er svo stór hluti fjármálamarkaðarins sem ræðst af öðrum lögmálum.“ Nýr kraftur með einkavæðingunni Hvað finnst þér um það sem hefur verið að gerast á banka- markaði síðustu daga? „Út af fyrir sig finnst mér það vera mjög jákvætt. Eftir að einkavæðingin átti sér stað hefur hugmyndaauðgi, kraftur og samkeppni mjög aukist. Maður vonar að öll þessi mikla sókn, sem nú er í gangi, sé gerð þannig að menn hafi vaðið fyrir neðan sig og það sé ekki gengið neitt úr hófi fram. Það er ómögulegt annað en að dást að því hvað einkavæðingin hefur leyst mikinn kraft úr læðingi og lýsir sér m.a. í því að vextir fara lækkandi. Það er jákvætt.“ Á næsta ári heldur Sjálfstæðisflokkurinn landsfund. Ætlar þú að óska eftir endurkjöri sem formaður flokksins? „Landsfundur verður væntanlega haldinn í nóvember á næsta ári. Á þessari stundu geri ég ekki ráð fyrir öðru en að svo verði.“ etjast í helgan stein Morgunblaðið/Sverrir veiktist í sumar. egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.