Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 43 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og úför sambýlismanns míns, GÍSLA GUÐBRANDSSONAR, Kleppsvegi 138. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-6, Landspítala Fossvogi. Fyrir hönd systkina hins látna, Anna Sveinsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, HEKLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Furulundi 15c, Akureyri, lést á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri laugardaginn 4. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Baldvin Ásgeirsson, Ívar Baldvinsson, Eva Baldvinsson, Valur Baldvinsson, Sigrún Bernharðsdóttir, Óttar Baldvinsson, Ásrún Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Baldvinsson, Vigdís Skarphéðinsdóttir, Gunnhildur Baldvinsdóttir, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Björgvin Ingimar Friðriksson, Stefán J. Baldvinsson, Árdís Gunnur Árnadóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNÓR GUÐJÓN ÓLAFSSON múrarameistari, Leynisbraut 32, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 28. ágúst. Útförin hefur farið fram. Þökkum vinsemd og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka alúð og umönnun. Guðrún Gísladóttir, Jóhanna Baldursdóttir, Ólafur Arnórsson, Gunnar Ág. Arnórsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Sigríður Arnórsdóttir, Sigurður B. Sólbergsson, Arna Arnórsdóttir, Helgi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir minn, WILHELM MAGNÚS ALEXANDERSSON OLBRICH, Háaleitisbraut 54, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju þriðju- daginn 14. september kl. 13.30. Rebekka Magnúsdóttir, Alexander Olbrich, Gunnar Páll Alexandersson Olbrich. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR SIGURÐUR HARALDSSON, sem lést þriðjudaginn 7. september, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 13. september kl. 14.00. Sólveig Helga Björgúlfsdóttir, Haraldur Þór Halldórsson, Sigrún Halldórsdóttir, Ágúst Ármann Þorláksson, Björgúlfur Halldórsson, Halla Höskuldsdóttir, afabörn og langafabarn. ✝ Unnsteinn Beckfæddist á Sóma- stöðum í Reyðarfirði 27. nóvember 1914. Hann lést á Landspít- alanum 29. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Mekkín Jónsdóttir Beck, f. 11. maí 1883, d. 11. febrúar 1977, og Hans Jakob Beck, f. 17. janúar 1838, d. 29. nóvember 1920. Unnsteinn var fimmti í röð átta al- systkina sem komust á legg en þau eru: Jakobína Hans- ína, f. 1909, Jónína, f. 1910, Elísabet, f. 1912, Ásta Þórbjörg, f. 1913, Laufey, f. 1916, María Þor- gerður, f. 1918, og Árni Eyjólfur, f. 1919. Þær Jakobína og Ásta lifa bróður sinn. Af fyrra hjónabandi átti Hans Jakob þrettán börn. Þegar Unnsteinn missti föður sinn fluttist hann til Hornafjarðar og ólst þar upp hjá hálfsystur sinni, Þórunni Beck, og eigin- manni hennar Jóni Guðmunds- syni. Unnsteinn kvæntist hinn 5. október 1947 Önnu Guðmunds- dóttur, f. 5. október 1918. Börn þeirra eru: Steinar Beck, f. 1. júlí 1952. Dóttir hans er Anna María Beck, f. 1980. Hans Jakob Beck, f. 26. júlí 1961, kvænt- ur Ingibjörgu Þor- steinsdóttur. Sonur þeirra er Unnsteinn, f. 2003. Fóstursonur Unnsteins og Önnu er Þórólfur Tóm- asson, f. 11. septem- ber 1956, kvæntur Bryndísi Hrönn Kristjánsdóttur. Dóttir þeirra er Sandra, f. 1990. Unnsteinn varð stúdent frá MR 1937 og lauk lagaprófi frá HÍ 1943. Hann varð héraðsdómslög- maður 1952 og hæstaréttarlög- maður 1980. Hann starfaði sem fulltrúi borgarfógeta og síðar borgardómara í Reykjavík á ár- unum 1944 til 1951 er hann var skipaður tollgæslustjóri. Því emb- ætti gegndi hann til ársins 1965, þá er hann var skipaður borgar- fógeti í Reykjavík. Hann lét af því starfi 1979 og rak þá málflutn- ingsstofu um árabil. Útför Unnsteins fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Mig langar til að minnast hér í fáum orðum Unnsteins frænda míns og vinar er lést nær níræður 29. fyrri mánaðar. Þegar farið er yfir langa sögu verða það aðeins stiklur einar sem hér verða birtar, líkt og þegar gömlu myndaalbúmi er flett. Það vill svo vel til að ég rakst á ljósmynd af þeim Unnsteini, Árna og Óla frænda þar sem þeir stilltu sér upp við Gut- enberg-húsið í Þingholtsstræti. En þar á númer 24 bjó þá Mekkin með þeim systkinum Laufeyju, Árna og Unnsteini er þá hafði nýlokið stúd- entsprófi með ævintýralegri hrað- ferð, sem mér finnst helst líkjast þrístökksmeti Vilhjálms. Unnsteinn kom austan af Horna- firði. Hvaða undirbúning hann hafði fengið þar veit ég ekki. Hann settist í 3. bekk Ágústarskóla, sat svo í 4. bekk í menntaskólanum og tók svo 5. og 6. bekk menntaskólans utan- skóla á einum vetri. Hann lauk stúd- entsprófi með 1. einkunn. Þetta er að vísu ekki einsdæmi en til slíks afreks þarf gáfur, áræði og hörku. Unnsteinn var fæddur á Sóma- stöðum á Reyðarfirði en við lát föð- ur síns fór hann 6 ára að aldri, til Þórunnar Beck, hálfsystur sinnar og manns hennar Jóns Guðmunds- sonar sem bjuggu á Hornafirði. Hann ólst upp hjá þeim þar til hann flutti til Reykjavíkur og hóf skóla- göngu. Átthagatryggð er ríkur þáttur í fari Íslendinga og má vera að frændur sem búa enn í heimahögum eigi þar nokkurn þátt í. Unnsteinn átti enga frændur á Hornafirði en þeim mun tryggari vináttu margra sem virtist ganga í erfðir þar eystra. Þeirra vináttu kunni hann vel að meta. Eins og flestir vita voru erf- iðir tímar í íslensku efnahagslífi árin fyrir seinni heimsstyrjöldina og þóttist hver heppinn að hafa vinnu. Stúdentar treindu sér sumartekjur yfir veturinn. Unnsteinn kenndi þá með náminu en vann hjá skógrækt- inni eða við sauðfjárveikivarnir á sumrin. Þær hestaferðir á heiðum uppi voru honum síðar efni í skemmtilegar sögur. Strax að loknu laganámi hóf hann dóms- og réttargæslustörf og var því embættismaður nær alla sína starfsævi, að undanskildum nokkr- um síðustu árum starfsævinnar er hann rak sína eigin málflutnings- skrifstofu. Svona löng embættisseta veitir innsýn í margslungið mann- lífið. Hann ræddi heldur ekki um störf sín og var gætinn í orðum og öfgalaus í umræðu um menn og mál- efni. Fyrstu búskapar árin bjuggu Anna og Unnsteinn á Vífilsgötu. Þar var jafnan gestkvæmt af fjölskyld- unni og vinum beggja, ungu og glað- væru fólki. Síðan fluttu þau vestur á Hagamel, gestirnir fylgdu og strák- ar þeirra stálpuðust þar. Að lokum keyptu þau reisulegt fallegt einbýlishús á Smáragötu 11. Því fylgdi stór og fallegur garður. Mér sem öðrum fannst að þar hefði miðbæjarstúlkan úr hinni gömlu (klassísku) Reykjavík og borgarfóg- etinn fengið hús við sitt hæfi. Það var góður andi í þessu húsi eins og á öðrum heimilum þeirra. Í garðinum óx gullregn, mikið tré með blómskrúði. Í sumar voru þau hjónin Unnsteinn og Anna ásamt fjölskyldu og vinum við skírn son- arsonar þeirra er gefið var nafnið Unnsteinn og megi gæfa fylgja nafni. Anna hjúkraði manni sínum heima af alúð og umhyggju í sjúkra- legu hans. Guð blessi minningu Unnsteins. Páll Þórir Beck. UNNSTEINN BECK Fyrir röskum sjö ár- um var öll fjölskylda okkar samankomin sem oftar á heimili móður okkar. Í þetta sama skipti var í sinni fyrstu heim- sókn á heimilinu hár og glæsilegur eldri maður. Það var eins og æðri máttarvöld hafi sent þennan mann einmitt þennan dag til mömmu, því þennan sama dag, 31. maí 1997, varð bróðir okkar bráðkvaddur aðeins 37 ára gamall. Áður hafði móðir okkar þurft að þola fráfall annars sonar vegna slys- fara. Að ganga í gegnum slíkt sorg- MAGNÚS GUÐMUNDSSON ✝ Magnús Guð-mundsson fædd- ist á Vatneyri við Patreksfjörð 9. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. september. arferli aftur óstudd hefði orðið henni of- viða. Það er með ólík- indum, að einmitt þessi trúaði og góði maður sem Magnús var, skyldi koma inn í líf fjölskyldu okkar þenn- an örlagaríka dag. Ég hef aldrei hugsað þá hugsun til enda, hefði ekki svo verið. Magnús vék ekki frá henni eftir þetta, og skapaðist milli þeirra mikill kær- leikur og vinátta. Menn ganga ekki all- ir sömu stíga og götur í gegnum lífið og er það vel. Magnús fór sína leið og aðrir fylgdu í kjölfarið. Það er mín skoðun að Magnús valdi kannski ekki fjölfarnasta slóða í heimi, en sú leið var vel greið, og myndi hæfa öll- um. Skoðanalaus var maðurinn eng- an veginn, þó svo að hann væri ekki að flíka þeim mikið, nema hann þyrfti þess. Við ræddum oft um inn- rásina í Írak, sem var afar grimm, hvort sem menn vilja réttlæta hana eður ei. Magnús, sem var frá Pat- reksfirði, átti sumarhús við Látra, sem þau notuðu á sumrin. Mér auðn- aðist aldrei að koma þangað meðan Magnús lifði, en það var auðheyrt að sá staður átti huga hans og hjarta. Veður- og náttúrulýsingar Magnús- ar af Látrum voru á þann hátt að hægt var að ímynda sér að þarna væri vísir að Paradís á jörðu. Ég ætla ekki, og myndi ekki í virð- ingarskyni við þennan gengna góða mann, vera að skreyta mín kynni af honum. Við eigum okkar minningar sem munu varðveitast meðan við lif- um. Nú eru kaflaskil hjá honum, hann hefur yfirgefið jarðarkúluna og hald- ið af stað í ferð sem við eigum öll eft- ir að fara. Hvert sú leið liggur, veit ég ekki, en það veit ég að hann fær góðar móttökur á betri staðnum. Þess hefði ég óskað að mamma og Magnús hefðu getað átt fleiri góð ár saman, en ég vil þakka fyrir þau ár sem þau fengu að njóta saman. Það veit ég að Magnús hefði viljað vera nú hjá móður minni í þeirri sorg sem hún nú hrærist í. Ég, kona mín og börn vottum henni og öllum þeim sem að Magnúsi standa okkar dýpstu samúð. Guðmundur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON húsasmíðameistari, Mánabraut 9, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 8. september, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 16. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Ólöf Bjarnadóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Frímann Ólafsson, Þórey Þóranna Þórarinsdóttir, Hjálmar Bjarnason, Bjarney Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jón Haraldsson, Sóley Þórarinsdóttir, Páll Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.