Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir AKKURAT FYRIR ÞIG! Sími 594 5000 Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Falleg og skemmtileg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með svölum. Parket og flísar á gólfum. Mjög gott lyftuhús með myndavélakerfi. Stutt í alla þjónustu, skóla, sundlaug o.fl. Verð 8,9 millj. OPIÐ HÚS FRÁ KL. 15.30-16.30 Í VESTURBERGI 78 Júlíus Jóhannsson sölufulltrúi Akkurat tekur á móti þér. Gsm 824 5074. Sími 594 5000 Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Jörðin Forsæti í Rangárþingi vestra, Landeyjum, er til sölu Jörðin hefur undanfarin ár verið nýtt til hrossaræktunar. Jörðin er landmikil eða alls 200 hektarar, þar af 36 hektarar ræktað land. Nýtingarhlutfall jarðar er mjög hátt, jörðin er mjög vel uppbyggð og grasgefin og hentar afar vel til hrossaræktunar. Upp- bygging hennar og hönnun með tilliti til smölunar er með því sem best gerist. Á jörðinni er reiðvöllur sem er löglegur bæði sem íþrótta- og gæðingakeppnisvöllur ásamt 450 metra skeiðbraut sem nýtist jafnframt til kynbótasýninga. Á jörðinni er mikið endurnýjað íbúðarhús, 157 fm, byggt árið 1963 úr steini. Við húsið er rúmgóður sólpallur auk þess sem kominn er sökkull að 40 fm laufskála. Á jörðinni er fullkomið glæsilegt hesthús með stíum fyrir 43 hesta, 11 eins hesta stíur og 16 tveggja hesta stíur. Hesthús er vélmokað. Það er vel búið að öllu leyti, þar er hnakkageymsla, kaffistofa með vönduðum innréttingum auk snyrtingar. Áfast við hesthúsið er 200 fm reiðskemma auk rúmgóðrar saggeymslu. Umhverfis húsið eru þrjú gerði auk girtra hólfa. Jörðin er staðsett 14 km austan við Hvolsvöll og er malbikað alla leið. Jörð sem og húsakosti hefur ver- ið afar vel viðhaldið. Allar girðingar á jörðinni eru nýyfirfarnar og er jörðin að mestu rafgirt. Hluti jarðarinnar var nýlega ræstur fram með djúpum skurðum. Hrossaræktun er á jörðinni í dag og er hún því búin öllu sem til þarf til slíks rekstrar og eru núverandi eigendur tilbúnir til samninga um hverja þá fylgihluti sem selst geta með jörðinni auk þess sem hefðbundið er. Ásett verð er kr. 43.000.000. Allar nánari upplýsingar gefur Viggó Sigursteinsson, sími 824-5066. JÖRÐIN FORSÆTI TIL SÖLU Einbýlishús í Garðabæ óskast. Höfum kaupendur að einbýlishúsum í Garðabæ. Nánari uppl. veita Kjartan og Sverrir. Hús í vesturborginni eða gamla bænum óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm raðhúsi eða einbýlishúsi á ofangreindum stöðum. Staðgreiðsla. Hús við sjóinn óskast. Arnarnes - Skerjafjörður - Seltjarnarnes. Hús á bilinu 300-400 fm skv. ofangreindri lýsingu óskast. Staðgreiðsla. Einbýli eða raðhús í Kópavogi óskast. Höfum verið beðnir að útvega gott 200-300 fm einbýlishús eða raðhús í Kópavogi. Sterkar greiðslur í boði. Einbýlishús í Mosfellsbæ eða Hafnarfirði óskast. Traustur kaupandi sem vantar 250-300 fm einbýli í Mosfellsbæ eða Hafnarfirði. Staðgreiðsla. Grafarvogur - einbýli eða parhús. 250-300 fm einbýlishús eða parhús í Grafarvogi. Staðgreiðsla í boði. Raðhús eða einbýli á Seltjarnarnesi óskast. Höfum kaupanda að góðu 200-300 fm raðhúsi eða einb. á Seltjarnarnesi. Sterkar greiðslur í boði. Höfum kaupanda að einbýlishúsi á svæði 200, 201 og 203. Verðbil frá 30-50 millj. Góðar greiðslur. Uppl. veitir Óskar. Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast. Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð skv. framangreindri lýsingu. Góðar greiðslur í boði. Nánari uppl. veita Kjartan og Sverrir. Óskum eftir 2ja-3ja herb. íbúðum á svæðum 109, 110 og 112. Ákveðnir kaupendur. Áhugasamir hafi samband við Óskar. Sérhæð í Hlíðunum óskast fyrir ákveðinn kaupanda. Staðgreiðsla í boði. 3ja herbergja íbúð með bílskúr óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð með bílskúr. Allar uppl. veita Sverrir og Óskar. Sverrir Kristinsson,löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu um þessar mundir vantar okkur eignir fyrir nokkra af okkar góðu og traustu viðskiptavinum Hér á eftir fer sýnishorn úr kaupendaskrá: (athugið þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá). Húsin eru nánast viðhaldsfrí og með frábæru útsýni á þessum vin- sæla stað. Húsin afhendast fullfrá- gengin utan sem innan. Parket á gólfum, húsið er klætt viðhaldsfrýrri stálklæðningu, ísskápur, eldavél og tengi fyrir uppþvottavél, verönd með skjólveggjum og heitum potti. Húsin standa á 8000 fm eignarlóð. Verð kr. 15.900.000. Hagstæð fjármögnun. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 TIL SÖLU NÝ OG GLÆSILEGA HÖNNUÐ SUMARHÚS Í GRÍMSNESI Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Svein- birni Kristjánssyni: „Harður dómur! Í nýföllnum úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur var ég dæmdur í 4 og ½ árs fangelsi. Telst það nokkuð hart og hefur verið fjallað um að þetta sé harðasti dómur í viðlíka máli sem upp hefur verið kveðinn. Samt er ég sáttur við þennan hluta og mun auðvitað hlíta honum. Það sem verra er, er sá aukni dómur sem ég og fjölskylda mín hlýtur í þessu máli. Þar sem ég taldi fyrir þennan dóm að Ísland væri með eðlilegt réttarfar og stæði öðrum vestræn- um þjóðfélögum ekki að baki varð niðurstaða héraðsdóms mér mikið áfall. Þeir dómar sem meðákærðu hlutu í þessu máli verða að teljast hrikalegir. Til að þeir sem að lesa þetta skilji hvað málið snýst um, þá er verið að dæma bróður minn, frænda minn og samstarfsmann bróður míns í mjög harða refsingu saklausa, án þess að nokkur gögn komi fram í málinu til að styðja dómana! Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsivert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavegana ekki aðra vitn- eskju frá mér. Einnig voru lögð fram gögn sem sýndu að ég hafi leynt, og viljandi afvegaleitt þá, um annars vegar uppruna fjárins í sumum tilfellum og hins vegar um að refsivert athæfi hafi átt sér stað af minni hálfu í öðrum tilfellum. Hvernig má þetta vera í ríki sem kennir sig við lýðræði og stærir sig af því að vera framarlega í rétt- indum þegna sinna? Hvernig má vera að án gagna séu menn dæmd- ir sekir? Einu sinni var maður dæmdur fyrir morð á Íslandi án þess að lík fyndist. Um það hefur verið rætt alla tíð síðan og finnst flestum að réttarmorð hafi verið framið. Það sem ég tel að standi að baki þessu er hið hrikalega misnotaða vald fjórða valdsins, fjölmiðlanna. Sumir fjölmiðlamenn, sem ekki kannast við þetta vald, hafa mis- notað það hingað til og munu gera það áfram. Það að setja hálfsann- leika fram í blaðaskrifum er verra en hreinasta lygi. Lygi er þó hægt að benda á en hálfsannleika er mjög erfitt að greina. Dómur hér- aðsdóms ber þess merki að þar hafi verið látið undan þrýstingi að- ila sem hafa fjallað af jafn óvilhöll- um hætti um málið eins og að segja að „[sakborningur] hafi lýst yfir sakleysi og ætli [þess vegna] að láta saksóknara hafa fyrir því að sanna sekt“. Svona málflutningur hefur verið til þess fallinn að fá almennings- álitið upp á móti saklausum aðilum og orðið til þess að vondur dómur er fallinn. Ekki býst ég þó við því að menn sjái að sér eða telji nokk- uð rangt við þetta, því miður. Ekki bjóst ég við að dómarar létu undan þrýstingi sem þesssum. Og verð ég því að gera þeim grein fyrir því sem þessi dómur þýðir fyrir mig. Fyrir mig er þetta lífstíðardóm- ur. Það að saklausir menn séu dæmdir, ungir, til mjög harðra refsinga út af gjörðum mínum er óbærilegt. Ef að þið teljið þennan dóm minn réttlætanlegan verð ég að velta fyrir mér hvers vegna þið kusuð ekki frekar að dæma mig til fullrar refsingar, innan ramma lag- anna? Ég veit ég skaðaði marga með gjörðum mínum, en þýðir það að líf mitt þurfi að vera með þeim hætti í framtíðinni að ég muni aldr- ei geta horft framan í foreldra mína, systkini og annað venslafólk? Það er kannski skrýtið að sjá dæmdan mann tjá sig um mál með þessum hætti, en ég gat því miður ekki orða bundist. Að lokum vil ég þakka starfsfólki héraðsdóms fyrir mannlega og góða framkomu meðan á þessu máli stóð í réttarsal. Einnig vil ég þakka þeim sem að rannsókn máls- ins komu. Ekki er ég viss um að ég gæti komið jafn vel fram undir sömu kringumstæðum. Þetta er einstaklega vandað fólk.“ Yfirlýsing frá Svein- birni Kristjánssyni Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.