Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 55
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 55 LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar sýnir nú annað leikritið af fimm sem áætlað er að sýna í tilefni þess að félagið hefur fengið varanlegt hús- næði. Hugmynd Hafnfirðinganna er í meira lagi metnaðarfull auk þess sem leikritin eru öll af því tagi sem ætla mætti að aðeins hluti leikhúsunnenda færi að sjá. Allt eru þetta þó þýddar perlur; sumar sígildar en ætíð nýjar þar sem þær fjalla beinlínis um mann- legt eðli. Beisk tár Petru von Kant telst hiklaust í þeim flokki en í verkinu eru kúgun og undirgefni rannsakaðar á áhugaverðan hátt. Aðalpersónan er fatahönnuðurinn Petra von Kant sem hefur konu að nafni Marlene í vinnu hjá sér. Það sem er sérstakt við Marlene, og það sem gerir leikritið jafn- merkilegt og raun ber vitni, er að hún segir aldrei orð heldur vinnur verk sín á meðan hún fylgist með flestum athöfnum Petru þegar hún verður ástfangin af ungu stúlkunni Karin en auk þessara þriggja koma við sögu vinkona Petru, dótt- ir hennar og móðir. Leikrit Fassbinders býður upp á margs konar túlkun; Petra getur vakið samúð, þvert á alla hennar galla en það má einnig líta á hana sem harðbrjósta og miskunn- arlausan kúgara sem hugsar að- eins um eigin tilfinningar og það er leiðin sem Lárus leikstjóri og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sýna okkur. Þó að Sigríður hafi sýnt miklar tilfinningar og túlkað hörku Petru prýðilega þá vantaði mikið þegar persónan var svona einsleit. Til að ljá Petru yfirlæti og hroka talaði Sigríður með ýktum áherslum og óeðlilegri rödd en þar sem eiginleikarnir voru þarna sett- ir utan á persónuna í stað þess þeir fylgdu persónusköpun leik- arans hafði þetta aðeins áhrif til hins verra auk þess sem þessi framburður hvarf öðru hvoru þeg- ar líða tók á sýninguna. Af því að samúð áhorfenda skorti með Petru var erfitt að skilja af hverju Marlene virtist elska hana jafn- mikið og gefið var upp. Lárus tek- ur mjög ákveðin pól í hæðina þeg- ar hann gefur sér að Marlene sé ástfangin af Petru í stað þess að leyfa áhorfendum að túlka þessa undarlegu og áhugaverðu persónu. Hvergi í texta verksins né fyr- irmælum er þessu beinlínis haldið fram. Sigríður Hafdís Benedikts- dóttir lék Marlene vel og af þokka en erfiðari hlutverk eru vand- fundin. Það var ekki síst í atriða- skiptingum sem áðurnefnd ást Marlene var sýnd. Skiptingarnar voru fallegar, bæði hvað varðar lýsingu og tónlist, þegar persón- urnar fóru um í hægum hreyf- ingum bak við tjald og Marlene bjó um rúm eða lagðist í sófa. Þarna leyfði leikstjórinn sér að hvíla í andartakinu þó að stytta hefði mátt sumar og hefði verið gaman að sjá þetta fallega flæði fært inn í framvinduna. Sviðið var fallegt og einfalt en það var þó ekki alveg á hreinu hvort verið væri að færa verkið fram til nú- tímans eða ekki þar sem sumt var bundið við tímann sem verkið ger- ist á. Þetta misræmi kom þó sér- staklega fram í búningunum. Sum- ir voru tímalausir og fallegir en aðrir allt að því afkáralegir. Því miður er þýðandans Böðvars Guð- mundssonar ekki getið í leikskrá. Ein leið til að færa verkið fram í tíma var að taka út þéringar auk þess sem nútímamál var stundum tekið inn. Það gafst stundum ágætlega en nauðsynlegt er að geta um slíkt í leikskránni, ekki síst vegna þess að verkið var nokkuð mikið stytt. Það má einnig lengi deila um endinn sem Lárus velur því hann er gerólíkur þeim endi sem Fassbinder skrifaði. Hins vegar er víst að hann gengi alveg upp ef hann yrði betur undirbúinn. Þó að spurningar um túlkunina hafi vaknað var kvöldstundin ánægjuleg því að margt var vel gert í leik, leikstjórn og heild- armynd. Það er ekki annað hægt en að dást að hugrekki og metnaði Leikfélags Hafnarfjarðar og spennandi að sjá næstu leiklist- arperlu hjá þeim. Fassbinder í Hafnarfirði Hrund Ólafsdóttir BEISK TÁR PETRU VON KANT Höfundur: Rainer Werner Fassbinder. Leikstjóri: Lárus Vilhjálmsson. Leikmynd: Lárus Vilhjálmsson o.fl. Lýsing: Hilmar Karl Arnarson og Gunnar Björn Guð- mundsson. Búningar og útlit: Rakel M. Guðmundsdóttir o.fl. Frumsýning í Gamla Lækjarskólanum, 4. september 2004. Leikfélag Hafnarfjarðar LEIKLIST - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Skíðaferðir Kitzbühel frá kr. 59.890 Í ár býður Terra Nova í fyrsta skipti ferðir til hins þekkta skíðabæjar Kitzbühel. Flogið verður í beinu flugi til Salzburg. Vikulegar brottfarir frá 29. janúar til 26. febrúar. Það er engin tilviljun að Kitzbühel er einn vinsælasti skíðaáfanga- staðurinn í Ölpunum. Ósnortin náttúra afskekktra fjallasvæða, menning, frábær matargerð, afslöppun, heilsulindir og óteljandi afþreyingarmöguleikar. Það er glæsibragur yfir Kitzbühel sem á hverju ári er vettvangur fjölda skíðakeppna. Gamli bæjarhlutinn er einkar aðlaðandi og vel varðveittur og umhverfi bæjarins er rómað fyrir fegurð. Á svæðinu eru skíðaskólar, skíðaleigur, brekkur fyrir brettafólk og skíðagöngubrautir eru einstaklega góðar. Verð kr. 82.490 á mann M/v 2 í herbergi á Hotel Garni Cristophorus***. Innifalið flug og gisting. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.400 á mann. Verð kr. 59.890 á mann M/v 2 í herbergi á 2* hóteli/penison. Innifalið flug og gisting. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.400 á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.