Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ æ fleiri kjósa að skrá sig til herþjónustu. Önnur ástæða er það efnahagslega öryggi sem herinn getur boðið. Ókeypis húsnæði, matur, menntun – og góður lífeyrir ef öll starfsævin er hjá hern- um. Einu sinni keypti Charles sjálfur þann lífsstíl sem hann selur nú. Hann ólst upp í fátæku landbúnaðarhéraði í Norður- Karólínu og allt benti til að hann myndi keyra traktor á stóru tóbaksekrunum í framtíðinni. En unglingurinn vildi sjá heiminn. – Ég hef verið í Kóreu, á Haiti og í Kosovo, segir hann stoltur. – Gömlu vinirnir mínir urðu eftir á ekrunum. Sólin steikir. Malbikið brennur undir iljunum. Charles andar léttar þegar hann kemur inn í loftkælt anddyrið þar sem hann geymir standinn sinn. Hann fyllir hann af bæklingum. Enginn stoppar þá stuttu stund sem hann dvelur við. – Þetta er slæmur tími til að ná í nýliða. Sumarfríið er nýbyrjað og þá vita stúdent- arnir hvað þeir vilja. Eða halda að þeir viti það. Lok sumarfrís- ins er góður tími fyrir mig. Þeir hafa kannski ekki komist inn í skóla, eða þeir hafa ekki efni á að halda áfram. Þá get ég freistað þeirra með öruggum starfsframa í hernum. Það er auðveldara að ná í ungt fólk sem ekki getur farið í há- skóla. – Ég var sjálfur einn af þeim sem vildu út. Heldurðu að Bill Gates gangi um og veiti bóndastrákum tækifæri til starfs- frama í Microsoft? Það er aðeins í hernum sem dyrnar standa öllum opnar. Allir kynþættir, allir menningarhópar, fólk úr öll- um lögum þjóðfélagsins. Við getum boðið bandarísk gildi: Tryggð, skyldur, virðingu, heiður, heilindi, kjark, trú. Fólk öðl- ast fjárhagslegt öryggi, menntun, spennandi starf. Og síðast en ekki síst, það skráir nafn sitt á spjöld sögunnar. Okkar kynslóð lifir örlagaríka tíma. Veistu hver er hetja okkar tíma? Banda- ríski hermaðurinn. Við erum neyðarlína heimsins. Í litlu húsi í einu af fátæku úthverfunum í Fayetteville situr Jaqueline Lambert. Gluggapóstarnir eru að detta í sundur, hurðin hangir skökk á lömunum. – Ég átti erfitt með að láta enda ná saman, tók þá vinnu sem mér bauðst hér og þar. Tímakaupið var lágt og engin heilsu- trygging. Síðan fann ég enga vinnu og varð að sækja um fé- lagslega aðstoð, segir Jaqueline. Faðir hennar yfirgaf hana og móður hennar þegar hún var smábarn og Jaqueline ólst upp við þröngan kost. Hún óskaði sér betra lífs og skráði sig í herinn. Í Fort Bragg hitti hún James. – Ég vissi það um leið og ég hitti hann. Að það yrði hann, segir hún. James og Jaqueline giftu sig skömmu seinna. Í febrúar 2003 voru nýgift hjónin send til Kúveits. Mánuði síðar réðust fyrstu sveitirnar inn í Írak. James var með. Hann varð 22 ára daginn sem stríðið hófst. Jaqueline var send aftur í her- stöðina í Fort Bragg þegar inn- rásin hófst og þjónustu hennar við flóann var lokið. Hún fylgdi James í gegnum bréfin. „Við keyrðum í alla nótt. Í dag taldi ég 25 lík. Ólyktina lagði af þeim og við þurftum að setja á okkur gasgrímur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að komast hjá því að verða geðveikur. Ég er að verða spólvitlaus, en ég á eftir að jafna mig,“ skrifaði James í mars. „Ég veit í raun og veru ekki hvernig ég á að þola meira. Sá James sem þú þekkir, sem aldrei gafst upp á neinu í lífinu, er við það að missa vitið og brotna saman. Ég er ein taugahrúga, en þetta á eftir að verða í lagi,“ skrifaði hann í apríl. 9. apríl tók James Bagdad og var þar yfir heitu sumarmán- uðina. „Mér líður eins og dýri í búri, í bandi með rafmagnsstuði. Þú veist að ég fæ martraðir, líka á daginn, en það er orðið verra,“ skrifaði hann í maí. „Ég hef séð of margt látið fólk og ég get ekki meira, vinan. Handa- og fótalaus lík með opin bök. Andlit og húð brunnið af. Það er erfiðara að takast á við þetta ógeð en mig hafði grunað. Ég vil ekki vinna við þetta lengur því ég sé beint inn í dauðann,“ skrifaði James í steikjandi sumarhita. Viku áður en James átti að koma heim var Jaqueline kölluð inn á skrifstofu yfirmannsins. Þar sat presturinn og yfirmaður herfylkisins. – Það var eins og steinn fyrir brjóstið þegar þeir sögðu að hann væri særður. „Ekki alvarlega“ sögðu þeir. „Fékk kúlu í höfuðið.“ Ekki alvarlegt? Ég var í áfalli. Presturinn keyrði mig heim. Nokkrum klukkustundum seinna fékk ég símtal frá konu hjá tryggingafélagi hersins. Það var þá sem ég fékk að vita að ástandið væri alvarlegt. Daginn eftir kom presturinn aftur. Hann sagði að James væri í og úr dái. Snemma næsta morgun stóð ég í dyrunum og beið. Ég sá þá koma. Prestinn og liðsfor- ingjann. Jaqueline berst við að koma orðunum frá sér. Augun eru glansandi, en kinnarnar þurrar. Hvert atkvæði kostar. – Hann laðaði fram bros hjá öllum, minnist hún. – Honum fannst allra best að drekka bjór og spila á spil. Ég grillaði ostasamlokur handa honum. Nautakjötskássa var það besta sem hann fékk. Með baunum, lauk og gulrótum. Unga ekkjan blaðar í minningabókinni sem hún hefur búið til. Þar eru myndir af James, hluti af einkennisbúningnum hans, litlir miðar og bréfin sem hann skrifaði henni, fáni frá deildinni hans, blaðaúrklippur, dánartilkynningin og samúðarkveðjurnar. Frá vinum og fjölskyldu, frá þingmönnum Norður-Karólínu, frá hershöfðingjum og majórum. Eitt hljóðar svo: „Það hryggir mig innilega að frétta af láti eiginmanns þíns. Göfug þjónusta James í „Operation Iraqi Freedom“ hjálpaði til við að tryggja öryggi föðurlands okkar og frelsið sem er Bandaríkjamönnum svo kært. Þjóðin mun aldrei gleyma fórn hans og óeigingjörnu fram- lagi til baráttunnar um að gera heiminn friðsamlegri og frjáls- ari. Ég og Laura sendum okkar innilegustu samúð. Við vonum að þú finnir huggun í trúnni.“ – Hann skrifaði sjálfur undir það, segir Jaqueline um bréfið sem prentað er á þykkan, dýran pappír. Efst er gullslegið skjaldarmerki forsetans. Neðst stendur George Bush með bláu bleki. „Það er svo mikill dauði. Of mikill dauði.“ Skrifaði James í síð- asta bréfinu. Sumarmorgun einn lá það í póstkassa Jaqueline. Viku eftir að kúlan klauf höfuð hans. Working hard for Uncle Sam Ready to fight for my fellow man. Freedom, freedom, that’s what I say Fighting for the American way. Forever we hold our banner high, We’ll hold it up forever until we die. Winning wars is what we do, Fighting hard for me and you. (Hermannasöngur frá Írak) American Way Steindir gluggar kirkjunnar í Fort Bragg. Þegar hermennirnir eiga erfitt með að vinna úr þeim hörmungum sem þeim mæta á átakasvæðunum er kirkjan oft eina stofnunin sem þeir þora að leita til. Ljósmynd/Paal Audestad Jeremy Bails er 23 ára gamall og einn úrvalshermannanna í 82. fallhlífarsveitinni, svokölluðum heiðursverði. Hér hlýtur hann ofanígjöf fyrir ólifnað helgarinnar og er yfirheyrður ásamt félögum sínum vegna málsins. Um 46.000 hermenn búa í Fort Bragg-herstöðinni, margir ásamt fjölskyldum sínum sem koma oft til að fylgjast með æfingum. Hér er hershöfðinginn William Cadwell með soninn Hudson. Í NÆSTU VIKU verður Seierstad meðal baptista í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.