Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 53 BOÐIÐ verður upp á tónlistarveislu í Laugarborg, tónlistarhúsi í vetur. Eyjafjarðarsveit stendur fyrir stöð- ugri starfsemi í húsinu og á þessu fyrsta starfsári vetrardagskrár verð- ur boðið upp á fjölbreytta flóru tón- listar. Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari hefur haft veg og vanda af undirbúningi en tónlistardagskráin er stór þáttur í markaðsátaki til kynningar á Laugarborg sem tónlist- arhúsi. Ólafur Kjartan ríður á vaðið Nú liggur dagskrá vetrarins fram- undan fyrir og verða fyrstu tónleik- arnir haldnir í dag, 12. september kl. 15. „Okkur til mikillar ánægju getur Ólafur Kjartan Sigurðarson skroppið heim til Íslands úr annasömum verk- efnum á Bretlandseyjum þar sem hann æfir nú óperuna Rigoletto, og opnað tónlistardagskrá vetrarins með ljóðasöng,“ segir Þórarinn Stef- ánsson. „Ákveðið hefur verið að brydda upp á þeirri nýjung að fá Kvenfélagið Iðunni til liðs við okkur og bjóða þær kvenfélagskonur upp á kaffihlaðborð að tónleikum loknum. Tónlistarflutn- ingurinn mun taka um 45 mínútur og að því loknu geta tónleikagestir gætt sér á bakkelsinu, fengið sér kaffibolla og blandað geði. Á efnsskrá tón- leikanna verða vel þekkt íslensk ein- söngslög en einnig nokkrar breskar þjóðlagaútsetningar eftir Benjamin Britten. Síðastliðinn vetur nutum við þess að fá heimsóknir frá Íslensku óper- unni þar sem verkefni óperunnar voru kynnt í tónum og tali. Gengið hefur verið frá samkomulagi um áframhald þeirrar samvinnu. Heimsóknir óperunnar í vetur verða tvær. Sú fyrri í október þar sem uppfærslan á óperu Sondheims Sweeney Todd – morðóða rakaranum – verður kynnt. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir á þessari stundu en reiknað er með heimsókninni stuttu eftir frum- sýningu í Reykjavík sem verður hinn 8. október. Í nóvember heimsækir okkur einn af fremstu gítarleikurum þjóð- arinnar, Páll Eyjólfsson. Hann mun leika einleiksverk á gítar eftir spænsk og suður-amerísk tónskáld. Þessir tónleikar eru í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna og verða þeir haldnir sunnudaginn 7. nóvember kl. 15. Í desember verða árlegir tónleikar menningarmálanefndar. Á þessari stundu er ekki alveg ljóst hvaða tón- listarmenn heimsækja Eyfirðinga en stefnt er að því að það verði Borg- ardætur ásamt hljómsveit. Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir eftir áramótin Þrettándatónleikar verða haldnir 9. janúar. Þá heimsækir Laugarborg fimm manna salonhljómsveit sem Sigurður Ingvi Snorrason stýrir en leiðari verður Sigrún Eðvaldsdóttir. Á efnisskránni verða Vínarlög í bland við norræna tónlist sem tengist þrett- ándagleðinni. Ung og upprennandi söngkona, Guðrún Ingimarsdóttir, mun syngja einsöng. Seinni heimsókn Íslensku óper- unnar verður í febrúar en þá verður uppfærslan á óperunni Toscu eftir Puccini kynnt. Óperan verður frum- flutt í Reykjavík 11. febrúar og stuttu síðar má búast við heimsókninni í Laugarborg. Nánari dagsetning verður kynnt síðar. Hinn 13. mars kemur Gunnar Kvaran sellóleikari og flytur meðal annars tvær af einleikssvítum Jo- hanns Sebastians Bachs fyrir selló. Gunnar hefur oft leikið þessi verk og hlotið einróma lof fyrir. Hann und- irbýr nú hljóðritun á öllum svítunum sem eru sex að tölu. Helga Bryndís Magnúsdóttir mun fara fimum fingrum um flygilinn í Laugarborg hinn 10. apríl. Á efnis- skránni verða nokkur af merkari verkum rómantískra píanó- bókmennta en tónskáldin í brenni- depli verða Frederic Chopin og Ro- bert Schumann. Eiginlegri vetrardagskrá lýkur svo hinn 22. maí. Að þessu sinni eru það þær stöllur Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem leika og syngja íslensk einsöngslög og lög eftir Schubert sem öll tengjast vorinu og vorkomunni,“ segir Þór- arinn Stefánsson að lokum. Tónlist | Vetrardagskrá Laugarborgar í Eyjafirði Sannkölluð tónlistarveisla Sigrún Hjálmtýsdóttir Páll Eyjólfsson Sigrún Eðvaldsdóttir Ólafur Kjartan Sigurðsson Námskeið á haustönn hefjast 27. og 29. september BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Byrjendanámskeið: Hefst 27. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa. Framhaldsnámskeið: Hefst 29. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23. Standard-sagnakerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spila- mennsku sagnhafa. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nú- tímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson, Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Að þessu sinni bjóðum við tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks strandhótelum, og golfið leikið á góðum og fallegum golfvöllum. Brottfarir eru 4. febrúar og 18. mars. Verð í brottför 4. febrúar er kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Verð í brottför 18.mars er kr 151.800 á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 18.000. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld og 1 skoðunarferð. Golfferðir Ferðaskrifstofu Vesturlands til Túnis hafa áunnið sér fastan sess í vitund íslenskra golfara, því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags við Miðjarðarhafsströndina, býður Túnis upp á að margbrotna sögu og menningu. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. STYKKISHÓLMSKIRKJA sunnudaginn 12. sept. kl. 16.00 ÍSAFJARÐARKIRKJA mánudagskvöld 13. sept. kl. 20.30 BORGARNESKIRKJA þriðjudagskvöld 21. sept. kl. 20.30 (Tónlistarfélag Borgarfjarðar) GUNNAR GUÐBJÖRNSSON ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Á efnisskránni eru íslensk, sænsk og ítölsk sönglög ásamt aríum. Miðapantanir í síma 551 7323 TÓNLEIKAR ÝMIR Tónlistarhús Miðvikudaginn 15. sept. kl. 20.00 Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2005 Skráning er í fullum gangi. Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567-7752, 557-3734, 553-0877. Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. Boðið verða upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Jógaskólinn hefst að nýju í október en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfs- þekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Það hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er í Síðumúla 15, Reykjavík, eftirfarandi helgar: 8.–10. október, 29.–31. október, 19.–21. nóvember, 3.–5. desember, 21.–23. janúar og 4.–6. febrúar. „Ég reyni að fá nemendurna til þess að skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur hvaða möguleika það hefur til að verða” segir Ásmundur. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Þjálfunin er viðurkennd af International Yoga Federation. Ásmundur heldur kynningarfund laugard. 18. sept. kl. 17.30. Skráning í símum 544 5560 & 862 5563 og á www.yogastudio.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.