Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ A ldur er afstæður í vissum skilningi, oft heyrir maður fólk segja: „Mér finnst ég alltaf eins inni í mér.“ Eigi að síður fer mannskepnan gegnum hvert aldursskeiðið af öðru sem öll hafa sín einkenni – gleði og sorgir. Ungt fólk á lífið fyrir sér og er oft bjartsýnt og finnst lífið óendan- legt, þegar aldur færist yfir tekur við tímabil endurmats á því sem liðið er. Þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal sálfræðingar hafa farið í gegnum hvert aldursskeiðið af öðru, ekki aðeins sem einstaklingar og með skjólstæðingum sínum, held- ur hafa þær með reglulegu millibili tekið áttir og gott betur – þær hafa skrifað um hin ýmsu aldursskeið til þess að reynsla þeirra, fagleg sem einstaklingsbundin, megi verða öðr- um að notum. „Í blóma lífsins“ heitir síðasta bókin sem þær hafa ritað sam- an. Kvöld eitt sest blaðamaður niður með þeim stöllum og vinnufélögum og spyr hvers vegna miður aldur sé um- fjöllunarefni þeirra í fyrrnefndri bók. „Við erum sjálfar miðaldra,“ svarar Guðfinna að bragði. „Það að við erum sjálfar á þessu aldursskeiði gerir okkur sérlega áhugasamar, við finnum ýmsar breyt- ingar á okkur og veltum fyrir okkur lífinu og tilverunni og svo erum við á hverjum einasta degi að hitta fólk sem er í þessari stöðu, bæði hér á Sál- fræðistöðinni og víðar. Það fer ekki framhjá manni að miðaldra fólk er í lykilstöðum í samfélaginu – það er valdamikið og stjórnar samfélaginu,“ bætir hún við. Miður aldur er uppgjörstími Miður aldur er uppgjörstími, það er vel þekkt en skyldi reynslan al- mennt gera fólk vitrara? „Það ætti að gera það en það er svo margt sem getur brugðist í þeim efn- um. Þarna kemur til skjalanna skap- ferli fólks, hvernig það er í stakk búið að vinna úr reynslu og þess eigið upp- eldi. Maður sér dæmi þess að fólk festist enn rækilegar í óheppilegum aðstæðum með aldrinum. Ef við tök- um sem dæmi mann sem var minni- máttar í bernsku og sór þess eið að enginn skyldi kúga hann á fullorðins- árum, svo eignast þessi maður kannski fyrirtæki og kemst í álnir og hefur mannaforráð en er skaddaður af fyrri reynslu. Hann lendir þá stöð- ugt í valdabaráttu sem hann losnar ekki úr. Tökum dæmi um annan ein- stakling sem hefur góðan bakgrunn og hefur ráðið við verkefni sín og orð- ið færari eftir því sem þeim fjölgar – slíkt fólk ætti að verða vitrara á miðjum aldri. Sé fólk búið að lifa í 45 ára eða meira hefur það farið í gegnum tals- verða lífsreynslu og getur nýtt sér hana þegar það lendir í uppgjöri sem það þarf að vinna sig út úr,“ segir Álf- heiður. – Hvernig skyldi vera best að vinna sig út úr erfiðri reynslu, t.d. missi? „Það fer eftir stöðu hvers og eins hve mikið stuðningsnet hann hefur í kringum sig. Gott stuðningsnet hjálp- ar alltaf þegar fólk lendir í alvarlegum áföllum. En oft eru þau þess eðlis að fólk þarf að leita sér faglegrar hjálp- ar. Tökum sem dæmi manneskju sem missir foreldri sem hún hefur verið mjög ósátt við og hefur ætlað að ræða við en brunnið inni með þá fyrirætlun – þá getur þurft að koma til fagleg hjálp við langvarandi úrvinnslu,“ svarar Guðfinna. Um áföll og missi Í bókinni „Í blóma lífsins“ er kafli um áföll og missi. „Þar er rætt um hvernig áfallið dynur yfir, sjokkið sem fylgir því og vitsmunalegu reynsluna sem smám saman nær til tilfinningalífsins. Mest- ir eru erfiðleikarnir á fyrsta árinu en næstu tvö ár eru líka erfið. Sé um að ræða mjög óvænt áfall, svo sem slys eða dauðsfall, geta erfiðleikarnir tek- ið mun lengri tíma.“ segir Álfheiður. – Er umhverfið körfuhart á fólk að vera fljótt að jafna sig? „Já, heldur betur. Eftir nokkra mánuði er oft komin pressa á viðkom- andi um að fara að drífa sig að gera eitt og annað, reyna að hressa sig upp, viðkomandi hljóti að fara að komast yfir áfallið o.s. frv. Þetta getur leitt til þess að einstaklingurinn taki að ein- angra sig til að losna við pressuna. Sé mjög mikill munur á líðan einstak- lingsins og kröfum umhverfisins get- ur hann dregið sig þess meira inn í sig. Þótt hvatningarorðin séu vel meint finnst einstaklingnum hann ekki mæta skilningi. Það er betra að spyrja einstakling sem hefur orðið fyrir áfalli hvernig hann sé staddur heldur en að vera með meiningar um ástandið sjálfur. Það má ekki ýta manneskju sem orðið hefur fyrir áfalli lengra áfram en hún getur farið,“ seg- ir Guðfinna. – Hugsar fólk eins mikið um það á miðjum aldri hvernig aðrir líti á það eins og á yngri árum? „Einn hluti þess frelsis sem fólk skynjar á miðjum aldri er að það skiptir það mun minna máli en áður hvað aðrir hugsa um viðkomandi. Fólk tekur þá sínar ákvarðanir þótt aðrir hafi efasemdir um þær. Fólk fær ákveðinn styrk í þessum efnum með aldrinum. Það tekur meira mark á dómgreind sinni og fer fremur eftir sinni innri rödd en áður,“ segir Álf- heiður. – Eru karlar og konur jafnvel sett á miðjum aldri? „Það er auðvitað kynjamunur, þótt ekki sé nema líffræðilegur, konur fara á breytingaskeið á fimmtugsaldri. Hinar líffræðilegu breytingar haldast þá í hendur við ýmislegt sem fólk er að takast á við í sálarlífinu. Karlmenn fara öðruvísi í gegnum þessa hluti, en þeir mæta líka ýmsum hremmingum t.d. í starfi og í einkalífi. Konur eru fé- lagslega vaskari en karlar og eiga auðveldara með að tjá sig t.d. við aðr- ar konur. Það er fremur óalgengt að karlar ræði t.d. eigin kyngetu við aðra karla. Þeim er minna tamt að bera sig saman við aðra á þennan hátt. Þeim hættir líka til að lenda í sálarkreppu á miðjum aldri einmitt af því hve lok- aðir þeir oft eru og hafa fáa til að tjá sig við. Gjarnan er eiginkonan sú eina sem þeir geta talað við, vinirnir í vinnunni hafa kannski ekki hugmynd um að eitthvað sé að, sjá ekki að við- komandi er allt frá því að vera dapur upp í að vera alvarlega þunglyndur,“ segir Guðfinna. Þunglyndi er kannski ofnotað orð – Er þunglyndi útbreiddara á með- al karla en kvenna á miðjum aldri? „Við höfum engar tölur um það en okkur virðist að hér komi álíka marg- ir karlar og konur sem lýsa þunglynd- iseinkennum. Kannski er þunglyndi ofnotað orð, það er eðlilegt að skap- lyndi fólks sveiflist til í nokkra daga, kannski af mjög eðlilegum orsökum, t.d. langvarandi álagi. Það er munur á rökréttri sálarkreppu og þunglyndi. Það er hins vegar mjög mikilvægt að þeir sem koma að slíkum málum og tala við fólk sem heldur sjálft að það sé þunglynt sé fært um að greina þar á milli. Það er oft ekki auðvelt að finna hvað um er að ræða,“ segir Álfheiður. – Hvað með geðlyfin? „Fólk tengir gjarnan líðan sína við það að taka töflur. Þannig getur myndast trú á að það þurfi að taka töflur til þess að viðkomandi fari að líða betur. Sé um kreppur að ræða t.d. vegna erfiðleika í sambúð, eru geðlyf ekki endilega viðeigandi en einstak- lingurinn getur hins vegar þurft að taka kvíðadempandi lyf einhvern tíma meðan honum líður hvað verst eða ef honum gengur illa að komast úr slíku ástandi meðan verið er að vinna í mál- unum. Það sem er hættulegt er að fólk skilyrði vellíðan sína við lyf í stað þess að tengja hana við þá uppbygg- ingu sem á sér stað við úrvinnslu vandamála og því að ná tökum á þeim og lífi sínu. Lyf halda niðri einkennum en það þarf að finna út af hverju van- líðanin stafar. Stundum er vafaatriði hvað er um að ræða en fari fólki að líða betur við lyfjatöku er það gjarnan betur í stakk búið til þess að takast á við vandamál, greina þau og finna út úr þeim. Þegar þau eru svo úr sögunni er ekki þörf fyrir lyfin lengur. Ef um er að ræða langvarandi kvíða, vanlíðan og vanmátt er oft eðli- legt að nota lyf samhliða því að unnið sé í málum. Margt fólk á miðjum aldri á í tilvist- arkreppu sem er öðruvísi en sú tilvist- arkreppa sem ungt fólk glímir gjarn- an við. Á miðjum aldri horfist fólk í augu við brostna drauma, vonbrigði og áföll. Oft er um margt að ræða – kona á breytingaskeiði á kannski veika for- eldra, vini í vanda, stríðir við erfiða unglinga og áfram mætti telja, þannig safnast upp mikið álag sem veldur því að viðkomandi kona þolir ekki það aukaálag sem breytingaskeiðið er á stundum – þá er gjarnan talað um mögnunaráhrif,“ segir Guðfinna. Ýtt út af borðinu – Menn tala gjarnan um að at- vinnuveitendur vilji miðaldra fólk í vinnu en verkin segja annað? „Margir sem koma hingað hafa misst vinnu og líða af þeim sökum af vanmáttarkennd og þeirri tilfinningu að vera ýtt út af borðinu og fá ekki að vera með lengur. Þetta er vond líðan sem veldur því gjarnan að fólk missir trú á sjálfu sér. Jafnframt þróast hratt með því sú hugsun að því verði hafnað og ekki þýði að bera sig eftir starfi. Staðreyndin er líka stundum sú að fólk sem hefur farið í viðtöl og sótt um mörg störf fær varla svör, hvað þá annað. Það veit oft ekki einu sinni af hverju því var hafnað. Það er til sú goðsögn að fólk staðni á miðjum aldri, minnið fari að gefa sig og gáfnafari hraki. Þessu er í raun öf- ugt farið, rannsóknir sýna það. Hópur fólks var í rannsóknarskyni greind- armældur 25 ára og svo aftur 50 ára og reyndist hafa hærri greindarvísi- tölu í síðari mælingunni, reynsla þess, færni og hæfni reyndust meiri og það bjó yfir dýpri greindarþáttum. Þegar minni eldra fólks er athugað kemur í ljós að það er að ástæðulausu hrætt við minnistap. Það þarf margt að muna og gerir oft of miklar kröfur til sín í þessum efnum. Það kemur stundum fyrir að fólk sem sjálft er miðaldra og er í stjórn- unarstöðum er haldið fordómum gagnvart fólki á sama aldursskeiði. Við búum í samkeppnis- og æsku- dýrkunarþjóðfélagi en það mun vafa- laust breytast er fram líða stundir, Umræðan fer að verða blæbrigða- ríkari um þessi efni og fólk kröfuharð- ara um að þessi viðhorf verði tekin til endurskoðunar og þeim breytt í þá veru að í auknum mæli verði lífs- reynslan metin og virt og æskudýrk- unin minnki að sama skapi,“ segir Álf- heiður. – Hvað er það jákvæða sem fólk öðlast þegar það er statt „í blóma lífs- ins“? „Á miðjum aldri hefur það oft lokið ýmsum lífsverkefnum, svo sem að eignast börn og koma þeim á legg og líka hefur fólk menntað sig nógu mik- ið til að geta unnið vel fyrir sér. Það sér gjarnan möguleikana sem því bjóðast, m.a. með batnandi efnahag og því að þurfa ekki að leggja eins hart að sér í daglegu streði. Það þarf ekki að eyða eins miklum tíma í „praktíska“ hluti og áður. Þetta skap- ar frelsi og gerir fært að njóta lífsins á marga vegu, m.a. í ferðalögum.“ – Liggur leið fólks með aldrinum nú til meiri eigingirni? „Ýmsir fræðimenn velta fyrir sér hvort samkenndin sé ekki orðin minni en hún var og hafa áhyggjur af að svo sé. Það að geta sett sig í spor annarra er mjög mikilvægur þáttur í öllum samskiptum og tengslum. Ef maður getur það ekki hefur það oftast alvar- legar afleiðingar bæði fyrir mann sjálfan og aðra í umhverfinu. Sjálf- miðun er einn versti óvinur sam- banda. Ungt fólk er sjálfstæðara í sín- um fjölskyldum. Við sjáum t.d. minna nú en áður af ósjálfstæðum ungum konum sem komnar eru í sambúð. En vegna þess hve fólk er önnum kafið við að koma sér áfram á ýmsum vett- vangi er minni tími fyrir stórfjöl- skylduna eða vinina. Margir sakna þess hve fáir mega vera að því að líta inn til kunningjanna, taka í spil eða spjalla, fólk hefur ekki lengur tíma. Fólk er að vinna, sinnir framhalds- námi, er í líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt. Fólk hellir sér út í nýja mennt- unarmöguleika og ný störf á miðjum aldri, enda er fólk um fimmtugt nú eins og fertugt fólk var áður. Nú er fólk betur í stakk búið en áður til þess að velta því fyrir sér á miðjum aldri hvað það vilji fá út úr því sem eftir er af lífinu. Kannski eru kröfur umhverf- isins nokkuð stjórnsamar og þá þarf að taka áttir og finna út hvað fólk raunverulega vill,“ segir Guðfinna. Fleiri mættu endurmeta líf sitt – Getur verið að aukin sjálfhverfni leiði til einmanakenndar? „Mörgu fólki finnst það lífsgæði að eyða tíma með barnabörnum, en stundum heyrir maður ungt fólk tala um að afi og amma séu of lítið inni í myndinni hvað uppeldi barna snertir. En líka finnast dæmi um að uppkom- in börn beinlínis ráðstafi tíma mið- aldra foreldra sinna um of í barna- gæslu. Það þarf að fara þarna bil beggja. Það dugir ekki að miðaldra fólk kvíði helgum vegna verkefna sem hlaðið er á það af öðrum – en barna- börnin þurfa líka að eiga sinn tíma. Það er ekki alveg einfalt hvað gera skuli í þessum efnum. Það er ljóst að það er gífurlegt álag á mörgu fólki á miðjum aldri. Það er tengiliður við þá sem eldri eru og sinnir þeim og á sama hátt líka við börn sín og barnabörn. Það hvíla margvíslegar skyldur á herðum hinna miðaldra. Sumir rísa varla undir þess- um skyldum. Við vildum gjarnan sjá fleiri ein- staklinga velta þessu fyrir sér í starfi og einkalífi. – Taka líf sitt til endur- mats og leysa úr hnútum sem kannski voru hnýttir fyrir löngu,“ segir Álf- heiður. – Er hægt að búast við að einhvern tíma renni upp sú stund að allt sé komið í lag og verði það áfram? „Nei, en það eru grunnlæsingar í huganum sem má opna. Það er t.d. al- gengt að miðaldra fólk eigi enn eftir að gera upp við foreldra sína. Fólk þarf að ná vissum aldri til þess að vera fært um slíka vinnu, margir fara ekki að hugsa um slík mál fyrr en 35 til 40 ára og sumir hugsa aldrei um slíkt. Oft sjáum við fólk sem er að ala upp börn en er jafnframt líka mjög upp- tekið af að losna úr klemmu varðandi sína foreldra, m.a. til að verða öðruvísi uppalendur. Gjarnan er þetta fólk með erfiða reynslu í farteskinu úr sinni æsku og þarf að finna flöt á að leysa úr henni. Jafnvel er um að ræða knýjandi þörf sem fólki þykir nær óhjákvæmilegt að sinna. Þá þarf að taka málin fram, skoða þau og fá í þau niðurstöður og sátt. Í allri sálrænni meðferð þarf að gera úttekt því greiningin er mikil- væg til þess að hægt sé að koma með réttar aðferðir til þess að laga það sem að er. Þótt ekki sé um að ræða langvar- andi greiningu á sálrænum vanda fær fólk með henni innsæi í hlutina sem hjálpar því til að halda áfram. Oft þarf hjálp og lausnir til þess að þetta ferli gangi hraðar fyrir sig. Það má kenna fólki að breyta viðbragðsmynstri sem Lífið eigum við sjálf Morgunblaðið/Árni Torfason Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal hjá Sálfræðistöðinni Þórsgötu 24. Lífið er síbreytilegt, eitt tekur við af öðru og fyrr en varir er fólk statt „Í blóma lífsins“, en það er einmitt nafn á bók eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal sálfræð- inga. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þær stöllur um miðaldra fólk, líf þess og viðfangsefni í nútímanum og ýmislegt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.