Morgunblaðið - 12.09.2004, Page 36

Morgunblaðið - 12.09.2004, Page 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 VALLARGATA 14 - SANDGERÐI Góð 102 fm efri sérhæð á útsýnis- stað í Sandgerði - nálægt Keflavík. Íbúðin skiptist í forstofu, stiga, hol, stórt eldhús með nýlegri innrétt- ingu, stofu með útgengi á góðar svalir, flísalagt baðherbergi og 4 svefnherbergi. Geymsluris er yfir allri hæðinni. Húsið er í mjög góðu ástandi og gefur mikla möguleika, t.d. sem gistiaðstaða fyrir ferða- menn o.fl. Söluyfirlit á netinu www.lundur.is. TILBOÐ ÓSKAST. Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. KJARRMÓAR - GARÐABÆR Glæsilegt og mikið endurnýjað 160,0 fm Endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Vandað hús og vel skipulagt með fallegu útsýni. Mjög góður garður í suður, endurgerður með timburpöllum. Húsið er í göngufæri við verslanakjarnann og örstutt í skóla. ATH. LAUS FLJÓTLEGA. VERÐ 26,6 millj. Uppl. gefur Ólafur Guðm. s. 896 4090. BÚAGRUND - KJALANESI - LAUST STRAX 217,9 fm timburhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Húsið þarfnast aðhlynningar. Verð 18,5 millj. Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 KRISTNIBRAUT 12 OPIÐ HÚS Í DAG Glæsileg íbúð í lyftuhúsi með frábæru útsýni Sérlega glæsileg, björt og stílhrein ca 103 fm íbúð á 2. hæð í mjög vel staðsettu fjölbýlishúsi með lyftu í Grafarholti. Öll gólfefni og innréttingar eru 1. flokks. Góðar svalir í suðvestur með stórkostlegu útsýni yfir Reykja- vík og víðar. Húsið er sérlega vel staðsett við jaðarlóð og fékk nýlega verðlaun fyrir fallegan frágang á lóð og umhverfi hússins. Verð 19,3 millj. Gunnar og Halla Bára taka á móti fólki milli kl. 15 og 17 í dag. Verið velkomin! Berjarimi 28 - glæsileg 3ja herb. íbúð með sérinngangi og bílskýli. Opið hús í dag milli kl. 16-18. Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsileg, nýleg 85 fm endaíbúð (snýr í suður) á 2. hæð í litlu 2ja hæða fjölbýli, ásamt stæði í mjög góðu bíla- húsi í kjallara. Frábær, barnvænn, ró- legur staður innarlega í lokaðri götu. Vandaðar innréttingar, gluggar í 3 áttir, fallegt útsýni, sérinngangur, yfir- byggðar suðursvalir, þvottaherbergi í íbúð, glæsilegt bað með sturtu og glugga. Parket o.fl. Verð 14,3 m. Bergdís og Júlíus sýna í dag, sunnudag, milli kl. 16 og 18. ÞÓRÐARSVEIGUR 20-24 GRAFARHOLTI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Erum að hefja sölu á 27 glæsilegum nýjum 3ja-4ra herbergja íbúðum í nýju fjölbýli á góðum stað í Grafarholtinu. Annarsvegar er um að ræða hefðbundið 3ja hæða hús með sérinngangi af svöl- um í allar íbúðir og hinsvegar 5 hæða lyftuhús með sérinngangi. Húsin tengjast saman á horni og myndast skjólgóður garður aftan við hús. afh. í febrúar-mars 2005. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna með flísalögðum böðum. Innréttingar eru vandaðar, möguleiki á nokkrum viðartegundum. Fyrsta flokks eignir. Traustur byggingaraðili: G.Á. Byggingar. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofu fasteign.is RÆÐA Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á sjávarútvegs- ráðstefnu Íslandsbanka á Ak- ureyri hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er þó ekki rétt að túlka þessi um- mæli ráðherrans sem stefnubreytingu af hálfu hans. Í sjálfu sér er Halldór ekki að segja annað en það sem hann hefur gert á undanförnum árum og kom fram í frægri Berlínarræðu fyrir um tveimur ár- um. Í hugum okkar Evrópusinna er ráð- herrann að skerpa á afstöðu ís- lenskra yfirvalda þannig að yf- irvöldum í Brussel og Ósló sé ljóst hver stefna okkar er. Það má ekki heldur gleyma því að samskipti við Evrópusambandið bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir sjávar- útveginn eins og miklar fjárfest- ingar Samherja í evrópskum sjáv- arútvegi sanna. Yfirskrift ráðstefnunnar á Ak- ureyri var ,,Hafsjór tækifæra“ og má alveg túlka það sem áskorun til íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja að hætta þeim heimóttarskap sem hefur einkennt af- stöðu þeirra til Evr- ópusambandsins og líta á vanþróaðan sjávarútveg Evrópu sem tækifæri til sókn- ar fyrir íslensk fyr- irtæki. Samherji hefur tekið af skarið í þess- um efnum og það er athyglisvert að sjá hvernig Þorsteinn Már og félagar hafa umbylt rekstri fyr- irtækja sinna í Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa samið við verkalýðsfélög sjómanna, hagrætt í rekstri og snúið við áralöngum taprekstri í arðbæran atvinnu- rekstur. Þessi árangur hefur vakið verðskuldaða athygli í Evrópu enda var um langt árbil talið ein- hvers konar náttúrulögmál að sjávarútvegur gæti ekki staðið á eigin fótum og þyrfti á nið- urgreiðslum og umönnun rík- isvaldsins að halda. Ummæli Þorsteins Más Bald- vinssonar á ráðstefnunni á Ak- ureyri hafa hins vegar fallið nokk- uð í skuggann af ummælum Halldórs Ásgrímssonar. Í viðtali á Stöð 2 sagðist Þorsteinn Már vera nokkuð sáttur við sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og að Samherji stefni á að auka fjárfest- ingar sínar innan Evrópusam- bandsins. Í þessu samhengi er vert að rifja upp ummæli norska sendiherrans á fundi í Háskóla Ís- lands fyrr á þessu ári. Þar sagðist hann ekki alveg skilja þessa hræðslu Íslendinga við sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambands- ins því það væri miklu frekar Evr- ópusambandið sem ætti að hræðast vel rekinn sjávarútveg Ís- lendinga! Það er ljóst að sjávarútvegs- stefna ESB er á margan hátt meingölluð en hún er ekki alslæm því varla væru Eyfirðingarnir knáu að fjárfesta fyrir 2 ½ millj- arð ef svo væri. Því má líta á ræðu Halldórs Ásgrímssonar sem ákveðið upphaf að nýjum þreif- ingum gagnvart Evrópusam- bandinu. Ráðherrann ítrekar þar skoðun sína að endurskoða þurfi þær reglur sem gilda varðandi fjárfestingar útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi. Hins vegar sé það á hreinu að ákveðin að- lögun þurfi að gilda um sjáv- arútvegsstefnuna gagnvart Íslendingum. Ráðherrann hefur sagt að Evrópusambandið geti vel tekið tillit til aðstæðna fisk- veiðiþjóðanna við Norður- Atlantshaf ef fyrir því sé pólitísk- ur vilji. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudaginn. ,,Það er hægt að semja um leiðir sem báðir málsaðilar geta sætt sig við og ég hef bent á þær. Það er ljóst að undanþágur verða ekki gerðar frá hinni sameiginlegu fisk- veiðistefnu ESB, en það er hægt að semja um ákveðin fisk- veiðistjórnunarsvæði. Hafsjór tækifæra Andrés Pétursson fjallar um ræðu utanríkisráðherra ’Það er ljóst að sjáv-arútvegsstefna ESB er á margan hátt mein- gölluð.‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópu- samtakanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.