Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 11
hlaup vegna gosa í Mýrdalsjökli, ef
til vill eitt af þeim frá 10. öld og væri
það hið eina frá því að land byggðist.
Farvegir við Einhyrningsflatir
benda til þess að rennsli í hlaupi fyr-
ir 4.000 árum hafi orðið allt að 300
þúsund m3/s sem jafnast á við Kötlu-
hlaupið 1918. Aðeins er vitað með
vissu um tvö hlaup sem orðið hafa
vegna gosa í Eyjafjallajökli.
Gos í Eyjafjallajökli
Gossaga Eyjafjallajökuls síðustu
1.500 ár er þekkt, meðal annars
vegna rannsókna dr. Andrew Dug-
more og nemenda hans við Edin-
borgarháskóla. Á því tímabili hefur
jökullinn gosið fjórum sinnum með
300 til 700 ára millibili. Um árið 600
hefur gosið í toppgígnum og um 920
við Skerin, hrygg sem liggur upp
eftir norðvesturhlið jökulsins. Árið
1612 gaus í toppgígnum og aftur á
árunum 1821–1823. Öll þessi gos
munu hafa verið fremur lítil sam-
anborið við Kötlugos.
Síðasta gosið í Eyjafjallajökli
hófst 20. desember 1821. Samtíma-
lýsingar segja að fyrstu dagana hafi
vötn og fljót vaxið nokkuð. Fyrri
hluta ársins 1822 urðu einstök
vatnsflóð við og við „með nokkru
Jökulhruni“. Eitt þeirra varð þó
langstærst og fyllti alla farvegi
Markarfljóts að fornu og nýju.
Vatnamælingar Orkustofnunar hafa
metið hámarksrennsli hlaupsins af
stærðargráðunni 10.000 til 20.000
m3/s. Þess má geta að varnargarðar
milli Fljótshlíðar og Stóra-Dímons
munu vera byggðir til að þola 1.000
til 2.000 m3/s.
Hlaup vegna goss í hlíðum Eyja-
fjallajökuls er talið geta orðið allt að
10.000 m3/s. Brattar fjallshlíðarnar
valda því að þessi hlaup gætu orðið
mjög snögg og áhrifa þeirra gætt á
láglendi eftir aðeins 20 til 30 mín-
útur frá upphafi goss.
Eldgos í bröttum vesturhlíðum
Mýrdalsjökuls eru talin geta valdið
jökulhlaupum af stærðargráðunni
10.000 m3/s til 15.000 m3/s. Gos norð-
an öskjunnar gætu valdið 20.000 til
50.000 m3/s hlaupi. Þessar stærðir
ráðast af umfangi jökulsins á hugs-
anlegum gosstað, en fleiri þættir
geta haft áhrif á stærð hlaups eins
og t.d. stærð og lögun gosopsins.
Veðurstofan var fengin til að setja
upp líkan fyrir mögulegt jökulhlaup
vegna goss í suðurhlíðum Eyja-
fjallajökuls. Til þess var notað snjó-
flóðaforrit sem var lagað að þessu
verkefni. Fyrst og fremst var verið
að skoða mögulegar rennslisleiðir,
hraða hlaups og útbreiðslu. Í hermi-
líkaninu er látið eins og hlaup komi
úr allri suðurhlið jökulsins, en það
er ekki raunhæft í eldgosi. Líkanið
sýnir að mikill hraði gæti verið á
hlaupvatninu og það safnast í þröng
gil og gljúfur áður en það breiðir úr
sér á láglendinu.
„Við höfum ekki reynslu af svona
atburðum hér, en þetta líkist því
sem gerist í eldfjöllum erlendis,“
segir Magnús Tumi. Hann segir
ekki miklar líkur á að svo snögg
hlaup verði eins og gætu komið úr
Eyjafjallajökli. „En afleiðingar
svona atburða, ef þeir verða, eru svo
afdrifaríkar að við þurfum að eiga
áætlanir um að forða fólki frá hætt-
unni.“
Fylgst hefur verið með aukinni
jarðskjálftavirkni og landrisi við
Goðabungu í norðvestanverðum
Mýrdalsjökli. Þessi þróun þykir
styðja þá tilgátu að þar sé súr berg-
kvika að leita til yfirborðsins. Sé
þessi tilgáta rétt gæti seig berg-
kvikan náð yfirborðinu og myndað
þar gúl úr súru bergi.
„Jarðskjálftamælingar frá 1999
sýna að það varð alltaf hlé á jarð-
skjálftavirkni í Goðabungu fyrri-
hluta árs, en skjálftavirkni seinni
hluta ársins,“ segir Magnús Tumi.
„Svo virðist eitthvað hafa gerst
seinnihluta árs 2001 því skjálfta-
virknin hefur verið samfelld síðan
og vaxandi. GPS-mælingar Veður-
stofunnar og Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar sýna að fjallið er að
þenjast út. Þarna er staðbundið
landris og var þrír sentimetrar á
fyrstu fimm mánuðum þessa árs.
Þetta styður tilgátu Páls Einarsson-
ar og Heidi Sosalou um að þarna
geti orðið gúlagos í framtíðinni.“
Þekkt atburðarás
Jarðvísindamenn hafa öðlast
mikla þekkingu á aðdraganda eld-
gosa og geta oft sagt fyrir um gos
með einhverjum fyrirvara. En hver
yrði atburðarásin?
„Fyrst myndi jarðskjálftavirkni
vaxa, land rísa og jarðhiti ef til vill
aukast. Þetta getur tekið marga
mánuði eða ár og þessi fasi er í
gangi núna í Kötlu. Þetta eru lang-
tíma forboðar. Skammtíma forboðar
þess að gos sé í aðsigi væru líklegast
áköf skjálftahrina með með inn-
skotaóróa, sem er sérstök tegund
jarðhræringa. Þessi hrina gæti
staðið allt frá einni klukkustund og
upp í einn sólarhring áður en gos
kæmi upp,“ segir Magnús Tumi.
Hann segir að þessi atburðarás
mundi gilda um þá gerð af gosum
sem við höfum orðið vitni að síðustu
áratugina hér á landi. Það eru bas-
ísk og ísúr gos í fjöllum eins og
Grímsvötnum, Heklu, Kröflu og
Kötlu 1918. „Gos í tindi Eyjafjalla-
jökuls gæti hegðað sér öðruvísi.
Sama gilti um súrt gúlagos. Þá er
ekki víst að atburðarásin yrði ná-
kvæmlega svona. Líklega yrði at-
burðarásin hægari. Það má marka
af reynslunni af svona gosum í öðr-
um löndum.“
Viðbrögð endurskoðuð
Niðurstöður rannsókna vísinda-
mannanna eru notaðar til að móta
viðbragðsáætlanir almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra. Í frétta-
tilkynningu frá embættinu kemur
fram að sú þekking sem fyrir hendi
er á tuttugu Kötlugosum frá sögu-
legum tíma sýni að litlar líkur séu á
því að jökulhlaup, sem fylgi næsta
Kötlugosi, leiti niður í Markarfljóts-
gljúfur. Engu að síður bendi rann-
sóknir til þess að sú hætta geti verið
fyrir hendi.
„Því hefur almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra tekið viðbúnað
við eldgosum á þessu svæði til end-
urskoðunar og útvíkkað það svæði,
sem viðbragðsáætlanir ná til.
Í júní sl. fór því af stað vinna við
gerð útvíkkaðrar viðbragðsáætlun-
ar fyrir eldgos í Mýrdals- og Eyja-
fjallajöklum. Fyrir lá áætlun um
viðbrögð í V-Skaftafellssýslu og er
unnið að uppfærslu hennar samtím-
is gerð áætlunar fyrir byggðir í
Rangárvallasýslu. Með slíkum við-
búnaði verður m.a. að gera ráð fyrir
að flytja þurfi fólk af svæðinu tíma-
bundið ef gos brýst út í framan-
greindum eldstöðvum og í öðrum til-
vikum þurfi fólki að leita á öruggari
svæði í námunda við bústaði sína.
Skipuleggja þarf viðvörunarkerfi
fyrir alla íbúa og miðlun viðvarana
og upplýsinga til ferðamanna. Þá
þarf að endurbæta fjarskipti á
svæðinu með tilliti til hugsanlegra
aðgerða almannavarna. Kappkostað
verður að ljúka þessu verki sem
fyrst, en það er unnið í nánu sam-
ráði við sýslumenn og almanna-
varnanefndir á svæðinu,“ segir í
fréttatilkynningu frá almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra.
metin
! "
# $%
&" ' (
)
*&)( +
,
! * -
.,(
! " !
!
#
$ !
!" %
"
& # " "'
""# " "(
# )
#
$
%$ #
&
(
! '
(
&
)
*
(
&"*"+!
" "
!
& "!","+!
"-..*""-..,
&"*"+!
!"
# $
%
gudni@mbl.is
’Það er engin sérstökástæða til að ætla að
hlaup fari til vesturs
næst þegar gýs í
Kötlu. Ekkert frekar
en önnur Kötluhlaup
á sögulegum tíma.‘
’Þetta goshlé nú, 86ár, er því líklega af-
leiðing af stærð goss-
ins 1918 en ekki vís-
bending um að
næsta Kötlugos verði
endilega stórt. ‘
’Afleiðingar svonaatburða, ef þeir
verða, eru svo af-
drifaríkar að við
þurfum að eiga áætl-
anir um að forða
fólki frá hættunni.‘
’Þeir standa saman eins og einnmaður og styðja hver annan,
þessir strákar. Þetta eru frá-
bærir strákar og standa sig
vel.‘Hallgrímur Sigurðsson , yfirmaður flug-
vallarins í Kabúl, er ánægður með sína
menn í Afganistan.
’John Peel var goðsögn í út-varpi. Ég er virkilega sorg-
mæddur yfir dauða hans eins og
allir samstarfsmenn hans.‘Andy Parfitt , yfirmaður Radio 1, sagði að
framlag Peels til tónlistar og menningar
væri ómetanlegt.
’En það er ólöglegt.‘Illugi Gunnarsson , annar stjórnandi
Sunnudagsþáttarins á Skjá einum, út-
skýrir stöðuna í kennaradeilunni fyrir Ei-
ríki Jónssyni, formanni Kennarasam-
bandsins.
’Nei, nei, nei, nei.‘Eiríkur Jónsson , formaður Kenn-
arasambandsins, er ekki á sama máli og
Illugi Gunnarsson.
’Hvernig tókst henni [rík-isstjórn George W. Bush] að
glopra niður 380 tonnum af mjög
hættulegu sprengiefni þrátt fyr-
ir alvarlegar viðvaranir frá Al-
þjóðakjarnorkumálastofn-
uninni?‘Joe Lockhart , einn helsti ráðgjafi Johns
Kerry forsetaframbjóðanda demókrata,
gagnrýnir ríkisstjórn Bush harkalega.
’Ég var strax staðráðinn í aðhella mér ekki í eitthvert vol-
æði.‘Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumað-
ur missir líklega af næsta keppnistímabili
vegna mistaka í krossbandsaðgerð.
’Það kemur öllum á óvart aðvera sagt upp störfum, mér
líka.‘Sigurður G. Guðjónsson , fyrrverandi for-
stjóri Norðurljósa, var látinn taka pokann
sinn eftir kaup OgVodafone á öllum hluta-
bréfum Norðurljósa.
’Knattspyrnufélögum hefurverið skipað að koma í veg fyrir
að leikmenn séu með sítt og
lufsulegt hár, tagl, hárband og
ákveðnar gerðir af skeggi.‘Embættismaður hjá íranska knattspyrnu-
sambandinu vill að leikmenn sýni æskunni
gott fordæmi.
’Ekki seinna en í gær.‘Sigurður Kristinn Björnsson foreldri
vildi að kennaraverkfallinu lyki undir
eins.
’Það eflir sjálfstraustið aðskora mörk og maður verður all-
ur léttari og kátari fyrir bragð-
ið.‘Eiður Smári Guðjohnsen , knatt-
spyrnumaður hjá Chelsea, var kampakát-
ur með fyrstu þrennu sína fyrir félagið.
’Ég vildi alltaf gera eitthvaðmikilvægt í lífinu.‘S. Moganasundar frá Malasíu setti þar
landsmet í því að hlaupa 30 kílómetra aft-
ur á bak.
’Þetta er eins og í ævintýri þarsem prinsessan fallega kemur
og heggur á rembihnútinn og
álögin losna.‘Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
gladdist yfir framtíð Laugarvatns.
Ummæli vikunnar
Reuters
Arnold Schwarzenegger setur upp
þumalinn fyrir George W. Bush.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 11