Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 30. október 1994: „Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, flutti ræðu á aðal- fundi LÍÚ í fyrradag, þar sem hann setti fram á skýran hátt afstöðu sína og Sjálf- stæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. For- sætisráðherra sagði m.a.: „Þau skilyrði, sem við hljót- um að setja fyrir aðild að Evrópusambandinu, eru byggð á því, að íslenzkt at- vinnulíf er í lykilatriðum frá- brugðið því, sem gerist í öðr- um ríkjum Evrópu, og forsenda aðildar fyrir okkur er fullt forræði okkar í sjáv- arútvegsmálum… sjávar- útvegur er undirstöðu- atvinnuvegur á Íslandi og það er ekki hægt að ræða þessi mál, eins og því miður hefur verið gert, án þess að horfa sérstaklega til þeirrar stað- reyndar. Spurningin um yf- irráðin yfir okkar sjávar- útvegi og sú krafa að hann lúti markaðslegum lögmálum er ekki eingöngu viðskiptaleg krafa heldur hluti af enn þýð- ingarmeiri þætti. Hlutur sjávarútvegs í tilveru og lífs- kjörum þjóðarinnar er slíkur, að spurningunni um yfirráðin yfir honum verður á auga- bragði breytt í spurningu um hluta af fullveldi þjóðarinnar. Vilja Íslendingar kaupa óljós og óskilgreind áhrif í Evrópu því verði að missa áhrif á mik- ilvægustu þáttum eigin mála? Verði það kaupverðið mun ég ekki mæla með því við landa mína, að þeir geri slík kaup.“ Ástæða er til að taka undir þessi orð og fagna þeim. Það er óhugsandi með öllu, að Ís- lendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu á þeim forsendum að afhenda Bruss- el yfirráð yfir auðlindum okk- ar, jafnvel þótt sagt væri, að það væri einungis að forminu til, eins og haldið er fram í Noregi. Að óbreyttum að- stæðum er hins vegar ekki hægt að ná samningum um aðild að ESB án þess.“ 31. október 1984: „Eftir langan og strangan samn- ingafund náðist loks í gær- kvöldi samkomulag milli full- trúa ríkisins og BSRB um nýjan kjarasamning sem að óbreyttu á að gilda til 31. des- ember 1985. Þungu fargi er ekki aðeins af samn- ingamönnum létt heldur allri þjóðinni, því að hin hörðu verkfallsátök hafa skapað margvísleg vandræði sem óþarfi er að tíunda hér svo rækilega sem það hefur verið gert á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga. Um leið og hinar háu kröfur komu fram um mitt sumar og ljóst var að opinberir starfsmenn ætluðu að láta sverfa til stáls gátu menn sagt sér, að ekki yrði bundinn endi á kjaradeiluna nema með samningum sem ekki yrðu í neinu samræmi við raunveruleg verðmæti byggð á þjóðarframleiðslu. Sú varð einnig raunin. Launa- hækkun um og yfir 20% leiðir til nýrrar kollsteypu. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁVARÚTVEGURINN OG FJÁRFESTAR Björgólfur Jóhannsson, formað-ur Landssambands íslenzkraútvegsmanna, ítrekaði enn á aðalfundi LÍÚ í fyrradag andstöðu samtakanna við að heimila beina er- lenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Björgólfur rökstuddi þessa afstöðu með þeim hætti að áhugi innlendra fjárfesta á íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum hefði ekki verið mikill. Það kynni að tengjast óvissu um framtíð greinarinnar, en einnig því að arðsemi væri ekki næg. „Það að sjávarútvegsfyrirtæki séu nú að hverfa af hlutabréfamarkaði hefur klárlega þau áhrif að rök fyrir rýmk- un á þessum heimildum hafa veikst,“ sagði Björgólfur. „Það væru þá ekki arðsemissjónarmið sem réðu ferð ef erlendir aðilar kæmu að borðinu nú.“ Hvað á formaður LÍÚ við með þessu? Hvaða sjónarmið önnur en viðskiptaleg arðsemissjónarmið gætu erlendir fjárfestar í sjávarút- vegi haft í huga? Hafa aðildarfyrir- tæki LÍÚ, sem fjárfesta í sjávarút- vegi annarra ríkja, sum hver í stórum stíl, einhver önnur sjónarmið að leið- arljósi en arðsemissjónarmið? Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, flutti ræðu á aðalfundi LÍÚ. Hann tók undir það með Björg- ólfi að það væri áhyggjuefni að sjáv- arútvegsfyrirtæki hyrfu úr Kauphöll- inni og hann tók jafnframt undir það að búa yrði greininni stöðugt starfs- umhverfi og eyða óvissu. En ummæli hans um sjávarútveginn og fjárfesta hljóta að hafa vakið fundarmenn til umhugsunar. Hreiðar Már benti á að áhuga- skorti innlendra fjárfesta hefði mátt mæta mun betur en gert hefði verið. „Það er ósköp einfaldlega staðreynd að sjávarútvegsfyrirtæki hafa lítið sinnt markaðinum og upplýsingagjöf til hans,“ sagði bankastjórinn. Hann velti fyrir sér hvort skýringuna á þessu væri að finna í mismunandi hugsunarhætti í sjávarútvegsfyrir- tækjum og öðrum fyrirtækjum. „Þeg- ar talað er um þau fyrirtæki sem ár- angri hafa náð í Kauphöll Íslands er ævinlega fjallað um hluthafahópinn sem er á bakvið fyrirtækin, en þegar rætt er um sjávarútvegsfyrirtækin, er ávallt talað um útgerðarmanninn. Og það vekur óneitanlega upp spurn- ingu um hvort sjávarútvegsfyrirtæk- in hafi ekki náð árangri í Kauphöll- inni vegna þess að stjórnendur þeirra, sem oft og tíðum eru aðaleig- endur þeirra, hafi aldrei sleppt hend- inni af þeim? Ef það hefur verið vegna ótta um að aðrir fjárfestar hafi ekkert fram að færa í rekstri, þá ættu menn að endurskoða þá afstöðu sína í ljósi árangurs annarra fyrirtækja,“ sagði Hreiðar Már. Um erlenda fjárfesta sagði banka- stjóri KB banka: „Með því að ein- skorða rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja við íslenska þegna verðum við af mörgum tækifærum og þekkingu sem Íslendingar búa ekki yfir í dag ... Það má vel vera að ekki einn einasti erlendur fjárfestir kæmi að greininni ef höftin á fjárfestingum þeirra yrðu afnumin, en ég er hins vegar sann- færður um að það mundi víkka sjón- deildarhring núverandi stjórnenda í greininni að vita af því að það væri mögulegt.“ Þegar ummæli þessara tveggja for- ystumanna í íslenzku atvinnulífi eru borin saman, hljóta menn að velta því fyrir sér – ekki sízt þeir, sem starfa í sjávarútveginum – hvort greinin sé einfaldlega óþarflega lokuð gagnvart fjárfestum, jafnt erlendum sem inn- lendum. Getur verið að gamlar hefðir í sjávarútveginum geri að verkum að stjórnendum og eigendum hætti þar til að vera of einráðir? Á forsíðu nýjasta heftis tíma- ritsins The Economist er frambjóðendunum í for- setakosningunum í Banda- ríkjunum stillt upp og sagt í fyrirsögn að valið snúist um hinn „óhæfa“ og hinn „ósamkvæma“. Hinn óhæfi er George W. Bush forseti, sá sem ekki getur verið samkvæmur sjálfum sér er áskorandinn, John F. Kerry. Í leiðara blaðsins eru kostir og gallar frambjóðendanna vegnir og metnir og að endingu lýsir það yfir stuðningi við Kerry, þó með semingi. Reyndar hefur hvert blaðið á fætur öðru gert slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Fjöldi skoðanakannana hefur birst á undan- förnum dögum. Samkvæmt flestum þeirra hefur Bush örlítið forskot, það lítið að ekki getur talist afgerandi. Slagurinn er hvað harðastur í nokkr- um ríkjum vegna þess hversu þar er mjótt á munum, í öðrum er hægt að ganga að niðurstöð- unni vísri og þar hafa frambjóðendurnir ekki sést svo vikum skiptir. Búist við óvenjumikilli kjörsókn Það væri því glapræði að ætla sér að spá um niðurstöðuna. Hins vegar er ljóst að langt er síðan jafn grannt hefur verið fylgst með kosningum í Bandaríkjunum og utan þeirra. 160 milljónir manna fylgdust með frambjóðendunum eigast við í sjónvarpi, 40 milljónum fleiri en fylgdust með sjónvarpseinvígjum Bush og Als Gores fyrir fjórum árum. Skráðum kjósendum hefur fjölgað um fimmtung í Flórída, 8% í Ohio og 100 sinnum fleiri nýir kjósendur hafa skráð sig í Iowa en gerðu það árið 2000, eins og kemur fram í The Economist. Þar er haft eftir Curtis Gans, sem hefur stundað kosningarannsóknir, að svo geti farið að 118 til 121 milljón manna kjósi í þessum kosningum, eða 60% atkvæðabærra Bandaríkjamanna, en fyrir fjórum árum var kosningaþátttakan 54% og 1996 var hún 51%. Sérfræðingar hafa sagt að eftir því sem þátt- takan aukist fari sigurlíkur Kerrys vaxandi og einn sérfræðingur um skoðanakannanir, Charlie Cook, segir að verði hún undir 115 milljónum kjósenda sigri Bush, verði hún meiri sigri Kerry. Hlutfall óákveðinna hefur verið óvenju lágt í aðdraganda þessara kosninga og lítið hefur verið um að kjósendur hafi söðlað um. Samkvæmt könnunum hafa 3% hætt við að kjósa Bush og ákveðið að kjósa Kerry og sama hlutfall hefur yf- irgefið Kerry til að styðja Bush. Hins vegar hafa tveir af hverjum þremur þeirra 9% kjósenda, sem voru óákveðnir, en nú hafa gert upp hug sinn, sagt að þeir muni styðja Kerry. Þrír hópar hafa sérstaklega verið undir smásjá frambjóðendanna, blökkumenn, kjósend- ur af suður-amerískum uppruna og kjósendur undir 30 ára aldri. Demókratar hafa ávallt notið mikils stuðnings blökkumanna og nú er talið að átta af hverjum tíu hyggist kjósa Kerry. Honum hefur hins vegar ekki tekist að höfða til þeirra að því er virðist, þótt það geti breyst á lokasprett- inum, ekki síst eftir að Bill Clinton fór að beita sér af alvöru í kosningabaráttunni, og því er spurningin hversu áhugasamir þeir verða um að mæta á kjörstað. Repúblikanar hafa gert mikið til að ná til kjós- enda af suður-amerískum uppruna, en það á einnig við um demókrata. Þeim fer stöðugt fjölg- andi og geta því skipt gríðarlegu máli um úrslit kosninga. Í kosningunum árið 2000 kusu 62% þeirra Gore, en 35% Bush. Talið er að staðan nú sé þannig að sex af hverjum tíu styðji Kerry. Kerry virðist einnig njóta meiri stuðnings meðal kjósenda, sem eru undir 30 ára aldri, þótt ekki sé sá munur afgerandi. Þeir hafa hins vegar verið einna óduglegastir við að mæta á kjörstað. Fylgst með framkvæmd kosninganna Athygli vekur hversu mjótt er á munum í kosningabaráttunni og hefur það gefið til- efni til vangaveltna um það hvort úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum muni öðru sinni ráðast fyrir dómstólum. Athygli vakti í vik- unni að nokkrir tugir þúsunda utankjörstaðarat- kvæðaseðla týndust í pósti á leið til kjósenda í Flórída og höfðu margir kjósendur áhyggjur af því að fyrir vikið myndu þeir ekki geta kosið. Úr- slit kosninganna gætu ráðist í Flórída þar sem Jeb Bush, bróðir forsetans, er ríkisstjóri. Í tíma- ritinu The Economist kemur fram að demókrat- ar segist hafa 10 þúsund lögmenn til reiðu í þeim ríkjum, sem harðast er barist um. Repúblikanar eru með lögfræðinga til taks í 30 þúsund kjör- deildum. Þegar er farið að kvarta og ganga ásak- anir um svik og atlögur að kjósendum á báða bóga. Repúblikanar telja að brögð séu í tafli í skráningu nýrra kjósenda og ýmis dæmi renna stoðum undir að í einhverjum tilfellum hafi þeir eitthvað til síns máls. Demókratar óttast að með hræðsluáróðri verði komið í veg fyrir að menn neyti atkvæðaréttar síns og reynt verði að draga úr kosningaþátttöku í fátækrahverfum. Dagblaðið The New York Times hefur und- anfarið fjallað um framkvæmd kosninganna í leiðurum og bent á ýmsar misfellur og veilur. Blaðið telur að sú fyrirætlan repúblikana að koma fyrir sérlegum útsendurum í þúsundatali við kjörstaði í Ohio til að fylgjast með því hvort kjósendur séu löglega skráðir sé hæpin í meira lagi. Repúblikanar hafa bent á að starfsmenn, sem hafa þegið kaup fyrir að skrá kjósendur, hafi skilað vafasömum skráningum. Á eyðublöð- um þeirra komi fyrir nöfn á borð við Mary Popp- ins og Dick Tracy. Repúblikanar hyggjast hafa sérstaklega marga eftirlitsmenn á kjörstöðum í Cleveland, Dayton og öðrum borgum í Ohio þar sem blökkumenn og kjósendur af suður-amer- ískum uppruna eru fjölmennir. The New York Times minnir á að iðulega hafi útsendarar af þessu tagi sérstaklega látið að sér kveða á kjör- stöðum þar sem mikið er um að minnihlutahópar greiði atkvæði og áherslur repúblikana séu áhyggjuefni. Eftirlitsmenn flokkanna geti komið því til leiðar að svo hægi á atkvæðagreiðslunni að biðraðir myndist og kjósendur hverfi frá án þess að greiða atkvæði. Þá hafa komið fram kvartanir um að kjör- seðlar séu ekki nógu skýrir. Utankjörstaðarat- kvæði í sýslunni Cuyahoga í Ohio eru sögð vera svo flókin að auðvelt sé að ruglast á frambjóð- endum og einnig hefur verið greint frá illa hönn- uðum atkvæðaseðlum í Orange-sýslu í Flórída. Í kosningunum árið 2000 voru tvær milljónir at- kvæða ekki taldar vegna þess að ekkert hafði verið skrifað á þau, óljóst var hvað kjósandinn hafði ætlað sér eða atkvæðinu hafði verið spillt með einhverjum hætti. Engin leið er að segja til um hversu margir veittu öðrum frambjóðanda brautargengi en þeir hugðust gera, líkt og gerð- ist í Palm Beach-sýslu í Flórída árið 2000 þegar margir kjósendur kusu Pat Buchanan, en ætluðu að kjósa Gore. Í Duval-sýslu voru nöfn frambjóð- endanna sitt á hvorri síðunni, en í leiðbeiningum sagði að kjósa ætti á öllum síðum þannig að þús- undir atkvæða voru ógildar. Hermenn kjósa í tölvu- pósti og faxi Dagblaðið The New York Times hefur einnig fundið að því að hermenn geti kosið með faxi eða í tölvu- pósti í þessum kosn- ingum ef þeir afsali sér rétti sínum til að kjósa með leynd. Varnarmálaráðuneytið segir að það beri einfaldlega að treysta því að yfirmenn hnýs- ist ekki í það hvern undirmenn þeirra kjósi og kosningastarfsmenn virði sömuleiðis að ekki eigi að gefa upp hverjum einstaklingar greiði at- kvæði sitt. Blaðið segir að allt of hætt sé við því að mistök eigi sér stað, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Það sé alltaf viðkvæmt hvernig far- ið sé með atkvæði og það ekki síst þegar atkvæð- in eru ekki leynileg. Lýðræði hefur verið ein helsta útflutningsvara George Bush og því verður fylgst mjög vandlega með framkvæmd kosninganna á þriðjudag um allan heim, ekki síst í löndum á borð við Afgan- istan og Írak þar sem Bandaríkjamenn hafa axl- að þunga ábyrgð á að koma á lýðræði í stjórn- artíð núverandi forseta. Það er því mikið í húfi fyrir Bandaríkjamenn. Ef verulegir ágallar verða á framkvæmd kosninganna er hætt við því að þeir verði sér til athlægis eða í það minnsta skorti trúverðugleika í málflutningi þeirra í þágu lýðræðis og það er óskiljanlegt að ekki hafi meira verið gert til að einfalda og samræma kjörgögn í Bandaríkjunum eftir upphlaupið, sem varð fyrir fjórum árum þegar nokkrar vikur liðu áður en niðurstaða lá fyrir um það hver yrði næsti forseti voldugasta ríkis heims. Það veltur hins vegar alfarið á því hversu af- gerandi niðurstaða kosninganna verður hversu mikil áhrif þessir þættir hafa. Ef munurinn verð- ur lítill má búast við því að allt fari í háaloft. Kosningabaráttan núna hefur verið óvenju hörð og augljóst er að það er mikil kergja í sam- skiptum demókrata og repúblikana. Bush hefur ekki verið maður málamiðlana í forsetatíð sinni og demókratar hafa margir fengið sig fullsadda af stjórnarháttum forsetans og samstarfsmanna hans. Repúblikanar saka demókrata á móti um að reyna að standa í vegi fyrir þeim við hvert tækifæri án þess að hafa nokkurn hug á að af- greiða mál með málefnalegum hætti. Ýmsir fréttaskýrendur hafa haft orð á að ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.