Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 29 sé mikill munur á frambjóðendunum. Það á ef til vill við í ákveðnum tilfellum. Kerry hefur til dæmis ekki í hyggju að kveðja herinn brott frá Írak þótt hann hyggist fá bandamenn, sem neit- uðu Bush um stuðning, til liðs við sig. Á ýmsum öðrum sviðum er munurinn hins vegar meiri og á það einkum við um bandarísk innanríkismál. Sá munur kemur glöggt fram í samanburði á stöðu þeirra í ýmsum lykilmálum, sem birtist á er- lendri fréttasíðu í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag. Fulla ferð áfram Þessar kosningar snú- ast hins vegar ekki að- eins um stefnu fram- bjóðendanna, heldur fyrst og fremst um frammistöðu sitjandi forseta. Mikil átök hafa átt sér stað síðan hann komst til valda og ýmislegt farið á annan veg en ætla mátti. Hryðjuverkin 11. september 2001 og eft- irmál þeirra yfirskyggja vitaskuld allt annað. Í kosningabaráttunni árið 2000 kvaðst Bush vera mannasættir og vísaði til frammistöðu sinnar í embætti ríkisstjóra í Texas. Áttu margir von á því að eftir allt það sem gekk á eftir kosning- arnar myndi Bush leita málamiðlana og reyna að byggja brýr til andstæðinga sinna í röðum demó- krata, en það var öðru nær. Í bók Bobs Wood- wards, Plan of Attack, er haft eftir Dick Cheney varaforseta: „Frá því að við komum inn í bygg- inguna [Hvíta húsið], var kannski hugsað um þá hugmynd að nýr forseti þyrfti að halda aftur af sér vegna þess hvað mjótt var á munum í kosn- ingunum í kannski 30 sekúndur. Það var ekki íhugað í neinn tíma. Við vorum með stefnuskrá, við buðum okkur fram á grundvelli þeirrar stefnuskrár, við sigruðum í kosingununum – fulla ferð áfram.“ Í stjórnartíð Bush hafa orðið umskipti í efna- hagsmálum. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings birti spá um það leyti, sem Bush tók embætti í janúar 2001, þar sem boðaður var fimm trilljóna dollara samanlagður afgangur á fjárlögum næstu tíu árin. Í fyrra var fjárlagahallinn 375 milljarðar dollara, spáð er að hann fari upp í fjögur hundruð milljarða á þessu ári og sam- anlagt verði hann 2,3 trilljónir dollara á tíma- bilinu 2005 til 2014. Bush gekk fram í upphafi kjörtímabilsins með afgerandi skattalækkanir, sem andstæðingar hans segja að hafi einkum verið í þágu auðmanna í Bandaríkjunum, og lét árásir hryðjuverkamanna á New York og Wash- ington og aukin útgjöld vegna innrásanna í Afg- anistan og Írak engin áhrif hafa á fyrirætlanir sínar í skattamálum. Flest ríki heims fylgdu Bush að málum þegar hann réðst inn í Afganistan. Öðru máli gegndi um Írak þrátt fyrir að þar ætti að steypa úr stóli harðstjóra, sem beitt hafði efnavopnum í stríðinu við Íran og á sína eigin þjóð. Í rökstuðningnum fyrir því að ráðast inn í Írak var hins vegar ekki lögð áhersla á grimmdarverk harðstjórans, held- ur sagt að hann byggi yfir gereyðingarvopnum og hefði verið í tengslum við hryðjuverkasam- tökin Al-Qaeda, sem hvorugt reyndist rétt. Margt hefur hins vegar farið úrskeiðis í Írak. Hryðjuverk eru þar daglegt brauð, stöðugar fréttir berast af mannránum og gíslatökum. Bandaríkjaher hefur beitt sér gegn andspyrnu- hópum, en ekki verður sagt að hann hafi unnið stríðið þótt hann hafi sigrað í nokkrum orrust- um. Þá hafa margir orðið fyrir sárum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt, yfir því hversu litla virð- ingu stjórnarliðar Bush hafa borið fyrir almenn- um mannréttindum og forsendum réttarríkisins og eru þeir þó að verja þau gildi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Pyntingarnar í hinu ill- ræmda fangelsi Abu Ghraib vöktu óhug um allan heim og tilraunir til að skella skuldinni af kerf- isbundnum pyntingum á undirmenn í stað þess að axla ábyrgðina á efstu stöðum eru ekki sann- færandi. Nokkur hundruð manns hafa setið í fangelsi í Guantanamo á Kúbu misserum saman án dóms og laga. Fjöldi útlendinga í Bandaríkj- unum hefur verið handtekinn vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Hundruð manna hafa verið send úr landi í kjölfarið, ekki vegna þess að sannast hafi að viðkomandi hafi verið við- riðnir hryðjuverk eða lagt á ráðin um spellvirki, enda hefðu þeir þá verið dregnir fyrir rétt í Bandaríkjunum, heldur af því að einhver óreiða fannst í tengslum við dvalarleyfi þeirra. Lýðhylli Bush Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að Bush nær til kjósenda. Í ný- legu hefti vinstra tímaritsins The Nation, sem ávallt hefur verið mjög gagnrýnið í garð forset- ans, er lýsing á frambjóðandanum Bush: „Við upphaf sjöundu kosningaheimsóknar sinnar til lykilríkisins Wisconsin laumaði George W. Bush leynivopni í rútuna sína: Dr. Britt Kolar, lækni, sem lék með Bush í rúbbíliðinu í Yale á sjöunda áratugnum. Hann sat við hlið Bush á meðan ekið var í gegnum Lake Geneva þar sem hann er læknir og sagði honum nöfnin á fólkinu, sem stóð í vegarkantinum og eigendum smáfyrirtækja, sem höfðu komið út til að fylgjast með. „Sæl, María,“ tilkynnti forsetinn í gegnum hátalara- kerfi ökutækisins. „Ég vildi að við gætum stopp- að.“ „Komið þið sæl, þetta er forsetinn. Ég var að frétta að þið væruð nýbúin að opna verslunina ykkar. Við ætlum að styðja við bakið á smáfyr- irtækjum.“ Forsetinn hélt áfram og talaði um verslanir á staðnum, veitingastaði og íþróttalið. Það virðist kannski vera hallærislegt, en fólkið gat ekki fengið nóg. Fagnaðarlætin voru gríð- arleg og þótt rútan hefði ekki numið staðar fór fólkið heim talandi um það að forseti Bandaríkj- anna hefði tekið sér tíma til að tala við það per- sónulega.“ Það er greinilegt á öllu að Bush er mjög öfl- ugur frambjóðandi. Bill Clinton, sem er enginn viðvaningur í þeim efnum, hefur ítrekað lýst yfir því hvað hann beri mikla virðingu fyrir Bush í pólitík og varað demókrata við að vanmeta hann. Ekki má gleyma því að í kosningunum 2002 sóttu repúblikanar á í þinginu, en venjan er sú að flokkur sitjandi forseta gefi eftir í kosningum milli forsetakosninga. Sigur repúblikana í kosn- ingunum 2002 var að miklu leyti þátttöku Bush í kosningabaráttunni að þakka. Bush stundar kosningabaráttuna af slíkri ákveðni og eljusemi að viðstaddir lýsa „rafmögnuðu“ andrúmslofti á fundum með honum. Kerry leggur líka hart að sér í kosningabarátt- unni, en þegar hann er um borð í rútunni situr hann með kosningastjórum sínum og skipulegg- ur næstu leiki á meðan Bush notar hvert tæki- færi til að nálgast kjósendur. Leitt hefur verið getum að því að enginn forseti hafi eytt jafn- miklum tíma í kosningabaráttu og Bush og oft ávarpar hann meira en 10 þúsund manns á dag. Ljóst er að spenna verður í kosningabarátt- unni fram á síðasta dag. Undanfarna daga hafa Bush og Kerry tekist hart á í leit að málefni, sem gæti skilað þeim sigri, og það er ekki aðeins óvenjumikill áhugi á þessum kosningum í Banda- ríkjunum, heldur um allan heim. Reuters George Bush forseti hefur verið óþreytandi í kosningabaráttunni og virðist njóta sín best með uppbrettar ermar innan um kjósendur sína. John Kerry er einnig þrautseigur frambjóðandi, en virðist þó ekki ná sama sambandi við kjósendur í návígi og andstæðingur hans. Bush er hér á fundi í Alamogordo í Nýju Mexíkó og Kerry í Orlando í Flórída. Lýðræði hefur verið ein helsta útflutn- ingsvara George Bush og því verður fylgst mjög vand- lega með fram- kvæmd kosning- anna á þriðjudag um allan heim, ekki síst í löndum á borð við Afganistan og Írak. Laugardagur 30. október Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.