Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 19
sér en sala áburðarhesta og ótam- inna trippa. Þannig greinir Þjóðólfur frá sölu 18 hesta, mest gæðinga, til Horsens á Jótlandi sumari 1857 og 20 reiðhesta til Kaupmannahafnar ári seinna. Ári 1862 greinir Þjóðólfur enn fremur frá því að sala einstakra reiðhesta hafi lyft meðalverðinu um- talsvert það árið og getur þess jafn- framt að reiðhestur frá Seyðisfirði hafi verið seldur utan fyrir 200 rík- isdali eða tífalt meðalverð þess tíma. Fyrir lækna og verkstjóra Einstaka sinnum voru reiðhross líka keypt og flutt utan af erlendum ferðamönnum sem kynnst höfðu hrossunum hér á landi og bundist þeim böndum. Þrátt fyrir vellyst og náðuga daga á framandi slóðum, blundaði þó greinilega heimþrá í sumum þeirra. Frægt dæmi er hryssan Mouse sem William Morris flutti út með sér og hafði á safarík- um engjum við Kelmscott á Thems- árbökkum. Þar eltist hún og fitnaði en dag einn reisti hún makkann, rak upp hnegg, tók á sprett yfir næsta gerði, jafn þungfær og hún var, og stefndi til norðurs. Um aldamótin 1900 voru íslenskir reiðhestar í Danmörku aðallega not- aðir á stórbýlum. Þeir töldust hent- ugir fyrir verkstjóra sem þurftu að ríða á milli flokka vinnufólks og höfðu oft drjúgan spöl að fara. Þá voru dýralæknar og læknar í sveit- um einnig farnir að nota íslenska reiðhesta til þess að fara á milli sjúk- linga. Í greinargerð um markað fyrir íslenska hesta í Danmörku árið 1905 imprar Guðjón Guðmundsson ráðu- nautur nokkuð á framtíð hesta- mennskunnar sem frístundagamans. Hann getur þess að hestar séu mjög lítið notaðir til reiðar í Evrópu nema af hermönnum, en í Norður-Amer- íku séu hestar aftur á móti mikið notaðir til reiðar og segir enn frem- ur: „… og með því að allir viður- kenna, að það er bæði mjög heilsu- styrkjandi og fögur og góð skemtun, að ríða góðum hesti, er mjög líklegt að það fari aftur að komast í móð í Evrópu.“ Reyndar getur Guðjón þess að stóreignamaður á Norður-Jótlandi hafi í mörg ár haft 4–5 íslenska reið- hesta sem fólk hans ríði næstum daglega sér til heilsubótar og skemmtunar. Frá sama tíma eru líka dæmi um eftirspurn útlendinga eftir góðum reiðhestum héðan og jafnvel að úrtökugæðingar hafi farið utan. Þannig segir Ásgeir Jónsson frá Gottorp frá Hörgs-Gránu sem send var til Kaupmannahafnar rétt um aldamótin 1900 ásamt merfolaldi sem undir henni gekk. Henni er lýst sem væri hún blossafjörug, ljúf og létt á taumum, jafnvíg á tölti og brokki og hoppdansi, en lyftingin og fjaðurmagnið svo yfirdrifið að hún sýndist eins og öll á lofti. Seinna varð Grána flugvökur og svo mikið góðhross og snillingur að menn töldu hana eitt mesta afburðareið- hross síns tíma. Snemma á 20. öld voru einstaka menn farnir að hafa af því tekjur að leita uppi og þjálfa gæðinga til út- flutnings. Þannig getur Daníel Daní- elsson þess að á árunum í kringum 1910 hafi hann selt marga úrvals- gæðinga til útlanda og haft þá í þjálf- un heima á Brautarholti til að vera viss um að þeir uppfylltu það sem kaupendurnir ætluðust til. Hann til- tekur sérstaklega móskjóttan hest sem hafi verið mikill á velli og allra hesta best limaður, fjörhár og fjöl- hæfur í gangi en með svo háa og fal- lega fótalyftu að af bar. Um afdrif þessa hests, sem Daníel telur einn mesta og besta gæðing sem hann hafi eignast, segir hann enn fremur: „Móskjóna seldi eg vini mínum í Skotlandi, sem bað mig að útvega sér úrvals-hest. Hann varð ekki heldur fyrir neinum vonbrigðum og skrifaði mér árlega, og lýstu bréfin dáleikum hans á hestinum, sem hann þóttist aldrei geta fullþakkað mér. Hann átti Móskjóna þangað til hann felldi hann 18 vetra.“ Á fyrri hluta 20. aldar voru ein- staka menn í Evrópu þegar farnir að þekkja og meta höfuðkosti íslenska reiðhestsins og sækjast eftir því að eignast gæðinga. Einn þeirra manna er eignuðust íslenska reiðhesta á fyrri hluta aldarinnar var þýski mál- og þjóðháttafræðingurinn Bruno Schweizer. Bruno dvaldi við rann- sóknarstörf hér á landi sumarið 1936 og fór allra sinna ferða á reiðhestum sínum og tók þá svo með sér til Þýskalands um haustið. Bruno sneri svo aftur hingað til lands ári seinna og hélt rannsóknum sínum áfram, en ekki er loku fyrir það skotið að reið- hestar hans hafi verið með í þeirri för og að þeir Jarpur og Sóti hafi því gerst víðförulli en bókstafur ís- lenskra laga heimilaði. Seinna kvæntist Bruno Schweizer íslenskri konu, Þorbjörgu Jónsdóttur frá Eintúnahálsi á Síðu, og voru þau hjón talin höfðingjar heim að sækja suður í Dießen í Bæjaralandi. Ekki þótti heldur spilla fyrir að þau Bruno og Þorbjörg gátu boðið gest- um sínum í útreiðartúra og lengri ferðir um þýsku Alpana á íslenskum hestum. Jafnvel þó að íslenski reiðhestur- inn hafi hafið innreið sína í útlöndum snemma á síðustu öld varð ýmislegt til að slá framsókn hans á frest; til- koma bifreiðarinnar, ófriður tveggja heimsstyrjalda og kreppan mikla voru allt fyrirstöður sem um munaði. Það var svo ekki fyrr en í kjölfar vaxandi velmegunar og breyttra samfélagshátta, þegar komið var fram á seinni hluta 20. aldar, að grundvöllur fór að skapast fyrir markvissri kynningu og sölu ís- lenskra reiðhesta erlendis. Íslenski hesturinn kemur út hjá Máli og menningu. Ritstjórar bókarinnar eru Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveins- son, en meðhöfundar eru Kári Arn- órsson, Sigríður Sigurðardóttir og Þor- geir Guðlaugsson. Bókin er 415 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 19 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.