Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vald páfans í Róm, bæðií stjórnmálum og trú-málum, fór hnignandiá síðmiðöldum, ým-issa hluta vegna. Eitt var t.d. það, að allir sem gegndu embættinu á þeim tíma, end- urreisnarskeiðinu, voru marglátir, léttúðugir, glysgjarnir og sam- viskulausir. Trúin var aukaatriði. Þá risu upp hópar sem vildu láta skerast í odda við rómversk- kaþólsku kirkjuna, mótmæla ver- aldarvafstri hennar, og gerðu það. Siðbótar var þörf. Einna öflugust var hreyfing í Bæheimi, kennd við tékkneska prestinn Jóhann Húss, en eins og aðrar smærri var hún þó bæld niður af hörku. En jarðvegurinn hafði nú verið undirbúinn, og í fótspor allra hinna kom enn einn maðurinn tæpri öld síðar. Hann fæddist 10. nóvember 1483, í Eisleben í Sax- landi, einu af þýsku smáríkjunum, gerðist munkur af reglu Ágúst- ínusar árið 1505, þá 22 ára að aldri, en hefur síðar doktorsnám og lýkur því 1512 og fær sama ár prófessorsembætti í guðfræði í Wittenberg. Um þær mundir á hann í innbyrðis trúarstríði, ekki síst vegna þess sem fyrir augu hafði borið í Róm, er hann dvaldi þar 1510–1511. Spillingin hafði verið svo augljós, lýtin allt of mörg og stór, íburður og skraut, gull og dýrir steinar. Allt þetta var svo frábrugðið því sem var í klausturklefa hans. Kornið sem fyllti mælinn var þó aflátssala sendimanna Páfagarðs, þar sem hægt var að fá keypta syndafyrirgefningu – mismikla – allt eftir rausnarskapnum og gjaf- mildinni; háar upphæðir dugðu betur en aðrar, og veittu lausn úr hreinsunareldinum. Ástæða þessa alls var sú, að páfi var í fjárhags- kröggum, vegna smíði nýrrar dómkirkju sem átti að vera stærri og fegurri öllum öðrum guðs- húsum í heiminum, og kennast við heilagan Pétur. Og sú bygging var dýr. Gamla, rómverska timb- urkirkjan, sem byggð hafði verið á dögum Konstantíns, á 4. öld, þótti ekki lengur við hæfi, tíðarandinn var slíkur, og árið 1506 var hún því brotin niður og grunnur lagð- ur að hinni. Júlíus II hafði byrjað verkið, en andast 1513. Á stól var kominn Leó X og nú skyldi haldið áfram; þessu lauk reyndar ekki fyrr en 1615. Hinn 31. október 1517 var Lúther nóg boðið og þann dag negldi hann voldugt skjal á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg, með 95 greinum, eða tesum, eins og þær voru kallaðar, þar sem hann mótmælti aflátssölunni. Rök hans voru þau, að endurlausn fengist aðeins og bara fyrir trú og náð. Honum þótti vænt um róm- versk-kaþólsku kirkjuna, var sjálfur í þjónustu hennar, og ætl- aði sér aldrei að valda neinum klofningi, heldur einungis stinga á þessi ljótu og daunillu kaun. En það gaus upp eldur, sem varð ekki haminn, bál, sem enginn kunni að slökkva; með þessu vakti hann samvisku kristninnar í Evrópu, og trúin varð aftur meginþáttur. Það er of löng saga til að rekja hér. En ný kirkjudeild varð sumsé til, eftir mótmæli Lúthers og at- burði í kjölfar þeirra. Þar var og er fagnaðarerindið – evangelium – í öndvegi. Og fleiri mynduðust annars staðar. Ein heitir t.d. eftir þeim franska Jóhanni Kalvín, og náði hún útbreiðslu í Niðurlöndum, Englandi, Skotlandi, Frakklandi og Sviss. Jafnframt olli þetta mikilli stjórnkerfisbreytingu og varð á mörgum staðnum fyrsti áfanginn á leið til einveldis og nútímaríkis. Sr. Örn Bárður Jónsson sagði t.d. um það í prédikun á siðbótardag- inn árið 2001: Með siðbótinni urðu skil í sögu Evrópu og hins vestræna heims. Sagt hefur verið að nútíminn hafi byrjað með sið- bótinni, hinn frjálsi maður hafi orðið til, frjáls til að hugsa og trúa án valdboðs kaþólsku kirkjunnar. Lúther uppgötv- aði kjarna Nýja testamentisins um rétt- lætingu af trú en ekki verkum, sbr. Rómverjabréfið 1:16–17. Í Svíþjóð var evangelísk- lútherskri skipan formlega komið á árið 1527, í Danmörku, Fær- eyjum og Noregi árið 1537. Ís- lendingar stóðu lengst Norð- urlandabúa á móti hinum breytta sið, en gáfust loks upp þegar síð- ustu forystumenn rómversk- kaþólsku kirkjunnar hér, Jón Arason biskup og synir hans, höfðu verið teknir af lífi árið 1550. Fyrir Skálholtsstifti hafði nýja kirkjuskipanin þó verið samþykkt 1541, en fyrir Hólastifti gerðist það 1551. Lúther var þá dáinn, andaðist 18. febrúar 1546. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Að því er lesa má í rit- verkinu „World Christian En- cyclopedia“ eru kristin, sjálfstæð trúfélög í heiminum nú alls um 34.000. Á 20. öld hófust fyrir alvöru til- raunir við að sætta andstæður milli kirkjudeilda og vinna að ein- ingu meðal kristinna manna. Fram eftir öldinni voru það aðeins evangelískar kirkjur sem ræddu þannig mál sín, en fljótlega bætt- ust rétttrúnaðarkirkjur Austur- Evrópu og Austurlanda nær inn í viðræðurnar. Upp úr 1965, eftir síðara Vatikanþingið, fór svo róm- versk-kaþólska kirkjan að líta til hinna og gefa færi á sér. Þetta mikla verk er enn í gangi. En ljóst er, burtséð frá öllu því, að við eigum Marteini Lúther ævarandi þökk að gjalda fyrir baráttuna til hreinsunar á svipl- jótum útbrotum á líkama kirkj- unnar forðum. Því mig grunar að ásýnd hennar væri önnur núna, ef þetta hefði ekki komið til. Og þessu fögnum við í dag. Ég ætla að leyfa sr. Kristjáni Val Ingólfssyni að eiga lokaorðin að þessu sinni, en í prédikun í Langholtskirkju á þessum degi í fyrra sagði hann nokkuð, sem aldrei má heldur gleymast: Siðbótin er ekki bara atburður eða stefnumörkun á tilteknum tíma á 16. öld. Siðbótin er lifandi hreyfing fólks á ferð í þjónustu Krists. Siðbótin er áminning um að halda sig við Krist, er- indi hans og Orð. Siðbótardagurinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Hinn 31. október árið 1517 gerðist stórmerkur atburður í Wittenberg í Þýskalandi, sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir kirkjusöguna og jafnvel marka upphaf nú- tímans og frjálsrar hugsunar. Sigurður Ægisson fjallar um það mál í dag. HUGVEKJA Skipholti 29a 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is sími 530 6500 HÁALIND 19 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15.00-18.00 Einstaklega glæsilegt parhús (teng- ist á bílskúrunum) á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr á frá- bærum stað í Lindahverfinu. Alls 4 svefnherb., tvær stofur, tvö baðher- bergi og sannkallað gourmet eld- hús. Ekkert hefur verið til sparað við frágang og val á innréttingum. Sjón er sögu ríkari! Verð. 34,9 millj. Björn og Halla taka á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 15-18 w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignas., Eyrarbakki Reisulegt vel byggt einbýlishús á stórri lóð ásamt bílskúr alls 181,8 fm. Ófrágengið ris er yfir öllu húsinu með tilheyrandi möguleikum. Stórt eldhús, tvær stofur, fjögur herbergi og tvær snyrtingar eru í húsinu. Húsið hefur verið heilklætt að utan og er í góðu ástandi. Stuttur afhendingartími. Verð 13,2 milljónir. Arnarhraun, Hafnarfjörður - 2ja og 3ja herb. Um er að ræða nýjar íbúðir, 3 3ja herb. íbúðir sem eru 96 fm., 104 fm., 114 fm. og 2ja herb. íbúð sem er 82 fm. Íbúðunum verður skilað með vönduðum innréttingum og flísalögðum böðum. Rúmgóðar og bjartar íbúðir á góðum stað. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir eigna á söluskrá. Við getum boðið mjög sanngjarna söluþóknun. STOFNFUNDUR Félags sjálf- stæðismanna í Grafarholti var hald- inn 18. október sl. Björn Gíslason, formaður í Árbæ, Selási og Ártúns- holti, setti fund- inn og sagði frá aðdraganda að stofnun félagsins í Grafarvogi. Fé- lagsmenn í hinu nýja félagi eru 476 og var Stein- grímur Sigur- geirsson kjörinn formaður. Gestir fundarins voru þeir Geir H. Haarde, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og fjármálaráð- herra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Félag sjálf- stæðismanna í Grafarholti stofnað Steingrímur Sigurgeirsson NÝLEGA voru sextíu ár liðin frá því að Orðabók Háskólans tók til starfa. Í tilefni þess var nýju efni bætt á vefsíðu stofnunarinnar sem finna má á slóðinni: www.lexis.hi.is. Það er öllum aðgengilegt og vonast Orðabókin til að sem flestir lands- menn nýti sér það. Þessar nýjungar eru: Beygingarlýsing íslensks nútíma- máls er safn beygingardæma. Þar má leita að orðum og einstökum beygingarmyndum orða, þar á með- al mannanöfnum. Í safninu eru nú um 176.000 beygingardæmi. Skráin birtir fjölbreytilega mynd af notkun einstakra orða í föstum samböndum og í dæmigerðu sam- hengi við önnur orð. Hún varpar ljósi á merkingu og notkun orða og veitir innsýn í sögu og samhengi orðaforðans á síðari öldum. Í skránni eru rösklega 120.000 orða- sambönd og er hún unnin úr dæma- söfnum Orðabókarinnar. Safn tölvutækra texta frá ýmsum tímum til notkunar við orðabóka- gerð og málrannsóknir. Á vefsíðu Orðabókarinnar er hægt að leita að orðum og sjá dæmi um notkun þeirra úr þeim hluta textasafnsins sem opinn er almenningi. Ritsmálssafn, sem er aðalsafn Orðabókarinnar með dæmum um notkun orða í íslensku frá miðri 16. öld til nútímans, hefur verið að- gengilegt um nokkurt skeið. Á því voru gerðar nokkrar breytingar. Stærstur hluti þess er öllum opinn. Orðabók Háskólans 60 ára STJÓRN Ungra vinstri grænna í Reykjavík mótmælir harðlega skert- um opnunartíma Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns og telur að með skerðingu opnunartímans séu hagsmunir stúdenta við Háskóla Íslands fyrir borð bornir, segir m.a. í ályktun sem stjórn félagsins sendi nýlega frá sér. Síðan segir m.a. í ályktuninni: „Þjóðarbókhlaðan er ekki einung- is lesaðstaða stúdenta heldur hýsir hún einnig dýrmætt bókasafn sem er stúdentum ómetanlegt og nauðsyn- legt í námi. Skertur opnunartími kemur því illa niður á öllum stúd- entum. Stjórn Ungra vinstri-grænna í Reykjavík lýsir jafnframt sárum vonbrigðum sínum yfir áhuga- og skilningsleysi stjórnvalda, sem og Háskólayfirvalda, á þeirri stöðu sem uppi er.“ Mótmæla skertum af- greiðslutíma ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.