Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 37

Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 37 UMRÆÐAN Til sölu er Djáknaskógur, einn og hálfur hektari sunnan í hlíðinni vestan við Úthlíð í Bláskógabyggð. Spildan nær niður að Konungsvegi og er utan við sumarbústaðalandið í Úthlíð. Allt svæðið er vaxið birkiskógi, en auk hans eru nokkrir 40 ára gamlir furu- og grenilundir. Útsýnið er yfir Suðurlandsundir- lendið, allt til sjávar. Hér er ekki aðeins ein fegursta skákin úr landi Úthlíðar, heldur á Suðurlandi öllu. Kjörstaður fyrir þá, sem vilja vera út af fyrir sig, hvort sem þar yrði byggt eða ekki - óskastaður til að njóta fegurðar. Tilboð óskast. Upplýsingar gefnar í síma 565 78 55. LAND Í SÉRFLOKKI TIL SÖLU Smáratún 15 - Álftanesi Fallegt og bjart 144 fm einbýlishús á einni hæð auk 38 fm frístandandi bílskúrs. 5 svefnherbergi eru í húsinu. Stór skjólgóður pallur. Húsið er í góðu ásig- komulagi. Rólegt og banvænt hverfi. Brunabótamat 18,5 milljónir. Verð 27,7 millj- ónir. Eign sem vert er að gefa sér tíma til að skoða. Opið hús kl. 14.00-16.00 Björt og fín 2ja herbergja 75,6 fm íbúð með frábæru útsýni og sér- inngangi af svölum í góðu lyftu- húsi. Stórt svefnherbergi, gott bað, þvottahús og ágætt eldhús. Stór stofa með stórum suðursvöl- um meðfram allri íbúðinni. LAUS STRAX. Íbúð merkt 3, hæð B - bjalla merkt: Guðbjörg og Sigurður OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 KRUMMAHÓLAR 10 Miðhraun - nýtt og glæsilegt atvinnu- húsn Erum með í sölu þetta 3100 m2 glæsilega og nýja atvinnuhús- næði. Um er að ræða hús sem er fullbúið að utan og með malbikaðri lóð en að innan er húsið tæplega tilb. til innréttinga. Húsið getur selst í minni einingum en hluti hússins er á steyptu millilofti. Fjöldi innkeyrsludyra. Hægt er að aka í gegnum húsið. Gott verð. Um er að ræða nýlegt steinsteypt verslunar-, skrifstofu- og þjónustu- húsnæði á tveimur hæðum, skráð alls 531 fm. Eignin skiptist í góða götuhæð með verslunargluggum og tveimur innkeyrsludyrum á bakhlið. Vandaður frágangur. Á efri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónustu- rými. Vandað parket er á gólfum og er hæðin nánast nýinnréttuð með hurðum, gólfefnum o.fl. en ekkert notuð. Gæti nýst undir ýmiskonar starf- semi. V. 39 m. 2609 Gott iðnaðarhúsnæði við Tunguháls í nýlegu húsi. Eftirtaldar einingar eru til sölu: 530 m2 á 42,5 m. 322,7 m2 auk 50 fm millilofts og u.þ.b. 200 fm útiskýlis á 37,7 milljónir. Góð lofthæð. Innkeyrsludyr. Frábær staðsetning með miklu aug- lýsingagildi. 3258 Heil 930 fm húseign við Háholt í Mosfellsbæ í nýju húsi á áberandi stað með miklu auglýsingagildi í ört vaxandi verslunarhverfi. Eignin skiptist m.a. í götuhæð sem er verslunarhæð og iðnaðar/þjónusta. Lagerhúsnæði er í kjallara og á 2. hæð eru skrifstofur. V. 65 m. 3357 Vorum að fá í sölu um 1.500 fm at- vinnuhúsnæði í Mosfellsbæ. Hús- næðið gæti hentað fyrir iðnað, lager og fleira. Stórar frysti- og kæli- geymslur eru í húsinu. Það gæti því hentað vel fyrir matvælaiðnað. Mikil lofthæð. Góðar innkeyrsludyr. Góð bílastæði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. 3795 Kaplahraun - Vönduð eign Miðhraun - nýtt og glæsilegt atvinnuhúsn. Tunguháls Háholt - Mosfellsbær Mosfellsbær - atvinnuhúsnæði Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KARLREMBA er kvenfyrirlitning. Karlremban er ekki jafnrétt- issinnuð og lítur ekki á konur og karla sem jafningja. Karlremban gengur út á yfirráð karla yfir konum. Það er því sorglegt að sjá að fyrirtæki eins og Fróði, Oddi, Hagkaup, Nóatún, Bón- us, Krónan, 10–11, 11–11, Esso, Olís og Skeljungur, að ótöldum flestum sjoppum landsins, fagni tímaritinu b&b, sem markaðssetur sig sem karl- remburit, og sjái um að dreifa því á áberandi stað í verslunum sínum. Greinar sem birtast í b&b bera heiti eins og „Beygðu hana í bólið“ þar sem vísað er í hvernig á að koma „fórnarlambinu“ í rúmið. Slíkar greinar eru til þess fallnar að styrkja þá trú að karlmenn hafi rétt á lík- ömum kvenna, með eða án þeirra samþykkis. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli neyslu á klámi, hlutgervingar og kynferðisofbeldis. Jafnréttissinnað þjóðfélag myndi ekki taka málstað þeirrar karlrembu sem b&b boðar opnum örmum heldur vinna markvisst að því að útrýma henni. Með því að dreifa b&b eru of- antalin fyrirtæki ekki að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi heldur að skapa umhverfi sem réttlætir það og afsak- ar. Nýlega samþykkti Norð- urlandaráð, þar með talið Ísland, að skera upp herör gegn klámvæðingu almannarýmisins. Klámvæðingin er vaxandi vandamál. Almannarýmið er okkar sameiginlega svæði og að þekja það kynferðislegum myndum af kon- um er ekki til þess fallið að gera það að stað fyrir okkur öll. Með því að hlutgera og niðurlægja kvenlíkamann á forsíðum b&b og stilla upp sem hverri annarri vöru er alvarlega vegið að frelsi fólks til að velja og hafna. Þá er frelsi klámneyt- enda og klámvæðing almannarým- isins farin að þrengja að frelsi okkar hinna. Foreldrar hafa ekki frelsi til að hafna því að kvenfyrirlitningu sé haldið að börnum þeirra. Börn hafa ekki frelsi til að vera börn. Konur hafa ekki frelsi til að versla án þess að horfa upp á kvenlíkamann hlut- gerðan. Og karlar hafa ekki frelsi til að hafna því að karlmennska byggist á kvenfyrirlitningu. Föstudaginn 29. október nýttum við undirrituð frelsi okkar til að hafa skoðun. Við heimsóttum sölustaði sem bjóða uppá b&b og merktum tímaritið orðunum „Hefur þú frelsi til að hafna?“ Við skorum á þau fyrirtæki sem hafa valið að styrkja karlrembuna í sessi með því að dreifa blaðinu b&b að endurskoða þá afstöðu og sýna okkur viðskiptavinum þá virðingu að fjarlægja blaðið úr verslunum sínum. Fyrirtækjum ætti að vera umhugað um að sem flestum líði vel í við- skiptum við þau og sækist eftir að nýta sér þjónustu þeirra. SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR, ráðskona staðalímyndahóps, KRISTÍN TÓMASDÓTTIR, ráðskona öryggisráðs. Opið bréf til forsvarsmanna matvöru- verslana, bensínstöðva, Odda og Fróða Frá Sóleyju Stefánsdóttur og Kristínu Tómasdóttur f.h. félaga í staðalímyndahópi og öryggisráði Femínistafélags Íslands: AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.