Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Að jafnaði hafa um 23–25 ís-lenskir friðargæsluliðarverið við störf erlendis áþessu ári, en stefnt er að því að þeir geti senn orðið um fimm- tíu á hverjum tíma. Jafnframt er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til friðargæslumála á næstu árum. Á vegum Íslensku friðargæslunnar eru nú 22 gæsluliðar á vettvangi, en umfangsmesta og kostnaðarsamasta verkefni hennar er stjórn flugvallar- ins í Kabúl í Afganistan, sem Íslend- ingar tóku við í byrjun júní. Þar eru sextán íslenskir friðargæsluliðar við störf, en stefnt er að því að þeir geti afhent öðrum stjórn flugvallarins um mitt næsta ár. Fjórir friðargæslulið- ar eru á Sri Lanka, þar sem Norð- menn leiða samnorrænt eftirlit með vopnahléi milli stjórnarhersins og uppreisnarhers Tamíla. Þá stýrir fulltrúi Íslensku friðargæslunnar skrifstofu UNIFEM í Pristina í Kos- ovo og einn Íslendingur starfar í lög- gæslusveitum Evrópusambandsins í Bosníu. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu verður heildar- kostnaður ríkisins vegna Íslensku friðargæslunnar um 370 milljónir á þessu ári, en þar af koma um 60% til vegna verkefnisins í Kabúl. Gert er ráð fyrir að framlög til friðargæslu verði um 460 milljónir á næsta ári, miðað við að 25–35 gæsluliðar verði við störf hverju sinni. Fyrir ári greindi þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, frá því í svari við fyrirspurn á þingi að stefnt væri að því að framlögin yrðu um 550 millj- ónir árið 2006 og þá yrðu um 50 ís- lenskir friðargæsluliðar á vettvangi. En sé tekið mið af kostnaðinum á þessu ári yrði talan um 740 milljónir fyrir 50 manns ef áherslur haldast óbreyttar. Tíu ára saga Arnór Sigurjónsson, yfirmaður Ís- lensku friðargæslunnar, segir að fyrstu skref Íslendinga á þessum vettvangi hafi verið stigin þegar ís- lenskir lögreglumenn fóru til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna á 5. og 6. áratugnum. En upphaf friðargæsl- unnar sem slíkrar megi rekja til árs- ins 1994, þegar ákveðið var að senda lækna og hjúkrunarfólk til starfa í hersjúkrahúsi Norðmanna í Tusla í Bosníu-Herzegóvínu, sem var hluti af starfsemi Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Því starfi var haldið áfram í samstarfi við Breta og þá undir hatti Atlantshafsbandalagsins og SFOR. Arnór segir að þessir læknar og hjúkrunarfræðingar hafi allir starfað í herumhverfi, einkennisklæddir, með tignargráður og vopn til sjálfs- varnar. „Íslenska friðargæslan var form- lega sett á fót í september 2001 til að mynda ramma utan um þátttöku ís- lenskra stjórnvalda í þessari starf- semi,“ segir Arnór. „Komið var upp viðbragðslista, sem nú telur um 200 manns úr ýmsum stéttum, með alls- kyns bakgrunn, hæfileika og kunn- áttu. Frá 2001 til 2002 voru Íslend- ingar starfandi á Balkanskaga undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evrópu og NATO. Haustið 2002 var tekin ákvörðun um að Íslendingar tækju að sér rekstur flugvallarins í Pristina í Kosovo, að beiðni Atlantshafsbanda- lagsins, og það markaði tímamót í starfsemi íslensku friðargæslunnar, því það var í fyrsta skipti sem við tók- um að okkur leiðandi hlutverk á þess- um vettvangi. Íslendingar ráku flug- völlinn í Pristina undir stjórn KFOR og Atlantshafsbandalagsins fram til 1. apríl á þessu ári. Á þeim tíma þjálf- uðum við innlenda starfsmenn í öllum þáttum sem snerta starfsemina og þeir hafa nú tekið við rekstri flugvall- arins, undir stjórn SÞ og með aðstoð Flugmálastjórnar.“ Tveir sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar fóru til Íraks síðasta vetur á vegum Íslensku friðargæsl- unnar, en þeir unnu með danskri her- sveit að því að fjarlægja sprengjur í suðurhluta landsins. Ekki munu vera uppi áform um að senda íslenska frið- argæsluliða á ný til Íraks. Í Kabúl í krafti sérhæfingar Arnór segir að hinar bandalags- þjóðirnar í NATO hafi reynst tregar til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl af Þjóðverjum. „En við ákváðum að axla þá ábyrgð, með stuðningi fjölþjóðlegs herliðs á staðn- um sem gætir friðar.“ Spurður hvort það hafi legið beint við að lítil þjóð með engan her tæki að sér slíkt verk- efni, sem aðrar og stærri þjóðir hafi vikið sér undan, segir Arnór svo vera. Íslendingar hafi ráðist í verkefnið í krafti sérhæfingar og kunnáttu. „Við höfum þekkingu og reynslu umfram aðra á þessu sviði. Flugvöllurinn í Keflavík er bæði borgaralegur og hernaðarlegur, og við höfum kunn- áttu í því að samræma þá starfsemi. Við stefnum að því að skila flugvell- inum í Kabúl þannig af okkur að hann standist ICAO-staðla Alþjóðlegu flugmálastjórnarinnar, en þeir eiga við um borgaralega flugvelli og eru strangari en flestir þeirra staðla sem gilda um herflugvelli.“ Arnór segir að íslensku friðar- gæsluliðarnir hljóti góðan undirbún- ing og að vel sé farið yfir alla áhættu- þætti með þeim. Launakjör þeirra séu trúnaðarmál, en þeir séu vel tryggðir. Bera vopn til sjálfsvarnar Þjálfun einstakra starfsmanna fer eftir eðli verkefnanna sem þeir takast á hendur og staðsetningu. Þeir sem Aukin umsvif og kostnaður við Íslensku friðargæsluna Árásin á íslenska friðargæsluliða í Kabúl um síðustu helgi hefur beint athyglinni að starfsemi Íslensku friðar- gæslunnar, hlutverki hennar og áherslum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir leitaði svara við spurningum um tæknilegar og pólitískar hliðar málsins. Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl í Afganistan er umfangsmesta verkefnið sem Íslenska friðargæslan hefur ráð- ist í. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, var viðstaddur þegar Íslendingar tóku þar við af Þjóð- verjum í júní. Ásamt honum sjást Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins, og Arnór Sigurjónsson, yf- irmaður Íslensku friðargæslunnar, horfa einkennisklæddir úr flugturninum. EKKI eru allir á einu máli um að Ís- lendingar eigi að taka þátt í verk- efnum eins og stjórn flugvallarins í Kabúl, þar sem ástand verður enn að teljast ótryggt. Spurningar hafa vaknað um hvernig verkefni ís- lensku friðargæslunnar séu valin og hvort áherslurnar séu réttar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna, hefur gagnrýnt það hvernig staðið hafi verið að friðargæslumálum af hálfu rík- isstjórnarinnar. „Ég hef alltaf gert athugasemdir við það að aldrei fór nein málefnaleg umræða fram um hvernig starfi Íslensku friðargæsl- unnar skyldi vera háttað. Ákvörð- unin var einfaldlega tekin í ráðu- neytinu, án viðhlítandi skoðunar eða umræðna á þingi, með það fyrir augum að styrkja stöðu okkar og hlutverk í Atlantshafsbandalaginu.“ Þórunn bendir á að friðargæslan sé dýr málaflokkur. Til standi að veita hátt í 500 milljónir til hennar á næsta ári og fyrirsjáanlegt að kostnaðurinn muni aukast enn á komandi árum. Hún segir áhersl- urnar umdeilanlegar. „Friðargæslan er í raun hin hliðin á hermennsk- unni. Til að geta sinnt þessum störf- um sem skyldi er nauðsynlegt að hafa hernaðarlega þjálfun. Þó svo að hér sé um borgaraleg verkefni að ræða er verið að fara inn á svæði þar sem stríðsátök eru nýaf- staðin eða jafnvel enn í gangi að einhverju leyti. Ég er þeirrar skoð- unar að það sé mun nærtækara fyr- ir Íslendinga að sinna ýmsum verk- efnum í uppbyggingu og þróunarsamvinnu. Við höfum mikla þekkingu á sviði stjórnsýslu, heil- brigðisþjónustu, menntamála og orkunýtingar, svo nokkuð sé nefnt, og við gætum auðveldlega farið í samvinnu við stofnanir Sameinuðu þjóðanna eða frjáls félagasamtök um slík verkefni á stríðshrjáðum svæðum. Á þeim sviðum höfum við meira fram að færa og þar er kannski líka meiri þörf. Ég vil halda því fram að þannig nýtist fjármunir okkar betur.“ En verða Íslendingar ekki að taka á sig byrðar í samræmi við banda- lagsríkin? „Það er alltaf pólitísk ákvörðun hverjar áherslurnar eru af okkar hálfu. Atlantshafsbandalagið hefur tekið miklum breytingum og tekur að sér alls kyns verkefni sem engan hefði dreymt um fyrir 10–15 árum. Ég efast ekki um að okkar framlag sé vel þegið af hinum aðildarlönd- unum, en samt sem áður er það auðvitað okkar ákvörðun hvað við leggjum af mörkum í þessu sam- starfi,“ segir Þórunn. Ábyrgð Íslendinga sem aðildarþjóðar NATO Halldór Ásgrímsson hafði málefni friðargæslunnar á sinni könnu í þau níu ár sem hann gegndi embætti ut- anríkisráðherra, eða þar til hann tók við forsætisráðherrastólnum í sept- ember. Hann vísar því á bug að ekki hafi farið fram næg umræða um þau. „Mér finnst þetta ekki réttmæt gagnrýni vegna þess að það er búið að ræða þetta á Alþingi árum sam- an, enda er meira en áratugur síðan þátttaka Íslendinga í friðargæslu- störfum hófst. Það hefur verið getið um þessi mál í skýrslum frá utanrík- isráðherra til Alþingis, þau hafa komið upp í umræðum um utanrík- ismál og margoft verið á dagskrá á fundum utanríkismálanefndar. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins hefur verið að breytast mikið og það hefur í vaxandi mæli farið út í friðargæslu. Ávallt hefur skort á að aðildarþjóðirnar gætu lagt jafnmikið af mörkum og bandalagið hefur far- ið fram á, og þrýstingur hefur farið vaxandi um að þau tækju að sér umfangsmikil og vandasöm verk- efni. Þá höfum við þurft að axla ábyrgð eins og aðrar aðildarþjóðir.“ Hvernig hafa verkefni Íslensku friðargæslunnar verið valin og á hvaða forsendum? „Við höfum fyrst og fremst verið að taka að okkur þau verkefni sem við höfum talið að við gætum leyst og hefur verið mikil þörf fyrir. Þann- ig var málum háttað varðandi flug- völlinn í Pristina. Íslendingar hafa mikla reynslu af rekstri flugvalla og alþjóðlegu flugi og sú hugmynd kom upp að við tækjum að okkur leið- andi hlutverk á þessu sviði, sem við gerðum. Þegar það gekk vel kom í framhaldinu til tals að við gætum tekið að okkur mikið hlutverk á Ka- búl-flugvelli. Þannig hefur þetta ein- faldlega gerst, vegna þess að þarna var mikil þörf fyrir hendi, á sviði sem Íslendingar hafa mikla reynslu.“ En hvernig er það metið hvar Ís- lendingar geta lagt mest af mörk- um? Ræðst það mikið til af óskum að utan? „Það ræðst að sjálfsögðu að nokkru leyti af óskum. Við höfum sinnt ýmsum verkefnum á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, en eftir reynsluna í Bosníu hefur verið vaxandi eftirspurn eftir friðargæsluliðum af hálfu Atlants- hafsbandalagins og við höfum ákveðið að axla ábyrgð okkar þar í vaxandi mæli. Við höfum haft mjög takmarkað fjármagn, þannig að við höfum einfaldlega tekið upp hvert mál fyrir sig.“ Margir telja að við ættum frekar að einbeita okkur að „mýkri“ mál- um á hættuminni svæðum. „Þá værum við að koma okkur hjá því að axla þá ábyrgð sem aðrar þjóðir gera innan Atlantshafs- bandalagsins. Það er allsstaðar ein- hver áhætta og erfitt er að leggja mat á hvar hún er meiri eða minni. En það hefur aldrei komið til álita að senda menn til átaka, enda erum við ekki með neinn her. Okkar fólk hefur þó frá fyrstu tíð borið vopn til sjálfsvarnar.“ Erum við sem þjóð búin undir það að íslenskir friðargæsluliðar falli við störf á hættusvæðum? „Við höfum metið það svo að mjög litlar líkur væru á að það gerð- ist. En atburðir sýna að sú hætta er fyrir hendi og það er alveg sama hvert við sendum fólk, það er alltaf einhver hætta. Hún var til dæmis töluverð í Bosníu og Kosovo á sín- um tíma, og er að einhverju leyti enn.“ Hefur sýnileiki starfseminnar haft einhver áhrif á verkefnaval Íslensku friðargæslunnar? „Það er mikilvægt að Íslendingar séu að einhverju leyti sýnilegir í þessu starfi, líkt og hvað varðar þróunarhjálp. Við teljum ekki nægi- legt að taka aðeins þátt í fjöl- Réttar áherslur? Þórunn Sveinbjarnardóttir: „Mun nærtækara fyrir Íslendinga að sinna ýmsum verkefnum í uppbygg- ingu og þróunarsamvinnu.“ Halldór Ásgrímsson: „Við getum ekki bara verið þiggjendur í þessu samstarfi, við verðum líka að axla ábyrgð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.