Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÓMENN SEMJA Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli sjómanna og út- vegsmanna. Samningurinn gildir til maíloka árið 2008 og á þeim tíma hækka kauptrygging og launaliðir sjómanna og skipstjórnarmanna um 17,6%. Aldarspegill Ólafs Jóhanns Í nýrri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem ber heitið Sakleys- ingjarnir og kemur út í vikunni, not- ar Ólafur Íslendinga og íslenzka at- burði til sögunnar. Hann segir söguna aldarspegil, þar sem hann fjallar um þau efni, sem honum finn- ast lýsa aldarandanum bezt, en tutt- ugustu öldina segir hann hafa ein- kennzt af andstæðum og rótleysi. Nýtt hættumat Bráðabirgðaniðurstöður hættu- mats vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýr- dalsjökuls voru kynntar íbúum í Fljótshlíð og Landeyjum í gær. Undanfarin ár hefur verið viðvar- andi og vaxandi skjálftavirkni í suð- vestanverðum Mýrdalsjökli. Myndband frá bin Laden Hryðjuverkastríðið er nú komið í brennipunkt í bandarísku kosninga- baráttunni eftir að sýnt var mynd- band frá Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Þar hótaði hann nýjum árásum ef Bandaríkjamenn létu ekki araba í friði. Hafa frambjóðendurnir, þeir John Kerry og George W. Bush, skipst á skotum um frammistöðuna í hryðjuverkastríðinu en talið er, að það sé engin tilviljun, að mynd- bandið komi fram núna. Ekki er þó ljóst hvaða áhrif það muni hafa í kosningabaráttunni. Buttiglione afþakkar Rocco Buttiglione, sem Ítalíu- stjórn hafði tilnefnt til að fara með dómsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, ákvað í gær að draga sig til baka. Hafði meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu hafnað honum vegna afturhaldssamra skoð- ana í trú- og samfélagsmálum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 44 Forystugrein 28 Víkverji 44 Sjónspegill 30 Velvakandi 45 Umræðan 32/37 Staður og stund 46 Bréf 37 Menning 47/53 Hugvekja 38 Ljósvakamiðlar 54 Auðlesið 39 Veður 55 Minningar 40/42 Staksteinar 55 * * * Kynning – Blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið Blindrasýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Á ÁRSFUNDI Hafnasambands sveitarfélaga kom fram að áætla mætti að hafnir, sem þjónustað hafa strandflutningaskip Eimskips, yrðu fyrir samtals rúmlega 77 milljóna króna tekjutapi á ári þegar siglingar þess legðust niður. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, var kosinn formaður Hafnasambands sveitarfé- laga á ársfundi sambandsins. Hann kemur í stað Árna Þórs Sigurðsson- ar borgarfulltrúa í Reykjavík, sem gegnt hefur því starfi í nokkur ár. Á fundinum var lögð fram skýrsla um strandflutninga, en hún var unn- in í kjölfar ákvörðunar Eimskips um að hætta strandflutningum. Niður- staða skýrslunnar er að akstur þungra bíla á vegakerfinu muni aukast um ca 3 milljónir kílómetra á ári eða u.þ.b. 2%. Flutningar Eim- skips innanlands muni dragist sam- an um 30 þús. tonn, eða 20% af því sem Mánafoss flutti áður, þegar Kís- iliðjan í Mývatnssveit hættir starf- semi. Gera megi ráð fyrir að slysum (þá er átt við eignatjón og slys á fólki) á vegum fjölgi um 10 á ári að með- altali. Að mati skýrsluhöfunda eykst losun CO2 um 5.400 tonn á ári vegna aukins aksturs Eimskips en á móti minnkar losun CO2 vegna niðurlagn- ingar strandflutningaskipsins Mána- foss um 9.500 tonn á ári þannig að heildarlosun minnkar um tæplega 57% vegna þessara breytinga. Kostnaður Vegagerðarinnar við við- hald og endurnýjun vega mun aukast að meðaltali um a.m.k. 100 m.kr. á ári en á móti má reikna með að tekjur hennar af þungaskatti vegna viðbótaraksturs aukist um 80– 120 m.kr. á ári. Vannýting fjárfestinga 200–300 milljónir Áætlað tekjutap viðkomuhafna strandflutningaskipsins að útflutn- ingshöfnum undanskildum er sam- tals rúmlega 77 m.kr. á ári en tekju- skerðingin mun að verulegu leyti koma beint niður á afkomu hafnanna þar sem kostnaður er að mestu fast- ur. Gert er ráð fyrir að nýting hafn- arbakka sem Mánafoss notar í við- komuhöfn verði á bilinu 12–18% lakari eftir breytingar. Vannýtt fjár- festing í höfnum gæti numið 200–300 m.kr. eftir breytingar. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem tekið er undir tillögu sam- gönguráðuneytis og umhverfisráðu- neytis sem lögð var fyrir ríkisstjórn í september síðastliðnum, að skipuð verði nefnd undir forystu samgöngu- ráðuneytis, með þátttöku fjármála- ráðuneytis og umhverfisráðuneytis, sem verði falið að kanna framtíð strandflutninga og móta framtíðar- stefnu stjórnvalda. Fundurinn benti í ályktun á að af- koma hafna landsins væri óviðun- andi og full ástæða til þess að brýna stjórnendur hafna landsins til að vinna í anda nýrra hafnalaga, þ.e. að hafnir skuli með gjaldskrársetningu sinni taka mið af tilkostnaði, s.s. byggingu, rekstri og viðhaldi hafna, þannig að hafnir geti skilað jákvæðri afkomu eftir afskriftir og orðið sjálf- bærar og sjálfstæðar rekstrarein- ingar. Þá var á ársfundi Hafnarsam- bands sveitarfélaga bent á að það hafi reynst hafa jákvæðar afleiðing- ar að loka hafnarsvæðum þar sem það skapi öryggi og vinnufrið. Tekjutap hafna þegar strand- flutningar stöðvast 77 millj. LÖGREGLAN í Reykjavík veitti tveimur mönnum eftirför rétt eftir miðnætti í fyrrinótt eftir að sést hafði til þeirra brjótast inn í raf- tækjaverslun í austurborginnni, en þar höfðu þeir stolið m.a. átta skjá- vörpum. Mennirnir lögðu á flótta á stolinni bifreið þegar lögreglan hugðist stöðva þá. Þjófarnir enduðu flótta sinn á því að aka stolnu bifreið- inni inn í garð í Smáíbúðahverfinu við Fossvog í Reykjavík, en við það skemmdist bíllinn talsvert. Eftir það tóku þjófarnir til fótanna en lögreglan náði að hlaupa þá uppi. Engan sakaði á flóttanum sem stóð í skamman tíma. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík eru mennirnir tveir góðkunningjar lögreglunnar, en báð- ir eru þeir undir tvítugu. Báðir mennirnir gistu fangageymslur í fyrrinótt og voru yfirheyrðir í gær. Ljósmynd/Ólafur B. Kristjánsson Þjófarnir óku stolnu bifreiðinni inn í garð. Innbrotsþjófar lögðu á flótta á stolnum bíl FORRITUNARKEPPNI fram- haldsskólanna fór fram um helgina, en keppnin er haldin ár- lega á vegum Háskólans í Reykja- vík. Í ár eru þátttakendur um 70 talsins, en mikill metnaður er á meðal framhaldsskólanema í tengslum við keppnina og flestir skólanna senda lið til þátttöku. Keppnin hófst í gærmorgun og stóð allan daginn. Dómnefnd skip- uðu sérfræðingar við tölv- unarfræðideild HR. Var keppnin tvískipt. Fyrir hádegi áttu liðin að leysa nokkur tiltölulega einföld forritunardæmi. Dæmin áttu að prófa hvort liðin réðu við grunn- atriði forritunar þ.e. nota breytur, segðir, lykkjur, föll o.s.frv. Eftir hádegi fengu liðin svo að velja úr nokkrum flóknari forritunarverk- efnum á borð við þróun gagna- grunna eða einfaldra leikja. Samhliða forritunarkeppninni fór fram samkeppni um merki keppninnar fyrir næsta ár. Alls bárust 19 tillögur í keppnina í ár. Morgunblaðið/Golli Bjuggu til segðir og lykkjur LÖGREGLAN í Reykjavík gerði upptækt þýfi og fíkniefni í heimahúsi í austurborginni í fyrrakvöld. Sjö manns voru handteknir, bæði karlar og konur. Að sögn lögreglunnar höfðu allir hinna handteknu komið við sögu lögreglunnar áður. Fólkið gisti í fangageymslum í fyrrinótt og var yfirheyrt í gær. Þýfi og fíkniefni gerð upptæk BÍLVELTA varð í Breiðadal í Ön- undarfirði laust eftir miðnætti í fyrri- nótt, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Ísafirði. Ökumaður og farþegi komu sjálfir á lögreglustöðina á Ísafirði eftir óhappið. Fólkið var nokkuð lemstrað og skorið. Hafði það fengið vini sína til þess að sækja sig og flytja sig til bæjarins, en það var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Bíllinn er töluvert mikið skemmdur. ♦♦♦ Bílvelta í Önundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.