Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 27
laxins Netin upp ... Árni reiknar með því að selja veiðileyfi í Tungufljót sumarið 2006 og í sumar og í fyrra hafa veiðimenn fengið að veiða í fljótinu með þeim formerkjum að verið sé að kort- leggja veiðistaði. Mjög vænir silungastofnar eru í fljótinu, bæði urriði og bleikja, en þar er um fáa fiska og stóra að ræða, fremur en mikið magn. Reynsla manna af veið- um í sumar og í fyrra verður uppi- staðan í gerð veiðikorts sem verður tilbúið þegar þar að kemur. Árni vonar enn fremur að netin verði þá annaðhvort farin upp úr Ölfusá/ Hvítá eða þá að þau verði á leiðinni upp. „Það hefur ekki tekist enn að ná sátt um netaupptöku líkt og gert var í Borgarfirðinum. Þetta er e.t.v. flóknara hér en þar, ég veit það þó ekki, en það er unnið í þessu og það verður að virða öll sjónarmið og taka tillit til allra. Þeir sem stunda enn netaveiðina fá að vísu ekki mikið fyr- ir laxinn og alla vinnuna sem felst í netaveiði, en á móti kemur að þetta er rótgróinn lífsstíll nokkurra aðila og erfið tilhugsun að allt í einu sé bara allt búið. Þetta er þó örugglega framtíðin og það sem koma skal. Það tekur bara sinn tíma og við verðum bara að vera þolinmóð og búa allt í haginn,“ segir Árni. Faxi Fyrir allmörgum árum hafði Stangaveiðifélag Reykjavíkur uppi svipuð áform og Lax-á nú, en for- merkin voru önnur. Seiðasleppingar í þá daga voru aðrar og mislukkaðri en síðar hefur þróast. Laxastigi sem þá var smíðaður þótti auk þess illa heppnaður, en Lax-á hefur endur- gert stigann, en leifar hans hafa alla tíð verið við hlið fossins Faxa. Í stig- anum er fyrrgreind laxagildra og hefur einu sinni verið stolið úr henni klaklaxi og það með talsverðri fyr- irhöfn, sem bendir til að áform Lax- ár falli ekki öllum vel í geð. Árni Baldursson hefur vissa aðila grunaða en vill ekki tjá sig um það, hins vegar hefur gildran verið treyst þannig að ekki hefur verið stolið meiru úr henni og Snorri vörður hefur auk þess aukið gæslu með svæðinu. Morgunblaðið/Einar Falur Árni Baldursson t.v. og Snorri Ólafsson, veiðieftirlitsmaður við Tungufljót, háfa lax uppúr gildru í laxastiganum í Faxa. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 27 Laugavegi 5 og Spönginni, símar 551 3383 og 577 1660 Hér með leyfi ég mér að tilkynna heiðruðu bæjarbúum og ferðamönnum að ég hef sezt að hér í Reykjavík og læt af hendi allskonar smíðar út gulli og silfri með sanngjörnu verði. Virðingafyllst Jón Sigmundsson, gullsmiður. Tilkynning úr Ísafold 29. október 1904 20% afsláttur dagana 29. okt. til 6. nóv. í tilefni afmælis okkar 100 ára Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.